Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 19. marz 1963 — 28. — árgangur — 65. tölublað. Eldur í Gullfossi í Höfn • í gærmorgun kl. 10.45 eftir íslenzkum tíma brauzt út mikill eldur í farþega- skipinu Gullfossi, þar sem það lá í þurrkví í skipa- smíðastöð Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. • Tókst brátt að ráða nið- urlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu í íbúðum l<5>- Stefán Magnússon Þóröur tJlfarsson ■líslenzka sínfónían" Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands n.k. fimmtudag verður frumflutt ný sinfónía eft- ir bandaríska tónskáidið Henry Dixon Powell, sem hann kallar íslenzku sinfóníuna og hefur til- einkað miinningu Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar. — Sjá frétt á 12. síðu. NYJA APACHE TYND MEÐ 2 MONNUM farþega og skipverja á öðru farrými og einnig í fjórðu og fimmtu lest og í birgða- geymslum bryta vegna vatns og reyks. • Áætlun skipsins 23. apríl fellur niður og senni- lega næsta ferð á eftir og tapa væntanl. farþegar plóss- um sínum í þeim ferðum. Eldurinn er talinn hafa átt upptök frá neistaregni úr log- suðutækj, sem lenti í olíubrák í dokkinni undir aftanverðu skipinu og magnaðist eldurinrí þegar í æsandi logatungur, sem áttu greiðan aðgang að öðru farrými og fjórðu og fimmtu lest. Verkamenn voru í kaffi- hléi klukkan 8.45 um morguninn. Framhald á 3. síðu. 2ja hreyfla Piper Apache flugvél, sem var á leið til landsins og Flugsýn hafði keypt í Banda- ríkjunum týndist í fyrrinótt á leiðinni frá Gand- erflugvelli til Narssarssuaq í Grænlandi. Á flug- vélinni eru tveir menn, Stefán Magnússon flug- stjóri hjá Loftleiðum og Þórður Úlfarsson flug- maður einnig hjá Loftleiðum. Leitað er frá Kan- ada, en vélin var á eftirlitssvæði Torbay þegar síðast fréttist af henni. í gær voru vélar frá Flug- félagi íslands, Landhelgisgæzlunni og hernum á Keflavíkurflugvelli tilbúnar til að hefja leit ef aðstoðar þeirra yrði leitað. Loftleiðaflugvél fór áleiðis til svæðisins í gærdag. Þeir félagar lögðu upp frá Ildewilde flugvelli klukkan 18.31 eftir íslenzkum tíma og fóru 1 fyrsta áfanga til Gander, lögðu af stað þaðan áleiðis til Græn- lands klukkan 02.33 í fyrrinótt og ætluðu að vera komnir þang- að klukkan 10.11. Síðast heyrðist frá þeim klukk- an 7.35 og hafði þá hreyfilsorka þeirra minnkað og báðu þeir um að staðarákvörðun þeirra yrði staðfest með radar veður- skips Bravo, einnig báðu þeir um upplýsingar um vind. Veðurskip Bravo var statt um 35 sjómílur frá þeim stað sem þeir gáfu upp, og þegar ekki heyrðist frá þeim aftur lagði skipið þegar af stað til aðstoð- ar. Á þeim slóðum sem vélin var stödd var um 30 mílna vindur við sjávarmál um hádegi í gær, en hugsanlegt er að vindurinn hafi ekki verið svo mikill þegar þeir neyddust til að nauðlenda, hvort sem það hefur verið á sjó eða landi. Annars var mjög erfitt að fá fréttir af þessu í gær, því að Icecan kapallinn er slitinn ó tveim stöðum, en hinsvegar sam- band milli Kanada og Bretlands- eyja. Radíóskilyrði í lofti voru einnig mjög slæm, en sérstök vakt var höfð í Gufunesi í gær, ef skilyrðin skánuðu. Einnig hafði flugturninn í Reykjavík af- not af loftskeytasambandi hers- ■ns á Keflavíkurflugvelli. Þrjár flugvélar fóru til leitar Erá Kanada fyrir hádegi í gær og einnig fór flugvél frá Loftleiðum ileiðis að leitarsvæðinu. Klukkan rúmlega þrjú í gær hljóðaði veðurskeyti frá Bravo þannig: „Skýjað, skyggni 5-6 mil- ur, vindhraði 13 hnútar en 25 í hviðum. ölduhæð 10-15 fet“. Lé- legt leitarveður. Tveggja stiga hiti og rigning var í gærmorgun á þessu svæði. Staðurinn sem flugvélin gaf upp síðast er um 310 mílur suð- vestur af Narssarssuaq og 430 mílur f norður frá Gander. Ekki hafði síðdegis í gær borizt nein ^ tilkynning um að flugvélin væn komin fram, en hugsanlegt hafði verið talið að hún kæmist til Goose Bay. öryggistæki um borð í flugvél- inni eru: Gúmbátur, björgunar- vesti og neyðarsendir. