Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 4
4 SÍDA HÓÐVILIINN Fimmtudagur 21. marz 1963 ÚSgefandi: Ritstjórar: Sósialistaflokk Sameiningarílokkur aiþýðu urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kiartansson. Sigurð- ur Guðmundsson <áb) Frcttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðbjófsson. Ritstjórn "*«4*(« auelýsingar. Drentsmiðia: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Alþingi A uðséð er að kosningar eru íramundan. Á ¦**• alþingi peðrar ríkisstjórnin frá sér einu stórfrumvarpinu af öðru um tryggingamál, bókasöfn, tónlistarskóla, loftferðalög, höfund- arétt o.s.frv. o.s.frv., og boðuð er breyting á tollskrá og sjálf framkvæmdaáætlunin mikla sem erlendir og innlendir menn hafa unnið að fyrir erlent og innlent fé árum saman. Öll þessi margvíslegu frumvörp eru samin af sérfræð- ingum, ekki sízt dómurum hæstaréttar sem þannig hafa fengið sjálfsagðar uppbætur á kaup, en valdir þingmenn úr stjórnarflokkunum eru einnig taldir meðal höfunda og hafa auðvitað einnig fengið elju sína goldna úr ríkissjóði. En öll dynja þessi frumvörp á alþingismönnum eins og skæðadrífa örfáum vikum áður en þing verð- ur sent heim. f»essi vinnubrögð sýna að sú er ekki ætlun * stjórnarflokkanna að frumvörpin verði öll samþykkt; þau eru sum flutt til þess eins að sýnast vegna kosninganna. Ef alþingi hefði átt að fjalla um frumvörpin á eðlilegan hát't, þingmenn að kynna sér málavexti og afla sér vitneskju, hefðu jafn umfangsmikil og flókin frumvörp þurft að liggja fyrir í þingbyrjujri eða í síðasta lagi um áramót. Nú verður þorri þess- ara frumvarpa látinn daga uppi, og það er mjög undir hælinn lagt hvort öll þeirra sjá dagsins ljós á nýjan leik — þegar kosningar eru af- staðnar. Önnur verða hespuð gegnum þingið með afbrigðum og margföldum afbrigðum á örfáum dögum, kvöldum og nóttum í þinglok, en alþingismenn munu verða að leggja í það mikið erfiði eftir að þingi er lokið að kynna sér hvað þeir hafa verið að samþykkja, ef þeir láta sig það þá nokkru skipta. f^að eru vinnubrögð af þessu íagi sem valda * því hversu mjög alþingi hefur sett ofan í huga almennings á undanförnum árum. Fólki er ljóst að það er ekki lengur á alþingi íslend- inga sem hinar raunverulegu ákvarðanir eru teknar, heldur hafa „sérfræðingar" og áhrifa- menn utan veggja þingsalanna tekið völdin af Alþingi. Ríkisstjórnin leggur ekkert mál fyrir þing nema fyrirfram sé búið að ákveða örlög þess, og þingmenn stjórnarflokkanna eru svo dauðir úr öllum æðum að þeir eru meira að segja hættir að flytja persónuleg frumvörp um rjúpu og sterkan bjór. Þingflokkarnir eru orðn- ir að atkvæðavélum í svo ríkum mæli að af- greiðsla mála myndi naurnast haggast nokkuð þótt aðeins sæti á þingi einn fulltrúi fyrir hvern þingflokk með atkvæðisrétt í hlutfalli við fylgi flokkanna. Þessi niðurlæging alþingis er mjög hættuleg heilbrigðrí stjórnmálaþróun á íslandi. Hún takmarkar lýðræðið og trú almennings á gagn- semi þess að beita lýðréttindum sínum. Ef almenmngur gáir ekki að