Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. apríl 1963 HÖÐVIUINN SlÐA 3 Vinnustöðvun 150 þúsunda í Noregi frestað yfir helgina OSLÓ 18/4 — Samninganefndir norsku verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda sátu á fundi með sáttasemjara í alla nótt og það var ekki fyrr en að verða sjö um morguninn að hann gat tilkynnt að samkomulag hefði tekizt um að fresta fram á þriðjudag boðuðum verkföllum og verkbönn- um sem áttu að hefjast í dag og ná samtals til 142.000 manna, en ef ekki tekst samkomulag fyrir þann tíma mun þá mesta vinnudeila í sögu Noregs hefjast að loknum almennum vinnutíma. Páskagöngumenn við brezku .leynistöðma' Myndin er tekin á páskadag í borpi því í Berkshire í Englandi þar sem eru aðalstöðvar kjarn- orkuvarna Bretlands. Því hafði verið haldið stranglega leyndu hvar þær stöðvar væru, en sam- tök sem kalla sig „Njósnara friðarins" komu upp um hann og reyndar fjölmörg önnur leyndar- mál varðandi vamir eða réttara sagt varnaleysi Bretiands í kjarnastríði og hcldu nokkur hundruð manna úr páskagöngunni frá Aldermaston til þorpsins og er myndin tekin þá. Krefst dauðadétns yfir kommúnista Sáttasemjari hélt í dag áfram viðræðum sínum við samninga- nefndirnar eftir nakkurra klst. hlé, en fundurinn sem ' lauk í morgun hafði staðið látlaust frá klukkan sex í gærkvöld, nema hvað samningamennimir tóku sér stutt matarhlé um miðnættið. Ríkisstjórnin bað um frestun Ríkisstjómin hafði lagt mikla áherzlu á að vinnustöðvuninni yrði frestað a.m.k. í nokkra daga HAMBORG 18/4 — Lögreglan í þremur nyrztu fylkjum Vestur- Þýzkalands, Hamborg, Neðra Saxlandi og Slésvíli-Holtseta- landi hefur látið til skarar skríða gegn kommúnistaflokknum sem hefur verið bannaður I landinu árum saman, en hefur alla tíð starfað á laun. Fermingarföt 1 Ný efni — margir litir DRENGJAIAKKAFÖT frá 6—14 ára STAKIR DRENIAJAKKAR ný efni DRENGIABUXUR allar stærðir ÆÐARDtJNSÆNG er nytsöm ferming- argjöf VÖGGUSÆNGUR DAMASKVER KODDAR DÚNHELT LÉREFT Pattons-ullargarn- ið fræga LITEKTA — hleypur ehki — yfir 50 litir Pattons-crepgarn í finor KVENPEYSUR Crep sokka-buxur á börnogunglinga NÆLONSOKKAR án lykkjufalla. Mikið af vörum með gömlu verði. Sendum gegn póstkröfu- Vesturgötu 12. Sími 13510. svo að henni gæfist tími til að gera ýmsar ráðstafanir til að afstýra mestu vandræðunum sem af henni mundu hljótast. Deilt um almenna kauphækkun Það kom í ljós í viðræðunum £ nótt að aðaldeilumálið er krafa verkalýðshreyfingarinnar um al- menna kauphækkun. Vinnuveit- endur taka fram að þeir geti alls ekki gengið að þeirri kröfu. en virðast fúsari til samkomu- Fréttastofan DPA segir að tólf foringjar flokksins hafi verið teknir höndum í gær, þegar þeir komu af leynifundi í Hamborg. Lögreglan segist jafnframt hafa lagt hald á margs konar útbún- að, m.a. útvarpssenditæki og segir hún að ljóst sé að hinir handteknu, en meðal þeirra er ein kona, hafi haft stöðugt út- várpssamband við Austúr-Þýzka- land. Fjórir hinna handteknu, Ew- , ald Stifyater, Qarl Carsténsy Karl Paustian og Gerhard Wendt eru sagðir hafa stjómað leyn:'tarfi flokksins í Slésvík-Holtsetalandi, en hinir eru ekki nafngreindir. Petrosjan hefur enn einn yfir MOSKVU 18/4 — Bæði tíundaog ellefta skákin í einvígi þeirra Botvinniks og Petrosjan urðu jafntefli og hefur Petrosjan því enn einn vinning yfir, 6 á móti 5 vinningum heimsmeistarans. Samtals tefla þeir 24 skákir. lags um einhverjar sérkröfur einstakra verklýðsfélaga. Svöruðu með verkbanni Nokkuð er síðan að flest norsku verklýðsfélögin sögðu upp samningum sínum og boðuðu til verkfalla ýmist um miðjan þenn- an mánuð eða um næstu mán- aðamót. Vinnuveitendur hafa hins vegar svarað verkfallsboð- unum með því að ákveða verk- þann í ýmsum þeim starfsgrein- um sem verkfall hafði ekki ver- ið boðað í. Myndi ná fiil fjórðungs félags- bundinna verkamanna Ef úr vinnustöðvuninni verð- ur, verkföllunum og verkbönn- um vinnuveitenda, myndi hún, eins og áður segir, ná til 142.000 verkamanna, en það er um fjórð- ungur allra félagsbundinni verka manna sem eru innan vébanda norska