Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. apríl 1963 ÞJðÐVILnNN SlÐA 3 Auglýsing um skoðun bilreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Samkvaemt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram 16. apríl til 28. júni n.k., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Þriðjud. 16. apríl R-1 til R-150 Miðvikud. 17. — R-150 — R-300 Fimmtud. 18 — R-300 — R-450 Föstud. 19. — R-451 — R-600 Mánud. 22. — R-601 — R-750 Þriðjud. 23 — R-751 — R-900 Miðvikud. 24. — R-901 — R-1050 Föstud. 26. — R-1051 — R-1200 Mánud, 29. — R-1201 — R-1350 Þriðjud. 30. — R-1351 — R-1500 Fimmtud. 2. maí R-1501 — R-1650 Föstud. 3. — R-1651 — R-1800 Mánud. 6. — R-1801 — R-1950 Þriðjud. 7. — R-1951 — R-2100 Miðvikud. 8. — R-2101 — R-2250 Fimmtud. 9. — R-2251 — R-2400 Föstud. 10. — 1 R-2401 — R-2550 Mánud. 13. — R-2551 — R-2700 Þriðjud. 14. — R-2701 — R-2850 Miðvikud. 15. — R-2851 — R-3000 Fimmtud. 16. — R-3001 — R-3150 Föstud. 17. — R-3151 — R-3300 ,Mánud. 20 — R-3301 — R-3450 Þriðjud. 21. — R-3451 — R-3600 Miðvikud. 22. — R-3601 — R-3750 Föstud. 24. — R-3751 — R-3900 Mánud. , 27. — R-3901 — R-4050 Þriðjud. 28. — R-4051 — R-4200 Miðvikud. 29. — R-4201 — R-4350 Fimmtud. 30. — R-4351 — ■ R-4500 Föstud. 31. — R-4501 — R-4650 Þriðjud. 4. júní R-4651 — R-4800 Miðvikud. 5. — n jg R-4801 — R-4950 Fimmtud. 6. — R-4951 — R-5100 Fösfcud. 7. — R-5101 — R-5250 Mánud. 10. — ' R-5251 — R-5400 - Þriðjud. 11. — R-5401 — R-5550 Miðvikud. 12. — R-5551 — R-5700 Fimmtud. 13. — R-5701 — R-5850 Föstud. 14. — R-5851 — R-6000 Þriðjud. 18. — R-6001 — R-6150 Miðvikud. 19. — R-6151 — R-6300 Fimmfcud. 20. — R-6301 — R-6450 Föstud. 21. — R-6451 — R-6600 Mánud. 24. — R-6601 — R-6750 Þriðjud. 25 — R-6751 — R-6900 Miðvikud. 26. — R-6901 — R-7050 Fimmtud. 27. — R-7051 — R-7200 Föstud. 28. — R-7201 — R-7350 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-7351 til R-14300 verður birt síðar. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi vörubifreiða skulu fylgja bifreiðunum til V skoðunar. Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í borg, en skráðar eru annars staðar, fer fram 2. til 31. maí. Bifreiðaeigendum i ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16.30, nema föstu- daga til kl. 18.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að biíreiðaskattur og vátrygg- ariðgjald ökumanna fyrir árið 1962 séu greidd, og lög- boðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum, skulu sýna kvitttun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkis- útvarpsins fyrir árið 1963. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðv- uð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rCttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðaiögum og Iögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem MI hennar næst. Þetta tilkynnist öll'um, sem hlut eiga að málL Lögregluntjórinn í Reykjavík, 8. aprO 1963. SIGURJÓN SIGURÐSSON. Danir skýla sér bak við svikasamning ÍSLENZKU ríkisstjórnarinnar Bretar fá að veiða í landhelgi Færeyja í a.m.k. eitt ár ennþá ÞÓRSHÖFN, KAUPMANNAHÖFN og LOND- ON 8/4 — Danska stjórnin hefur algerlega virt að vettugi margítrekaðar samþykktir Lögþings Fær- eyja og færeysku landsstjórnarinnar með því að tilkynna Bretum að brezkum togurum muni heimiluð veiði innan færeysku landhelginnar eft- ir að samningurinn sem hún gerði við þá um land- helgi Færeyja rennur út 28. apríl n.k. Heimild þessi gildir fram til 12. marz næsta ár og notar danska stjórnin að skálkaskjóli samning þann sem íslenzka ríkisstjórnin gerði við Breta og heimilar þeim veiði í íslenzkri landhelgi fram til þess tíma. Danski sendiherrann í Lond- on, Nils Svenningsen, tilkynnti brezku stjórninni þessa ákvörð- un dönsku stjómarjnnar í dag. Hann lét svo um mælt að Dan- ir vonuðu að brezka stjómin tæki þessari ákvörðun með skilningi og gerði sér far um að koma í veg fyrir að af henni hlytust illindi, sem gætu haft skaðleg áhrif á góða sambúð Dana og Breta. „Áskilja sér