Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 1
Fösfudagur 19. apríl 1963 — 28. árgangur — 88. tölublað. óttast samein- vinstrí manna YFIRLYSING „Tilkynning sú úm sameiginleg framboð og samstöðu Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarmanna í kosningunum 9. júní næstkomandi, sem Karl Guðjónsson birti í umræð- unum hér í gærkyöld fyrir hönd Alþýðubandalagsins, hef- ur vakið mikla athygli um land allt. Hún hefur glatt allt vinstri fólk .í landinu. Hún hefur vakið ergi og ugg í röðum stjórnarflokkanna. Það var ekki sízt afstaðan til Efnahagsbandalagsins, sem veldur því að miklu fleiri en nokkru sinni áður eru nú staðráðnir í því, þrátt-- fyrir margvíslegan skoðana- mun um önnur mál, að berjast saman undir merki Al~ þýðubandalagsins. Það er baráttan gegn innlimun íslands í Evrópustórveldið, baráttan fyrir sjálfstæði íslands í framtíðinni, sem öllu öðru fremur sameinar áður sundr- aða og dreifða krafta. Undir slíkum kringumstæðum mega engin atkvæði vinstri manna falla dauð niður. Sameinum kraftana, sósíalistar, jafnaðarmenn, þjóðvarnar- menn og vinstri Framsóknarmenn. Alþýðubandalagið eitt hefur afdráttarlausa afstöðu til Efnahagsbandalagsins. Leggjum nú öxl við öxl í baráttunni fyrir því að völdum stjórnarflokkanna verði myndarlega hrundið í kosningunum 9. júní." — Á þessa leið fórust Hannibal Valdimarssyni, formanni Alþýðubandalagsins, m.3. orð í útvarpsum- ræðunum í gærkvöld. — Á 4. síðu blaðsins er safft frá nokkrum atriðum í ræðu Hannibals. Alþýðubandalagið aiuiars veg- | ar og Þjóðvarnarflokkur íslands hins vegar hafa komið sér saman um samstarf í komandi alþing- ¦ iskosningunum, hinn 9. júní næst- | komandi, og munu bera fram og \ styðja sameiginlega framboðslista í öllum kjördæmum landsins. Enda þótt Þjóðvarnarflokkur ís- lands sé ekki aðili að Alþýðu- I bandalaginu og ekki bundinn af I Reykjavík, 16. apríl 1963. Samninganefnd Alþýðubandalagsins Hannibal Valdimarsson (siign.) Björn Jónsson (siign.) Kjartan Ólafsson (sign.) hefur verið samið, hafa framan- \ greindir aðilar orðið sammála um, [ að framboðslistar og kjörgögn l skuli aðeins bera nafn Álþýðu- i bandalagsins. Samkomulag hefur einnig orð- | ið uin stefnuskrá í meginmálum | kosnmganna, og verður hún birt j ! síðar. Samnínganefnd Þjóðvarnarflokksins. Gils Guðmundsson (slgn.) Bergur Sigurbjörnsson (sígn.) Hermann Jónsson (slgn.) nir Framsókn íhaldssamvinnu? • Vinstri menn standa sameinaðir í þeim kosning- um sem framundan eru og munu ekki láta minniháttar ágreiningsefni tvdstra sér. ðð risa til varnar og sóknar í vor Einar Olffeirsson var síðas-ti ræðumaður af hálfu Alþýðubandalagrs- ins í útvarpsumræðun- um í gærkvöld. Varaði hann þjóðina við þeim hættum, sem framund- an væru ef núverandi st.iórnarflokkar halda á- fram meirihlutaaðstöðu sinni í komandi kosning- um. Ekki aðeins lífskjör þ.ióðarinnar eru í hættu, heldur beinlínis sjálfstæði landsins off öll tilvera íslenzkrar þjóðar vegna innlimunarhættunnar í Efnahasrsbandalag Evrópu. Gegn þessu verður al- þýðan að rísa og svipta hernámsflokkana valdi til þess að framkvæma þær fyrirætlanir. Einar minnti á það i upphafi ræðu sinnar, að í komandi Al- þingiskosningum verða raun- verulega útkljáð öll veigamestu hagsmunamál almennings í land- inu. Það er því jafnframt á þeim vettvangi sem launþegar landsins verða að sameina krafta sína til þess að hnekkja þeirri afturhaldsstefnu. sem núverandi stjórnasamsteypa beitir sér fyrir. Kjör alþýðustéttanna hafa á sfðustu árum verið rýrð svo mjög, að Island er að komast niður á stig almennrar vinnu- þrælkunar. Auðvaldsöfl landsins hafa beitt ríkisvaldinu til þess að' kúga verkalýðsamtökin og allar vinnandi stéttir. Það vopn, ríkisvaldið, verður að slá úr Þýzkur sjómaður slasast { gærdag slasaðist þýzkur sjómaður við vinnu sína á þil- fari um borð í þýzkum togara, sem var að veiðum við Græn- land. Spilvírinn slitnaði ailt í einu og lenti með miklu kasti í hnakka siómannsins og stakkst hann fram vfir sig og slasað- tst illa í andliti, nefbrotnaði og mlssti tennur. Einnlg hefur hann sennilega fengið snert af heila- hristingi. Flugvél á t vegum dönsku ]andhelgisgæzlunnar við Grænland kom í gær með hinn slasaða mann og var hann lagður iiin á Landakots- spítala. Þýzki sjómáðurinn heit- ir Fritz Reinn, frá Bremerhaven höndum auðvaldsins í