alþýðusambandsins. — Nokkrar vonir gera menn sér um að hægt verði að afstýra þess- ari mestu vinnudeilu í sögu Nor- egs, en menn eru þó ekki mjög bjartsýnir á það eins og stend- ur. Geimför Coopers er enn frestað CANAVERALHÖFÐA 18/4 — Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum að enn hafi verið frestað ferð Gordons Coopers út í geim- inn. Síðast hafði verið gert ráð fyrir að hann legði í geimferðina 7. maí, en henni hefur verið frestað um viku enn. Ástæðan til frestunarinnar er sögð vera tæknigallar sem komið hafa í Ijós á burðareldflauginni. Tífó skiptir um mu raoherra BELGRAD 18/4 — Níu ráð- herrar í júgóslavnesku ríkis- stjóminni’ hafa látið af störf- um og aðrir tekið við í þeirra stað. Kunnastur ráðherranna sem hættir er Alexander Rankovic innanríkisráðherra, en meðal annarra má nefna efnahagsmálaráðherrann Nik- ola Djuverovic, iðnaðarmála- ráðherrann Kekich, verka- málaráðherrann Bijedich og landbúnaðarmálaráðherrann Brecelj. Svetislav Stefanovic verður nýr innanríkisráð- herra. Koenig ræddi við Mindszenty í gær VÍN 18/4 — Franz Koenig, kardínáli í Vín, ræddi í dag í fjórar klukkustundir við ung- verska kardínálann Mindszenty í bandaríska sendiráðinu í Búda- pest, en þar hefur hann dvalizt síðan haustið 1956. Koenig mun hafa fært honum boðskap frá Jóhannesi páfa og er talið að hann hafi lagt að honum að fara úr landi til Páfagarðs, en ungverska stjómin mun vera fús til að leyfa honum það. Rekistjarna fundin utan sóikerfísins TUCSON, Arisona 18/4 — Stjömfræðingurinn Peter van de Kamp skýrði í dag frá þv£ að hann hefði fundið reikistjömu sem gengur kringum hina svo- nefndu Bamard-stjörnu. en hún er einna næst sólkerfi okkar allra fastastjarna, eða um sex Ijósár frá þvi. Reikistjaman sem fundizt hefur með mælingum, en hefur ekki sézt, er meira en helmingi stærri en Júpiter, stænsta reikistjarnan i okkar sólkerfi. MADRID 18/4 — Saksóknari krafðist í dag fyrir herrétti í Madrid dauðadóms yfir Julian Grimau Garcia, sem sagður er vera einn af leiðtogum spænska kommúnistaflokksins. Helzta ákæran á hendur hon- um er sú að hann hafi misþymit stuðningsmönnum Francos i borgarstriðinu fyrir aldarfjórð- ungi, en þá var hann lögreglu- stjóri í Barcelona, en hann er einnjg sakaður um að hafa stjómað leynistarfi spænskra kommúnista síðan árið 1954. Grimau viðurkenndi að hann hefði verið kosinn í miðstjórn kommúnistaflokksins á fimmta þingi flokksins, sem haldið var i Tékkóslóvakíu árið 1954, og neitaði því ekki að hann hefði unnið að því að steypa stjóm Francos. — Ég hef verið komm- únisti i meira en 26 ár og mun verða það áfram, sagði hann. Belgíski klerkurinn og nóbels- verðlaunahafinn Pire hefur skor- að á æðsta mann spænsku kirki- unnar, Pla y Denjel kardínála, að leggja Grimau lið. Tékkneska stjómin hefur boðið Grimau griðastað í Tékkóslóvakíu. Hann var handtekinn i nóv- ember og særðist þá hættulega í viðureign við lögregluna. 1 kvöld barst sú frétt frá Mad- rid að Grimau hefði þegar verið dæmdur til dauða. Kynning á sveitastörfum fyrir unglinga 11 ára og eldri, hefst föstudaginn 19. apríl kl. 5 e.h. í Tjarnarbæ. Kynnt verða almenn sveitastörf með ávörpum, kvik- myndum og á verklegan hátt, ok kynningarferðum. Upplýsingar og innritun í síma 15937 og 19200. Bt)NAÐARFÉLAG ÍSLANDS ÆSKULÝÐSRAÐ REYKJAVlKUR. Yfírhjúkrunarkonustaða i röntgendeild Landspitalans er laus til umsóknar frá 1. júlí n.k. Laun verða samkvæmt hinni nýju launaflokkun ríkis- starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 25. maí 1963. Reykjavík, 18. apríl 1963. : SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA. Nauðungaruppboð verður haldið eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík í vörugeymslu Eimskipafélags Islands við Lóugötu á Grímsstaðaholti, héi í borg, föstudaginn 26. apríl n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða alls konar vörur til lúkningar aðflutnings- gjöldum o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ I REYKJAVlK. Handtökur komm- únista í V-Þýzkal. * t v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.