Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Þriðjudagur 19. marz 1963 til Iðnlánasjóðs á verða almennur söluskattur I gær var frumvarp til laga um lðnlánasjóð til 2. umræðu í neðri deild. Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í iðnaðarmálanefnd, Eðvarð Sigurðsson. bar fram tvær breytingartillögur við frumvarpið. Lagði hann til að stjórn sjóðsins verði þingkjör- in 5 manna stjórn á svipaðan hátt og er með stjómir fiskveiðisjóðs og stofnlánadeildar land- búnaðarins, og í öðru lagi, að óheimilt sé að hækka útsöluverð á iðnaðarvörúm vegna fram- lags iðnfyrirtækjanna til sjóðsins. Jónas Rafnar (f) hafði fram- sögu fyrir meirihluta iðnaðar- nefndar deildarinnar. sem legg- ur til að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Framsögumað- ur minnti á, að iðnaðurinn hefði ekki til þessa átt að- gang að rérstökum stofnunum sem greiddu fyrir honum á svipaðan hátt og fiskveiðisjóð- ur og stofnlánadcild landbún- aðarins gera fyrir viðkomandi atvinnuvegi. Breyting á þessu væri mjög brýn og miðaði frumvarpið i þá átt. Verk- efni Iðnlána. sjóðs samkv frumvarpinu yrðu þessi: 1 að styrkja iðn- aðinn með hagkvæmum stofnlánum. 2 Til þessarar starfsemi fái sjóðurinn 0,4% gjald frá iðnaðinum o? se það lagt. á eftir sömu reglum oe aðstöðusjald Og auk bess skal ríkic,sjóður leggja fram 2 millj. kr. árlega. 3, Þá er rík- Í'Sstjórninni heimilt að taka allt að ,100 millión króna er- lent lán til að styrkja starf- semí sióðsins og sé það háð géngisákvæðum. Efivarð Sigurðsson (Alþ.bl.) kvaðst fylgjandi því. að sett væru ný lög til þess að efla starfsemi Iðnlánasjóðs en það væri megintilgangur þessa frumvarns. Mikil nauðsyn væri að iðnaðurinn ætti grejðan að- gang að góðum lánum os hefði verið brýn þörf úrbóta á þvi sviði. Væri hann þvi sammála þeim atriðurrj frum- varpsins sem gengju í þá átt f nefndinni hefði hins vegar orðið nokkur ágreiningur. eink- l| um um tvö jm atriði: Hið fyrra væri varðandi stjórn sjóðs- ins. Samkv frumvarninu ættj ráðherrr að skipa stjórnina eft- ir tillögum iðnrekenda. Með þessu væri farið inn á nýjar brautir um stjórnir slíkra sjóða sem þessa og væri það mjög hæpin stefna. Með þessu væri iðn- rekendum í raun og veru gef- ið sjálfdæmi um stjórn sjóðs- ins, — eða með öðrum orðum í eigin málum. Þetta væri þeim mun óviðkunnanlegra — og með ,öUju óhæft þar sem sjóð- urinn væri styrktur af al- mannafé og fyrirhugað væri aó hann tæki stórlán með ríkis- ábyrgð. Að þessu athuguðu væri það sjálfsagt mál, að stjórnin yrði skipuð 5 mönnum kosnum af sameinuðu Alþingi. svipað og væri um stjórn fisk- veiðisjóðs og stofnlánadeildár landbúnaðarins. Það væri mjög varhugavert að hvcrfa af þeirri braut. og legði hann því fram breylingartillögu um þetta at- rjði. — Þá kvað Eðvarð einn- ig nauðsynlegt að gera þá brcytingu á frumvarpinu. að ó- heimilt væri iðnaðinum að hækka útsöluverð á frám- leiðsluvörum vegna 0,4% gjaldsins, en eins og frum- varpið væri nú úr garði gert. væri ekki annað sýnng en hér væri í uppsiglingu nýr sölu- skattur á iðnaðarframleiðsluna skattur, sem lenda myndi á almennum neytendum, nem = sett væru ákvæði j frumvarp- ið til þess að koma i veg fyr- ir það, Iðnaðurinn ætti. sjálfur að standa undir þessu gjaldi en naumast væri unnt að segja það. ef frumvarpið yrði samþkykkt óbreytt. Þá kæmi gjaldið einungis fram sem nýr neyzluskattur Þórarinn Þórarinsson (F' mælti fyrir þrem breytingartil- lögum við frumvarpið. í fyrsta lagi, að árlegar tekjur sjóðs- ins yrðu hækkaðar í 15 millj- ónir króna. oe í