Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.04.1963, Blaðsíða 6
HÓÐVILJINN g StÐA Cerír hann mynd af Leifi heppna? Sovézkl mannfræðingurlnn M. Gerasimoff er víðfrægur fyrir höggmyndir sem hann hefur gert af látnu fólki eftir höfuð- kúpum þeirra. Mgðal annars hefur Þjóðviljinn áður skýrt frá því að Danir hyggjast Ieita til hans þegar þeir eni búnir að velja húskúpu Leifs hcppna úr hundrað slíkra sem fundizt hafa i Brattahlið á Grænlandi. Nu scm stendur er Gerasim- off að gera mynd af manni sem uppi var 50 þúsund árum fyrir Krists burð. Beinagrind hans var grafin upp í nánd við Kostenko í Sovétríkjunum. Mynd gei-ð cftir höfuðskeljuin Andr' " " fbolyubskí fursta. i Þrið.iudagur 9. aprfl 1963 Skýrsla frá WHO „Inflúenzan hættuleg veiki og mjög erfið víMangs" í skýrslu frá heilbrigðis- má'astofnun Sameinuðu þjóð- anna (WHO) segir að svín, hestar og ef tjl vill fleiri hús- dýr hafi breitt iit Asíuinflú- enzuna sem hrjáði heim ail- an árið 1957. í skýrslunni segir, að svo virðist sem einnig hænsni. endur, sauðfé og nautgripir geti tekið veikina og sýkt menn. Enginn vafi er talinn vera á því að svín og hestar séu hættulegustu smitberarn- ir. Asíu-inflúenzan 1957 átti upptök sín í Norður-Iíína og ' við rannsókn kom í ljós að svínin þar voru jafnveik og Kinverjarnir. Svín breiddu spænsku veikina út í WHO-skýrslunni er skýrl frá því að menn hafi fyrst tekið að gruna að dýr gætu brejtt inflúenzu út en farsótt- in hrjáði Bandaríkin árið 1919 og á sama tíma var vart við sýki sem líktist inflúenzu meðal svínanna í Meðvestur- fylkjunum. Frekari rannsóknir leiddu í ljós að vírusinn sem orsakaði veikina í svinunum var hinn alræmdi A-virus sem olli „spænsku veikinni“ — in- flúenzufaraldur sá dró 15 til 20 milljónir manna til dauða víðsvegar í heiminum á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri. Inflúcnzan hættuleg cnn f skýrslunni segir að frá því að á öðrum tug aldarinnar hafi inflúensufaraldur gengið yfir á tveggja eða þriggja ára fresti í flestum löndum. Af einhverj- um ástæðum sem ekki eru þekkta'r hefur veikjn sifellt, orðið vægari, en sérfræðingar vara menn við og segja að engin trygging sé íyrir því að sú þróun haldi áfram. ..Ný drepsótt getur hvenær sem er dunið yfir“. segir i skýrslunni. Sérfræðingarnir leggja mikla áherziu á að rangt sé að halda að inflú- enzan sé orðin hættulaus sjúk- dómur. 25 tonn af eitri á reki niður fljót „Farsótt sem sýkir milljón- ir manna en drepur ekki nema lítinn hluta sjúklinganna er þjóðfélaginu hættulegri en sjúkdómur sem drepur 50% prósent sjúklinganna en smit- ar aðejns fáa. “ Þýtur yfir lönd Eitt það dularfyllsta við in- flúenzúna er með hvílikum hraða bún breiðist yfir hei' lönd og álfur. „Bólusótt í 800 kílómetra fjarlægð er engin ástæða tj' ótta, en inflúenza þýtur þá vegalengd. á mjög skömmum tíma,“ segir í skýrslunni. Aliar tilraunir tii að stöðva framsókn faraldursjns hafa misheppnazt, og menn hafa enn ekki komizt til botns í því. hvernig vírusjnn getur breytt sér þannig að ónæmisaðgerðir koma að litlu haldi. „Til þessa hefur enginn verið fær um að segja fyrir um hvar ný tegund sjúkdóms- ins mun brjótast út né hvc hættuleg hún mun verða“, seg- ir'í lok skýrslunnar. Tuttugu og fimm smálcslir af banvænu eitri eru á rcki niður Coosa-fljótið í Bandaríkj- unum og nálgast óðum iðnaðar- borgina Gadsdcn i Alabama. 