Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 7
Stefán Sigfússon: Landnám ríkisins Þriðjudagur 9. april 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA ** Uppbygging eyðijarða Sé hvorki nothæft íbúðarhús eða ræktun á jörðinni, verður framlag það sama og á nýbýl- u-m. Sé hins vegar íbúðarhús þannig að það þarfnist viðgerð- ar til að verða íbúðarhæft, fer upphæð framlagsins eftir því, hve kostnaðarsöm viðgerðin verður. Sé vélfært tún á jörð- inni, kemur það til frádráttar við ákvörðun upphæðar rækt- unarframlags. Smábýii Þeir, sem hafa aðalatvinnu ai iðnaði eða handverki eða gegna öðrúm störfum i alménningSr þágu, geta stofnað smábýli á minnst 6 hekturum af ræktun- arhæfu landi með tilsvarandi beitarréttindum. Til þessara býla er veitt ræktunarframlag hlutfallslega það sama og tll nýbýla. Byggingarframlag, að sömu upphæð og til nýbýla, má veita, sé býlið utan sklpulags- skylds þorps eða kaupstaðar, enda sé eigandi þar heimilis- fastur. Þó er byggingarframlag eigi greitt, ef vinnuveitanda ber skylda til að sjá vinnu- þiggjanda fyrir íbúðarhúsnæði. Tíl byggingar íbúðarhúss fær nýbýlamaðurínn 40 þúsund króna framlag. Félagsbú Ef tveir eða fleiri bændur stofna til búskapar á sömu jörð með þvi að reka á henni fé- lagsbú í stað þess að stofna á henni nýbýli er heimilt að veita þeim aðstoð til ræktunar og bygginga, þannig að um sömu aðstoð til bændaf jölgunar sé að ræða og veita bæri, ef nýbýla- menn ættu í hlut. Grein þessi er meginhlati útvarpser- indis, sem fíutt var í hændavíhu Bún- aðarfélags Islands fyrr í veiur Framræsluskurður á Mýruin vcstur. Nýbýlið Nautaflallr. Landnám rfkisins var stofn- að 1946 og starfar nú sam- kvæmt lögum urn Stofnlána- deild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Stjórn Landnáms ríkisins er i . höndum nýbýlastjórnar, en hana skipa: Jón Pálmason, for- maður, Ásmundur Sigurðsson; Benedikt Gröndal; Jón Sigurðs- son og Steingrímur Steinþórs- son. Landnámsstjóri er fram- kvæmdastjóri nýbýlastjómar, og hefur Pálmi Einarsson gegnt því starfi frá stofnun Landnáms rikisins. Helztu þættir i starfsemi Landnámsins eru þessir: Nýbýlahverfi Landnám rikisins hefur á sautján stöðum á landinu keypt eða með öðrum hætti fengið umráð yfir samfelldum landsvæðum, þar sem stofnuð hafa verið nýbýlahverfi. Þessi svæði eru á eftirtöldum stöðum, talið í þeirri röð, er Landnám- ið hefur fengið umráð yfir þeim: 1. í Ölfusi undir Ingólfsfjalli, 2. á Hvolsvelli, 3. í Þinganesi, Hornafirði, 4. á Víðimýri, Skagafjarðars.; 5. á Skinnastöðum, Austur- Húnavatnssýslu, 6. á Reykhólum á Barðaströnd, 7. í Köldukinn. Suður-Þingeyj- areýslu, 8. á Auðkúlu, Austur-Húna- vatnssýslu, 9. í Vallahreppi, Suður-Múlas.. 10. í Hjaltastaðaþinghá, Norður- Múlasýslu, 11. á Stóra-Bakka, Tungu- hreppi, Norður-Múlasýslu, 12. á Þverholtum, Álftanes- hrgppi, Mýrasýslu, 13. i Bjarnarfirðl, Strandasýslu. 14. í Svartárdal, Skagafjarðars.. 15. í Asgarði, Dalasýslu, 16. á Svalbarði, Dalasýslu, 17. í Reykjahverfi, Suður-Þing- eyjarsýslu. 1 þessum nýbýlahverfum eru fullgerð eða í byggingu 43 býli. en alls er í hverfunum land- rj'mi fyrir um 90 býli. Landrtám rikisins sér um framræslu á landinu, þar sem þess er þörf, ræktar 10 hektara fyrir hvert býli, girðir landið. Nýbýliö Laufás. Garðyrkjubýli Fjárhagsaðstoð til stofnunar garðyrkjubýla, utan skipulagðra svæða kaupstaða, er veitt þeim, sem hafa umráð jarðhita, er fullnægir hitaþörf að minnsta kosti 1000 fermetra góðurhúss. Framlag til gróðurhúsabygglnga er 40 krónur á fermetra allt að 1000 fermetrum, þannig að há- marksframlag verður 40 þúsund krónur. Framlag til íbúðarhúsa á býlum þessum er hið sama og á nýbýlum. Framlag til íbúðarhúsa á garðyrkjubýlum, sem eru innan skipulagðra svæða kaupstaða, er ekki veitt, en framlag til gróðurhúsa er veitt, hafi við- komandi tryggt sér eignarrétt eða erfðafestu á landi og hita- réttindum, enda hafi hann lífs- framfæri sitt og fjölskyldu sinnar af garðyrkju. Framlög til að fyrirbyggja að jarðir fari í eyði Hér getur verið um að ræða aðstoð vegna bruna eða