Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 12
,Hart í bak" að slá öll met í sýningarfjölda Leikfélagsmenn eru á góðri leið með að slá lslandsmet í gömiu Iðnó við Tjörnina, því að leikrit Jökuis Jakobssonar „Hart í bak“ verður sýnt þar i 60. sinn í kvöid, þniðjudag, og hefur ekkert ieikrit verið sýnt oftar í striklotu á einu Ieikári, nema „Gullna hlið“ Daviðs Stefánssonar, það var sýnt 66 sinnum alls frum- sýningarárið fyrir nær tveim áratugum. Hvert sæti í Iðnó hefur jafnan venið skipað þegar „Hart í bak“ hcfur ver- ið sýnt þar í vetur og virð- ist enn engin lát á hinni miklu aðsókn, þannig að ör- ugglega er talið að sýningar- fjöldinn verði til mikilla muna hærri. Leiikfélagið mun ætla að sýna „Hart í bak“ úti á landsbyggðinni í sumar; sennilega Ieggja uppí í leik- ferðina í júnímánuði, en næsta sýning á leikritinu í Iðnó veröur skírdagskvöld og síðan ekki fyrr en eftir páska. Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, sagði í stuttu viðtali við Þjóðviljann í gær, að starfsemi félagsins hefði gengið mjög vel í vetur, sýn- Jökull Jakobsson. ingar á Ieikárinu væru nú orðnar á annað hundrað tals- ins og aðsókn verið jöfn og góð. „Eðlisfræöingarair", hið magnaða leikrit Diirrenmatts, hefur nú verið sýnt 10 sinn- um við ágæta aðsókn. Næsta sýning er annað kvöld, mið- vikudag, en síðan verður sýnt á annan í páskum. Leiðtogar P0Q0 teknir höndum JÓHANNESARBORG 8/4 — Lögreglan í Suður-Afríku hand- tók um helgina sjötíu menn sem hún segir vera leiðtoga leyni- hreyfingar Afríkumanna Poqo í Jóhannesarhorg og grennd, Hik- ill viðbúnaður var hjá suður- afrísku lögreglunni um helgin, segir Reuter, eftir að fundizt höfðu skjöl sem að sögn báru með sér að Poqohreyfingin hefði í hyggju ýmsar aðgerðir. Tæp 20 þúsund töpuðust 1 gær tapaði einn af innheimtu- mönnum Rafveitu Hafnarfjarðar umslagi með kr. 9500.00 í pening- •um og kr. 10.161.00 í ávísunum. Sennilega hefur þetta verið í Suðurbænum. Finnandi er vin- samlega beðinn að skila þessu til Lögreglunnar i Hafnarfirði gegn fundarlaunum Niðurlagningarverksmiðjan á Siglufirði Ráðstafanir til að rekst- ur hefjist á ný án tafar • Á fundi sameinaðs þings s.l. laugardag beindi Gunnar Jóhannsson þeiiri fyrirspurn til ríkisstjómar- innar, hvað hún hygðist gera til þess að tryggja áfram- haldandi rekstur niðurlagn- ingarverksmiðjunnar á Siglu- firði, en eins og fram kom í fréttum Þjóðviljans á laug- ardaginn, hefur verksmiðj- an verið stöðvuð. • Gunnar Jóhannsson benti m.a. á það, að verk- smiðjustjómin virðist lítið hafa gert til þess að útvega nsegilegt rekstrarfé handa verksmiðjunni, markaðsleit fyrir framleiðsluvörurnar svo til engin, enda þótt um úr- valsvöru sé að ræða. • Sjávarútvegsmálaráð- hérra, Emil Jónsson, gat þær upplýsingar einar gefið að hann hefði ekki hugmynd um málið, en hét því hins vegar að kynna sér það. Gunnar Jóhannsson bar fyrir- spum sína fram utan dagskrár á fundi sameinaðs þings á laugar- dag, en þá um morgunin birtist frétt um lokun verksmiðjunnar hér í blaðinu. — Benti Gunnar á. að hér væri um mjög alvarlegt mál að ræða. Niðurlagningar- verksmiðjan er nýtt ríkisfyrir- tæki og hóf rekstur fyrir rúmu ári. Vörur frá verksmiðjunni þóttu mjög góðar neyzluvörur og hafa verið eftirsóttar innan- lands. En samkvæmt því sem komið hefur fram opinberlega í viðtah við framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar, Ólaf Jónsson, hefur algerlega skort rekstrarfé til þess að geta hafið söluherferð á erlendum mörkuðum, enda þótt sýnishom hafi verið send bæði á Ameríku og Evrópumarkað. Verksmiðjan hafi ekki efni á að selja framleiðsluvöruna undir heimsmarkaðsverði og skorti