öðru lagi taldi hann æákilegast að þess fjár væri að mestu levti aflað með beinu framlagi úr rikis- sjóði. en kæmj ekki fram sem nýr söluskattur o.g tók hann undir ummæli Eðvarðs Sig- urðssonar um það efnj. Þá lagði hann til, að stjóm pjóðs- ins yrði þannig skipuð. að Al- bingi kysi þrjá menn e'n iðn- rekendur tvo Umræðunni var frestað að loknum ræðum framsögu- manna þar sem fram'ögumað- ur meirihlutan- óskaðj eftir að nefndin tækj framkomnar breyti.ngartiUögur til nánari at- hugunar. Aldrei sagt, eða aldrei meint það sem sagt var I gær var til fyrstu umræðu í ncðri deikl frumvarp, sem Þórarinn Þórarinsson flytur um breytingar á lögum um fisk- veiðar í landhelgi. Breytingin er í því fólgin að af verði tek- in tvímæli um það. að cinungis tslendingum sé leyfilegt að stunda veiðar innan landheig- innar og einnig hvers konar rekstur fiskið.juvcra og fisk- vinnslustöðva. Flutningsmaður (ÞÞ) minnti > framsöguræðu sinni á, að bæði viðskiptamálaróðherra og efna- hagsmálasérfræðingur ríkis- stjórnarinnar hefðu látið falU, ummæli á þann veg á opinbe: um vettvangi, að hugsanleg' væri að Islendingar heimiluðu erlendum mönnum rekstur fisk- vinnslustöðva og fisklandanir hér á landi. Málgögn stjómar- innar hefðu einnig ótvíræt* haldið þeirri stefnu fram síð- ustu ár einkum í sambandi v:f umræður um inngöngu Island- í Efnahagsbandalag Evróp: Mjnnti Þórarjnn nokkuð á reynslu annarra þjóða af inn- flutningi erlends fjármagns o?. taldi hana síður en svo þess eðlis að Islendingar ættu að sækjast eftir erlendri fjárfest- ingu hér á landi. íslendingar hefðu einnig sína reynslu í þess- um efnum varðandi síldariðnað- inn á fyrstu áratugum þessarai aldar. Því bæri mjög að gjalda varhug viö þeirrl stefnu, serr ríkisstjórnin og blöð hennar hefðu túlkað allt fram að þesse enda þótt nú væri komið nokk uð annað hl.ióð í strokkinn. Gylfi Þ. Gíslasin, viðskipta- málaráðherra, kvaðst yfir sig hissa á- málflutningi Þórarins um afstöðu ríkisstjómarinnar til þessa máls! Ráðherrar ríkis- stjómarinnar hefðu aldrel lóti? sér detta í hug að veita er- lendum mönnum hin minnstu atvinnuréttindi hérlendis. enda þótt ríkisstjómin hefði velt þessu fyrir sér varðandi aðild að EBE. Þingfundir í gær Fundir voru í gær í sam einuðu þingi og báðum deild- um. Á fundi sameinaðs þing* var afieins eitt mál. af greiðsla kjörbréfs Óskars Jónssonar, 2 varamanns Framsóknarflokks ins í Suðurlandskjördæmi. o- hann tekur æti á þlngj í staf Brjörns Fr. Björnssonar. Kjör. bréfið var samþykkt samhljóða Körpuðu þeir Gylfi og Þór- arinn lengi um þessi atriði i gær og lásu upp tilvitnánir úr gömlum ræðum, sem Gylfi hafði flútt um þetta efni. Átti -áðherrann einkum erfitt með að skýra ummæli sín á fundi Vérzluharráðs Islands 1961 um atvinnuréttindi útlendinga í fiskiðnaðinum hér. en þá virt- ist ráðherrann ekkert hafa við slíkt að athuga. — Þórarinn kvað það einnig fráleitt sem ríkisstjórnin heldur fram. að tslendingar bvrftu ekki að taks afstöðu fil EBE Það yrði að gera fyrr eða síðar. en rík isstjómin vildi einungis salta málið fram yfir kosningar og bess vegna afneitaði hún nú öllum fyrri yfirlýsingum sín- um varðandi atvinnuréttindi útlendinga. og fjármagnsflutn- ings. — En því fleiri tilvitn- anir sem Þórárinn las úr ræð- um Gylfa. bví ákafar sór ráð- herrann. og það hefði aldrei bvarflað að ríkjsstjórninni að ’ækja um aðild að EBE. og hefðu ráðherrar ávallt meint ejtthvað annað þegar þeir ræddu um aðjld o.fl.! UTBOÐ Tilboð óskast 1 að steypa upp og ganga frá grunnum undir stálgrindahús fyrir