allan rétt“ Brezka stjórnin lét í gær sem hún harmaði þessa ákvörðun dönsku stjómarinnar. Utanríkis- ráðuneyti hennar sagði í dag að komið hefði á óvart að danska stjómin skyldi hafa á- kveðið að tólf sjómílna fisk- veiðilögsagan skyldi 'einnig gilda fyrir brezka togara Brezka stjórnin áskildi sér full- an rétt til veiða innan fær- eyskrar landhelgi, einnig eftir að frestur sá er liðinn, sem danska stjórnin hefur nú veitt brezkum togurum, að Færeying- um fotrspurðum. „Munum alls ekkl samþykkja tólf mílur“ Brezkir togaraeigendur sem hafa haft í frammi alls konar hótanir i garð Færeyinga ef þeir fengju ekki að halda á- fram að senda skip sín inn í færeyska landhelgi eru ekki ánægðir með þann frest sem danska stjómin hefur veitt þeim. Þeir hafa hótað því að setja löndunarbann á færeysk- 1 an fisk og framkvæmdastjóri þeirra, Austen Lain, sagði dag: „Við getum alls ekki fallizt á tólf mílna landhelgi við Færeyj- ar“. Hafa vilja Færeyinga að engu Þegar Danir sömdu við Breta í apríl 1959 um sérréttindi brezkra togara til veiða milli sex og tólf mílna við Færeyjar, var þeim samningum mótmælt ein- róma af færeyska Lögþinginu, sem síðar hefur margítrekað þau mótmæli og lýst yfir að ekki kæmi til mála framlenging þeirr- ar heimildar, þegar samningur- inn rynni út að fjómm árum liðnum, þ.e. 28. apríl n.k. Þær yfirlýsingar Færeyinga hafa Danir nú haft að engu og i , hefur það framferði að sjálfsögðu vakið megna reiði í Færeyjum. 1 kvöld hafði færeyska landsstjóm- in ekki gefið neina yfirlýsingu um þetta mál, en víst má telja að hún láti Dani ekki traðka þannig á ótvíræðum rétti fær- eysku þjóðarinnar án þess að hreyfa mótmælum. Óttast frekara samningamakk Það er ekki aðeins að Færey- ingar telji dönsku stjómina hafa haft af þeim ótvíræðan rétt til óskertrar landhelgi nú, heldur óttast menn þar að næsta ár muni notað til frekara samn- ingamakks við Breta, svo að þeir fái enn að veiða innan tólf mílnanna eftir 12. marz næsta ár. í Munum ekki hviku írá kröfunni um 12 sjómíinu mörk Við mótmæium segir Patursson — Á því er ekki nokk- ur vafi að við Færey- ingar höfum bæði að al- þjóðalögum og sam- kvæmt samningunum við Breta frá 1959 ótví- ræðan rétt til tólf mílna óskertrar fiskveiðilög- sögu með beinum grunn- línnm frá 28. apríl n.k. og ekki degi síðar. Þannig komst Erlendur Paturs- son, formaður Þjóðveldisflokks- ins í Færeyjum og varalögmaður, að orði í stuttu viðtali við Þjóð- viljann í gærkvöld. Hann hélt á- fram: — Þegar nú danska ríkisstjórn- in hefur fallizt á að fresta gild- istöku tólf sjómílna fiskveiði- marka þar til síðar, þá er þar ekki aðeins um að ræða að hún hafi að engu þær kröfur sem Lögþing Færeyja og færeyska landsstjórnin hafa sett fram, heldur virðlir hún einnig að vett- ugi óvefengjanlegan rétt fær- eysku þjóðarinnar sem enginn getur af henni tekið. Dagur sá sem danska stjórnin hefur ákveð- ið að komi í stað 28. apríl er okk- ur Færeyingum með öllu óvið- komandi og hefur enga stoð hvorki í neinum alþjóðalögum né gerðum samningum um Iand- helgína vlð Færeyjar. Því mót- mælum vlð þessu athæfi dönsku stjórnarinnar, sagði Erlcndur Patursson. Fiskimannafélag Færeyja hefur sent Alþjóðasam- bandi flutningaverkamanna þann boðskap sem hér fer á eftir, en Alþýðusambandi Is- lands barst í skeyti afrit af honum f ’ gær: „Utfærsla færeysku fiskveiði- lögsögunnar er mesta hags- munamál færeyskra fiski- og verkamanna"Í',dag." ''ÆiTir’fiski- menn landsins standa sem einn maður að kröfu Lögþings Færeyja og færeysku lands- stjómarinnar um 12 sjómílna fiskveiðilögsögu, miðað við beinar grunnlínur, frá 28. apríl í ár. K.K. Steincke látinn, 82 ára KAUPMANNAHÖFN 8/4 — K.K. Steincke, einn helzti foringi danskra sósíaldemókrata, lézt í gær, 82 ára að aldri. Steincke varð dómsmálaráðherra í fyrstu stjóm Staunings 1924—’26, en félagsmálaráðherra í annarri stjórn hans 1929—’35, aftur dóms- málaráðherra 1935—’39 og enn i nokkra mánuði 1950. Mikið að gerast á sálinni, þó ekki værí við þvi báizt STOKKHÓLMI 8/7 — Mjög mikið er um „gos“ á sólinni um þessar mundir og hefur það komið á óvart, þar sem sól- blettir ættu að réttu Iagi að vera með allra minnsta móti nú, á miðju því ellefu ára tímablli sem að jafnaði líður á milli þcss að þeir séu sem mestir. 