Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJðÐVILIINN Þriðiudagur 23. spríl 1963 Nemendur Menntaskólans eru / frelsinu fegnir o? klæðisplögg þeirra ber við himin. Upplestrar- leyfið «■ hafið! Þáð er vor í lofti. Hér sjást nokkrir nemendur f/ gjast af áhuga með fagnaðarlátum félaga sinna. StúdentaeLin hefja próf- lestur um jiessar mundir Um þessar mundir fá nemend- ur í menntaskólum og verzlun- árskóla landsins upplestrarleyfi sitt, og er tala nemenda, er stú- dentspróf þrey-ta, 267. Prófin hefjast fyrst hjá Verzlunarskól- anum eða í byrjun næsta mán- aðar. Prófum lýkur yfirleitt síð- ustu dagana fyrir þjóðhátíð. I Menntaskólanum í Reykjavík ganga að þessu sinni 160 nem. undir stúdentspróf, 75 stúlk- ur og 81 piltur innan skóla, Stskk af frá árekstrinum Um kl. 3 á sunnudaginn varð harður árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar. Annar bíllinn valt á . hliðina við áreksturinn og rann góðan spöl eftir götunni. Hinn bíllinn, sá sem árekstrinum olli, ók brott af slysstaðnum og stöðvaði ekki íyrt en niðri á Njarðargötu ökumaður hans og annar far- bega meiddust eitthvað og voru fluttir í Slysavarðstofuna af fólki, sem kom aðvífandi. Þar náði lögreglan honum og tók hann fastan, enda reyndist hann ölvaður. Af fólkinu í hinum bilnum er það segja, að það slapp ó- meitt þó furðulegt sé. en fjórir nemendur eru utan- skóla. Nemendur skiptast svo milli deilda. að 82 voru í mála- deild en 74 í stærðfræði- deild. Prófin hefjast 25. maí með íslenzkum stíl, en hann er sam- eiginlegur með menntaskólunum þrem. Prófi lýkur 13. júní, Nokkur tíðindi munu það þykja gömlum nemendum skól- ans, að nú reynist ekki kleift að brautskrá nemendur í húsa- kynnum skólans, og hefur Há- skólabíó orðið fyrjr valinu. Júbílantar munu þó koma á Sal, og er Það nokkur huggun. en hætt er við að flestum muni þykja brautskráning úr Há- skólabíói svipur hjá sjón. Er hér *enn eitt dæmi þess, hve illa er komið húsnæðismálum eftír- lætisskóla Reykvíkinga. 1 Menntaskólanum á Akureyri eru stúdentsefni að þessu sinni 70 talsins, 17 stúlkur og 53 pilt- ar. 25 nemendur eru úr mála- deild en 45 úr, stærðfræðideild. Próf hefjast 25. maí eins og í Reykjavík, en lýkur 15. júnf. Stúdentar verða brautskráðir að morgni þess 17. og er það orðin hefð á Akureyri. Á Laugarv. hefjast stúdents- próf um miðjan maí. Nemendur, sem undir stúdentspróf ganga, eru 15 að tölu. 6 í máladeild og 9 í stærðfræðideild. Tvær stúlkur eru meðal stúdentsefna, sín í hvorri deild, og má það bersýnilega ekki minna vera. Nemendur verða brautskráðir 15. júní. I Verzlunarskólanum hefjast stúdentspróf upp úr næstu mán- aðamótum. 22 nemendur taka stúdentspróf frá skólanum og verða þeir brautskráðir 15. eða 16. júní. Hlaut verðlaun Framhald af 1. síðu. þús. kr. að upphæð eru veitt til utanferðar. Menningarsjóður Þjóðleikhúss- ins var stofnaður af bjóðleikhús stjóra á vígsludegi Þjóðleikhúss ins fyrir 13 árum og eru eignir hans nú um, 200 þús. kr. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum og hafa þessir leikarar áður hlotið verð- launin: Róbert Arnfinnsson 1953. Herdís Þorvaldsdóttir og Valur Gíslason 1960, og Guðbjörg Þor- bjamardóttir og Rúrik Haralds- son 1962. Stjórn sjóðsins skipa nú Guð- laugur Rósinkrans formaður. dr. Gunnlaugur Þórðarson og Guð- björg Þorbjamardóttir. Hreinlætið við höfnina ÍOO um 2 krana Verkamaður frá Togaraat- greiðslunni í Reykjavík kom að máli við okkur í gær. Maður þessi sem hefur unnið við höfn- ina í 30 ár, kvað hreinlætismál- In á vinnustað sínum í slíkum ólestri að ekki mætti lengur orða bindast. Eftirmaður Adenauers tilnefndur BONN 22/4 — 1 dag mun þingflokkur Kristilegra demókrata í Vestur-Þýzka- landi kjósa eftirmann Ad- enauers í embætti forsæt- isráöherra, en ákveðið hef- ur verið að Adenauer láti af því embætti eigi síðar en í haust. Adenauer hef- k ur reynt að fresta þeirri * kosningu i lengstu lög og lagt sig allan fram við að koma í veg fyrir að Lud- wig Erhard efnahagsmála- ráðherra yrði fyrir valinu. en haldið í stað hans fram Schröder utanríkisráðherra. Enginn vafi er þó talinn á því að Erhard verði kosinn með miklum meirihluta. Hjá