Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞI6ÐVIUINN Miðvikudagur 13. marz 1963 heimiliö og vsö^ heimiliö og viö Franskur sérfræðingur um andlirssnyrtingu: Hirðing húðarinnar er aðalatriði á öllum áldri w&esé f síðasta þætti skýrðum við frá því, að hingað til lands væri komin á vegum ORLANE-snyrtivörufyrirtæk- isins franska, ungfrú Marguerite Leroy til að rannsaka húð þeirra sem þess óska og leiðbeina þeim síðan um rétt val á kremum og öðrum snyrtivörum. TJngfrú Leroy hefur meðferð- is sérstakt húðgreiningartæki. sem er algjör nýjung hér á landi, og hefur þjónusta henn- ar staðið til boða í nokkrum snyrtivöruverzlunum í bæn- um, sem hafa Orlane vörur á boðstólum. Greinilegt er að ekki skortir áhuga kvenna hér á að halda sér til því þær hafa flykkzt til hennar á hverj- iim degi síðan hún kom til landsins. Þvi var það að fréttaritara beimilissíðunnar lék nokkur forvitni á að vita hvað Marguerite Leroy fyndist um húð íslenzkra kvenna eftir þá reynslu sem hún hefur fengið — Mér finnst íslenzkar kon- ur yfirleitt hafa íallega og bjarta húð. segir Marguerite, en hún er þó yfirleitt of 'þurr, Það stafar sjálfsagt af rokinu hér, sérstaklega er það slæmt þegar hann stendur af sjónum. En konurnar gætu gert miklu meira fyrir húðina en þær gera. Langflestar sem ég talaði við sögðust oftast bara nota fast púður. — Myndir þú segja að þser ættu að mála sig meira? — Nei, ekki endilega. En það væri gott fyrir þær að nota meira af nærandi kremum af því að húðin er svo þurr. Steinpúður fer heldur ekki ve' með húðjna. Það er betra að nota make-up — auðvitað með kremj undir — og svo laust púður yfir. Og svo er það ákaf- !ega þýðingarnrkið. já ég vildi fegja eiginlega það mikilvæg- asta af öllu í sambandi við andlitssnyrtingu. að hreinsa húðina vel á kvöldin. Ekki með sápu og vatni, það eru mjög fáir sem þola sápu í andlitið, Götuklæðnaðurinn í vor SnLAKGEWr Þegar blaðamönnum var kynnj hin nýja þjónusta Orlane hér á Iandi á heimili Ágústs Krist- manns umboðsmanns fyrirtækisins, bauðst ungfrú Leroy til að húðgreina kvenfólkið og hér sést hún rannsaka andlitið á Halldóru Gunnarsdótjur, blaðakonu Morgunblaðsins. Fyrir nokkru birtum við ýtarlegar frásagnir af vortízkusýningunum i París ásamt skissum at helztu línunum. Hér koma enn teikningar sem sýna hvernig aðaltízkukóngar Parisarborgar vilji n/i kvenfólkið sé klætt á götunum í vor og sumar. Kápurnar og dragtirnar eru frá Cardin, Bal- main, St. Laurent, Marc Bohan (Dior) og Capucci. heldur með hreinsunarkremi. Og gott er að nota andlitsvatn á eftir til að draga saman svitaholurnar. •— Hvort eru það eldri eða yngri konur sem hafa leitað fil þín hérna? — Þær hafa verið á ollum aldrj og mjög áhugasamar. Einn dagjnn beið mín heill bekkur af kornungum skóla- stúlkum. Ég tók þær saman inn og spurði þær hvað þær viidu. þær væru alltof ungar til að nota snyrtivörur. Ein þeirra varð fyrir svörum og sagði: Já, en víð viljum samt fá ráð- leggingar svo við gerum ekk. ert vitlaust seinna meir! Alveg ómótstæðilegt! — Og hvað ráðleggur þú svo unglingsstúlkunum? — Ja, ef þær hafa góða húð, þá er hún aldrei fallegri en á þessum árum og þá þurfa þær ekkert make-up. Sé húðin hjns vegar bólugrafin eins og oft er á kynþroskaárunum, þá mega þær alls ekki nota það. En það eru til krem, sem geta bætt mikið úr filapensunum. Það versta er að margar ungu stúlkurnar nota mikið make- up og lit, en trassa svo að hreinsa það af og bera bara nýtt lag á næsta dag. Á þenn- an hátt eyðileggja þær oft húð- ina. — Mér finnst svo sem allt í lagi þótt þær máli sjg einstaka sinnum þegar þær fara eitthvað sérstakt. en þær ættu alls ekki að gera það 4^ hverjum degi. — Á hvaða aldri finnst