Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 10
|0 SÍÐA ÞlðÐVILJINN Þriðjudagur 19. marz 1963 GWEN BRISTOW: r ! HAMINGJU LEIT komumaður var lægri en Oliver. Þegar hann stóð uppréttur sýnd- ist höfuðið á honum enn stærra. Hann leit út eins og klofin gul- rót með brúsk i toppnum. Hana langaði til að hlæja, en stil'lti sig um það, og þegar hún gekk til þeirra, neyddi hún sjálfa sig til að brosa kurteislega. Oliver sagði dálítið móður, eins og hann hefði leiðar fréttir að færa: — Garnet, má ég kynna þig fyrir Charles bróður mínum? 23. Charles hneigði sig kurteislega. Það fór hrollur um Garnetu. Hún hafði reynt að ímynda sér Char- les sem hlægilega persónu, en það var hann ekki. Charles sagði næstum án þess að hreyfa var- imar: — Gott kvöld, frú. Þá sá hún augu hans. Allur persónuleiki hans byggðist á augunum, en það bar ekki svo mjög á þeim í fyrstu, vegna þess að þau lágu djúpt undir þykkum. ljósum brúnum sem voru eins og tvö fiðrildi á enninu á honum. Augun voru dekkri en hárið og þykkar brúnimar í djúpar augna- tóftimar gerðu þau enn dekkri. En þau voru hörkuleg og níst- andi, útsmogin og alveg mis- Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa kunnarlaus. Þegar hann beindi athyglj sinni að einhverjum hlut, starði hann á hann með þessum augum. Hann starði án þess að hvika, unz það var eins og þau styngjust inn i höfuðjð á manni og ekki væri hægt að losna við þau. Hann rak þau inn í höfuðið á manni og setti sínar eigin hug- myndir þar. Augu hans sögðu: gerðu þetta, gerðu það, gerðu það, og ef ekki var streitzt á móti án afláts, hvert andartak, varð maður að hlýða. Sá sem væri mikið samvistum við Charles yrði annaðhvort að beygja sig undir vilja hans eða standa í lát- lausri baráttu og sá sem ekki hefði því sterkari vilja, myndi gefast upp flótlega af ejnskærri þreytu. Þegar hann hneigði sig fyrir Garnet og sagði — Gott kvöld, skældi hann varimar til eins og honum væri þvert um geð að segja það. Garnet vissi að hann hataði hana. Hún fann andúð hans eins og múrvegg á milli þeirra. Charles hélt um hattinn með báðum höndum, fingumir beygluðu hattbarðið. Henni fannst sem það væri honum mikil áreynsla að sýna henni einföldustu kurteisi. Vöðvar hennar hnykluðust eins og vöðv- ar hans. En hún mundi hve oft móðir hennar hafði sagt henni að bezta vörnin væri ávallt rósemi og góðir siðir. Hún brosti því eins og bróðir Olivers hefði boð- ið hana innilega velkomna og svaraði; — Oliver hefur sagt mér svo mikjð um þig. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegj 13 sími 14656 Nuddstofa á sama stað Það var óþarfi að segja Char- les hvað Oliver hafði sagt hennj. Hún var fegin því að hann hafði búið hana undir það að fá ekki sérlega varmar viðtökur. Hann stóð þarna með sektarsvip eins og stráksnáði sem staðinn hefur verið að því að stela sultutaui. Garnet fann til reiði í hans garð. en hún hafði ekki í hyggju að ; láta Charles verða þess varan. j Charles sagði ekkert heldur, en j stóð og horfði á hana með kaldri ; fyrirlitningu, eins og hún væri j léleg vara sem einhver hefði reynzt að pranga inn á hann. Gamet reyndi aftur. — Ég er viss um að það hefur komið þér á óvart að Oliver skuli vera kvæntur, sagði hún. — Ég vona að við verðum vinir. — Ég verð að játa, að ég varð undrandi, sagði Charles. Hann einblíndi ennþá á hana. Þunnu samanbitnu varirnar vissu niður í munnvikunum. — Við förum héðan á morg- un, sagði hann, — til ranchósins míns. Garnet fylltist reiði. Jörðina höfðu Charles og Oliver fengið í sameiningu, svo að Charles hafði engan rétt til að tala um ranchóið sem sína eign. Sem eig- inkona Olivers hafði hún fyllsta rétt á að búa þar. En hún reyndi að vera alúðleg. — Á morgun? Það vissi ég ekki. — Við förum í fyrramálið, end- urtók Charles kuldalega. — Við leggjum af stað í dögun. Gamet fann að hún kreppti hnefana. Hún faldi þá í felling- unum á pilsinu sínu. En hún minntist þess að hún hafði ágætt vopn á hann. Charles hataði hana, á því var enginn váfi. vegna þess að Oliver hafði verið að segja honum frá þeirri fyrir- ætlun sinni að fara aftur til Bandaríkjanna í stað þess að verða kyrr og hjálpa Charles við