Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. aprí’ 1963 Frjálsar íþróttir ÞIÚÐVILTINN SÍÐA Landskeppni við Danmörku og Vestur-Noreg í sumar Stjórn FRÍ hefur nú gengið endanlega frá samningum um landskeppni í frjálsum íþrótt- um í sumar. Keppnin Ísland-Danmörk fer fram í Reykjavík 1.—2. júlí, og keppnin Ísland-Vest- ur-Noregur í Álasundi 6.—7. ágúst. Stjóm FRl hefur nú samið um gagnkvæmar landskeppnir fyrir tímabilið 1963—1965 við Dani og Norðmenn og eru þannig: Island — Danmörk í Reykja- vík 1,—2/7 1963. ísland — V-Noregur — Ála- sundi 6.—7/8 1963. Island — V-Noregur í Reykja- vík 1964. ‘ Island — Danmörk í Dan- möi'k 1965. Tímasetningar og frekari á- kvarðanir um landskeppnir 1964 og 1965 við Dani og Norðmenn verða ræddar nánar á norr. frjálsíþróttaþinginu í haust, eða Evrópuþingi frjálsíþróttaleið- toga í hinu svonefnda „Cal- ender Congress“. Island — Danmörk Danska landsliðið kemur til Reykjavíkur 30/6 ’63 með leiguflugvél frá Flugfélagi Is- lands. Stærð hópsins sem FRl greiðir fyrir er 35 manns. kepp- endur, fararstjórn, og þjálfari. DAF greiðir sjálft fyrir um- framsæti. Danir greiða D. kr. 12.000,00 upp í fararkostnað hinna 35. Brottför danska liðs- ins er ákveðin frá Reykjavík 4/7 1963. Stjórn FRl hefur útnefnt undirbúnings- og framkvæmda- nefnd, sem annast allan frek- ari undirbúning og framkvæmd- ir landskeppninnar svo og skipuleggur dvöl Dananna með- an þeir eru ge.stir okkar. Nefnd þessa skipa eftirtaldir menn: . Brynjólfur Ingólfsson form., ^ Guðmundur Sigurjónsson, Gunnar B. Sigurðsson, Gunnar Steindórsson, Jóhannes Sölva- son, Þorbjöm Pétursson, vara- form. FRl. Nefndin hefur tekið við störf- um. Danir hafa boðið Islending- um til landskeppni i Danmörku 1965. Aðalfararstjóri danska landsliðsins verður formaður D.A.F. Emanuel Rose. Landskeppni ísland— Vestur-Noregur Á norræna frjálsíþróttaþing- inu í nóv. sl. hófust viðræður tlll! milli norska og íslenzka frjáls- íþróttasambandsins um mögu- leika á að taka upp samskipti á ný milli íslands og Noregs á sviði frjálsíþrótta. Töldu full- trúar Islands ekki koma til greina annað en keppni milli Vestur-Noregs og Islands, þar sem styrkleikahlutföll eru svipuð þarna á milli. Síðan í haust hafa norska og íslenzka frjálsíþróttasam- bandið staðið í bréfaskiptum varðandi þetta mál og hafa samningar tekizt á gagnkvæm- um grundvelli þannig, að ís lenzka landsliðið mun fara ut- an og mæta landsliði Vestur- Noregs í Álasundi dagana 6. og 7. ágúst n.k. Norska lands- liðið mætir ís'.endingum síðan í Reykjavík 1964. Framhald á 2. síðu. Úrslit í Evripu- bikarkenpni 1 dag, laugardag, fara fram í París úrslit í Evrópubikar- keppninni í handknattleik. Þau lið, sem keppa til úrslita, eru „Dukla" frá Prag og „Dypamo" frá Búkarest. í fjög- urra-liða undanúrslitum sigraði ,Dynamo“ danska liðið Skov- bakken með 14:10 og 14:12. Skovbakken sigraði Islands- meistarana, Fram, naumlega á sínum tíma í upphafi bikar- keppninnar. „Keppni úr fjarlægð" Héraðsskólar landsins, 7 að tölu, keppa um þennan bikar, sem Samvinnutryggingar hafa gefið. Keppt er í þrem greinum frjálsíþrótta: langstökki án at- re'nnu, þrístökki án atrennu og hástökki með atrennu. Sérstök reglugerð er um tilhögun keppn- innar. Sá skóli vinnur bikar- inn til eignar, sem sigrar þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls. I fyrra hlaut Reykjaskóli í Hrútafirði bikarinn. Fleiri framhaldsskólar en héraðsskól- arnir munu hafa hug á að taka þátt í þessari keppni - úrwfjar- lægð. Frjálsíþróttasamband Islands biður skólana að hraða skýrslu- sendingum sínum um árangra, þannig að hægt verði að af- henda bikarinn í ár. Nýlega var háð hin sögufræga róðrarkcppni milli háskólanna Oxford og Cambridge á