sér getur afleiðingin fliótleoa orðið valdstjórn af svipuðu tagi og nú er til að mynda í Frakklandi. — m. Athuganir hjá Dyrhólaey og í Þykkvabæ narframkvæmdir möquleq- ar, rannsóknir hafa ÞINCSJÁ J>JÓÐyiL]ANS • Karl Guðjónsson lagði fyrir nokkru fram fyrir- spurn á Alþ. til ríkisstjórn- arinnar um árangur rann- sókna á hafnargerð við Dyr- hólaey og í Þykkvabæ. • Fyrirspurnin er svo- hljóðandi: „Hvað líður fram- kvæmd þingsályktunar um athuganir á hafnarfram- kvæmdum við Dyrhólaey í Vestur-Skaftafellssýslu og í Þykkvabæ í Rangárvalla- sýslu, sem samþykkt var á öndverðu ári 1961?" • Fyrirspurn þessj var til umræðu á fundi sameinaðs þings í gær og kom í ljós að ríkis- stjórnin hefur ekki látið vinna að þessum at- hugunum á þeim tveim árum sem liðin eru frá samþykkt tiHögunnar. Fyrirspyrjandi, Karl Guð- jónsson, minnti á, að tillaga þessi hefði verið samþykkt a öndverðu árj 1961 og væri þess því að vænta að fyrir lægju niðurstöður af þeim rannsófcrf- um, sem Alþingi hefði falið ríkisstjórninni að framkvæma. í>að væri alkunna, að menn hefðu lengj brotið heilann um möguleika á því að koma upp höfn á suðurströndinni og hefði einkum verið rætt um Dyr- hólaós og Þykkvabæ- í því sam bandi. Áherzla hefði verið lögð á það er tillagan var samþykkt 1961 að rannsókn yrði hraðað sem mest. Mætti því telja lík- legt að niðurstöður lægju nú fyrir. Vitað væri einnig, að ár_ ið 1952 hefðu farið fram rannsóknir á hafnargerð við Dyrhólaey á vegum hersins, en ekki vaeri kunnugt um að nið- urstöður af þeirri rannsókn hefðu verið lagð.ar fyrir Al- þingj eða aðra opinbera stofn- un. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, kvað fyrirspurn þessari hafa verið vísað til vitamálastjóra til umsagnar og hefði hann sent bréf um mál- ið. Vitamálaskrifstofunni var falin rannsókn á möguleikum á hafnargerð með bréfi ráðuneytisins 16. marz 1961. Nokkrar rann- sóknir hefðu þó farið þama fram áður á möguleikum hafn- argerðar við Dyrhólaey. At- huganir behtu til þess að hafnargerð væri möguleg,, en vaeri hins vegar mjög erfið og kostnaðarsöm. Þetta væri fyrir opnu hafi og auk þess væri sandburður mjög mikill með- fram ströndinni. Hefði það komið í Ijós í athugunum dr. Trausta Einarssonar 1950 og væri einmitt það atriði sem nákvæmrar rannsóknar þyrfti, en dr. Trausti taldi sandburð- inn með ströridinni nema hundruðum þúsunda rúmmetra árlega. Einnig hefði hann séð brotsjóa allt að 100 metra út frá ströndinni í tiltölulega litlu brimi. — Árið 1957 hefðu verið gerðar dýptarmælingar þarna úti fyrir ströndinni. Eft- ir 1961 hefðu aðeins farið fram nokkrar mælingar á ströndinni hjá Dyrhólaey og boránir, en niðurstaðan hefði verið hin sama og áður. í Þykkvabæ hefðu engar frekari rannsóknir verið gerð- ar og væru til þess tvær á- stæ'ur: Skortur sérfræðinga, og va.'ri kunnugt um að banda- ríski herinn hefði gert áætlan- ir um hafnargerð á þessum stað Qg hefði því ekki verið talin ástæða tii frekari rann- sókna. En allt bendi til þess að hafnargerð væri möguleg á þessum slóðum en hins vegar erfið og kostnaðarsöm sem fyrr segir. Vitamálastjóri lét einnr ig í ljóg það álit sitt, að ekki væri hagrænn grundvöllur fyr- ir hafnarframkvæmdum.'