Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Blaðsíða 12
: . Innbrot framtt á Selfossi Selfossi í gær. — Aðfaranótt sunnudagsins var brotizt inn í Sælgætisverzlun S. Ölafssonar & Co. og stolið nokkrum lengjum af sígarettum og smávegis af sælgæti. Þessi sælgætisverzlun er opin til kl. 10 á kvöldin og er starfrækt með benzínsölu. Rúða var brotin á útidyrum og komst þjófurinn þannig óhindr- aður inn og lét greipar sópa um helztu nauðsynjar. Seinna um nóttina sást maður á hlaupum í næturmyrkrinu og missti hann eina sígarettulengju í götuna og er talið, að þjófurinn hafi verið þar á ferð, en hann bvarf óþekktur út í nóttina. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni á Selfossi. Ók útaf til að forða árekstri Á sunnudaginn varð það slys á Suðurlandsbraut á móts við Lækjarhvamm, að bifreiðinni R 3212 var ekið út af veginum og rann hún um 30—40 metra áður en hún stöðvaðist. Slys varð ekki á mönnum og bifreiðin sjálf skemmdist furðulítið. Tildrög að slysi þessu voru þau, að bifreiða- stjórinn á R 3212 ætlaði að aka fram úr annarri bifreið en um leið beygði sú bifreið inn á götu til hægri og tók bílstjórinn á R 3212 þá þann kost að aka út af veginum til þess að forða á- rekstri. Bæjarstjéri kosinn Syðisfirði 18/3 — Bæjarstjórn- arfundur var haldinn í dag og var þar formlega kjörinn bæjar- stjóri Hrólfur Ingólfsson frá Vestmannaeyjum og tekur hann við embætti um mánaðamótin maí og júni. Öli Hertervig, síldarsaltandi frá Vopnafirði hlaut þrjú atkvæði Sjálfstæðismanna og þótti raunar undarlegt, þar sem maðurinn hafði ekki sólt formlega um stöðuna. Fjárhagsáætlun. var samþykkt á þessum fundi og urðu niður- stöðutölur kr. 5.082.500.00. Útsvör og aðstöðugjöld kr 3.875.000.00. Mikill undirbúningur er hér jundir byggingarframkvæmdir og brannast upp lóðaumsóknir og er reyndar mikill húsnæðisskortur hér í bænum. St. St. Piltur mciðist Um kl. 12 á hádegi i gær varð 14 ára piltur, Steinar Þórðarson að nafni, fyrir bifreið á Brúna- vegi og skarst hann dálítið á höku og meiddist smávegis á fæti. Var hann fluttur í slysa- varðstofuna. Pilturinn var á reiðhjóli og rakst á bifreiðina. reisir félagsheimili Hestamannafélagið Fákur hefur nú tekið í notkun glæsi- legt félagsheimili á athafna- svæði sínu við Elliðaár. Árið 1959 hófust byggingarfram- kvæmdir á þessu svæði með því að reist voru tvö hesthús, sem tóku 50 hesta og síðan hafa verið reist tvö hús ár- lega og nú er svo komið að þar eru 223 hestar í húsum. Skipulagið leyfir byggingu 8 húsanna í viðbót og verður | h þá hægt að geyma 450 hesta á þessu svæði. Nokkuð hefv’- ' * 1 "• lagslífinu að engin aðstaða hefur verið á svæ. iu ao að skola af sér ferðarykið og kverkamar í kaffi eftir út- reiðartúr. Því var ákveðið á síðasta ári að hefjast handa um undirbúning félagsheimil- isbyggingar og voru kosnir í byggingamefnd þeir Þorlákur Ottesen, formaður félagsins, Sigvaldi Thordarson arkitekt og Sveinn K. Sveinsson verk- fræðingur. Sigvaldi hafði áð- ur teiknað hesthúsin og sá nú um teikningar að heimilinu. Húsið er 240 m2 að stærð með 80 m2 veitinga- og samkomu- sal, 80 m2 húsvarðaríbúð, ?ld- húsi, forstofu, snyrtiherbergi- um og fundarherbergi. Húsið er allt hið vandaðasta og smekklegt. Yfirsmiður var Sigurður Þorsteinsson, Ólafur H. Páls- Félagsheimili Fáks við Eliiða- ár. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). son sá um múrverk, Magnús k Gíslason múrarameistari hlóð ^ kamínu og steinvegg í miðju S hússins, Sigurður Halldórsson ^ teiknaði raflögnina, Rafgeisla- hitun lagði raflagnir og Gísli Halldórsson sá um pfpulagnir. Þar að auki lögðu fjölmargir velunnarar félagsins hönd á plóginn. Allmikil starfsemi er nú á svæði félagsins við Elliðaár. Rosemarie Þorleifsdóttir reið- kennari veitir forstöðu reið- skóla og kennir 5 daga vik- unnar við miklar vinsældir. alls um 100 börnum á viku. Alls eru nú 328 hestar í hesthúsum félagsins og á skrá ^ eru 450 félagar. Stjómina h skipa nú Þorlákur Ottesen " formaður, Haraldur Sveins- son varaformaður, Jón Bjöms- son gjaldkeri, Einar Sæ- mundsen ritari og Ingólfur Guðmundss. meðstj. — Vara- stjóm skipa Bjöm Halldórs- son og Bergur Magnússon. li Islenzk sinfónía" eftir amerískt tónskáld Á næstu tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands verð- ur frumflutt ný sinfónía eft- ir bandaríska tónskáldið Henry Dixon Powell; kallar hann hana „íslenzku sinfón- íuna“ og tileinkar hana minningu Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar, en hann lézt um þær mundir er tónskáldið vann að sinfón- íunni „fyrir William Strick- land og Sinfóníuhljómsveit íslands“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Frímann Hclgason brá sér tii Noregs um heigina, og var við- itaddur hina sögulegu skíðastökkkeppni á HolmenkoIIen á sunnu- laginn. Holmenkollen-mótið vekur ætíð heimsathygli íþróttaunn- tnda, og stökkkeppnin cr hápunktur þess. Við eigum von á frásögn l'rímanns af keppninni cinhvern næstu daga. \ Um næstu helgi verður Frímann viðstaddur Norðurlandameist- tramót unglinga í handknattleik, en það fer fram í Hamar í Nor- tgi. Mun Frímann senda Þjóðviljanum fréttir al mótinu jafnharðan. Powell og fyrirsvarsmenn Sin- fóníuhljómsveitarinnar áttu fal við blaðamenn í gær. Powell er fæddur 1897 i Kali- forníu. Hann tók snemma að fást við músik: Ég heyrði barn- ungur mikið af austurlandatón- list þar vestra og hún hefur sjálfsagt haft töluverð áhrif á mig. Fimm ára gamall hafði ég kennara, hálfáttræðan Englend- ing, mjög sérvitran mann sem kenndi mér Haydn og Mozart og vildi ekki heyra minnzt á „nútímavitleysu“ eins og Schu- mann En hjá föður mínum heyrði ég írsk þjóðlög. Þetta var upphafið. Ég lék á fiðlu þar til ég var átta ára, þá hætti ég og tók að semja mús- ík. Ég var að vísu hljóðfæra- laus, en sat og rejmdi að hugsa músík.. . — Ég kynntist íslenzkri, þjóð- legri músík, tvisöng og rímum í Berlín 1931—32 og hafði Jón Leifs hljóðritað, og hlustaði ég á þetta af kappi. Nokkru síðar safnaði ég allmörgum íslend- ingum heim til mm í San Frans- isco og voru þeir fyrst minnis- litlir, en þó fór svo að lokum aðr þeir sungu. íslenzku sinfóníuna samdi ég í fyrra, og tileinkaði hana minn- ingu Vilhjálms Stefánssonar, sem var góður vinur minn. Ég nota aðeins eitt íslenzkt