Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.04.1963, Blaðsíða 10
IQ SÍDA ÞI6ÐVIUINN Föstudagur 19. apríl 1963 GWEN BRISTOW: I HÁMINGJU LEIT ir því lengur. — Farðu og legðu þig, sagði Garnet, en áður en hún gaeti sagt fleira, kom Jqhn svefn- drukkinn inn í herbergið og spurði: — Af hverju vaktirðu mig ekki, Florinda? Florinda hristi af sér svefn- inn og reis á fætur. — Ég ætl- aði að gera það, en svo sofn- aði ég sjálf. •— Hvernig líður Garnetu? — Ágætlega. Florinda tók vatnskönnuna. — Vi'ltu gera svo vel að sækja ferskt vatn, Johnny. Og eldaðu meiri kjöt- súpu í fyrramálið. John tók við könnunni. — Ég kem að vörmu spori. Nú ferðu að sofa og sefur þangað til þú vaknar sjálfkrafa. Florinda kinkaði kqlli. En hún beið við rúmið þangað til John var íarinn og þá sagði hún við Gametu dálítið vand- ræðalega: — Heyrðu, Garnet, vertu ekki að segja John frá því sem ég var að blaðra um rétt í þessu. Og engum öðrum heldur. — Þessu' um litlu telpuna? — Já. Ég veit ekki hvað það var sem setti þetta af stað. Ég var víst svo syfjuð, að ég Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrfistofa STEIND OG DÓDÓ, Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria GuðmundscÓttirj Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað vissi ekki hvað ég var að gera. — Nei, ég skal engum segja það. — Þakka þér fyrir. Flor- inda laut niður og kyssti Gar- netu á ennið, síðan fór hún út. 30. Þrem dögum seinna kom Fagri risi ríðandi til rancóhsins. Eins og vanalega var hann prúðbúinn 1 silki og leður, með' þjóna í bak og fyrir og mörg klyfjahross. Charles fór út til að taka á móti honum. Oharles fyrirleit Risann sem fáfróðan skrælingja, en Risinn var land- eigandi, og hvorki álit hans á honum né harmurinn vegna Oli- vers gat hindrað Charles í að sýna þá kurteisi sem tilhlýðileg var meðal jarðeigenda í Kali- forníu. Risinn. hafði með sér silkisjöl handa Gametu og Florindu. Sjal Gametar var með rauðum rós- ur og Florindu með bláum. Florinda setti strax á sig sjalið og snéri sér á aila vegu fyrir framan spegilinn til að athuga hvemig það færi bezt. Risinn gekk að rúminu. Hann klappaði Garnetu á kollinn með stóm hendinni sinnL — Mig tekur þetta sárt með Oliver, sagði hann hlýlega. — Þakka þér fyrir, Risi. — En þú eignast bam, sagði hann. — Það er gott. Garnet brosti til hans. Ef karlmaður hefði sagt eitthvað þessu líkt við hefðarkonu il New York. hefði hann verið talinn hræðilega siðlaus. En það vissi risinn ekfei. — Þú ert efeki núna ham- ingjusöm, hélt hann áfram, — því þú ert ekki sterk og finnst þú hjálparlaus og þú ert ekki hamingjusöm þegar þú ert hjálparlaus. En þú hefur styrk innaní þér. Og þú verður ham- ingjusöm. Hún vonaði að hann hefði rétt fyrir sér Þessa stundina fannst henni hún hvorfei vera stepk né hamingjusöm. Seinna um daginn tókst henni með erfiðismunum að skrifa bréf til foreldra sinna til að segja, að hún kæmi ekki heim. John sagðist skyldu fara með bréfið til Los Angeles og af- henda það Texas sem gæti beðið einhvem Missouri-kaupmann fyrir það í Santa Fe. Garnet sat uppi með púða við bakið og John kom með fjöl sem hún hafði á hnjánum eins og borð. Hann setti blekið á stól hjá rúm- inu. Það var erfitt að skrifa þetta bréf. Hún var svo máttvana að penninn skalf í höndum hennar og hún varð að hreyfa hann ■mjög hægt til þess að Mnumar yrðu ekki skakkar og skældar og kæmu upp um veikindi henn- ar. Hún skrifaði að Oliver hefði dáið skyndilega, en hún sagði þeim ekki