á þe&s- um stöðum, en það gæti þó breytzt t.d. ef upp kæmi stór- iðja á Suðurlandi. — Sjávarút- vegsmálaráðherra kvaðst taka undir þessar skoðanir. Hann gat þess að lokum að eitt meg- inviðfangsefni rannsókna á þessum stöðum .væri varðandi sandburð með ströndinni og væri nýlega kominn Ul lands- ins dangkur maður. Per Brun, sem væri sérfræðingur í þess háttar rannsóknum og mundi hann verða vitamálaskrifstof- unni til ráðuneytis í þessu í sumar. — En ráðherrann lagði áherzlu á að hafnarfram- kvæmdir á þessum stöðum mundu kosta „hundruð millj- óna". eins og hann orðaði það og teldi hann engan hagrænan grundvöll fyrir þeim sem stend- ur. Karl Guðjónsson taldi 'að Ijóst væri af máli ráðherrans, að lítið hefði verið afrekað í þessum efnum. frá því að þingsáiyktunin var samþykkt. En ástæða væri þó til að þakka ráðherra þá hreinskilni að viðurkenna. að ríkisstjórn- in hefði ekki séð til þess að sú rannsókn færi fram, sem henni var falin samkvæmt þingsályktunartillögunni. Það væri vitanlega ekkj svar við því, hvaða rannsóknir hefðu farið fram samkvæmt tíllðgunni að lesa gömul bréf um þær rannsóknir,; sem búið var að framkvæma áður en tillagan var samþykkt. Þá kvaðst Karl vilja Mta í Ijós} sérstaka óánægju með eitt atriði í svari vitamála- stjóra. Hann hefði tekíð fram að hann sæi engan hagrænan grundvöll fyrir hafnir á þessum slóðum og þá miklu þýðingu ?em þær gætu haft. Væru þó ýmsir aðrir á annarri sko.ð- un Það væru raunar sljóir menn, sem ekki hefðu heyrt eða séð, að milljónaverðmætum hefur verið ausið upp úr haf- inu á þessum' sióðum eins og síldaraflinn á þessum vetri sannaði. En óhætt værl að fullyrða. að milliðnaverðmæti hefðu farið og færu forgörðum vcgna þess hve langt væri til hafna og ekki unnt að koma aflanum óskemmdum í verk- un: Og með sama slumpareikn- ingi og ráðherra hefði talað um að hafnargerð við Dyrhóla- ey myndi kosta „hundruð milljóna" mætti afmrti'.cga full- yrða -að þannig gló>;ðust hundruð milljóna. — Karl kvaðst að lokum vænta þess, að farið' yrði' 'út í raunhæfa rannsókn 6 hafáaráfíilyrðum á þessum sloðum, og yrði vita- málaskrifstofunní gert Ijóst að henni væri ialið að vinna að þeim þættí málsins, en ekki hinum „ha«rræna grundvelli". Óskar Jonsson (F) kvaðst vilja taka undir það. að hér væri um eitt mesta hagsmuna- mál Sunnlendinga að ræða. Hann teldi einnig að hagrænn^ grundyöuur fyrir hafnargerð við • Dyrbólaey væri með því bezta sem gerðíst. á landinu, gjöful fiskimið ; grenndinni og laJg;. 