Þjóðviljinn - 03.04.1963, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1963, Síða 2
í SlÐA Eélisfræðingarnir sýndir í kvöld ÞJðÐVILIINN Miðvikudagur 3. apríl 1963 Leikfélag Reykjavíkur hefur nú sýnt Ieikritið Eðiisfræðingana átta sinnum við ágæta aðsókn og frá- bærar undirtektir áhorfenda. Leikhúsgestir ljúka upp einum munni, um að hér sé á ferðinni ágæt sýning á frábæru leikriti. Eðiisfræðingarnir hafa verið sýndir í milli 40 og 50 borgum Evr- ópu á þessu Ieikári og allstaðar vakiö mikla og verðskuldaða athygli. Lárus Pálsson setti leikinn á svið. Næsta sýning er i kvöld (miðvikudag) kl. 8,30. Myndin: Atriði úr „Eðlisfræöingnum". Frá vinstri: Knútur Magnússon, Helga Valtýsdóttir, Halldór Karlsson, Borgar Garðarsson og Gísli Hall- dórsson í hlutverkum sinum. Málning sem þolir vítisóda Fyrir nokkru var sagt hér í blaðinu frá nýrri, þýzki máln- ingu Neodon, sem fyrirtækið Nylonefni og litir er farið að flytja inn og þolir’ sterkustu hreinsiefni og sýrur. t.d. vítis- sódupplausn, og nota má á gólf í stað gólfdúks. Var talið í frétt* inni. að svo sterk málning hefði ekki fengizt hér á landi fyrr. Blaðinu hefur veriö bent á, að fyrirtækið Smergill. Skóla- vörðstíg 6B. sem Sigurbjörn Ámason rekur. hafi um nokk- urra ára bil flutt inn og notað með góðum árangri bandaríska málnlngu, Macguire epoxy, sem hafi sömu kosti og eiginleika og neodon málningin. Hefur máln- ing þessi m.a. verið notuð í landssímastöðinni. ketilhúsinu að Kleppi, f Iðnskólanum og f síldarverksmiðju Guðmundar Jónssonar í Sandgerði. Má nota hana jöfnum höndum innan húss og utan. Málning þessi þolir sterkustu hreinsiefni svo sem vítisódaupplausn og er notuð sem húðun til viðhalds á gólf- um, vélum, verkfærum, veggjum, pípum o.s.frv. Hefur fyrirtækið J. Þorláksson og Norðmann nú flutt inn allmikið magn af þess- ari málningartegund til sölu á almennum markaði. Framhald af 5. síðu. merki um að þeir mætt'u yfir- gefa völlinn. » *••••-.•*«. Er einkennilegt að Keflvík j ingar skuli ekki ganga þanni j i frá þessu. að menn þurfi ekk að hafa ónæði og fyrirhöf" vegna þess að þeir af einhveri- um ástæðum koma ekki til leiks. 1 þriðja flokki kepptu lið IR og Fram, og sigruðu Framarar með miklum yfirburðum. eða 16:4. Síðari hálfleikinn unnu beir 9:1. Eiga Framarar þama örugglega mikinn og góðan efnivið Frímann. Nýr bátur í Vestmanna- eyjum A laugardaginn var rann nýr bátur á sjó út frá þeirri gamaí- þekktu og góðkunnu skipa- smíðastöð Gunnars Marels i Vestmannaeyjum. Bátur þessi, sem er 11 brúttó- lestir með 86—100 hestafia Ford-dísel-vél, heitir Bliki og ber einkennisstafina VE 31. Eigendur bátsins eru þeir skipasmiðimir Jón Gunnars- son og Hafsteinn Stefánsson, en þeir hafa i hjáverkum sínum á síðastliðnu og þessu ári smíðað bátinn, sem er hið reisulegasta skip sinnar stærðar. I Ky leg n- rök Alþýðublaðið birtir í gær samsafn af hinum einkenni- legustu staðhæfingum um skattamál. Blaðið segir að því sé haldið fram „að stjóm- in hafl aukið skatta um 1400 milljónir og ætlj nú að lækkp bá um 100 milljónir. Það kann að vera að skattar hafi i krónutölu hækkað svo mikið, en krónutala skattanna skiptir að sjálfsögðu ekki rnáli fremur en krónutala