Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. marz 1963 HÖÐVIUINN SfÐA g Fró aðalfundi Ármanns Nærri 1000 manns æfa hjá Glímufélaginu Armanni Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns var haldinn 18. desember s.l. f Ármanni eru starfandi fleiri íþróttadeildir en í nokkru öðru félagi — 10 alls — og fleira íþrótta- fólk æfir hjá Ármanni en hjá nokkru öðru íþróttafélagi á landinu. Formaður félagsins, Jens Guð- björnsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 1 upp- hafi fundarins minntist for- maður látinna félaga á starís- árinu og rakti störf þeirra í þágu félagsins, en félagar þess- ir voru Björn Rögnvaldsson, Ólafur Ölafsson og Erla Lars- dóttir. Fundarmenn heiðruðu minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Var síðan geng- ið til dagskrár. Fundarstjóri var kjörinn Gunnlaugur Briem, en fundarritari Guðbrandur Guðiónsson. 972 við æfingar Starfsskýrsla félagsins lá frammi fjölrituð og einnig reikningar félagsins. Reikning- ar sýndu, að síðan félaginu var skipt ni.ður í stjálfstæðar deild- ir, hefur fjárhagur þess stórlega batnað. Starfsskýrslan bar það með sér, að mikið og ötult starf hefur verið hjá félaginu og margir íþróttamenn félagsins hafa staðið í fremstu röð 1- þróttamanna hér á landi. Hjá félaginu æfa nú 972 félagar og mun það vera lang hæsta tala félags er æfa hjá einu félagi. Margar sýningar Fastakennarar félagsins voru 15 talsins, en að auki voru margir af beztu íþróttamönnum félagsins þeim til aðstoðar. Á vegum félagsins voru haldnar 21 sýning á árinu og tókust þær allar vel, og voru félaginu til sóma. Glímudeild Ármanns sýndi tólf sinnum á árinu, hæði utcin úr heimi Jens Guðbjörnsson form. Ármanns í 37 ár. glímu og hráskinnsleik. Hrá- skinnsleikur er ný endurvakinn hér á landi og mun hann hvergi vera iðkaður nema hjá Ármanni leikur þessi var mikið iðkaður til forna. Hin unga Júdó-deild félagsins hefur sýnt á nokkrum stöðum og ávallt við mikla hrifningu. enda er íþrótt þessi fögur og krefst mikillar leikni. Sunddeild Ármanns, hefur tekið þátt í öllum,. mótum hér í Reykjavík og nágrenni og hefur verið íslands- meistari óslitið síðan 1941 jg Reykjavíkurmeistarar hafa þeir IOC setur umsóknar-borgum skilyrði Hvar verSa næstu olympíuleikar? Lausanne, Sviss, 15/3 — Al- þjóða-olympíunefndin — (IOC) hefur sent orðsendingu til allra þeirra borga, sem sótt hafa um að fá að skipuleggja og halda olympíuleikana 1968. Samkvæmt ákvörðun IOC verða þessar borgir að útvega skrifle^a tryggingu viðkomandi ríki;,- stjórna fyrir því, að öllum þátt- takendum verði heimiluð vega- bréfsáritun og óhindruð ferð inn í þessi lönd. Ef einhver borgin, sem sótt hefur um að halda leikina, get- ur ekki útvegað slíkt trygginga- bréf fyrir 1. október n.k. verð- ur hún strikuð út af umsæk- endalistanum. Avery Brundage, forseti IOC, og Otto Mayer, framkvæmda- stjóri, hafa undirritað bréf um þetta efni til ofangreindra borga. Þær borgir sem sótt hafa um að halda sumarleikina 1968 eru: Buenos Aires (Argen- tínu), Detroit (USA), Lyon (Frakkl) og Mexíkóborg. Eftirtaldar ¦ borgir hafa sótt um að halda ýetraolympiuleikina Gleymið ekki að mynda barnið 1968: Calgary (Kanada), Gren- oble (Frakkl), Lathi (Finnlandi), Lake Placid (USA), Sapporo (Japan) og Sion (Sviss). Á ráðstefnu IOC í Nairobi i Kenya í októbermánuði n.k verður endanlega ákveðið í hvaða borgum olympíuleikarnir 1968 verða haldnir. verið í tugi ára. Auk þess hef- ur flokkurinn unnið öll auka- mót í sundknattleik, sem haldin hafá verið. Stórafmæli framundan Á vegum Ármanns komu hingað til landsins í vor hand- knattleiksflokkur frá Hellas ' Svíþjóð og er það einn þáttur- inn í tilefni 75 ára afmælis félagsins, Handknattleiksflokk- ar félagsins hafa tekið þátt i öllum handknattleiksmótum hér í Reykjavík, en auk þess farið nokkrar ferðir til keppni út á land. Skíðamenn félagsins hafa staðið mjög framarlega í íþrótt sinni og hefur félagslíf hjá deildinni staðið með miklum blóma, enda á skíðadeildin einn af ¦ beztu skíðaskálurn landsins. Frjálsíþróttamenn félagsins æfðu af sama kappi og áður og er mikið félagslíf hjá deildinni. Nokkrir af íþróttamönnum deildarinnar hafa verið 1 fremstu röð frjálsíþróttamanna og hafa m.a. annar orðið hæði Islands- og Reykjavíkurmeist- arar. Færeyjaför Á síðasta ári var mikið æft og margar sýningarferðir farn- ar á vegum Fimleikadeildar. og m.a. var farin ferð til Fær- eyja og þar sýnt nokkrum sinn- um. Með í för þessari var heið ursforseti I.S.I. Benedikt G. Waage og rakti hann sögu ferðarinnar á fundinum og sagði meðal annars svo vinsælir hafi Ármenningar orðið, að halda varð aukasýningar í Fær- eyjum. Benédikt kvað Ármenn- inga hafa hrifið svo hugi frænda vorra Færeyinga að hvar sem þeir komu hafi þeir verið aufúsugestir. Hann kvað Ármenninga hafa verið Islend- ingum til mikilla sóma í för þessari. Körf uknattleiksmenn félags ¦ ins tóku þátt í öllum mótum hér í Reykjavík og stóðu sig með prýði, einkum yngri menn- irnir. 1 Ármanni er einnig starf- artdi róðradeild og visir að knattspyrnudeild. Jens Guðbjörnsson, var ein- róma endurkjörinn formaður félagsins en aðrir í stjórn eru: Gunnar Eggertsson, Ingvar Sveinsson, Haukur Bjarnason, Þorkell Magnússon, Svana Jörg- ensdóttir, Þórunn Erlendsdóttir, Guðjón Valgeirsson, Guðmund- ur Agústsson og Þorsteinn Ein- arsson, sem formaður Félags- heimilis og húsnefndar. Ár- menningar líta björtum augum á framtíðina og munu vanda mjög til 75 ára afmælisins. Heimsmeistar- arnír Kositsjkin (1962) og Nilsson (1963) mættust í landskeppnlnni í Uppsölum. Þeir eru hinir mestu mátar eins og sjá má á myndinni, en hún er tekin j þegar þeir heils- uðust á heims- meistarakeppninni í Japan fyrir skömmu. Peter Hallberg. •k Hlauparar á Ný.ia-S.iálandi hafa náð góðum árangri und- anfarið, en nú er hásumar og aðalkeppnitímabilið h.iá and- fætlingunum. Murrey Hallberg hljóp nýlega 5000 m. á 13:41,2 mín. Neville Scott varð ann- ar með 13:49,8 mín, Billie sigraði í 6 mílna hlaupi 9.655.89 m.) á 28.07,0 mín., annar varð Julian 28:11,0 mín briðji Magee 28:13,2 mín. og fjórði Scott 28:21,2 mín. •k Orðhákurinn Cassius Clay varð að láta sér nægja naum- an sigur á stigum yfir Doug Jones í keppni í síðustu viku. Clay brást algjörlega spá- dómsgáfan að bessu sinni. Fyrir leikinn kvaðst hann mundu rota Jones í 4 lotu. Keppnin varð hinsvegar 10 lot- ur, og Clay