Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 5
Laugardagurinn 18. maí 1968 ÞIÖÐVILIINN SlÐA g Bæjakeppnin Reykjavík vann Akranes í fremur bragidaufum leik Bæjarkeppni í knatt- spyrnu milli Reykja- víkur og Akraness var háð í Reykjavík í fyrrakvöld. Lið Reykja- víkur sigraði 2:0 eftir bragðdaufan leik. Réyk.iavík: Gísli Þorkelsson, Hreiðar Arsaelsson KR, Bjarni Felixson. Ragnar Jónsson Fram, Jón Björgvinsson, Þrótti, Guð- jón Jónsson Fram, Ásgeir Sig- urðsson, Gunnar Guðmanns- son, Ellert Schram báðir úr KR, Jens Karlsson, Axel Ax- elsson báðir úr Þrótti. Akranes: Helgi Daníelsson, Þórður Árnason, Pétur Jó- hannsson, Tómas Runólfsson, Bogj Sigurðsson, Jón Leósson, Jón Ingi, Rikarður Jónsson, Jóhannes Þórðarson, Skúli Há- konarsson og Bjöm Lárusson. Vorleikir knattspyrnufélag- anna í Reykjavík hafa boðið uppá það góða knattspyrnu, þar sem baráttan skipar hærri sess en áður. að þessi leikur féll í skuggann fyrir þeim. 1 heild var hann bragðdaufur og vantaði mikið á það að hann gasti talizt skemmtilegur. Að vísu getur kuldinn hafa haft sín áhrif á getu manna, þannig að þeir hafi ekki leikið eins vel og þeir eru vanir. Er þar átt við leik Reykvíkinga. Það var þó jákvætt að Akra- nesliðið var nokkru betra en búizt var við, eftir úrslitum leikja þeirra í vor að dæma. Þó þeir séu ekki svipur hjá sjón frá glansdögum sínum, ættu þessir ungu menn sem þarna komu fram, að geta náð árangri ef þeir halda saman og æfa af krafti. Bakverðirnir Þórður og Pét- ur eru fljótir og sparkvissir. en þá vantar allt sem varðar skipulag, og hvenær á að hindra. Bogj og Jón Leósson voru beztu menn vamarinnar. Aldurinn virðist ekki enn vera farinn áberandi að hindra Helga Dan, og ekki er ólíklegt að hann nái enn toppnum í sumar. Hvorki Ingvar eða Þórður Jónsson voru með en þeir voru í fyrra driffjaðrir liðsins, og þá hefði framlínan þótt slök án þeirra. Samt var það svo að framlín- an ógnaði hvað eftir annað marki Reykjavíkur og var . Rikarður þar allvirkur, en hann gerir of mikið af því að halda knettinum í stað þess að gefa hann og leggja meira uppúr að stjórna liðinu. Útherjinn Jón Ingi lofar góðu . og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Jó- hannes Þórðarson gerði ýmis- legt laglega sem miðherji. Skagamenn gerðu töluverðar tilraunir til að leika saman. en margt af því var ekki sérlega •jákvætt. fyrir sóknina. en það er þó alltaf jákvætt að reyna að finna hvern annan. Og þeg- ar þeim áfanga er náð, að menn skilja að samvinnan er undirstöðuatriðið, lærist það smátt og smátt að gera sam- leikinn virkan. Skagamenn vantaði líka mikið hraða í leik sinn og meðan hann er ekki fyrir hendi virkar leikurinn heldur neikvæður. En þó Skagamenn hafi séð sinn fífil fegri, ætti þetta lið að geta bitið frá sér. ef það tekur hlutina alvarlega. Það var gamla sagan með Reykjavíkurliðið að leikur þess var meira og minna í molum. Það er eins og þeir skil.ii ekki að þeir eiga að vera eins og samleikið félagslið. og í þess- um leik skiluðu fæstir því, sem þeir eru vanir að gera með fé- lögum sínum. Það væri þá helzt Guðjón Jónsson, Jens Karlsson og Hreiðar Ársælsson. sem voru ekki langt frá sínu vanalega. Gangur Ieiksins. Reykjavík átti fyrsta tæki- færið, er Siggeir Sigurðsson var fyrir opnu marki en skotið misheppnaðist og fór framhjá. Rikharður átti litlu síðar gott skot sem Gísli varði. Á 17. mínútu sendir Gunnar Guðmannsson knöttinn til Jens, sem óhindraður komst innfyrir alla, með knöttinn, og