síldarútvegsnefnd, á Seyðis- firði og Raufarhöfn. — Utboðsgögn verða afhent hjá Traust h.f. Borgartúni 25 4. hæð gegn 1000,— króna skilatryggingu. Lögreglubiónsstaðo á Isafirði er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 16. apríl n.k. BÆJARFÓGETINN A ISAFIRÐI 14. marz 1963. Gtgefandi; Ritstjórar: Sameimngarflokkur aiþýðu — Sósíaiistaflokk- urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. SigurS- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðbjófsson. ’itstlb- " -"'"'vsingar Drentsmiðia- Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði i ,n I IJII.II munMW'”"'1 -" l-MIJRSðuyU Sjálfslýsing [ forustugrein Timans í fyrradag er að finna lýsingu á Sjálfstæðisflokknum; niðurstöðú sína dregur blaðið saman með þessum orðum: „í Sjálfstæðisflokknum ræður nú auðhyggjan ein öllum töglum. Hún markar sér ekki sföðu á braut varfærinnar og stefnufastrar íhalds- semi eins og áður fyrr, heldur svífst nú einskis til þess að þjóna sérhagsmunum peningamanna. Einkenni þessara stjórnmálaathafna er purk- unarlaus ævintýramennska undir yfirskyni al- menningsheilla þar sem reynt er að tryggja sér- gróðamönnum auð og völd. Samfara þessu á sér stað hættulegt og vítavert gáleysi í meðferð sjálfstæðismála, þar sem auðgunartengsl ís- lenzkra gróðamanna og gróðafélaga við erlenda aðila kaffæra sjálfstæðisviðhorfin. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn á sjöunda tugi þessarar aldar. Sérgroðavaldið ræður þar hamslausara, gráðugra og ósvífnara en nokkru sinni fyrr og telur sig beit.a vopnum sem breyttum tíma hæfi.“ þessari beinskeyttu lýsingu er ætlað að ná sér- staklega til vinstrisinnaðra kjósenda, en eins og formaður Sjólfstæðisflokksins hefur ljóstrað upp er tilgangurinn með þeirri skírskotun sá „að afla vinstriatkvæða til þess að seínja við Sjálfstæðisflokkinn um að koma með honum í 5tjórn eftir kosningar.“í lýsingu Tímans á Sjálf- stæðisflokknum íelst þá einnig mjög augljós ^amvinnugrundvöllur. Einnig innan Framsókn- arflokksins hefur ævintýramennska sérgróða- manna vaðið uppi síðusfu tvo áratugi. í kjölfar stríðsgróðans tóku ráðamenn flokksins þá stefnu að tengja saman fjármagn samvinnuhreyíingar- innar og gróðamanna Sjálfstæðisflokksins í voldugum hlutafélögum. „Auðgunartengsl ís- lenzkra gróðamanna og gróðafélaga við erlenda aðila“ koma hvað skýrast í Ijós í sfarfsemi Olíu- félagsins h.f., umboðsfélags Standard 'Oil. sem hefur ekki sízt látið til sín taka á vettvangi her- mangsins, jafnt í Hvalfirði sem á Keflavíkur- flugvelli. Hefur betta félag gert sig sekt um svo stórfelld svik og lögbrot að mestu afreks- menn Sjálfstæðisflokksins á því sviði hafa dreg- izf stórlega aftur úr um sinn. Ráðamenn Olíu- félagsins hafa ásamt öðrum hermöngurum Framsóknarflokksins „kaffært sjálfstæðisvið- horfin“ svo gersamlega að ekki er neinn munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins í beim málum Birtist hin algera sam- staða til að mynda innan félagsins ,.Varð- bergs“ sem er haldið uppi með fjárframlöqum úr sjóðum Atlanzhafsbandalagsins Framsókn- arflokkurinn leggur nú til formann beirra sam- taka. bótt honum hafi verið sagt að hafa hægt 'im sig meðan verið sé að við vinstrikjós- Qndur fram að kosningum það stöðar lítið fyrir Tímann að hampp stórum orðum h^gar sú staðreynd blasir við. hverium manni að tilgangurinn með málflutningnum er sá einn að komast í samstiórn mpð íháldinu og ná helmingaskintnm Tnó verður hver dómur jafnframt sjálfsíýsing. — m. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.