fé til þess að hefja auglýsingaher- ferð, og því sé framleiðslan hætt í bili. Jafnframt hefur framkvæmda- stjómin látið það álit í ljós, að vörur verksmiðjunnar séu með því bezta sem framleitt er á ÍHvar er Viðir II. GK275? Þau furðulegu tíðindi spurðust í gærkvöld, að Víðir II. GK 275 sigldi einhversstaðar úti á hafi sem einskonar hulduskip og væri betta víðfræsra afla- skip í felum, en sýslumaður Gull- bringu- og Kjósar- sýslu gerði váðstaf- anir í gærdag til bess að stöðva skip- ið, hvar sem það bærj að landi eins og hvern annan ó- tíndan löerbrjót. Eigandinn, Guð- mundur á Rafnkels- ^töðum, hefur ekk5 látið umskrá skips- höfnina síðan í haust og sennilega hefur skipið ekki haffærn- isskírteini. — Hvar sem skipið kemur að landi standa borðalagðir embætt- ismenn viðbúnir til þess að stöðva ólög- lega siglingu skips- ins. Skipstjórinn ber að sjálfsövðu ábyrgð á óskráðri skips- höfn. i Þannig hefur komið ( ljós, að Guðmundur á Rafn- kelsstöðum skirrist ekki við að brjóta landslög og skjóta skipum sínum undan sjálfsögðu eftirliti á veðra- samri vetrarvertíð og allt á að leggja í sölumar til þess að komast hjá að borga sjó- mönnum sínum aflahlut samkvæmt gildandi síld- veiðisamningum. Nú er að byrja þriðja vertíðin á síld hjá Víði II og fleiri bátum og ennþá fæst ekki gert upp sam- kvæmt úrskurði Félags- dóms síðastliðið haust og hafa útgerðarmenn ekki fengist til þess að skrá undir gildandi síldveiði- samningum við Verkalýðs- og sjómannafélag Miðnes- hrepps. Þannig er óuppgert hjá Guðmundi á Rafnkels- stöðum við skipshafnimar á Víði II, Jóni Garðari. Freyjunni og Mumma, en Miðnes h.f. við Jón Gunn- laugs, Sæunni og Muninn Hinsvegar neita skips- hafnimar á Jóni Garðari og Jóni Gunnlaugs að fara á síld og liggja þessi skip inni í Sandgerðishöfn. Stjóm Verkalýðs- og sjómannafé- lags Miðneshrepps er vænt- anleg í dag til skrafs og ráðagerða við A.S.Í. og lét formaður félagsins svo um- mælt 1 gærkvöld. að hér væri um ólíðandi ástand að ræða og yfirgangur útgerð- armanna óþolandi. I Þriðjudagur 9. apríl 1963 — 28. árgangur — 83. tölublað. Ingi R. er efstur í landsliðsflokknum þessu sviði á heimsmarkaðnum, og betra en aðrar þjóðir bjóða upp á. öll rök virðast því mæla með, að unnt sé að selja framleiðslu- vömr verksmiðjunnar erlendis. sagði Gunnar. En til þess þarf verksmiðjan að fá rekstrarfé til þess að kynna þessa ágætu vöru meðal erlendra neytenda. Það er fráleitt að stöðva rekstur verk- smiðjunnar nú á þeim forsend- um, að ekki hafi tekizt að selja framleiðsluna, þegar fyrir liggur að sáralitlar tilraunir hafa verið gerðar til þess að kynna vöruna. Menn bundu miklar vonir við framleiðslu þessarar verksmiðju þegar ráðizt var í að setja hana ■ á laggimar; þar var farið inn á nýjar brautir í nýtingu síldar- innar. En jafnframt verður að sjálfsögðu að sjá til þess að slíkt fyrirtæki fái nægilegt rekstrarfé til þess að kynna framleiðslu sína á erlendum mörkuðum. A Siglufirði bundu menn mikl- ar vonir við aukna og örugga at- vinnu yfir vetrarmánuðina, og á- reiðanlega hefðu fleiri bæir norð- anlands farið inn í sömu brautir ef vel tækist til með rekstur þessarar verksmiðju. Þessari fyr- irspum væri beint til ríkisstjóm- arinnar í trausti þess að hún láti málið' til sín taka og sjái meðal annars til þess að verksmiðj- unni verði útvegað nægilegt rekstrarfé, svo að hún geti hafið sem víðtækasta markaðsleit er- lendis. Sjávarútvegsmálaráðherra, Em- il Jónsson, svaraði fyrirspurn Gunnars. Kvaðst hann verða að játa að hann gæti engar upp- lýsingar gefið á þessu stigi. og hefði sér ekki einu sinni verið kunnugt um lokun verksmiðjunn- ar. og ekki hefði verið