þér að stúikur ættu að byrja að mála sig regluiega? — Það er álitamál og undír mörgu komið, en ég myndi segja aldrei undir 16 ára. Og það er sama hvort maður er ungur eða gamall. það er hjrð- ing húðarinnar og rétt með- ferð og næring sem alltaf skiptir mestu máli. — Og á þá aldrei að nota vatn og sápu í andlitið? —¦ Ekki sápu, en vafnið ger.ir ekkert tll, a.m.k. ekki hér. Ég hef sjaldan kynnzt eins mjúku og góðu vatni og hér er. — Fjnnst þér nokkuð kalt •í íslandi? — Kalt! Þetta er vorveður hérna. Nei, mér finnst ekki kalt, en mér finnst nokkuð vindasamt. % er hrifin af lit- unum hér. þeir eru svo hrein. ir og skærir. Ég vildi geta ferð- azt meira um landið, eínkum um óbyggðirnar. í gær fór écr útúr bænum oa þá er maður eiginlega strax kominn út í villta náttúruna. Ég sá fjölda af iólki sem var að fara í út- reiðartúr. Ég fékk rétt aðeins að skreppa á bak. En hvað ís- lenzku hestarnir eru fallegir, svo HtUr og með svo mikið fax! — Þú ferð út á land. þegar þú ert búin að vera í Heykja. vík, er það ekki? —- Jú, ég fer til Akureyrar, ísafjarðar og Vestmannaeyja, svo ég fæ ag sjá heilmikið af landinu, en ég er náttúrlega að vinna allan tímann. — Hvemig finnst þér að vera alltaf á eilífu ferðalagj? — Gaman, að mörgu leyti. Maður kynnist svo mörgu og ólíku fólki. En í fyrra var ég bara sex daga heima í París hjá foreldrum minum. Ég hef farið um Bandaríkin, Þýzka- land Austurríkl og öll Norður- löndin. — Og erum við á Islandi lík eða ólík Norðurlandabúunum? ¦— Dálítið lík, en þó að mörgu leyti öðruvísi. Eftir út- litinu eruð þið meira blöndu? og einu hef ég tekifl sérstak. lega eftir: augunum. íslending ar hafa óveniulega falleg augu og svo margbreytjle^. Ég helr1 ég hafi séð alla augnliti sem til eru og margir hafa mjös löng augnahár. Því miður hef ég ekki haft tíma til að kynn- ast mörgu fólki hér en mér sýnist. að bið njótið þess yfir- leitt að lifa. tg vildi að lokum segja, að Mademolselle Marguenitc Lcroy mér finnst ákaflega gaman hve margir hafa notfært sér mína þjónustu og vildi óska að ég hefði haft meiri tíma til að ræða við hvern einstakan. Von- andi kem ég aftur til íslands seinna. vh Vðlur vann Framhald af 4. siðu. tækist ekki að ógna vörn Vals Mesta athygli vakti Sigrún Ingólfsdóttir, sem var skemmti- lega leikandi og skothörð og leikin með knöttinn. Þær sem skoruðu fyrir Breiða- blik voru Sigrún 4, Kristjana Guðmundsdóttir 2, Svava Magnúsdóttir og Bára Eiríks- dóttir' skoruðu sitt markið hvor. Fyrir Val skoruðu: Sigríður 6, Sigrún 5, Vigdís 3, Erla og Hrefna 1 hvor. Dómari var Gunnar Jónsson og hefði mátt taka harðara á hðrðum leik. Þriði flokkur karla: Valur — Ármann 10:6 Til að byrja með var leikuj bessi jafn og tvísýnn, þótt Val- ur hefði oftar forustuna. Það =r ekki fyrr en í síðari hálfleik íem Val tekst að tryggja sét sigurinn. I fyrri hálfleik var samleikur Valsmanna mjög lé- legur, þótt maður hefði það á tilfinningunni að þeir væru betri. Kom það til af því að leikurinn snerist of mikið um einn leikmann, sem einnig skaut allt of mikið í tíma og ótíma, þótt góður sé. Ármenningar léku oft lag- iega saman og með árangri í fyiTi hálfleik, en tókst ekki eins vel í þeim síðari. Haukar unnu KK 8:7 Almennt mun hafa verið gert ráð fyrir að KR mundi sigra, en Ieikar fóru þó þannig að Haukar unnu með 8:7 eftir að leikstaðan hafði verið 4:2 i hálfleik. Voru Haukar vel að sigri þessum komnir, þó að leikurinn í heild væri ekki til- brifamikill. Hinir ungu dómarar í leikjum bessum hefðu mátt taka harð- ara á leiðindabrotum sem allt of oft komu fyrir hjá þessum ungu leikmönnum. Það er dóm- aranna að venja þá af þessum ósið. Frímann. 1-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.