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Islands er Sólfaxi lú í Narssassuaq en sú vél er búin leitarratsjá og leitartæki af gerð- inni Sara, en til þess að það komi að gagni verður að vera samsvarandi sendir í gangi. Fé- lagið bauð strax vélina til leitar- innar, eða þá vél frá Reykjavík ef það væri heldur kosið, en Kanadamenn þáðu ekki aðstoð í gær, hvorki Flugfélagsins eða annarra, vegna þess hvaðskyggni var slæmt og mikil slysahætta ef margar flugvélar væru í leit- inni. Loftleiðaflugvélin, sem fór vestur á bóginn ætlaði að fljúga hina áætluðu flugleið vélarinnar og vár komin á síðasta tilkynnta stað milli klukkan sjö og átta í gærkvöld. Veðurskeyti frá Bravo í gær- kvöldi hljóðaði svo: „Skýjahæð 1000 fet, 9 km. skyggni, ölduhæð 5'/9 metri. Hiti 2 stig“. Skömmu eftir miðnætti hafði blaðið samband við Flugtuminn á Reykjavíkurflugvelli og höfðu þá engar fréttir borizt af flug- vélinni og hafði Loftleiðaflugvél- in þá lent í Gander og ætlaði að hefja leit með birtingu ídag. Apache flugvél eins og sú sem týndist, nema heldur eldri gerð. VERÐ- HÆKKUN í DAC RúgbrauS hækka 30 aura • í gær auglýsti verðlagsstjóri verðhækkun a rúgbrauðum og hækkar 1500 gramma brauð um 30 aura eða í kr. 9,30 úr kr. 9,00 stykkið. • Samkvæmt upplýsingum verðlagsstjóra i gær stafar hækkun þessi af farmgjaldahækk- un þeirri er varð á sl. sumri og að sjálfsögðu leggst á rúgmjöl eins og aðrar vörutegundir. Trésmiiafélag Reykjavíkur samþ. uppsögn sammnga Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur sem haidinn var í Iðnó á laugardaginn (16. marz) sam- þykkti einróma að fela stjórn félagsins að segja nú þegar upp kaupgjaldsákvæðum kaup- og kjara- samnings við atvinnurekendur. Var tillagan um uppsögnina flutt og rökstudd af formanni félags- ins, Jóni Snorra Þorleifssyni. Við undirskrift samninga tré- smiðanna á sl. sumri var fyrir- vari um gildi þeirra ef vísitala hækkaði um 5 stig frá 1. júní til 15. nóvember 1962 eða um 7 stig til 1. júní 1963 og skuldbundu aðilar sig til að hefja viðræður um kaupgjaldssamninga ef' vísi- talan hækkaði meira umrædd tímabil. Nú hefur visitalan þegar hækkað um 12 stig. Formaður félagsins Jón Snorri minnti á þessar staðreyndir í ársskýrslu sinni og skýrði frá, að félagsstjómin hefði fyrir nokkr- um mánuðum farið fram á við- ræður við atvinnurekendur og hafi tveir fundir verið haldnir. Trésmiðimir skírskotuðu til samningaákvæðisins varðandi Skriðufall á veginn milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar Rigningar hafa verið tíðar á Austurlandi undanfama daga og þíða komin í jörð eins og á vori. 1 fyrrinótt hljóp skriða á nýja veginn í Hólmahálsi milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar og er hann ófær sem stendur. Akvega- samband hefur þó ekki rofnað, þar sem fært er ennþá um gamla veginn neðar í hlíðinni, en þung færð er á vegum. Samkvæmt viðtali við vega verkstjóra á Héraði síðasliðinn laugardag, þá voru vegir á Fljót dalshéraði orðnir blautir og þungir yfirferðar og getur þetta orðið bagalegt fyrir mjólkur- flutninga á Héraði og var hann eiginlega hissa, að vegimir héngu ennþá uppi vegna þíðu og bleytu. Lagarfljót hefur verið ísi lagt upp úr síðan í janúar og var kominn fjörutíu sentimetra þykkur ís á fljótið og er nú ísinn að leysast og gert ráð fyrir að fliótið ryðji sig á næstunni. Vor- ’ð er sem sagt komið á Austur- 'ondi. -T,ogarinn Víkingur er nýkom- n úr söluferð, seldi 13. þ.m. í .7>'.vhaven, Vestur-Þýzkalandi, ■'m 180 tonn á 114.800 mörk, og mun það ein bezta salan á þess- um tíma. Skipstjóri á Víkingnum er Hans Sigurjónsson. hækkun vísitölunnar sem viður- kenningu á því að kaup þyrfti að breytast með stórbreyttu verð- lagi. Á fundi sem haldinn var fyrir hálfum mánuði kom fram af- staða meistaranna og þá um leið Vinnuveitendasambandsins og hún er sú að ekki komi til mála að semja um neina kauphækkun til iðnaðarmanna, heldur verði staðið gegn öllum tilraunum þeirra til hækkana á kaupi! Gagnvart slíkri afstöðu hefur Trésmiðafélagið ekki um aðrar leiðir að velja en segja upp samningum. Þrjór nýjar lyfjabúðir fyrirhugaðar í Reykjavík BORGARRÁÐ samþykkti áfundi sínum s.I. föstudag að beina því tiil heilbrigðismálastjóm- arinnar að lyfjabúðum i Reykjavík verði fjölgað um 3 og að auglýst verði laus til umsóknar þessi nýju Iyfsölu- Ieyfi. IIVERFIN sem gert er ráð fyrir að hinar nýju lyfjabúðir verðl reistar í, eru í Hálogalands- hverfi, Háleitishverfi norðan Miiklubrautar og Hvassaleitis- hverfi. EELAG LYFJAFRÆÐINGA hafði fyrir alllögu beint þvf til borgarráðs að beita sér fyrir fjöigun Iyfjabúða í borg- inni. Síðasta lyfsöluleyfi, sem veltt hefur verið var í Laug- arneshverfi. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.