Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctffefandl: Sameimngarflokkur aiþýðu — Sósíaiistafiokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðbjófsson. Ritstjó'-r> -‘—auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65 6 mánuði íslandsmet í höftum T^að hlýtur að vera bagalegt hversu minnisleysi * sækir á stjórnarblöðin og virðist jafnvel kom- ið á það stig nú í kosningahlýjunni, að þar er varla drepið á nokkurt mál án þess að um leið séu löðr- ungar réttir að þeim sem hrósa átti og þeir beinlínis hafðir að háði og spotti! Þannig fór Vísi sem oftar í fyrradag, en þá stóðu reyndar þar í leiðara þessar spaugilegu setningar: „Hver er það sem ekki man tíma biðraðanna, skömmtun- arseðlanna, svarta markaðsins og tómra verzl- ana? Á þeim tíma var hið eysteinska fjármála- speki við völd í landinu.“ Ckyldi enginn af núverandi ráðherrum Sjálfstæð- ^ isflokksins og Alþýðuflokksins finna til þegar hann fær þennan löðrung? Ekki eru allir orðnir svo sljóir þó Vísir sé orðinn það að þeir minnis't' ekki hvaða flokkar fóru með völd á þeim áirum sem mest einkennast af biðröðum, skömmt- un. svarta markaði og hvers konar höftum. Að vísu fékk eysteinska fjármálaspekin þar að njóta sín, en hinu skyldi ekki gleymt að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn voru annaðhvort báðir eða annar við völd ásamt Framsókiiarflokkn- um, svo fjármálaspeki og þjóðmálaspeki þeirra flökka kom þar engu, siður .til fram.k-ygGroda. JTnd- ir stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins bg Framsóknar voru sett lögin um fjárhagsráð, óvin- sælusíu haftastofnun sem sett hefur verið á lagg- imar á íslandi, og sagt var að hefði alla ókosti skipulagningar en enga kosti hennar. Sjálfstæð- isflokkurinn lagði þeirri stofnun til einn aðalfor- ystumann flökksins sem valdamikinn formann. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins hefur verið mes'ta ófrelsi 1 verzlun- armálum og framkvæmdum sem þekkzt hefur á íslandi í áratugi. Undir ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins voru menn hér í Reykjavík settir í tukthús fyrir að steypa garð- spotta við lóð sína vegna þess að það stríddi á móti „bönnum“ þríflokkanna. Þá á’tti fjöldi manna í Vestmannaeyjum fangelsun yfirvofandi fyrir þær sakir að byggja sér íbúðarhús, vegna þess að það mátti ekki samkvæmt bánni og höftum Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknar. Það varðaði við lög og höff Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknar ef menn höfðu risið á smáhúsum svolítið hærra en þessir flokkar vildu vera láta! Eigi að leita í sögu síðari ára að haftaflokkum og bannflokkum,- þá er enginn efi að þar á Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Alþýðuflokkn- um íslandsmet, fjárhagsráðsflokkarnir. Og þessir flokkar hafa ásamt Framsóknarflokknum áratug- um saman beint verzlun og gróðamöguleikum til gæðinga sinna gegnum höft sín og bönn. Og stjómarflokkarnir hafa óspart haldið áfram að hygla auðvaldi og braskaralýð landsins með mis- beitingu löggjafar- og ríkisvalds á nýliðnu kjör- tímabili þó aðferðirnar séu aðrar. En að nefna höft og bönn í málgögnum flokks sem fulla ábyrgð ber á fjárhagsráði sáluga og „helmingaskiptum“ í- halds og Framsóknar í annan tíma, er sannarlega að nefna snöru í hengds manns húsi. — s. ÞlðÐVILIINN Laugardagur ll. maí 1963 