'beinast við siglingum til landsiris. Með hinum stórvirku sanddæluskipum mundi líka öll tæknileg aðstaða stórum breytt til bóta. Emil Jónsson taldi ummæli ÓJ styðjast að mestu við ósk- hyggju. Sín skoðun væri að frá hagrænu sjónarmiði væri -hafn- argerð þarna mjög erfið og tæknilega séð teldi hann Þor- "ákshöfn eina staðinn á Suður- landi, sem til greina kæmi til hafnargerðar. Málflutning Karls Guðjónssonar kallaði ráð- hérrann „áróðursmálflutning". Ströndin hjá- -Dyrhólaey rseí-ði j verið mæld, en samkvæmí ! rannsóknum dr. TraUsta Ein- j arssonar frá 1950 værl sand- j burðurinn með ströndinni stærsta vandamálið og það at- riði. sem væri grundvöllur allra ákvarðana. (En engar rannsóknir bafa farjð fram á þessu eftir samþykkt tillögunn- ar 1961). — Ráðherrann sagð- ist einnig telja sjálfsagt, að fram ..hefði komið sú skoðun' vitamálastjóra,.. að enginn ..hagrænn grundvöllur" væri fyrjr hafnarframkvæmdum á þessum stöðum. Karl Guðjónsson benti ráðherr- anum á, að. það gæti engan veginn talizt. framkvæmd á þingsályktun frá 1961, að lesa upp bréf um rannsóknir dr. Trausta Einarssonar á sand- burði við ströndina árið 1950. Þá kvaðst Karl ítreka það, að það væru vítaverð vinnubrögð hjá vitamálastjóra, að segja að enginn hagrænn grundvöllur sé fyrir hafnarframkvæmdum sunnanlands i stað þess að framkvæma rannsókn á mögu- leikum til hafnargerða. — Að lokum minnti Karl ráðherrann á. að hann væri hér að spyrja um framkvæmd á tillögu *sem borin hefði verið fram af tveim stuðningsmönnum núverandi stjórnar, og tillagan hefði hlot- ið samþykki Alþingis. Ef hér væri um „vítavert áróðursmál'* að ræða eins og ráðherrann vildi vera láta, væri því við aðra að sakast um það. Emil Jónsson tók enn til máls og vildi meina að rannsóknir dr. Trausta Einarssonar frá 1950 væru frambærilegt svar við fyirspuminni, en þó væri það „fyrst og fremst rannsókn á sandburðinum við ströndma"j sem nú þyrfti að gera. — Guð- laugur Gíslason (1) minnti á að hann hefði verið annar flutn- ingsmaður tillögunnar 1961* og teldi hann að hér væri mjög mikilvægt mál á ferðinni. MokafUvið Breiðafjörð Framhald af 12. síðu. fóru þessir átta bátar 93 róðra með net og fengu 1208,2 tonn og fer hér á eftir afli hinna ein- stoku báta það sem af ec marz- mánaðar: Valafell 192,360 kg. í 12 róðr- um, Jökull 174,370 kg í tólf róðr- urh, Steinunn 164,030 kg í 13 róðrum, Jón Jónsson 157,420 kg- í 13 róðrum, Sæfell 156,570 kg í 12 róðrum, Hrönn 150,780 kg í 12 róðrum, Bárður Snæfellsás 129,710 kg í 11 róðrum og Freyr 83,020 kg í 8 róðrum. Mestan afla frá áramótum hafði Hrönn, 420,6 tonn, en mest- an afla í einstökum róðri fékk Valafell þann 16. marz, 41,2 tonn. Skipstjóri á Valafelli er Jónas Guðmundsson. Svo mikið berst nú að af fiski að vinnslustöðvar hér haf a hvergi nærri undan. T.d. varð Kirkju- sandur að se"^- " ~f sínum bát- um til Rr-' -ær. Hrað- fíTstihi'i'; "nr tekið á leigu 1 a Hróa, eign Víglur **, 1 kvöld er von á miklu magni hingað. Bátarnir halda sig mest í Norðurkantinum svokallaða i Jökuldjúpi og eirinig inni á Brot- ufri. Annars virðist vera nógur fiskur um allan sjó og mikið af síli. Ölafsvíkurbátar hafa ekkert átt við þorsknótina. Botn er hér slæmur til þeirra veiða, misdýpi mikið og hraun. — EV. Sendisveinn éskast nú þear Skipautgerð ríkisins. VONDUÐ FALLEG OÐYR SjgurMrJónssott&co Jiafnawtrœti £

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.