1 athuganastöðinni í SaMaJB- baden hafa menn orðið varir við tvo hópa af sólblettum sem haf? farið yfir miðju sólar á vestur- leið. Auk þess hefur orðið vart við umfangsmikla útgeislun vetn- isgass víða á sólinni. Prófessor Yngve öhamn sem starfar við sænsku sólarathug- anastöðina á Capri segir að þessi fyrirbæri komi á ó.vart, Frá Saltsjöbaden hafa verið gefnar út aðvaranir um trufl- anir á jónasviðinu af þessum völdum, en slíkar truflanir koma '■’ógi á útvarpsfjarskipti. 1 TT'yrir því eru óvéfengjanleg- r ar sannanir, að togveiðar ! ! i ! ! I útlendinga við Færeyjar hafa verið og eru til ómetanlegs tjóns á fiskstofninum á fær- eyska landgrunninu og hafa haft í för með sér geysilegt tap fyrir færeyskan fiskiðnað og færeyska fiskimenn. Þess- ar togveiðar útlendinga hóf- ust fyrir 65 árum. En í báð- um heimsstyrjöldunum 1914-’18 og 1939—’45 fékk landgrunnið að vera í friði fyrir útlend- um togurum og þá óx líka fiskstofninn stórum. En á ár- unum fram að fyrri heim- styrjöldinni, milli beggja heimsstyrjaldanna, og að þeirri síðari lokinni fram til dagsins í dag, hefuur fisk- stofninn orðið fyrir stöðugri og eýðileggjandi ágengni út- lendra togara. Á land- grunninu stunda Færeyingar sjálfir alls engar veiðar með botnvörpu, sem er svo skað- leg fyrir fiskstofninn. Þeir nota þar aðeins línu, sem engu tjóni veldur. Það verður að hafa í huga, að Færeyingar hafa að heita má enga aðra afkomu- möguleika en þá, sem hafið færir okkur. Við eigum eng- ar námur og engin hráefni til iðnaðar, og landbúnaður okkar gefur lítið í aðra hönd. öll afkoma þjóðarinnar er komin undir því, sem sjávar- útvegurinn færir okkur. Um 99 prósent af útflutningi okk- ar eru sjávarafurðir, og án fiskveiðanna gæti þjóð okkar ekki lifað, heldur myndi hún líða undir lok. Hins vegar er staðreyndin sú, að fiskveið- ar við land okkar eru stund- aðar með tapi, en fiskimenn búa við lélega afkomu. Þetta getur ekki gengið svo til lengdar. Við höfum að alþjóðalögum fulla heimild til óskertrar 12 sjómílna fisk- veiðilögsögu út frá beinum grunnlínum, og bráðabirgða- Samningur sá, sem er í giidi við Bretland, og veitir brezk- um fiskiskipum heimild til veiða á vissum svæðum inn- an þessara marka, gengur úr gildi 28. apríl n.k. U~ tfærsla færeysku fiskveiði- markanna myndi heldur ekki skerða hagsmuni brezkra fiski- og verkamanna, en á hinn bóginn myndu minni fiskiskip, sem aðeins stunda línuveiðar fá betri veiðiskil- yrði, án þess að skaða fiski- stofninn. Þau myndu fá bæði meiri afla og betri fisk. Tog- veiðar myndu aftur á móti aðeins verða öllum til tjóns — þegar fram í sækir, einnig brezkum fiskimönnum og þeim hluta brezku þjóðar- innar, sem neytir færeyska fisksins. ö 11 stríðsárin 1939—’45 hættu sínu til að flytja brezku þjóð- inni miklar birgðir af fiski, sem hún hefði ekki fengið annars staðar. Þá mat hin mikla stríðshetja Breta, sir Winston Churchill, þetta svo mikils, að hahn tók svo til orða: „Þessari litlu þjóð mun ekki verða gleymt". Fiskur sá, sem Færeyingar afla, og afurðir þær, sem úr honum eru unnar, standa brezku þjóðinni til boða í skiptum fyrir brezkan iðnað- arvarning af ýmsu tagi. Við teljum, að slík verkaskipting sé báðum til hagsbóta, fiski- mönnum og verkamönnum, bæði í Færeyjum og í Bret- landi. Við höfum einsett okkur að fá 12 sjómílna fiskveiði- mörk með beinum grunnlín- um frá 28. apríl í ár, og frá þeim ásetningi víkjum við ekki. Fiskimannafélag Fær- eyja, sem hefur innan sinna vébanda alla fiskimenn lands- ins, skorar á alla fiskimenn og vcrkamenn Bretands að Icitast við að skilja aðstöðu okkar og styðja okkur í bar- áttunni fyrir þessu lífshags- munamálii okkar og allrar færeysku þjóðarinnar“. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.