Dr. Benjamín svarar dr. Bjarna Dr. Ben jamín Eiríksson bankastjóri hefur sent Þjóð- viljanum eftirfarandi: Kœri ritstjóri! Erindi mitt við yður er að biðja yður að birta nokkrar athugasemdir við bréf Dr. med. Bjarna Jónssonar til yðar. Mér bárust tvö blöð sama daginn, Þjóðviljinn og New York Times, með grein- um sem vikja að rómversk- katólsku kirkjunni. Ég reyni að vera stuttorður. Erindi mitt um Skálholt hefur nú birzt sérprentað. Engum, sem les það, getur dulizt að tilgangurinn með því að víkja að fjármálum trúboðsins er eingöngu sá að sýna fram á velvild og umburðarlyndi hinna íslenzku mótmælenda gagnvart starf- semi trúboðsins, en ekki sá að gagnrýna þá framkomu, né að halda því fram að spítali þessi sé rekinn i ábata- skyni. Dr. Bjami segir ósatt. í erindinu er tvennt gagn- rýnt: fáfræði margra landa minna í sögu þjóðar sinnar og kirkju og svo ósæmandi framkoma trúboðsins gagn- vart þjóðlegum verðmætum okkar í skjóli velvildar þeirrar. sem því hefur verið sýnd. Sú velvild er sérstaklega áberandi þegar tillit er tekið til hlut- skiptis trúboðs mótmælenda i katólskum löndum. Dr. Bjami takmarkar bréf sitt við tvennt; fómfúst starf St Jósefs-systra og fjárhags- legt gildi þess fyrir þjóðina. Hvorttveggja er rétt mat, en þó langt frá þvi að vera ein- hlítt. Þegar Landakotsspítaii var reistur strax upp úr alda- mótunum hurfu Islendingar „frá því ráði að sinni” að byggja eigin spítala. Frásögn svipaðs eðlis er í ævisögu séra Árna Þópgrip^onar um spítalabygginguna í Stykkis- hólmi. Áhrif svona hjálpar eru því ekki alltaf aðeins góð. Bygging katólska spítalans dró úr framtaki Islendinga sjálfra. Nú á dögum vilja hinar van- þróuðu þjóðir helzt ekki svona hjálp. Og Norðurlanda- þjóðimar ætla að miða hjálp sína til þessara þjóða við þá afstöðu. Einu sinni hjálp- uðu Norðmenn og síðar Danir okkur tslendingum með því að taka að sér verzlun okkar. Afleiðingamar fyrir okkur urðu örlagaríkar. Það er mikill vandi að hjálpa öðrum svo vel fari. Mér er farið eins og Dr. Bjarna, ég dáist að þeim sem vinna mannúðarstörf eins og systumar gera. Sumir gera þetta af því að þeir elska guð. Aðrir gera þetta af því að þeir elska mennina. Enn aðrir gera þetta af því að þeir elska guð i manninum. og sá grundvöllur er víst erfiðastur. Eg held að systurnar myndu ekki vilja að starf þeirra væri kallað strit. Nákvæmur yfirlestur skrifa Dr. Bjarna sýnir, að hann full- yðir ekki að þjónusta spítal- ans sé eins góð og annarra spítala, þótt hann noti orðalag, sem í fyrstu virðist eiga að gefa það til kynna. En þessu máli hreyfði ég alls ekki í er- indi mínu. í Danmörk var rekstri katólskra spít- ala breytt um 1935, þannig að allir katólskir spítalar þar í landi eru síðan reknir á sama grundvelli og spítal- ar ríkis og sveitarfélaga, þar með talin öll þjónusta hjúkr- unarliðs og lækna. < 1 sambandi við bréf Dr. Bjarna datt mér í hug smá- saga, sem ég las fyrir stuttu. Hún er á þessa leið: Ind- verji nokkur kom þar sem menn voru að vinna. Hann spurði þann fyrsta hvað hann væri að gera. Bera grjót, svaraði hann. Annar svaraði sömu spumingu: Ég er að byggja hús. Hinn þriðji svar- aði: Ég er að byggja musteri. Við skulum segja að trú- biðið sé að byggja hús, Hverskonar hús? Dr. Bjami myndi svara á þá leið, að sér kæmi það ekki við, syst- umar eru góðar manneskjur. En annar kynni að spyrja: Er