stef í öðrum af hinum fimm þáttum sinfóníunnar, en ég má segja að hún sé öll samin í anda þjóð- legrar íslenzkrar tónlistar. Mér finnst að íslenzk þjóðlög séu ein þjóðlaga orðin til í skala sem bendir rökrétt til atónaltónlist- ar samtímans; hinsvegar sé hin evrópska atónalmúsík Schön- bergs. Bergs, Weber nokkuð ,,tilbúin“, ekki grundvölluð á þjóðlegri músík Þetta finnst mér mjög spennandi staðreynd, og þessvegna er þessi nýja sin- fónía þannig byggð að hún er fyrst tónðl en þróast síðan upp í atónalítet... Henry Dixon Powell ræðir við frét.tamenn. (Ljm. Þjóðv. A.K.). Það kom á daginn að Pow- ell og Strickland hljómsveitar- stjóri hafa um langt skeið haft samband sín á milli, en það er í fyrsta sinn nú að þeir vinna saman að flutningi verks eftir tónskáldið, og hefur sú samvinna gengið mætavel, þótt Strickland segi að vísu að það sé hættulegt að hleypa tón- skáldum á æfingar á verkum þeirra Munu þeir fara utan á mánudag. Strickland fer til Hgfnar en Pcwell til Hannover og Hamborgar, en síðan hittast þeir í Berlín. þar sem Strick- land stjórnar flutningi á verk- um tónskáldsins. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar verða auk þessar- ar nýju sinfóníu flutt þrjú verk. Hið fyrsta er Inngangur og Allegró fyrir strokhljóðfæri eftir Elgar. Þá músík við Galdra-Loft eftir Jón Leifs (áð- ur flutt á norrænni tónlistarhá- tíð 1938) ■— og les Gunnar Eyj- ólfsson hlutverk Lofts. Enn- fremur verður flutt svíta sem Thomas Beecham hefur samið úr einni af óperum Deliusar. Oryggisflauta kost- ar aieins Fyrir helgina ræddi Sigurður^ Gunnar Sigurðsson varaslökkvi- liðsstjóri og fulltrúi eldvarnaeft- irlitsins við fréttamenn um eld- varnir. Var þeim þá m.a. sýnd öryggisflauta af þeirri tegund er forðaði stórslysi í brunanum á ísafirði sl. laugardagsnótt eins og frá var skýrt í frétt hér í blað- inu á sunnudaginn. Tæki þetta sem er mjög fyrir- ferðarlítið og kostar aðeins 285 krónur er þannig útbúið, að fari hitinn í herberginu sem tækið er í yfir 70 gráður hreyfist fjöður í því og setur um leið straum á rafhlöðu sem tengd er við flautu er gefur frá sér hátt og sker- andi blísturshljóð. Heldur tækið áfram að flauta meðan hitinn helzt í 70 gráðum og rafhlaðan endist. Þetta er í apnað sinn, sem svona öryggistæki verður til að bjarga við eldsvoða, en hið fyrra sinn var það, er kviknaði í mb. Víkingi við bryggju í Hafnarfirði sl. gamlárskvöld. Heyrðu drengir sem voru á gangi á bryggjunni flautið og kvöddu slökkviliðið á vettvang. Tæki þessi fást bæði hér í R- vík og allvíða úti á landi. Er það nú orðið skylda að hafa þau í bátum, en einnig eru þau mjög hentug í miðstöðvarklefa eða annars staðar þar sem eldhætta er mest í húsum. Hægt er að losa flautuna frá tækinu og setja hana í annað herbergi eða jafn- vel á næstu hæð en þó má’leiðsl- an frá tækinu og að flautunni ekki vera lengri en 2 m., annars er hætta á að spennufallið verði of mikið og flautan virki ekki. Nota má vasaljósarafhlöður í tækið og er því auðvelt um út- vegun þeirra. Þarf að sjálfsögðu að gæta þess vel, að tækið og rafhlöðurnar séu alltaf í góðu lagi. Þá ræddi varaslökkviliðsstjór- inn