komandi I kosningum. Ef það verður ekki gert, vofa yfir þjóð og landi enn geig- vænlegri hættur: Hættan á inn- limun landsins í Efnahagsbanda- lag Evrópu og þar með tortím- ing sjálfstæðis landsins og ís- lenzks þjóðernis. Afstaða Fram- sóknarflokksins í þvi máli er hir) sama og svo oft áður í hinum mikilsverðustu málum: Framsóknarflokkurinn sver þeim málstað dýrasta eiðana, sem hann er albúinn að svíkja eftir kosningar. Það þarf ekki að fara í nein- ar grafgötur með það, að fram- undan eru nýjar árásir á lífs- kjör almennings. ef meirihluta- valdið verður ekki tekið af nú- verandi stjórnarflokkum í kom- andi kosningum. Þetta er bein- línis boðað í nýútkommni skýrslu Seðlabankans, og það verður ekki látið staðar numið þar. Þá verður einnig ráðizt á vinnulöggjöfina. Allir flokkar viðurkenna nú í orði kveðnu þá miklu hættu sem Islandi mundi stafa af beinni innlimun í Efnahags- bandalag Evrópu. En það er einnig margendurtekin reynsla að hernámsflokkarnir allir þrír leggjast þegar á reynir í duft- ið fyrir þeim sjónarmiðum, sem hin erlendu hernámsveldi Nató vilja þröngva upp á þá. Það hefur verið hlutverk Sósí- alistaflokksins frá upphafi, að verja landið gegn erlendri á- sælni og vara við undirlægju- hætti hernámsflokkanina. Og hætturnar, sem framundan eru hafa aldrei verið meiri en nú. Ræðu sinni lauk Einar á eft- irfarandi hátt: „Islenzk þjóð. Þessar kosn- Framhald á 4. síðu. Lúðvík Jósefsson Ástæðurnar eru þau alvar- legu viðhorf sem við blasa ef núverandi stjórnarflokkar halda áfram meirihlutavaldi sínu. • Framsóknarflokkurinn segist vilja fella stjórnina til þess að „ekki verði geng- ið fram hjá sér" við stjórn- armyndun. En Framsókn varast að gefa nokkurt lof- orð um að semja sig ekki inn í núverandi afturhalds- stjórn eftir kosningar. • Kosningabaráttan er hafin og henni verður að ljúka með stórsókn ,,vinstri manna og miklum sigri Al- þýðubandalagsins. — Á þessa leið fórust Lúðvík Jósefssyni m.a. orð í ræðu sinni í út- varpsumræðunum í gær- kvöld. Lúðvík vék í ræðu sinni ýtar- lega að þeim málum, sem kom- andi kosningar hljóta óhjákvæmi lega að snúast um í höfuð- dráttum, svo sem kjaramálunum, uppbyggingu atvinnulífsins, af- stöðunni til Efnahagsbandalags- ins, hemámsins o.fl. málum. Jafnframt sýndi hann fram á hver væri hin raunverulega af- staða stjórnmálaflokkanna íþess- um málum. Framhald á 4. síðu. 800mifíj. myndu farasi íkjamastriBi WASHINGTON 18/4 — Einn af fulltrúum í landvarnaráði Bandaríkjanna David M. S'houp hershöfðingi, segir í skýrslu til einnar af nefnd- um Bandaríkjaþings að gera megi ráð fyrir að 700—800 milljónir manna myndu láta lífið ef heimsstyrjöld yrði háð með kjarnavopnum og myndi hinn hvíti kynþáttur verða harðast fyrir barðinu á k.iarn- orkuógnunum og þá líða und- ir lok. ## Stjórnin'1 í Fulltrúaráðinu rýfur áratuga hefð um 1. maí ¦*¦ Komið hefur í ljós að hin svokallaða stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna j Reykjavík hefur ákveðið að brjóta áratuga hefð við undirbúning 1. maí hátíðahaldanna. með því að sjá sjálf um daginn án þess að mynduð verði 1. maí nefnd með fulltrúum frá verkalýðsfélögun- um sjálfum. •k Þessi ráð nrunu hafa ver- ið ráðin á ólöglegum aðalfundi Fulltrúaráðsins eftir að um helmingur lðglegra fulltrúa hafði gengið af fundi til Þess að mót- mæla lögleysum fráfarandi stjórnar. ¦*• Af þessu tilefni komu saman fyrir nokkru formenn nokkurra verkalýðsfélaga í Reykjavík og ákváðu að bjóða verkalýðsfélögunum að tilnefna menn í nefnd til undirbúnings hátíðahaldanna 1. mai. Var öll- um félögum innan Fulltrúaráðs- ins sent bréfið og lögð á það áherzla, að með því að brjóta hefðina um undirbúnimg dagsins sé vísvitandi stefnt að því að ekki verði samstaða um daginn. • Áriðandi er að fólkið í verkalýðsfélögunum láti ekki neinum haldast uppi að neita verkalýðsfélögunum um að á- kveða sjálf, á lýðræðislegan hátt, innihald og tilhögun há- tíðahaldanna 1. maí, nú þegar þess er minnzt að 40 ár eru liðin frá því dagurinn var fyrst haldinn hátiðlegur á fslanli. Hafa formenn verkalýðsfélag- anna, sem bréfið sendu boðað tii fundar • með fulltrúum félag- anna i kvöld. föstudag, i fund- arsal Alþýðusambandsins að Laugavegi 18. 6. hæð og hefst "undurinn kl hálf níu. • Bréfið til birt á 2. síðu. fá1aganna er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.