verið að byggja veggi eða múra, sem klúfa þjóðina, eða jafnvel andlegt fangelsi? Þýzka þjóðin skiptist i tvo ámóta stóra hópa: móttmæl- endur og katólikka. Munur á lifsskoðunum, mati á mann- inum og þjóðfélagsverðmætum, er þar ótrúlega mikill. Otkoman er sú að þjóðarleifð, sem Þjóð- verjar eiga sameiginlega, er oft hlutir, sem í okkar augxim eru hvað minnst gimilegir til eignar. Enda hafa Þjóðverjar nútímans ekki verið farsæl þjóð. Mér kemur trúboðið ekkert við, á þessa leið skrifar Dr. Bjami. En einhverjum kemur það við, sjálfsagt öðrum. En í þjóðfélagsmálum uppgötva menn fyrr • eða síðar hverjir eru aðrir, hverjir eru hinir. Viö erum ævinlega hinir Þessvegna þarf að athuga vand- lega hvaða hlutskipti hinum er ætlað, ekki síður en okkur. Hvar sem rómversk-katólska kirkjan er í greinilegum minni- hluta, stendur oftast einhver styr um hana. 1 erindi mínu veik ég að hinni trúarlegu hlið þessa máls. En fleira kemur til. Rómversk-katólska kirkjan hefir ævinlega pólitísk mark- mið. Hin rómversk-katólska klerkastétt sækir stöðugt eftir veraldlegu valdi, þótt hún hafi á seinustu tímum neyðst til að beygja sig fyrir staðreyndum, sem hún hefur ekki ráðið við. 1 áðurnefndu blaði New York Times er leiðari um kosn- ingarnar á Italíu. Blaðið spyr á þá leið, hvemig kommúnism- inn geti orðið svona sterkur i alkatólsksa landi. Þar sé stærsti kommúnistaflokkur í Vestur- Evrópu. Það svarar sjálft. Fram til ársins 1919 bannaði katólsk kirkian borgurunum að taka þátt í þingkosning- um. Þeir, Italirnir. hafa aldrei fengið tækifæri — sem þjóð — til að læra að skilja nútíma lýðræöi, segir blaðið. Fyrst kom fasisminn. síðan síðari heimsstyrjöldin. og nú efling kommúnismans. Þetta er upp- skeran. Dr. Bjarna finnst að trú sé einkamál hvers manns. Það ætti hún að vera. Én hún er það oft skeð, einHum þegar rómversk- katólska kjrkjan er annarsvegar. Á tímum kreppunnar miklu sagði talsverður hluti íslen2kra menntamanna hinu íslenzka þjóðfélagi og söfnuðum 'þéss upp trú og hollustu, ef ekki í orði þá í verki. Þar sem menntamennirnir leggja' ‘ að sjálfsögðu til meginhluta for- ystunnar í velferðarmálum bjóðarinnar, þá getur slík þró- un reynzt hættuleg og er und- ir öllum kringumstæðum óæski- leg. Gegn hugsanlegum óæski- tekningum þarf að vinna. Rétt mat á sögu og samtíð er því nauðsyn. Benjamin Eiríksson. Safn greina eftír Snæbjörn Jónsson Út er komin hjá Bókavcrzlun Sigfúsar Eymundssonar ný bók eftir Snæbjörn Jónsson. Ber hun heitið Vörður og vinarkveðjur og er úrval úr greinum Snæbjarnar. Hefur dr. Finnur Sigmundsson landsbókavörður valið efnið í samráði við höfund, en Tómas Guðmundsson, skáld, ritar for- mála. Alls eru 32 ritgerðir í bókinni og skiptast í tvo hluta. Nefnist hinn fyrri Vörður mcð fram veginum og er greinar ýmislegs efnis, svo sem um bókmenntir, bókaútgáfu og bókaverzlun o.fl. I Síðári ■ hlútanum'. Vinarkveðjur, enx minningargreinar um vmsa látna vini höfundarins. Aftan á kápu bókarinnar segir m,a.; „Til hennar (útgáfu bókar- innar) er öðru fremur stofnað í þakkar skyni við höfundinn fyrir þann skerf, sem hann hefur lagt til íslenzkrar bókagerðar og bók- menningar á langri ævi. En einnig mátti sín mikils nauðsyn þess, að almenningur fengi greið- ari aðgang en verið hefur að hin- um merku og margvíslegu rit- störfum Snæbjarnar Jónssonar. Þorri ritgerða hans er á víð og dreif í blöðum og tímaritum. En vegna þess hvers eðlis margar þessara ritgerða eru, hlýtur fyrir þeim að liggja að vera safnað í bækur. Fer vel á því að það starf sé hafið. meðan höfundarins nýtur ienn við.