á hvem hátt og hún skrifaði að hún ætit von á barni. Þetta var svo mikið erfiði, að hendumar og ennið vom vot af svita. Hún þurrkaði hendurnar á rekkjuvoðinni og skrifaði: — Ég er við góða heilsu eins og alltaf. Bróðir Olivers er mjög al- úðlegur og ég á notalegt heim- ili. Berið engan kvtíðboga fyrir mér. Beztu kveðjur frá Gamet. Penninn féll úr hendi hennar og valt í gólfið. sjálf lét hún fallast afturábak á púðana og stundi af þreytu Tárin spruttu fram í augu hennar og samein- uðust svitadroprmum á andlit- inu. Henni fannst sem með þessu bréfi væri hún að skera á síðustu taugina milli sjálfrar sín og æskuheimilisins. Þannig hlaut skipbrotsmönnum að vera innan- brjósts þegar þeir stóðu á ströndinni og horfðu á skipið sitt sökkva í djúpið. John tók upp vasakhit sinn og þurrkaði tár og svita af and- liti hennar. Hann tók bréfið. — Ojú, jú, sagði hann rólega. — Þetta er ljómandi lygakippa. Það er bezt ég fari til Los Angeles á morgun — lestin get- ur lagt af stað hvaða dag sem er úr þessu. Hann stakk bréfinu í vasann og gekk til dyra. — Þú ert mjög hugrökk, Gamet, sagði hann. Þegar John fór til Los Ange- les. varð isinn eftir til að hjálpa Florindu að hjúkra Gametu. — Charfes þorir ekki að segja Flor- indu að fara meðan ég er hér, sagði Risinn. — Ég gæti brotið Charles í smátt með höndunum einum saman. Hann sagði þetta svo blátt áfram og skemmtilega að Gamet fór að hlæja. Risinn var frábær hjúkrunar- maður. Hann var rammur að afli, en svo var hann ósegjan- lega mjúkhentur og nærfærinn. Hann gat setið tímunum saman við rúmið hjá Garnetu og talað við hana. Hann minntist aldrei framar á Oliver, en hann sagði henni kyndugar sögur af kaup- mönnunum og sjómönmmum, sem komu til Los Angeles. Eða þá að hann talaði hlýlega við hana og gerði henni ljóst hve vel han skildi einstæðingsskap hennar í þessu framandi landi, því að hann hafði verið ein- mana sjálfur. Stundum hló hún með honum. stundum felldi hún tár og það var eins og hann vissi ævinlega hvernig henni var innanbrjósts. Risinn talaði orðið miklu bet- ur ensku en haustið áður. Þeg- ar hún hrósaði honum fyrir það, sagði hann að það hefði mikla þýðingu fyrir hann að tala vel ensku, því að hann bjóst við því að innan tíðar yrði hér mun meira af könum. Til að fá Gar- netu til að hugsa um annað, sagði hann henni frá því sem var að gerast. Hann sagði að fólkið í KaOi- fomíu væri ekki hrifið af nú- verandi stjóm. Hópur auðmanna suður í Mexíkó setti því lög, og þessir náungar vissu ekfeert í sinn haus um Kalifomíu. — Þeir eru engu betri en þessi enski kóngur, Georg þriðji, sem John hefur sagt mér frá. Þú hefur víst heyrt um hann? — Jú, sagði Gamet, hún hafði hieyrt um Georg þriðja. Voru þessir mexíkönsku herrar i raun- inni eins mikli glópar? Já, svaraði Risinn, hann bjóst við því. Mexíkó City var meira en 3000 kílómetra vegalengd frá Los Angeles, en þessir náungar þóttust/vita meira um Kalifomiu en fólkið siem þar átti heima. Þeir settu lög án þess að skeyta um að kynnast aðstæðuntom og þeir sendu þangað landsstjóra sem aldrei höfðu litið Kalifomíu augum áður en þeir komu þang- að til að stjóma. Sum lögin voru svo fáránleg, að enginn treysti ser til að halda þeim til streitu. Önnur voru heimskuleg- ar hindranir á verzlun og við- skiptum sem voru öllum til gremju og skapraunar. Florinda sat á veggbekknum og hlustaði á. Hún bló fyrirlit- lega. — Góði bezti, þú þarft ekki að lýsa þessum höftum fyr- ir mér, sagði hún með áherzlu. — Veiztu