Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1963, Blaðsíða 12
Landfestar fserbar Þessar skemmtilegu myndir tók ljósmyndari Þjóðviljans við höfnina fyrir skemmstu er verið var að færa til einn af Fossunum. Myndlirnar þurfa ekki Iangra skýringa við. Á stærri myndinni er verið að færa tóið en á þeirri mynni cr búið að festa það á nýjan leik og hefur maðurinn feng- ið sér sæt'i á bryggjupolla og er að hvíla sig eftir hlaupin. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Pátur Thorsteins- son ambassador í Belgíu Hinn 1. þ.m„ afhenti Pétur Thorsteinsson, ambassador í Brussel Hans Hátign Baldvin Belgíukonungi trúnaðarbréf sitt sem ambassador. Hann hefur verið sendiherra (minister) þar í landi síðan 1962 með búsetu í París. Sama dag afhenti Pétur Thor- steinsson próf. dr. Walter Hall- stein, forseta Efnahagsbandalags Evrópu, erindisbréf sitt sem full- trúi Islands gagnvart bandalag- inu í Brussel með aðsetri í París. (Ecá utanríkisráðuneytinu). Inflúenzen færist í eukana ísfirði í gær. — Gagnfræða- skólinn á ísafirði hélt mikla hátíð í Ísafjarðarbíó í gær- kvöld og höfðu nemendur tekið saman s’kemmtidagskrá og fluttu hana við góðar undirtektir. Á efnisskrá var meðal annars píanóleikur, leikþættir, akrobat- ik og blandaður kór skólanem- enda söng milli atriða. Það er ætlunin að endurtaka þessa skemmtun tvö næstu kvöld, en getur brugðið til beggja vona, þar sem inflúenz- an herjar með auknum krafti í skólanum dag frá degi og virð- ist færast í aukana. ,—■ EE Hæstu vinningar í Hanpdrætti DAS Nýlega var dregið í 12. flokki Happdrættis D.A.S. um 100 vinn- inga og féllu vinningar þannig: 5-6 herb. íbúð Safamýri 59, fullgerð, ásamt heimilistækjum og gólfteppum á stofum kom á nr. 13963. Umboð Aðalumboð. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 22, II. h. (B) tilbúin undir tréverk k-om á nr. 24419, Umboð Aðal- umboð. 2ja herb. íbúð Ljósheim- um 22, II. h. (B) tilbúin undir tréverk kom á nr. 59357. OPEL Caravan Station-bifreið kom á nr. 58187. CONSUL De Luxe fólksbifreið kom á nr. 48895. Volkswagen fólksbifeið kom á nr. 13836. — Eftirtalin númer hlutu húsbúnað fyrir krónur 10.000.00 hvert: 4903 14148 14759 15997 20742 27809 29446 32535 39242 39241 41872 49726 51066 53866 61820 63405 64216. Næstkomandi þriðjudag og miðvikudag, þann 9. og 10. april, heldur Pólífónkórinn sam- söng í Gamla Bíó, og hefjast tónleikarnir kl. 7.15 bæði kvö'.d- in. Kórjnn heldur fyrri stefnu sinni í vali verkefna — leggur annarsvegar rækt við gamla pólífóníska tónlist og hinsveg- ar nútimatónlist. Kórinn hefur allmikið fengizt við kirkjutón- list — á síðustu tónleikum hans í apríl í fyrra voru einungis sungin kirkjuleg verk — en að þessu sinni eru verkefnin ver- aldleg. Fyrri hluti efnisskrár eru madrígalar frá 16. og 17. Öld eftir ítalska, þýzka og enska meistara, og eru þetta heimslyst- arkvæði mestan part, um ástir og öl, en að sjáTfsögðu koma sorgir heims einnig við sögu. Á siðari hluta efnisskrár eru Sex söngvar sem Paul Hindemith hefur samið við Ijóð Rainer Mar- ia Rilke, Hvískur, nýsamjð lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið við orð Thomasar á Kempis