um sinubruna en þeir eru tíðastir í marz og apríl. Er það mjög algengt, að krakkar kveiki í sinu, jafnvel heim við hús og ráði svo ekki við eldinn eða slökkva ekki nægilega tryggilega í honum. Var slökkviliðið í Rvík kvatt 73 sinnum út í marz í fyrra og í langflest skiptin vegna íkveikju bama og unglinga. Er það brýnt fyrir foreldrum, að gæta þess vel, að böm leiki sér ekki með eld, hvorki inni né úti, þótt hið síðarnefnda kunni að virðast saklaust. Valtýr Stef- ánsson rít- stjórí látinn Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins Iézt í borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík sl. Iaugardagskvöld sjötugur að aldrii. Hafði Valtýr átt við lang- vinn veikindi og vanheilsu að stríða. Valtýr Stefánsson var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 26. janúar 1893 og voru foreldrar hans Stefán Stefánsson skóla- meistari og Steinunn Frímanns- dóttir kona hans. Hann lauk stúdentsprófi 1911 og lagði síðan stund á búnaðarnám i Dan- mörku. Ráðunautur Búnaðarfé- lags Island var Valtýr 1920— 1923, en blaðamennskan varð þó hans aðalævistarf, því að ár- ið 1924 var hann ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins og gegndi hann því starfi til dauðadags eða í nær fjóra áratugi. Bæjarfulltrúi var Valtýr Stefánsson um skeið hér í Reykjavík, átti sæti í Menntamálaráði alllengi og var formaður þess nokkur ár. Þá átti hann og sæti í stjóm Búnað- arfélags Islands og formaður Skógræktarfélags Islands var hann um langt árabil. Að félags- málum íslenzkra blaðamanna lagði hann skerf. Allmargar bækur komu út eftir Valtý Stef- ánsson, hin síðari ár voru m.a. gefin út úrvalssöfn blaðagreina hans og viðtala. Kvæntur var Valtýr Kristínu Jónsdóttur list- málara, sem látin er fyrir nokkr- um ámm. Borgaríbúðum við Alf tamvri úthlutað Á fundi borgarráðs sl. föstudag var samþykkt úthlutun fjórða og síðasta sambýlishússins sem Reykjavíkurborg er að láta reisa við Álftamýri, en það er eins og hin þrjú sem áður var út- hlutað byggt til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Þetta eru 32 íbúðir, 24 3ja her- bergja og 8 2ja herbergja íbúðir. 1 3ja herb. íbúðirnar fara fjöl- skyldur með 5-11 manns í heimili en i 2ja herb. íbúðimar 3-5 manna fjölskyldur. Alls eru þessar borgaríbúðir við Álftamýri 128 en umsækj- endur um þær voru samtals 380. Nokkrir munu þó hafa bætzt við síðar, eða eftir að fyrri út- hlutunin fór fram. Eins og áður verða íbúðimac afhentar tilbúnar undir tréverk. Kosta 3ja herb. íbúðirnar þannig 338 þús. kr. og 3ja herb. íbúð- irnar 178 þús. kr. Föst lán fylgja íbúðunum frá borg og ríki, 240 þús. 3ja herb. íbúð og 220 þús. kr. 2ja herb. íbúð. Eru þau lán til 42 ára með 5% vöxtum. Sið- an er heimilt að taka einnig húa- næðismálastjómarlán út á 1. veð- rétt eða þá lífeyrissjóðslán. Gert er ráð fyrir að þessar i> búðir verði afhentar í ágúst eða september n.k. Um kl. 21.30 á sunnudags- kvöldið var slökkviliðið kvatt að húsinu Sólvallagötu 9. Hafði komið upp eldur í herbergi en hann varð fljótt slökktur og skemmdir mjög litlar. ! 'i i t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.