riðaði oft eftir högg frá Jones. ¦*• Gamla kempan Sugar Ray Robinson, sem nú er 43 ára gamall, sigraði fyrir skömmu Ralph Dupas í keppni í Miami. Dupas er 20 ára gamall. Robinson ann sér aldrei hvildar og er stöðugt við æfingar. Það er skýring- in á hinu óvenjulega úthaldi hans og löngum keppnisferli. •k Á heimsmeistaramótinu í íshokkí í Stokkhólmi sigraði lið Sovétríkjanna lið Banda- ríkjanna með 9:0. Lið Svía sigraði hinsvegar sovézka lið- ið með 3:1. Rússar unnu Svía óvænt Rússar unnu Svía í landskeppni í skauta- hlaupi í Uppsölum um síðustu helgi. Sig- ur Rússa kom á ó- vart, einkum vegna þess að þeir höfðu tapað fyrir Norð- mönnum með mikl- um mun skömmu áð- ur. Lokastigatalan í kariaflokki 118:102 Sovétríkjunum í vil. t i kvennaflokkum. fengu, Sovétrík- in 28 stig gegn 12 hjá Svíum. 1 einstökum greinum urðu úr- slit þessi: 500m karla: Boris Stenin Sovétr. 41,9 sek L. Zeitsev Sovétr. 42,2 — R. Merkulov Sovétr. 42,7 — V. Svansjnikov Sovétr. 42,7 — 5000 m karla: Joh. Nilsson Svíþjóð 7.47.3 mín. V. Kositjkin Sovétr. 7.56.4 — Ivar Nilsson Svíþjóð 7.56.5 — ö. Sandler Svíþjóð 7.59.8 — 1500 m karla: Johny Nilsson 1.15.1 mín. Ivar Nilsson 2.15.3 — Boris Stenin 2.16.2 — V. Svensjnikov 2.17.2 — 10000 m karla: Jonny Nilsson 16.08.8 mín. Viktor Kositjkin 16.48.4 — Ivar Nilsson 16.50.2 — Robert Merkulov 16.53.9 — 500 m kvenna: Lidia Skoblikova Sov. 47.2 sek. V. Stenina Sov. 48.0 — Gunilla Jacobsson Sv. 48.1 — 1500 m kvenna: L. Skoblikova 2.28.3 mín. V. Stenina 2.30.8 — C. Scherling Sv. 2.32.2 — 1000 m kvenna: L. Skoblikova 1.37.0 mín. V. Stenina 1.39.5 — Ch. Scherling 1.40.0 — 3000 m kvenna: L. Skoblikova 5.25.4 mín. V. Stenina 5.26.3 — Ch. Scherling 5.32.5 — Keppnin var oftast mjög spennandi og skemmtilegust þóttu einvígin milli heimsmeist- arans 1962, Viktors Kosits.ikins og heimsmeistarans í ár, Jonny Nilssons. Nilsson sannaði enn einu sinni að hann er frækn- asti skautakappi heimsins í ár. Lidia Skoblikova var einráð í ölium kvennagreinunum, og virðist hún vera i stöðugri framför. Mikið „burst" I gær kepptu IR og Iþrótta- félag stúdenta í m.fl. á Körfu- knattleiksmóti Islands. Þarna áttust við bezta og lakasta lið meistaraf lokks, og leiknum lauk með gífurlegum yfirburðum IR — 83:24. Lið stúdenta hefur verið á- berandi lélegt í vetur, og sem vænta mátti áttu þeir mjög í vök að verjast gegn Islands- meisturunum. 1 hléi stóðu leik- ar 47:8. Flest stig fyrir IR skor- uðu Þorsteinn Hallgrímsson (20) og Guðmundur Þorsteinsson (25). Einnig fór fram einn leikur í 2. flokki, og var munur lið- anna þar engu minni en í fyrr- nefndum leik. KR sigraði KFR með 75:10. A laugardagskvöld leika ÍR og Armann í meistaraflokki, og eigast þar við tvö beztu liðin. Takist Armenningum að vlnna leikinn verða þeir jafnir IR að stigum. • KARLMANNASKÓR úr leðri. * KVENSKÓFATNAÐUR ýmis konar úr leðri og striga. • BARNASKÓFATNAÐUR úr leðri og striga. • NÆLONSOKKAR kr. 15.00 parið — og margt fleira. tri Vor-rýmingarsala 'i rn A SKOFATNAÐIER HAFIN og stendur aðeins í nokkra daga. SELT FYRIR ÖTRÍJLEGA LAGT VERÐ Skóhúð Austurbæjar Laugavegi 100. Laugavegi 2. sími 1-19-80.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.