og að lokum fimm negrasálmar í útsetningu tón- skáldsins Michaels Tippetts. f þeim koma fram þrir einsöngv- arar — Svala Nielsen. Sigurður Björnsson og Halldór Vilhelms- son. Allir textar eru sungnir á frummálinu — ljóð Rilke að vísu á frönsku — en þýðing þeirra margra er miklum erfið- leikum bundin. Pólífónkórinn var stctfnaður árið 1957 og eru nú í honum 42 félagar. Söngstjóri er Ingólf- ur Guðbrandsson, Aðspurður um starfsemi kórsins og áform sagði hann að kórnum hefðu borist tilboð um þátttöku i alþjóðleg- um kóramótum síðan hann tók þátt í slíku móti í Wales árið 1961, en þeim hefði ekki verið hægt að sinna vegna fjárskorts. Ingólfur sagði ennfremur að í ráði væri að í vor kæmi hing- að til landsins þekktur söng- kennari, yfirkennari söngskól- ans í Augsburg. og myndi hann raddþjálfa kórinn. Hæstu vini»;,w—>■ ÍSÍBS I gær var dregið i 4. flokki Vöruhappdrættis S. 1. B. S. um 1180 vinninga að fjárhæð alls kr. 1.670.000.00. Þessi númer hlutu hæstu vinninga: 200 þúsund kr. nr. 47104 umboð Akranés. 100 þúsund krónur 47956 umboð Hafnir. 50 þúsund krónur 60833 umboð Vesturver. 10 þúsund króna vinning hlutu: 43084 44020 45862 49801 54281 63232 63630. 5 þúsund króna vinning hlutu: 5358 9437 12946 13573 17063 18556 19883 22032 24835 25330 25723 27365 33365 35727 47503 47615 50323 51197 57099 62773. Hætt starfrækslu Niður- lagniugarverksmiSju SR Siglufirði, 5/4 — Það hefur vakið mikla gremju meðal verka- lýðsfélaganna í bænum að Niðurlagningarverk- smiðja SR er nú hæt’t störfum. Hluti af hrá- efni því sem verksmiðj- Ósvaldur sýnir enn á sunnudag Vegna mikillar aðsóknar að kvikmyndasýningu Ósvalds Knud sens í Gamla bíói um síðustu helgi verður enn ein sýning á myndum Ósvalds klukkan fimm á sunnudaginn. Ættu þeir, sem óhægt hafa átt með að sækja sjösýningarnar að undanfömu, að nota þetta síðasta tækifæri til að sjá íslenzku kvikmynd- imar Eldar í öskju, HoIIdór Kilj- an Laxness, Barnið er horfið og Fjallaslóðir. an keypti sl. sumar he’f- ur nú verið seldur úr landi og eru allar líkur á, að engin vinnsla verði hjá verksmiðjunni í ná- inni framtíð. í gærkvöld var haldinn sam- eiginlegur fundur í stjómum og trúnaðarmaninaráðum verklýðs- félaganna í Siglufirði þar sem mál þetta var til umræðu og þar var gerð svohljóðandi sam- þykkt: „Fundur í stjórnum og trún- aðarmannaráðum verkalýðsfé- 'aganna Sigufirðj haldinn 4. april 1963 lýsir yfir megnri ó- ánægju vegna framleiðslustöðv- unar Niðurlagningarverksmiðju SR. Fundurinn fordæmir að- gerðaleysj í öflun markaða fyr- ir framleiðsluvörur verksmiðj- unnar, cn rekstrarfjárskortur og ónægur markaður er talinn á- stæða fyrir stöðvuninni og or- sök þess að hráefni verksmiðj- unnar er selt. Fundurinn mót- mælir slíkum vinnubrögðum sem þessum og skorar á Alþingi og ríkisstjóm að setja nú þegar starfhæfa stjóm fyrir verk- smiðjuna, fullgera bygginguna og gera henni fjárhagslega kleift að leita markaða og tryggja rckstur hennar í framtíðinni“. Kosið í fasteigna- matsnefnd Á fundi borgarstjórnar í fyrra- dag fór fram kosning tveggja manna í fasteignanefnd. Fram komu tveir listar, D-listi með nöfnunum Einar Kristjánsson og Gissur