að það er ómögulegt að flytja inn bandarískt whiský? Við fáum það, en við verðum að borga fjölda manns til að fá þá til að Mta undan. Það var einmitt þetta sem var athugavert við löggjöfina. sagði Risinn. Enginn í Kalifomiu tók 'lögin hátíðlega. Hver ný lög táknuðu einfaldlega það, að nokkrir náungar í viðbót högn- uðust á því að taka við mútum i stað þessa að vinna heiðarlega vinnu. Það var ekki að undra þótt fólkið yrði þreytt á slíkri stjóm. Hann sagði. að Karlifom- íubúar væru friðsamir að eðlis- fari, en þó mætti koma þeim úr jafnvægi. Síðasti mexíkanski landsstjórinn var maður að nafni Micheltorena. Hann var án efa velviljaður maður, En mexíkanska stjómin sem hafði lofað honum þrjú hundruð her- mönnum, hafði hugsað sem svo að þarna væri ágætt tækifæri til að fækka dálítið í fangelsun- um í Mexíkó. Fangamir komu, þeir stálu öllu steini léttara og voru á góðum vegi með að eyði- leggja landið. þegar landsmenn gerðu uppreisn. Micheltorena var rekjnn aftur til Mexíkó með tukthúslimi sína og við stjórn-. inni tók Pio Pico frá Los Ange- les og við herstjórninni José Castro frá Monterey. Pico og Castro áttu í inn- byrðis deilum. Hvor um sig þóttist vera æðri valdamaður en hinn. Hvorugur vildi skipta um bústað, svo að þeir gætu unnið saman að stjómarmálefnum. Ef eitthvað yrði til að auka ósam- komulagið, sagði Risinn, þá kæmi til bardaga. Garnet varð hrædd. Hún var í þann veginn að ferðast til Los Angeles án annarrar vernd- ar en þeirrar sem vinir hennar gátu veitt henni, og þeir voru líka útlendingar. — Æ, nei, segðu ekki að ég eigi á hættu að lenda í einhvers konar bar- daga, sagði hún. Risinn brosti. — Ned. það er varla hætta á því, sagði hann. — Sjáðu tiL í Monterey situr Bandaríkjakonsúllinn, Larkin. Sagt er að Larkin hafi grensl- azt fyrir um það hjá býsna mörgum háttsettum KaMforníu- búum, hvemig þeim litist á að komast il Bandaríkin í stað þess að lúta Mexíkó. Sagt er að margir þeirra hafi hugsað gott til þess. KaMforníubúar hafa góða reynslu af könunum, svo að það mætti segja mér, að landið þitt verði hér herraland áður en varir. •Gamet vonaöi að svo yrði. Henni stóð svo sem á sama, hver átti Kalifomiu. en ef fjöldi bandaríkjamanna kæmi þangað, gætu þeir kannski komið á ör- uggum samgöngum milli Los Angeles og New York. þannig að hún gæti komizt heim. Það kom víst saknaðarsvipur á hana, því að Risinn klappaði henni á öxlina. — Langar þig til að reyna að ganga dálítið? spurði hann. — Ég skal hjálpa þér. SKOTTA f ’ Þú ert Iíka svo óþægileg í röddinni, Súsa. Það er eins og þú þurfir að sitja eins og dama. ék S~ih^B3öRNssoN * co. P.O. BOX 1386 Sími 24204 RÉYKJAVtK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Ferðatöskur nýkomnar 3 stærðir, hagstætt verð. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. — Sími 13879. Frá Strætisvögnum Kópavogs Frá og með 19. apríl verða fargjöld með vögnunum sem hér segir: KOPAVOGUR — REYKJAVÍK Eitt fargjald kr. 5,00 14 farmiðar kr. 50,00 6 farmiðar kr. 25,00 FARGJÖLD BARNA Eitt fargjald kr. 2,50 5 farmiðar kr. 10,00 INNANBÆJAR í KÓPAVOGI Eitt fargjald kr. 3,00 5 farmiðar kr. 10,00 FARGJÖLD BARNA Eitt fargjald kr. 1,25 10 farmiðar kr. 10,00 Frá sama tíma verður öllum peninga- skiptum hætt í vögnunum. STRÆTISVAGNAR KÖPAVOGS. Áskriftarsími Þjóðviljans er 17500 Niðursuðuvörur. — ég verð svangur. Þarna er síminn til slökkvd- liðsins. Fljót Andrésína. Settu pott- ana á vélirut.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.