“ Bókin er 198 bls. að stærð. Hún er prentuð og bundin í Pi’entsmiðjunni Hólum. en Tóm- ás Tómasson hefur gert kápu- teikningu. YFIRLÝSING Reykjavík, 10.5 ’63. Hr. ritstjóri! Góðfúslega birtið eftirfarandi: I sambandi við málefni, sem ég hef ekki áhuga á að bland- ast í, birtið þér í blaði yðar i gær, fimmtudag 9. þ.m.. „upp- lýsingar" um hagi mína. eftir einhverjum. sem tilgreinir Sig- íði Guðjónsdóttur Þrastagötu i sem heimildarmann Þar sem „skýrsla" þessi ér mjög ranghermd. er óhugsandi. að sún sé gerð eftir ummæium Sigríðar, sem þekkir vel til minna haga. og er mér að aóðu einu kunn' Þökk fyrir birtinguna. Berghreinn Þorsteinssön. * I 17. skákin í einvígi Botvinniks Nú er hafjnn síðasti þriðj- ungur einvigis þeirra Bot- vjnniks og Petrosjans. Petrosjan hafði fyrir 17. skák þeirra nóð yfirburðum upp á eitt stig og Botvlnn- 'k varð að leika mjög ákveðið til að reyna að jafna þetta bil. Samt ?em áður valdi Bot- vinnik aðra aðferð og kom bar með áhorfendum mjög á óvart. Eftir rólega leikna byrjun var ekkert það á borðinu er boð'aði þau ósköp er í vsend- um voru. Það sem skeði var betta: i stað þess að gera stöðuna einfaldarj eftir venjulegum leiðum tók Bot- vinnik að flytja lið sitt af vamarlínum svarta kóngsins Beimsmeistarinn hefur að "kindum gerf ráð fyrir því að Petrosjan gæti ekki stillt =ig um að hefja' sókn þegar og Petrosjans hann hefði slíka yfjrburði á kóngsarmi. Og Petrosjan tók áskoruninni — minnugur þess sem stendur í klassísk- um fræðum: „Sá sem yfir- burði hefur er skyldur að gera áhlaup." Allir menn hvíts tóku sér ágætar upphafsstöður og síð- an var miðpeðinu skotið fram svo sem til merkis um að á- rásin skyldi hafin. Staða heimsmeistarans gerðist all uggvænleg — en það var einmitt það sem hann vildi — þvi hann vonaði að Petr- osjan tækjst ekki að ieika af nægilegri ákveðni hlut- verk árásarmannsins — en bví er hann lítt vanur. Urðu nú mikil tíðindi á borðinu og báðir keppinaut- arnir áttu tímaþröng yfir höfði sér. Á þessu stigi taflsins sýndu meistaramir frábæra leikni bæði í sókn og vörn. Að sumu leyti hafði Botvinnik haft rétt fyrjr sér — að bví kom að Petrosjan lét happ úr hendi sleppa, að heimsmei «tarinn fékk ^æki- færi til að valda keppinaut sínum áhyggjum. En það varði aðeins stutta stund. síð- an t°k Petrosjan aftur frum- kvæðið í sínar hendur og tókst að vjnna Peð —• sem Bótvinnik náði reyndar af honum aftur mjög fljótlega. Sem sagt — enn eitt jafn- tefli — það tólfta j þes'i einvígi. — En hvílíkt jaín tefli! ■• • . -1 --j -i; Nýlndversk vörn Petrosjan — Botvinnik 1 d4 Rf6, 2. c4 e6. 3. Rf' b6. 4. e3 Bb7, 5. a3 d5. 6. b4 dxc. 7. Bxc4 Be7, 8. Rbd° 0—0. 9. Hbl Rbd7. 10. 0—r Hb8, 11. b5 c5, 12. bxc Rxrf' 13. a4 Dc7. 14. Bb2 Db7 15 Hcl a6 Dc7, 14. Bb2 Db7, 15- axb, 18. Bd3 Hfc8, 19. e4 Rb6 20 De2 Ra4, 21. Bal Be8 22. Hxc8 Hxc8, 23. d5 Rh5 34. g3 Rc5, 25. Rd4 Rxd3. 26 Dxd3 Db6, 27. dxe fxe. 28 Hclý. 37. Kg2 g4, rl38. Be3 Hb7. 31. f3 Bxe4, 32. Dxe4 Dxe4, 33 fxe Bc5, 34. Hxb5 g5, 35. Kfl Bxd4. 36. Bxd4 Hclt, 37. Gg2 g4, 38. Be3 Hc2t, 39. Kgl Hc4 — jafntefli. Athueasemdir jDaviðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.