60.000 íbúar borgarinnar taka ncyzluvatn sitt úr fijótinu og yfirvöldin hafa hafið rannsókn- ----------------------------------- r) Obrígðu/t ráð við kynviilu? Brezka læknaritíð British Medical Journal skýrir frá þvi að fundizt hafi ráð til að lækna menn af kynvillu. Mað- ur sem vildi losna við þá öf- ughneigð íékk innspýtíngar af apómorfíni, sem veldur mönn- um heiftarlegri velgju og ó- gleði og jafnframt voru honum sýndar myndir af nöktum og hálfnöktum karimönnum. Mað- urinn var fertugur þegar hann gekkst undir þessa lækningu og hafði verið algerlega kynviút- ur frá átján ára aldri, en nú er kynhvöt hans með öllu eðli- leg, segir brezka læknaritið. Apómorfin hefur áður verið notað með misjöfnum árangri til að lækna menn af drykkju- hneigð. Verwoerd ofsækir tímarit Tímaritið Spark í Suður- Afríku er hætt að koma út vegna ofsókna Vcrwocrdstjórn- arinnar. Síðasta tölublaðið kom út á mánudaginn var með sorg- aiTendur á forsíðunni. Tímarit þetta hefur raunar oft verið bannað, en jafnan komíð út aftur undir nýjum nöfnum. Ríkisstjóminnl tókst þó loks að vinna bug á því með því að banna fimm helztu starfsmönnum þess að skrifa fyrir blöð. Þeim er sömuleiðis bannað að skrifa fyrir erlend blöð og fréttastofur. ir á því hvort vatnsból borg- arinnar muni spiliast eða síum- ar nægja til að hreinsa vatnið. Eitrið er baríum-karbónat, scm beitt er gegn skor|dýmm. 30 grömm af efninu nægja tll að verða manni að bana. Fimmhundruð 50 kílóa sekkir féllu í fljótið er vöruflutninga- vagn rakst á brúarstólpa í nánd við Piedmont. Lögreglan hefur gert íbúun- um á þessu væði viðvart um hættuna og borgarstjórinn í Gadsden sagði, að nauðsynlegar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að tryggja öryggi íbúanna, Sagði hann að borgin hefði varavatnsforða til tveggja sól- arhringa. Tilkynningar frá heilbrigöis- yfirvöldunum virðast ekkí benda til þess að hætt sé við að vatnsból borgarinnar spillist. „Efnið leysist upp í vatni os það virðist hafa dreifzt svo í vatnsflaumnum að engin brá' hætta er á íerðum,“ sagði di Virginia Webb. „Það er íyrst og íremst fisk- arnir, gróðurinn á fljótsbökkun- um og þeir sem drekka af rælpi úr fljótinu. sem eru í haettu," bætti hún við. Auðfélög kœrð fyrir okur Sjö bandarísk slálfyrirtæki hafa verið ákærð fyrir að selja járnbrautarhjól og aðrar stál- vörur við ólöglegu veði. Robert F. Kennedy hefur skýrt frá því að sambandsdám- stóll í New York hafi lagt fram sakargiftimar í tveim ákæru- skjölum. 