að koma metnaðardraumum sín- um í framkvæmd. Það væri rétt á Charles að hún minnti hann á það. — Ég skal verða tilbúin, sagði hún blíðróma. — En fyrst við Oliver dveljumst þar ekki nema til vorsjns, þá er varla vert, að þú gerir neinar breytingar okkar vegna. Charles beit enn fastar saman vörunum. Svo sagði hinn: — Við sjáum nú til. — Ég sé fram á skemmtilega dvöl, sagði Gamet. Hún brosti til hans og Olivers. En Oliver horfði ekki á hana. Hann hafði ekki mætt augnaráði hennar síðan þau Charles fóru að talast við. Hann horfði á Charles og hann var taugaóstyrk- ur, já beinlínis hræddur. Gamet stóð svo teinrétt að hana verkjaði í bakið. Hún gat ekki staðið þarna lengur og átt í þessari baráttu. Hún sagði því glaðlega: — Það er svo langt síðan þið hafið sézt, að Þið hljótið að hafa um margt að tala. Ég ætla ég að fara, svo þið getið skipzt á fréttum. Nú leit Oliver á hana og opn- aði munninn. Hann virtist feginn því að hún skyldi fara. — Við sjáum þig á eftir. Við kvöldverð- inn. Charles hneigði sig fyrir henni. Gamet sneri sér við og gekk frá þeim. Hún var með ákafan hjart- slátt. Hún var reið við Charles, en hún var enn gramari við Ol- iver. Af hverju hafði hann ekki tekið málstað hennar? Þorði hann ekki að tala þegar bróðir hans var viðstaddur? Þegar hún kom að matborð- unum, valdi hún sér stað, þar sem tré bar á milli hennar og Charles, og svo settist hún. Hún var alveg ringluð. Hún reyndi að hugsa til baka. Charles vissi að von var á lest- inni, svo að hann hafði riðið hingað ti'l móts við Oliver. Hann hafði komið í dag. Oliver hafði sagt að þau myndu halda af stað næsta morgun. Hann hlaut að hafa ákveðið það, því að Oli- ver hafði ekki minnzt á það einu orði. Hann hafði ekki einu sinni sagt henni, að Charles myndi sennilega koma hingað til móts við hann. Oliver hafði bókstaf- lega ekki nefnt Charles á nafn. Þegar hún fór að íhuga það betur, bá var það í rauninni mjög furðulegt. í ferðinni hafði hún haft allan hugann við að þrauka, svo að hún hafði tæpast munað eftir Charles. En nú mundi hún að Oliver hafði ekki minnzt á Charles síðan þau fóru frá Santa Fe. Það var eins og hann hefði viljað gleyma því, að til værí maður með því nafni sem biði hans við ferðalok. Hún reyndi að muna hvenær Oliver hefði hætt að minnast á Charles. Það var — það var býsna skrýtið — það var daginn sem John hafði hitt hann í Santa Fe. John hafði komið til að hitta Oliver og hafði sagt eitthvað á spænsku, sem hún hélt að þýddi að hann væri með bréf, en svo sagðist hann ekki vera með neitt bréf. Oliver hafði sagt hið sama. Gamet hrukkaði ennið og braut heilann. Sama kvöldið og Oliver hafði sagt að hún hefði misskilið John í sambandi við bréfið, hafði hann líka sagt dá- lítið annað. Meðan þau voru að borða kvöldverð, hafði hann sagt: „Þú veizt að ég er engan veginn nógu góður handa þér, Gamet. Því að það er ég ekki.“ Hún hafði hlegið að honum þegar hann sagði þetta. En nú fór hún að velta fyrir sér hvers vegna hann hefði sagt það. Hún hafði ekki gefið sér tíma til að hugsa um það þá um kvöldið. Strax eftir máltíðina höfðu þau farið á Fonda þar sem Florinda hafði gefið sig fram við Silky og þá gerðist svo margt að hún hafði gleymt því sem Oliver hafði sagt og hún hafði ekki tekið eftir því að hann hætti allt í einu að minnast á Charles. Og nú var Oliver hræðslulegur og með sektarsvip. Garnet var miður sín, en þó tók hún ákvörð- un. Já, hún skyldi leggja upp í ferðalag á morgun. Hún skyldi vera alúðleg við Charles og reyna að milda hann í sinn garð. En þótt það tækist ekki, þá ætl- aði hún ekki að taka það nærri sér, þv£ að hún og Oliver ætluðu að fara heim aftur í apríl hvort sem var. Og nú langaði hana mest til að spjalla við einhvem. Hún svipiaðist um og vonaði að hún kæmi einhversstaðar auga á Florindu. En hún sá Florindu hvergi. Garnet sá að Penrose sat að sumbli með kaupmanni, sem þeir kölluðu Skrattakoll, en Florinda var ekki hjá þeim. Garnet mundi að Oliver hafði sagt við hana, að Charles myndi ekki kæra sig um að hún umgengist Florindu. Ojæja, Charles þurfti ekki að skipta sér af því sem honum kom ekki við. Henni líkaði að minnsta kosti betur 'við