annars tjóns á húsum, flutning á bæj- arhúsum vegna óheppilegrar staðsetningar og aðstoð til efnalítilla bænda, sem þurfa að reisa ný Ibúðarhús á jörðum sinum. Framlag er 40 þúsund krón- ur, ef reist er nýtt íbúðarhús Sé um viðgerð á íbúðarhúsi að ræða, fer upphæð framlagsirts eftir því, hve kostnaðarsöm við- gerðin er, en aldrei getur fram- lagið orðið hærra en 40 þúsuntí krónur. Frá 1947 hefur nýbýlastjórn samþykkt framlög til 78 bæjar- flutninga, og veitt hefir verið framlag til 11 aðila Vegna brunatjóns á íbúðarhúsum. Árið 1960 var byrjað að veita fram- lag til endurbyggingar íbúðar- húsa á byggðum jörðum til að hindra, að þær fari í eyðí. HÖfðu I árslok 1962 verið sam- þykkt 204 framlög samkvæmt þessu ákvæði. Á sama tíma er framkvæmdum að fullu lokið eða ræktun og byggingar hafn- ar á 634 nýbýíum, 169 endur- byggðum eyðijörðum, 17 Smá- býlum og 18 garðyrkjubýlum. Framlög, þar sem ræktun er stutt á veg komin Landnám ríkisins sér um greiðslu á jarðabótaframlagi til þeirra jarða, sem hafa minna vélfært tún en 10 hektara, og er framlagið 2.500 krónur á hektara, þar til túnlö er orðið 10 hektarar að stærð. Þessi framlög * voru ákveðin. er lögin um landnám, ræktun og byggingar 1 sveitum voru endurskoðuö 1957, en þá var Landnámi ríkisins falið að gera rahnsókn á öllum lögbýlisjörð- um, sem eru í byggð og hafa vélfært tún undir 10 héktara stærö. Til rartnsóknar komu rúm- lega 3000 jarðir, og voru tún þeirra mæld. Frá þvl árið 1957 hafa um 1000 jarðir náð 10 hektara túnstærð éöa meira, og flestum hinna hefur þokað á- leiðis að þessu ræktunarmarki. Enn voru þó í árslók 1961 1387 jarðir með túnstærð frá 5.1 til 9.9 hektara, 438 jarðir með tún- stærð frá 2.5 til 5.0 hektara og 198 jarðir með minna tún en 2.5 hektara. A árunum 1957 — 1961 hafa jarðabótaíramlög alls verið greidd á 7044 hektara. Þar sem enn eru ekki komnar ræktun- arskýrslur frá öllum aðilum fyrir 1962, er ekki hægt að geta um fullnaðartölur frá síðustu áramótum, en Um 700 jarðir voru í árslok 1961 sVö nærri 10 hektara túnstærð, að gera má ráð íyrír, að þær hafi flest- ar náð 10 hektara markinu á árinu 1962. Þótt talsvert hefði þannig á- unnizt í árslok 1961, áttu 2023 jarðir þó eftir að ná 10 hekt- ara túnstærð og vantaði 7654 hektara á, að svo væri. Að meðaltali vantáði þannig 3.79 hektara 6 hverri þessara jarða. Þarf því vel að vinna til að ná ■ættu marki. leggur vegi og vatnsleiðslu um hverfið. Þeir, sem fá lönd í nýbýla- hverfunum, fá erfðaábúð á landinu. Þeir sjá um aðrar framkvæmdir á býlunum en þær, sem áður var getið, og annast viðhald jarðarinnar. Landnámið greiðir 40 þúsund krónur til byggingar íbúðar- húss. Tekið skal fram, að þetta skerðir í engu möguleika til lána, og hafa ábúendur nýbýla sömu möguieika á þeim og aðrir bændur. , Af þeim hverfum, sem getið var um hér að framan, er búið að úthluta öllum býlunum í tveimur, en í hinum eru enn óráðstöfuð býli, og á nokkrum þeirra hefir Landnámið þegar lokið þeim framkvæmdum, er það á að sjá um. Þeir, sem sækja um býli í hverfunum, þurfa að vera fjár- ráða, hafa lokið prófi frá bændaskóla eða stundað land- búnaðarstörf minnst 2 ár eftir 16 ára aldur. Stofnun nýbýla úr landi eldri jarða jfcvl «>''!>{' , «5 -nrn P'npxlww* r Þegar nýbýli er stofnað úr landi eldri jarða, þarf nýbýla- maðurinn að fá eignarumráð yfir landi því, er stofna skal nýbýlið á, eða fá það til erfða- ábúðar, sé landið í eigu opin- berra aðila. Nýbýlið verður að minnsta kosti að fá 25 hektara afmark- aða af ræktunarhæfu landi, en sjálfsagt er í flestum tilfellum að skipta öllu ræktarlandi býl- isins. Beitilandi þarf ekki að skipta, ef hentafa er, að þvi sé óskipt, en tilgreina verður skiptahlutfallið. Til slíkra býla greiðir Land- nám ríkisins framlag til rækt- unar, þannig að á fyrstu 5 hektarana, sem ræktaðir eru. greiðast 6 þúsund krónur á hvern hektara. Á næstu 5 hekt- ara eru greiddar 3 þúsund kr. á hvem hektara, þannig að samtals fær nýbýlamaðurínn greiddar 45 þúsund krónur i ræktunarframlag. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.