leitað fil ráðuneytisins i sambandi við þetta mál. En ráðherran kvaðst mundu kynna sér málið. Sigurður Ágústsson kvað S- stæðuna fyrir því að verksmiðj- an hefði verið stöðvuð um stund þá, að sala væri ekki fyrir hendi, og verksmiðjuna hefði skort rekstrarfé. Gunnar Jóhannsson og Einar Olgeirsson tóku ennfremur til máls og lögðu áherzlu á það að tafarlaust yrðu gerðar ráðstafan- ir til þess að rekstur verksmiðj- unnar gæti hafizt að nýju. Bentu þeir m.a. á. að SR skiluðu millj- jónaágóða á s.l. ári og hefði ekki verið óeðlilegt að verksmiðjan hefði fengið hluta af því sem rekstrarfé. Aldursforseti í landsliðsflokki, Benóný Benediktsson við taflborðið sl. sunnudag. (Ljósm. Þjóðv. G. O,), Lokið er nú þrem umferðum á Skákþingi íslendinga 1963. í sunnudagsblaðjnu var sagt frá úrslitum í 1. umferð, en bið- skákum úr henni lyktaði svo að Freysteinn Þorbergsson vann Benóný Benediktsson og Jónas Þorvaldsson vann Helga Ólafs- son. f 2. umferð vann Bjöm Þorsteinsson Magnús Sólmund- arson, Benóný vann Braga Björnssqn, jafntefli gerðu Frey- steinn og Jón Hálfdánarson, Jónas og Bragi Kristjánsson. Skákir Inga R. Jóhannssonar og Jóns Kristinssonar. Helga og Gylfa Magnússonar fóru i bið en þeir fyrrtöldu unnu biðskák- irnar. Þriðja umferð og biðskákir voru tefldar á sunnudag og urðu úrslit í 3. umferð þessi: Jón Kristinsson vann Björn Þorsteinsson, Ingi R. vann Jón- as, Bragi Kristjánsson vann Gylfa. Jón Hálfdánarsonn vann Braga Björnsson og Magnús vann Benóný en Helgi og Frey- steinn gerðu - jafntefli. Staðan að loknum þrem um- ferðum er þá þessi; 1. Ingi R. 3 v., 2. Freysteinn 2, 3.—9. Bjöm, Helgi, Jónas, Magnús, Jón H , Jón K. og Bragi Krist- jánsson IV2. 10.—11 Gylfi og Benóný 1 v.. Bragi Björnsson Skíðamót Islands mun hefj&st í dag Siglufirði — Skíðamót íslands 1963 hefst í Siglufirði í dag kl. 14.30. Mótið hefst með því, að Einar B. Pálsson, formaður Skíðasambands Islands flytur stutta ræðu. Kl. 15 hefst svo 10 km. ganga unglíinga 15 til 16 ára. Þátttakendur í þeirri grein eru sjö, — eru það sex frá Siglu- firði og einn frá ísafirði. KI. 16 hefst svo 10 km. ganga 17 til 19 ára og eru þátttakendur bar fimm, — þrír frá Siglufirði. einn frá Reykjavík og einn frá fsa- firði. Skömmu síðar hefst svo 15 km ganga hjá 20 ára og eldri og eru þrír frá Siglufirði, fimm frá ísa- firði, þrír frá Ungmenna- og i- þróttasambandi Austurlands. einn frá Akureyri og tveir frá Eyja- firði. Ekki verður keppt í fleiri greinum þennan dag. en á morg- un fer fram stökkkeppni og þá verður keppt í öllum aldurs- flokkum og einnig í stökkí í norrænni tvíkeppni. Veður er eindæma gott í Siglu- firði. Sólskin og blíða og standa vonir til þess að það haldist. Góður afli vestra Þingeyri 1/4 — Aflj var dó- góður hjá Þingeyrarbátum í marzmánuðj og bárust á land 741,5 tonn í 49 sjóferðum Þrír bátar stunduðu netaveiðar suð- ur á Breiðfirði og öfluðu 561.1 tonn af netafiski j 22 sjóferð- um og einnig réru bátar á línu og öfiuðu nær eingöngu stein- bít í Látraröstinni og revndist það 176,4 tonn í 27 sjóferðum. Afli einstakra báta í marz- mániiði Var eftirfarandi: Hrafn- kell stundaði netaveiðar allan mánuðinn og aflaði 325,9 tonn i 10 sjóferðum Fjölnir réri með línu til 10. marz og aflaði 29,1 tonn 5 sjóferðum. Hóf síðan netavéiðar og aflaði 155.8 tonn i 7 sjóferðum Þorgrimur rérj með línu til 15. marz og aflaði 53.1 tonn i 8 sióferðum og hóf síðan netaveiðar o.s aflaðj 83.3 tonn í 5 jóferðum Hóf sfðan réri með 1 í nn allan mánuðinn en missti úr nokkra róðra vegna vélnbi’imar og vejkinda skip- veria Wprm -f’nðj þó 94.1 ‘onn í 14 sjóferðum. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.