1 öðru skjalinu er fjallað um verð fimm fyrir- tækja á járnbrautarhjólum en f hinu um verð tveggja þeirra og tveggja annarra á öðrum stálvörum. Fyrirtækin sem um er að ræða eru United States Steel Corporation, Bethlehem Steel, Armco Steel Company, Bald- win- Lim- I-Iamilton Corporati- on, Taylor Forge and Pipe Works og Alco Products Incor- porated. n L er mcðal vinsælustu hljómlistar- SIUBtC tolllllgíOll manna f liciminum. Nú nýlega veittist sænskum aðdácndum hans sú ánægja að sjá hann » sjónvarpsskcrminum og hlusta á Ieik hans. Dagskráin var hljóð- rituð og mynduð í Stokkhólmi. Meðal þeirra scm komu fram auk Ellingtons voru Alice Babs, Conny Borg, Marianne Orlende og balletflokkur konunglegu óperunnar. Leyniþjónusta USA greiiir vopnasmygl Bandarískir ævinlýramenn hafa tekið þátt í tilræðum þeim sem gerð hafa verið við Kúbumcnn að undanförnu og hópur bandarískra manna héf- ur á undanförnum tveim árum sniyglað vopnum til skemmd- arvcrkamanna á Kúbu. Frá þessu skýrði nýlega fórsprakki vopnasmyglaranna, sjónvarps- maðurinn Alexander I. Rorke. Rorke þessi er eigandi mót- orbátsins „Violynn 111“ sem brezka lögreglan *lagði hald á er hún stöðvaði starfsemi 17 landflótta Kúbumanna sem komið höfðu sér fyrir • á Nor- mans Key í Bahamaeyjaklas- anum. í sjónvarpsviðtali sagði Rorke að hann hefði í langan tíma stjórnað leynihreyfingu með 200 meðlimum. Menn þess- ir smygluðu 'vopnum o.g skot- færum til manna á Kúbu sem berjast með skemmdarverkum gegn stjórn landsins. Við vopnasmyglið notuðu Rorke og menn hans farartæki það sem brezka lögreglan hef- ur nú ílutf til Nassau. Vestur-þýzk stjórnarvöld hafa ákveðið að afhenda Sovétríkjunum ekki olfurör sem pöntuð böfðu verið þar í landi. önnur ríki í Vestur-Evrðpu, þar á meðal Bretland, munu halda áfram að ■elja Sovétríkjunum rör. Rorke sagði að þessi starf- semi hefði byrjað eftir hina mishcppnuðu innrás fyrir 2 ár- um og hefði bandaríska leyni- þjónustan, CIA, greitt allan kostnað af fyrstu leiðöngrum smyglaranna. Jean Gnhin geríst bóndi Jcan Gabin hefur verið einna frægastur leikara í frönskum kvikmyndum í þrjá árattigi. Nú hefur hann lýst yfir að næsta mynd hans verði jafnframt sú siðasta. Hinn gráhærði leikari verður sextugur á nsesta ári. Hann hefur sagt að þegar næsta mynd hans verður fullgerð — sem líklega verður innan árs — þá muni hann láta undan Iöng- un sinni til að ala upp hesta og erja jörðina. Gabin hefur verið nokkurs- konar „frístundabóndi" frá því 1953 en þá keypti hann búgarð í nánd við Deauville í Nor- mandi. Hann kveðst hafa 1 hygg.iu að koma á veðreiðurp við Clairfontaine og reisa bar veitingahús. Gabin varð frægur fyrir leík sinn í Blekkingunni miklu, sem nýlega var sýnd hér í Reykja- vík. Gyðingar nazisfum Samband Gyðinga i Vestur- Þýzkalandi hefur krafizt þess, að fyrrverandi nasiztafor- sprakkar og stríðsglæpamenn verði ckki látnir gegna embætt- um fyrir ríkið. I fréttatilkynn- Ingu frá miðstjórn sambandsins segir að það sé óskiljanlcgt að menn sem scu beint eða óbeint samsekir í morðum, séu látnir gegna embættum eins og ekkert hafi gcrzt. Þegar embætti eru veitt ættu þelr að ganga fyrir sem velttu fasismanum mót- spyrnti, scgir í tilkynningunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.