Togaraafgreiðslunni vinna ; að staðaldri 30—40 manns og stundum allt að 100 manns í einu. Allur þessi hópur hefur ti) umráða 2 vatnskrana, báða með köldu vat.ni. 2 salemi eru a staðnum og kaffistofa engin Mennirnir vérða að sitja í fata- geymslunum með brúsa sína. en fnykurinn af óhreinum vinnu fötunum er ekki mjög lystauk- andi. f besisu sambandi má geta þess, að þegar Aspesthús Togara- afgreiðslunnar var reist á sínum tima, var gert ráð fyrir stórri og góðri kaffjstofu í þvi Hún var svo hinsvegar leigð út til greiða- sölu. en mönnunum er frjálst að koma þar inn eftir sem áður méð brúsa. Það kemur bá ekki að haldi, bví að mannmarat er bar jafnan og beir verða að hrökkl- ast í fatageymslumar eins oa fyrr segir. Maðurinn lét þess getjð að hér vaeri mikið og gott tækifæri fyr- ir borgarlækni að sýna röagsemi sína í embættinu. — G.O. GERIÐ BETRI KAUP EF ÞIÐ GETIÐ LAUGAVEGI 18®- SIMI 1 91 13 SELJENDUR ATHUGIÐ: Höfum kaupeuöur með miklar útborg- anir að íbúðum og ! einbýlishúsum. | TIL SÖLU: 2 herb. kjallaraibúðir við i Karfavog og í Selási. 3 hérb. íbúðir við Lang- holt-svég. Óðinsgötu. Engiaveg og á Seltjarnar- nesi. 4 herb. íbúðir við Flóka- götu og Niörvasund. 5 herb. hæðir við Rauða- læk, Flókaaötu. Mávahifð og Hrinabraut. 5 herb. glæsileg íbúð við Kleppsveg. 6 herb. ný og elæsileg fbúð í Laugarnesi Einbýlishús við Heiðargerði Biargarstíg. Barðavog. Háagerði. Suðurlands- braut og Brei'Mv'l+sveg. ' Raðhús við Skeiðavog KÓPAV0GUR 3 herb. hæð og 3 herb. ris- íbúð við Víghólastíg. 4 herb. íbúð við Melgerði. 1. veðr. laus. 5 herb nýleg hæð við Kópavogsbraut. sér inn- gangur. bvottahús og hiti. 1. veðr. laus. I SMffilIM: Lögreglubíllinn taföi umferðina Fréttamaður Þjóðviljans ók ■ á sunnudaginn vestur Hringbrau' Skammt austan við Þjóðminja- safnið ók hann fram á lögreglu- bíl, er numið hafði staðar. Tveir lögregluþjónar voru í bílnum og virtust þeir vera að áminna eða uppfræða telpugrey á skelh- nöðru. Ekkert af þessu er í frá- sögu færandi. En svo lögulega höfðu verðir laganna lagt bí' sfnum, að hann stóð út í hálfa akbrautina og tafði stórlega um- ferð. Þetta var kl. hálf tvö á sunftudag. Bíllinn var R-4010. Parhús á tveim hæðum f Hvömmunum 135 ferm. efrí hæð í tvt býlishúsi við Melgerði. Allt sér. I SMÍDUM I GABPATTRT^ppj; Glæsilegt einbýlishús i einni hæð. 185 ferm með bílskúr. tilbúin undir tré- verk og málningu í sum- ar. fagurt útsýni. Arki- tekt: Kjartan Sveinsson Hafið samband við okkur ef bér bnrfið ^ð kauna eða selj fasteionir. Afmælis lcníns minnzt í Moskvu MOSKVU 22/4 — Leníns var minnzt í Sovétríkjunum í dag, en bá voru Ijðin 83 ár frá fæð- ingu hans. Krústjoff forsætjs- ráðherra hélt aðalræðuna við minnjngarathöfn i Kreml og sagðj m.a. að allir mestu at- burðir sem gerzt hefðu á þess- arj öid væru tengdir nafni hans, Forystugrein Pravda fjallaði um Lenín og kenningar hans. sem sovézkj kommúnistaflokkurinn hefði að leiðarljósi. Háskólafyrir- lestur á morgun Dr. Christen Jonassen. prófess- or frá ríkisháskóla Ohioríkis í Colttmbia flytur fyrirlestur við Háskóla íslands um félagsfræði- legt efni n.k. miðvikudag kl. 5.30 í I. kennslustofu, Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Er fjölskyldan úreit fyrirbæri?" öllum er heimill að- gangur Prófessor Jonassen erafnorsku bergi brotinn. Hann er kunnur fræðimaður í fræðigrein sinni og kennir þetta háskólaár sem gestur við Oslóarháskóla. Hann dvelst hér á landi með styrk frá FuUbright-stofnuninni. SST® ÚTFÖR Margrétar Bárðarclóttur, Maríu Jónsdóttur, flusrfreviu, Jóns Jónssonar, flugstjóra, Ólafs Þ. Zoega, fluermanns og Inga G. Lárussonar, fluffleiÓsöErumanns sem létu lífið, er flugvélin ,.HRÍMFAXI“ fórst við Osló á páskadag, .14 apríl. verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykiavík miðvikudaginn 24. apríl klukkan 1'30 eft- ir hádegi. Aðstandendum og nánustu vinum Hinna látnu eru ætluð sæti í Dómkirkiunni en útvarpað verður frá athöfninni i FnkirVi. unni fyrir aðra, sem óska eft.ir að vera \nð staddir, auk þess sem útvarpað verður í Ríkisútvarpinu. Fyrir hönd aðstandenda FLUGFÉLAG ÍSLANDS h.f. í ! : I V í t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.