Símonarson, G-listi með nafni Guðmundar Hjartarsonar. Atkvæði féllu svo að D-listinn hlaut 10 atkvæði en G-listinn ,5 og varð að varpa hlutkesti mil’i annars manns á D-lista og Guð- mundar Hjartarsonar og vann hinn síöarnefndi hlutkestið. Vara- menn voru kosnir Valdimar Kristinsson af D-lista og Bergur Óskarsson af G-lista. Ljósin slokknuðu í Súgandafirði Súgandaftirði 1 gær. — Ofsarok hljóp allt í ejnu upp um sjö- leytið í gærkvöld og linnti jafn skyndilega um miðja nóttina. Rafmagnslínur slitnuðu og var Ijóslaust hér um skeið og varð að setja litla dieselvél i gang og hefur rafmagn verið af skomum skammti síðan. Þorpið fær raf- magn frá Mjólkurvirkjun og hefur komið í Ijós, að rafmagns- lfnur hafa aðallega slitnað upp á fjallinu Spilli hér fyrir ofan þorpið. Viðgerð hefur farið fram í dag._________________G.Þ. Framleiða stál- ronn sjalfir MOSKVA 5/4 — Sovétríkin mun i þegar á þessu ári sjálf geta full- nægt þörfinni fyrir stór stálrör af þeirri gerð sem Nató hefur bannað bandalagslöndunum að flytja út til Austur-Evrópu, sagði Moskvuútvarpið í morgun. Ætlunin er að nota stárörin í olíuleiðslur og þessvegna hafa þau verið stimpluð sem hernað- arlega mikilvæg vara af Nató Útflutningsbann Nató nær til stálröra sem eru meira en 18 cm í þvermál. - Vesturþýzka stjómin bannað í sl. mánuði útflutning 163 þús tonna af rörum til Sovétríkjanna eftir að þegar hafði verið undir- ritaður samningur um kaupin. Ólafsvíkurbátar við bryggju. Kauptúnið í baksýn. 3492 tonn S Ólafs- víkurbáta í marz — afíi er nú minnkandi Ólafsvík 5/4 — Ileiildarafli átta báta, sem róa héðan frá Óiafs- vík, var orðinn um mánaðamótin 4.420.160 kg. í 130 róðrum. — 4 sama tíma í fyrra öfluðu 14 Ól- afsvíkurbátar 3.604.840 kg. í 424 róðrum. I marzmánuði öfluðu Ólafsvík- urbátamir átta 3.492.010 kg í 199 róðrum og var meðalaflinn i mánuðinum 21,5 tonn í róðri. Aflahæstu bátamir í marz ?oru: Steinunn 544.550 kg. f 27 róðr. Hrönn 517.300 kg. f 26 róðr. Jón Jónss. 478.540 kg. í 27 róðr. Afli Ólafs*#*rt>átanna frá ára- mótum að telja var sem hér seg- ir um mánaðamótin marz/apríi: Hrönn róðrar 61 kg. 787.175 Bárður Snæfellsás 58 650.835 Steinunn 32 588.730 Jón Jónsson 31 505.790 Sæfell 52 630.270 Valafell 29 436.420 Freyr 40 413.750 Jökull 27 407.110 Hæsta meðalafla í róðri hefur Steinunn haft, 18,7 lestir. Nú síðustu dagana hefur afli Ólafsvíkurbátanna' farið minnk- andi. og komizt allt niður í tvær lestir i róðri. — EV. 1050 tonn af steinbíii Súgandafirði í gær. — Afli báta var með góðu móti í síðasta mánuði og hlutu eftirtaldir bátar þennan afla: Friðbert með 207,3 tonn í 22 róðrum, Freyja með 149,9 tonn í 23 róðrum, Gylfi með 191,8 tonn í 22 róðr- um, Draupnir með 159,5 tonn í 23 róðrum, Hávarður með 140,8 tonn í 18 róðrum, Stefnir með 139,7 tonn í 22 róðrum og Kveldúlfur,, 12 tonna bátur hóf róðra um miðjan mgnuðinn og hefur 16,9 tonn í 5 róðrum, Þetta er eingöngu steinbítsafli Og sóttu bátar framan af mánuð- inum í Látraröstina, en sækja nú miklu skemur. — G.Þ, Laugardagur 6. apríl 1963 — 28. árgangur — 81. tölublað. Pólífónkórinn efn- ir til samsöngva 4 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.