Englandi. Þetta var í 109. sinn sem keppnin fer fram, og er keppt á áttæringum. Að þessu sinni sigraði Oxford og var fimm bátslengdum á undan Cambridge-stúdentum. Keppt er á Thames-fljóti og stend- ur keppnin yfir í um 20 mínútur. j Urslit um helgi í öllum fíokkum Mslundsmótsins íhundknuttleik d i K Utn þessa helgi fara fram síðustu leikir Islandsmótsins í handknattleik sem krýna meistara þessa árs í hand- kpattleikninni. I kvöld fara fram 5 leikir, og hefst keppmn kl. 7.45. Fyrsti leikurinn er í 1. flokki kvenna, og þar keppa, Valur og Ármann, og er bað eini leikurinn í þessum flokki. Þá fer fram úrslitaleikur i öðrum flokki kvenna og eig- ast þar' við Ármann og FH, og má gera ráð fyrir jöfn- um leik í þessum flokkum. I úrslífum í 2. flokki karla leika Fram og Víkingur. og í 1. flokki leika í úrslitum Fram o% Þróttur. Síðastf leikur kvöldsins er ’ annarri deild og keppa þar Armann og Haukar. og munu Ármennfngar vafalaust gera sem . bei-r geta til að tryggja sér sigúrinn, og beir ættu að hafa’ meiri sigurmöguleika. Ekki er þó að efa heldur að Haukar munu gera beim lífið erfitt. og þeir hafa oft náð góðum leik, og gæti svo farið að leikurinn yrði skémmtilegur og nokkuð jafn. Fram kemur sem sigur- vegari í úrslitaleikinn Keppnin síðari daginn byrj- ar óvenju snemma eða kl. 7.30. og hefst með úrslitaleik í þriðja flokki milli Fram og KR. Úrslitaleikurinn í fyrstu deild milli Fram og FH hefur misst þá spennu sem hann hefði haft ef Fram hefði ekki komið sem sigurvegari i leikinn. Tap FH-inga fyrir Víkingi um daginn varð þess valdandi, að þótt Framarar tapi leiknum hafa þeir samt unnið íslandsmeistaratitilinn. Hitt er annað mál, að ekki er ósennilegt að FH-ingar reyni að sigra í þessari við- ureign, og ef þeir koma með alla sína beztu menn ættu þeir að geta orðið Fram erf- iðir. En sem sagt. hvor sem sigrar bréytir það engu um gang mótsins. Leikur KR og Þróttar um það hvort fellur niður í áðra deild ætti að bæta þetta svo- lítið upp, því gera má ráð fyrir, að þar verði barizt af miklu kappi. Þessi lið urðu jöfn þegar Þróttur sigraði IR um daginn og varð jafn KR að stigum. Um úrslit leiksins er erfitt að spá því ef Þróttur tekur verulega á geta þeir sýnt góðan handknattleik. En þeir eiga í höggi við yfirleitt keppnisreyndari leikmenn í KR, og getur það orðið þungt á metunum, og við það bæt- ist hinn kunni KR-vilji þeg- ar mikið liggur Við. Frímann. I \ \ \ d d d d ! II Ii\ Hí SPÁD OC SPj ALLAÐ Félagsmql 15. GREIN Hvuð gefu íþróttir iðkendum sínum? I d 1 nútíma þjóðfélagi hafa risið upp margskonar vanda- mál sem fylgt hafa í kjöl- far tækninnar. Kemur þar til rnikil innivera og kyrrsetur, einhæf vinna, og þá sérstak- lega í verksmiðjum og skrif- stofum, stöðugt vaxandi fjöldi vélknúinna farartækja. sem að meira eða minna leiti fyr- irbyggja hina upprunalegu og náttúrulegu athöfn: — Göng- una, — hrejrfinguna . Margir þeirra sem skynja hvað á seiði er. hafa litið vonaraugum til íþróttanna sem meðals til þess að vinna á móti einhæfni og hreyf- ingarleysi fólksins. Margir hafa áhyggjur af þeirri þró- un sem gerist í svo að seg.ia öllum menningarlöndum. Um það munu allir sammáa, sem nokkuð hafa um iíkamsbygg- ingu lesið, að til þess að við- halda orku eða auka hana þurfi viss áreynsla að koma til. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þjálfaður maður er færari að taka á sig erfiði. að líkamleg vel- líðan gerir mikið fremur vart við sig hjá honum • en öðr- um. Það er einmitt þetta sem íþróttirnar geta veitt þeim . sem þær iðka, og þá er sama • -hvort haíin æfir • til þess að styrkja líkama sinn vegna einhæfrar vinnu eða að hann er að búa sig- undir keppni í einhverri íþrótt. Að valda sjálfum sér Það má segja að íþrótt sé barátta á vissan hátt. Sá sem iðkar íþróttir berst við sjálfan sig um bað að ná valdi yfir líkama sínum. Og ekki ein- ungis það, hann berst til þess að herða vilja sinn, hánn berst til þess að ná árangri. verða beztur í einhverri í- þrótt. Beztur í sínum hópi, hvort sem það er vinnuhóp- ur úr verksmiðju eða úrvals- lið í flokkaíþrótt, eða kepp- andi i einstaklingsgreinum. Það er keppni við mótherja á leikvelli, og hún er í eðli sinu jafnþýðingarmikil fyrir líkamskraftana og viljann hvort sem það er keppni milli verksmiðjuliða eða úr- valsliða í íþróttum. Hér er um baráttu að ræða milli ein- staklinga, milli liða og milli flokka. Og hvaða laun fá svo þeir sem heyja þessa baráttu. munu margir spyrja. Því mætti svara eitthvað á þessa leið: Vald íþróttaiðkandans yfir líkama sínum eykst. Hinn lík- amlegi kraftur hans tekur framförum og þar með ár- angur hans í þeim íþróttum. sem hann iðkar. Afköst hans og vinnugleði í daglegu starfi aukast, ef hann skilur þátt- töku sína rétt. Vald hans á eigin vilja eflist og þroskast þannig að hann án erfiðleika getur sett sér ákveðnar heil- brigðisreglur. Er þar átt við regluleg böð og nægan svefn. Hann getur bægt frá sér ýmsum óvana sem áður var. honum þægilegur, eins og vín- I I \ nautn og tóbaksnautn, o.fl. Hann á að hafa lært, að skynsamlega iðkaðar íþróttir eru þjálfun í því að temja sér hollar Iífsvenjur. ■ Hann á að geta tamið sér skipulegt starf til þess að ná ákveðnu marki. Hann getur sætt sig við þær kröfur, sem þetta verkefni gerir til hans. Eiginleiki hans til að geta einbeitt sér á vissu augnabliki, þannig að allur viljakraftur og líkams- kraftur hans vaxi svo að hann getur afrekað meira en hann áður gat hugsað sér að væri mögulegt. Að duga í leik og starfi Verði hann þess áskynja að hann getur staðið sig meðal félaga sinna á íþróttavellin- um, fær hann trú á það að hann geti einnig staðið sig í hinu borgaralega lífi. Það eru þessi verðmæti sem íþróttirnar, iðkaðar af skynsemi, gefá þeim persónu- lega, sem þær iðka. Þannig eiga íþróttirnar einnig að endurgreiða það fé sem í þær er lagt af opin- berum aðilum. ef rétt er að staðið. Iþróttimar eiga að hjálpa til við að gera æsk- una að betri og hæfari þjóð- félagsborgurum. Frxmann. ! ! Aðeins 8 lundslið í úrslitum frumvegis BERLlN — Alþjóðaknattspyrnu- sambandid ætlar að lækka um helming tölu landsliða í loka- kcppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sagði forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu, Gustav Wiederkehr, cr hann var í heim- sókn í Austur-Berlín fyrir skömmu. Til þessa hafa 16 lönd vgrið í úrslitakeppninni, en FIFA hef- ur í hyggju að lækka töluna niður í 8. Þessi nýja tilhögun kemur þó ekki til framkvæda á næsta heimsmeistaramóti, sem fram fer á Englandi 1966. Þar verða lið frá 16 löndum í úr- slitakeppninni. Þá sagði Wiederkehr að í ráði væri að breyta núverandi Evr- ópubikarkeppni landsliða í reglulegt Evrópumeistaramót í knattspyrnu. Gæti þá farið svo að Evrópumeistarakeppnin yrði svæðiskeppni til undirbúnings heimsmeistarakeppninni. Bezta liðið eða beztu liðin á Evrópu- meistaramótinu fengju rétt til þátttöku í úrslitum heimsmeist- ararkeppninnar. Víðavanos- hlaup í. R. 25. apríl n.k. 4-8. víðavangshlaup ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandj. Hlaup- ið er sveitakeppni og er keppt í 3ja og fjmm manna sveit- um. Auk þess fá fyrstu þrír menn verðlaun. Þátttökutilkynningar sendist formanni ÍR. Rejmi Sigurðs- syni, c/o Sokkabúðinni, Lauga- vegi, simi 13662 í síðasta lagi 20. apríl. Hlaupið fer fra^p á 'ömu slóðum og sl. ár og vfega- 'engdin verður ca. 3000 m. (Fréttatilkynning frá ÍR). t i í I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.