Florindu en hann. John og Risinn voru á gangi skammt frá. Þeir sáu hana og Risinn brosti hýrlega þegar hann kom auga á hana. Þeir gengu að bekknum. Þeir virtust hafa tekið eftir því að hún svipaðist um, því að risinn sagði: _ Þú varst að leita að ein- hverjum. Ég þori varla að vona að það hafi verið ég? Garnet brosti til hans. Það var notalegt að tala við hann eftir samtalið við Charles. — Ég var að gá að Florindu, svaraði hún. _ Hafið þið séð hana? _ Ö, sagði Risinn alvarlegur. — Þú vita það ekki? — Vita hvað? spurði Garnst kvíðin. Risinn leit á John. — Florinda er veik, sagði John. _ Veik? endurtók Garnet. — En ég hélt hún væri orðin hress- ari. — Hún sagðist vera hressan, svaraði John, — en eftir matinn var henni allri lokið. Eftir and- artaks þögn bætti hann við: __ Mér þykir það leitt. Taugar Florindu em í megnasta ólagi og hún hefur níðzt of mikið á þeim í lengri tíma. _ Hvað kom fyrir? spurði Garnet áhyggjufull. John og Risinn settust á bekk- inn. — Florinda fór til herberg- is sins eftir matinn, sagði John. — Seinna fór Penrose þangað og Ertu að Iemja Iitiu stúlkuna, Rip? Ertu orðinn bilaður, Andrés frændl? Hermenn leyfa sér aldrei að berja kvenfólk, þó að þá Iangi til þess. Það gera bara skíthælar. Þetta sagðiir þú einu sinni. Hún er tuttugu pundum þyngri en cg. SKOTTA Loksins get ég kíkt í bók. Sjónvarpið bilaði í kvöld. Passíusálmalögin Framhal daf 7. síðu. Þórðarsyni hefur tekizt að finna fegurstu afbrigði allra sálmalaganna. En mér finnst þau lög, sem hann hefur valið og raddsett, hvert öðru fegurra. og mörg þeirra skínandi perl- ur. Og þessar dýru perlur era skapaðar af þjóðinni sjálfri og eign hennar einnar. Þær ættu því að vera þjóðinni kærari en útlendar perlur, þótt fagrar kunni að vera. Margar af þess- um íslenzku perlum eru nú að fullu glataðar, og það tjón verð- ur aldrei bætt. Og ég held, að það verði seint fullmetið, hvers íslenzka þjóðin hefur farið á mis við það, að kirkjuleg söng- list hennar hefur fengið á sig Ijóma af útlendum perlum í stað þess að leitaðar væru uppi, hreinsaðar og fágaðar þær dýr- mætu perlur, sem hún hafð' sjálf skapað af hjartablóði sínu í fátækt sinni og þreng- ingum, en hafði ekki verið þess umkomin að smíða þeim viðeig- andi umgerð — skapa úr þeim listræna íslenzka tónlist. Um lög þau, sem Jónas Jóns- son gaf út við Passíusálmana. er ailt gott að segja, þó að þau séu allt annað en íslenzku þjóð- lögin — „gömlu lögin", sem sungin voru af íslenzku alþýð- unni. Jónas gerði virðingar- verða tilraun til að færa sum lögin nær því, sem ætla mátti. að þau hefðu verið sungin í tíð Hallgríms Péturssonar. Til dæmis tók hann upp við 25. sálminn hið fomlega lag Grall- arans (Konung Davíð sem kenndi), þó ekki alveg óbreytt. 1 Grallaranum er það f hreinni dórískri tóntegund, en hér er þeirri tóntegund ekki haldið stranglega, svo að lagið fær dálítið nýtízkulegri svip. Þetta lag er enn fegurra en það lag, sem mest hefur verið sungið við sálminn í tíð okkar Emils Tóm- assonar, og er það lag þó bæði fagurt og tignarlegt, en skort- ir dýpt og hjartayl á móts við þetta foma, gullfagra lag. Ég er þess fuHviss, að ef menn hlusta vél á lögin, sem Sigurður Þórðarson hefir radd- sett, með það eitt í huga að reyna að skilja þau, munu þeir fljótlega finna þar mikinn auð einkennilega heiUandi fegurðar og svipmikla mynd Islands, að vísu nokkuð hrjúfa á köflum, en alstaðar hrcina og sanna. Þessi grein er orðin lengri en ég ætlaði, er ég byrjaði á henni. Margt er þó enn ósagt,- en við það verður að sitja að þessu sinni. Svo vil ég færa Emil Tómas- syni beztu þakkir fyrir það, að hann ýtti við mér með grein sinni. Sendi ég honum kæra kveðju og óska honum alls góðs. Ritað í marzmánuði 1963. Áskell Snorrason. Stúlkur Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur óskast, ekki yngri en 17 ára. Upplýsingar ekki geínar í síma. Kexverksmiðjan FRÓN H.F. Skúlagötu 28'. Vélstjóri eða járnsmiður vanur vélgæzlu. óskast til starfa við síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn. Upplýsingar gefur Steinar Steinsson. Sími 12698. Síldarverksmiðjur ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.