kaupsins er ekkert aðalatriði (!). Það sem skiptir máli i sambandi við skatta er skattabyrðin" Þetta er vægast sagt dularfull röksemdafærsla. Krónutala skattanna er að sjálfsögðu mælikvarði á það hvað skatta- byrðin er þung. og krónutala kaupsins segir til um það hvert bolmagn menn hafa til þess að rísa undir þyrðinni. En Alþýðublaðið gerir til- raun til að skýra þessar kyn- legu s+a^bæfingar sínar. Það heldn- áfram: „Augljóst er t.d. að skattabyrðin eykst ekkert ef skattar eru hækk- aðir um 100 milljónir, ef þær sömu 100 milljónir fara til hækkunar tryggingabóta. Skattabyrðin eykst heldur ekki, ef skattar eru hækkaðir til þess að ríkið getj greit* hærri laun" Þannig vjrðist Alþýðublaðið ímynda sér að skattheimtukerfið sé i því fólgið að ríkisvaldið taki fjár- fúlgu með annarrj hendi og endurgreiði hana sama aðila með hinni; séu skattamir há- • r verði endurareiðslan aðeins beim mun meiri. Væri þessu bannig háttað væri öll skatt- heimta að sjálfsögðu hrein- ast? endileysa. En allir aðrir en Alþýðublaðið vita að með skattheimtu er verið að flytja til tekjur í þjóðfélaginu, op ágreiningur um skattamá1 fjallar ævinlega fyrst og fremst um það hverjir erú sviptir tekjum og í hverra þágu. Það hefur verið megin-' einkenni á stefnu núverandi stjómar í skattamálum að hún hefur margfaldað tolla og nefskatta á almenningi en dregið stórlega úr beinum sköttum auðmanna og auðfé- l laga. Ekki skal getum að því leitf k hvort þessi röksemdafærsla ■ gefur rétta mynd af heilastarf- k seminni á ritstjórnarskrif- N stofum Alþýðublaðsins um B þessar mundir. En hún er J allavegana i góðu samræmi B við málstaðinn. * Ströne: |i fyrirmæli i Svo er að sjá sem ákaflega J strangur húsagi hafi verið ^ tekinn upp innan stjómarliðs. | ins með ógnarlegustu viður- \ lögum ef út af er brugðið. b Eyjólfur Konráð Jónsson rit- ® stjóri Morgunblaðsins hefur ■ sem kunnugt er sérstakan á- J huga á almenningshlutafélög- ■ um, og á sunnudaginn var J leyfði Benedikt Gröndal sér | sð gagnrýna skoðanir hans | með nokkrum kurteislegum E orðum. f gær snýr Eyjólfur L Konráð sér að Benedikt gló- | andi af reiði og tilkynnir hon- k um að fyrir þetta brot geti E hann ekki friðþægt nema með | bví að fremja harakíri, Harakírí er sem kunnugt er I i bví fólgið að menn stinga . bjturri sveðju inn í kviðarhol | sjtt hægra megin. rista yfir w til vinstri, en beina þvínæst ^ sveðjunni upp á við í átt til k hjartans meðan kraftar end- I ast — Austrj. k Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í blað- inu í gær i sambandi við birt- ingu fréttar um fund Kvenfé- lags sósíalista á forsíðu blaðs- ins, að nöfnin rugluðust undir myndunum af konunum tveim. Efri myndin var af Laufeyju Engilberts og sú neðri af Elínu Guðmundsdéttur en ekld öfugt eins og stóð í blaðinu. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. rGræna lyftan á Selfossi Leikfélag Selfoss hefur und- anfarið æft gamanleikinn Grænu lyftuna og verður frum- sýning á leiknum f kvöld í Sel- fossbíó. Leikstjóri er Gísli Al- freðsson. Þetta er annað leikritið á vegum Leikfélags Selfoss á þessu leikári og var fyrra leik- ritið Hókus Pókus og var það sýnt við mikla aðsókn. Gísli Alfreðsson annaðist einnig leik- stjóm á þessu verki og þýddi leikinn úr frummáli. Kópavogskirkju gefin stór minn- ingargjöf Við fyrstu fermingarmessu i Kópavogskirkju sL sunnudag las séra Gunnar Ámason bréf frá hjónunum Margréti Ólafsdóttur og Ólafi Jenssyni verkfræðingi, Þingholtsbraut 49 í Kópavogi. Þar tilkynntu j>au þá ákvörðun sína að fé það er í vetur var gefið af skólasystkinum, skáta- félögum og ýmsum vinum til minningar um Hildi dóttur þeirra sem fermast átti á þessum degi skyldi ásamt viðbótartillagi þeirra sjálfra verða stofnfé sjóðs sem myndaður yrði og bæri nafn Hildar. Stofnfé þetta er kr. 55.760.00. Lána má allan höfuð- stólinn til orgelkaupa svo lengi sem þörf krefur en verja skal vöxtum að einhverju eða ðllu leyti til tónleikahalds f kirkj- unni eða til eflingar tónlistar- lífs innan safnaðarins. Þakkaði presturinn þessa fögru minning- argjöf. VÖHDU0 F " fm* || n m u ii Sfeunþórjónsson &co Jlafha&trœti 4- Lœkningastofa mín er flutt að Aðalstræti 16. Viðtalstími kl. 1—2, nema miðvikudaga kl. 5—6. Laugardaga kl. 11—12, Ragnar Arinbjarnar, læknir. HÖFUM TIL SÖLU steypu-mottur. Sölunefnd varnarliðseigna. Tækifæriskaup Seljum þessa viku- Kjóla. Verð kr. 100.— 200,— 350,— Pils frá kr. 100.— Poplinjakka kr. 350.— Apaskinnskápur kr. 500.— Nylonsloppa kr. 150.— Plastregnkápur kr. 35.— Ýmsar aðrar vörur mjög ódýrar. Klapparstíg 44. PIONDSIAN LAUGAVEGI18ia SIM! 19113 Seljendur athugið: Við höfum kaupendur með miklar útborg- anir að öllum íbúða- stærðum. Hæðum með allt sér, Raðhúsum, Parhús- um og Einbýlishús- um. TIL SÖLU: 2 herb. góð kjallaralbúð 1 í Selási. 3 herb. ibúð við Óðinsgötu. 4 herb. íbúð við Flókagötu, 2 berb. fbúð við Mánagötu. 3 lierb. íbúð á Seltjamar- nesi. 3 herb. íbúð við Engjaveg. 3 herb. íbúð við Digranes- veg. 3 herb. góð kjallaraibúð við Kjartansgötu. 4 herb. risfbúð við Drápu- hlfð. 4 herb. íbúð við Melgerði. 4 herb. jarðhæð við Njörva- sund. 5 herb. hæð i Hlíðunum. 5 herb. hæð við Hringbraut 5 herb. íbúð 1 Laugamesi. 5 herb. hæð við Mávahlíð. 6 herb. íbúð f Laugamesi. 3 herb. hæð og 3 herb. f rlsl við Skipasund. 3 herb. hæð og 3 herb. ris- íbúð við Víghólastfg. Fokhelt parhús í Kópavogi Raðbús við Engjaveg. Einbýlishús úr timbri við Heiðargerði. Einbýlishús í Háagerði. Einbýlishús við Breiðholts- veg. Lítið einbýlishús við Bjarg- arstfg. Lítið einbýiishús við Xng- ólfsstræti. Einbýlishús við Barðavog. Fokheld efri hæð í tvibýl- ishúsi í Kópavogi. Timburhús 105 ferm. við Hverfisgötu, hæð, ris og kjallari. Má breyta 1 verzlun, skrifstofur eða félagshemili. Nýtt parhús á Seltjamar- nesi, 6 herb. og gangur, harðviðarklæðning arki- tekt: Gísli Halldórsson. Glæsllegt einbýlishús f Kópavogi á tveim hæð- um, 124 ferm. hver hæð, arkitekt: Sigvaldi Thord- arson. Hafið samband við okkur ef þér þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Bátasala: Fasteignasala: Skipasala: Vátryggingar: V erðkréf aviöskipf i: Jón ö. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Simi 20610 — 17270. Tryggvagötu 8. 3. hæð. Heimasími 32869. TRUtOrUNAR HRINGIR-É >MTMANN SSTIG 2 jpfÆjr, Halldór Kristinsson Gullsmiður — Simi 16979.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.