þótt Helgi kæmi út var vonlaust fyrir hann að verja skot Jens, en þetta var eitt dæmið um skipulagsleysi Akraness í vörn- inni. Þrem mínútum síðar á Þórður hörkuskot, sem Gísli fær naumlega varið í horn. Átti Akranes um þetta leyti stöðuga sókn, þótt á móti vindi væri og var sem mark lægi í loftinu. Á 28. mínútu gera R- Víkingar áhlaup vinstra megin, og kemst Guðjón upp að enda- mörkum, og sendir knöttinn fyrir til Gunnars Guðmanns- sonar sem skoraði viðstöðulaust mjög laglega og óverjandi fyr- ir Helga 2:0. Skúli á einnig skot úr sæmi- legu færi, en framhjá. Á 34. mín. á Ellert góðan skalla af stuttu færi en Helgi varði. Það sem eftir var hálfleiksins gerð- ist lítið og oft um þóf og til- gangsleysi að ræða. Það sama var mestallan síðari hálfleik er Reykvíkingar léku móti vindi. Skot Rikarðar sem kom í þver- slá var það sem maður man úr hálfleiknum. annars var hann mjög viðburðasnauður. og þvælingslegur, þar sem hvorug- ur náði tökum á því sem þeir voru að gera. Dómari í leiknum var Hauk- ur Óskarsson, og dæmdi yfir- leitt vel, þó gerði hann sig sek- an um að stöðva leik begar lið hins brotlega hagnaðist á stöðvuninni. Áhorfendur voru allmargir. Frímann. Knattspyrnukvik- Snillingurinn Pelé með knöttinn Á morgun 19. maf, gengst Knattspyrnusamband íslands fyrir kvikmyndasýningu í Tjarnarbíó og hefst hún kl. 15.00. Þar gefst knattspyrnuunn- endum kostur á að sjá mynd frá heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu, sem háð var i Chile 1962, þætti úr Evrópubik- arkeppninni t.d Benfica og Barcelona og síðast en ekki sízt, meistaraliðið „Santos“ frá Brasilíu. f stuttu máli: Þarna koma fram öll sterkustu landslið heimsins, svo sem Brasilia, Tékkóslóvakía, Chile og Júgó- slavia ásamt sterkustu félags- liðum heimsins Evrópumeistur- unum Benfica og brasilísku meisturunum Santos. Knattspyrnustjörnur sem Pelé Garrincha og Didi frá Brasilíu og Soskis Jugóslav- neski markvörðurinn. sem tal- inn var beztur markvörður HM í Chile o.fl. o.fl. Þetta tækifæri má enginn, sem góðri knattspymu ann láta ónotað. Aðgöngumiðar verða afgreiddir í Tjamarbíó frá kl. 14.00 á morgun. Guöm. Ólafsson ln memoriam • Hcimsmeistaramót í borð- tennis var nýlega haldið í Prag í Tékkóslóvakíu og var þátttaka mikil. Á efri mynd- inni sést Matsuzaki frá Japan, en hún sigraði í einstaklings- keppni kvenna. Á neðri mynd- inni er Sjúan Tse-tung frá Kína, sigurvegari í karla- flokki. utan úr heimi Þegar ég frétti að Guð- mundur Ólafsson héfði hnig- ið niður suður á íþróttavelli, og ekki risið á fætur til þessa lífs aftur, varð mér að orði, að sennilega hefði hann sjálf- ur ekki fremur kosið annan stað en einmitt þann, ef hann hefði mátt ráða, hvenær hinzta förin yrði farin. íþróttunum hafði hann fórn- að miklu af starfsævi sinni. eða réttara sagt gefið þeim mikinn hluta af tómstundum sínum, og vwfalaust verður Guðmundar lengi minnzt fyr- ir afskipti hans af íþróttamál- um. Sérstaklega er það þó knattspyrnan sem tók hug hans allan, og um langt skeið var hann þiálfari KR. Þrátt fyrir það að hann gengi aldrei heill til skógar, náði hann undraverðum árangri í þjálf- un sinni. þannig að flokkar hans urðu mjög sigursælir. Kom þar til mikill áhugi fyr- ir knattspyrnunni, staðgóð þekking sem hann hafði aflað sér með lestri bóka og íhug- un um eðli kmattspyrmmn- ar. Hann hafði einnig þann persónuleika til að bera, að þeir ungu menn :em hann ieiðbeindi vildu hlusta á hann og vildu gera eins og hann bað um Þetta eru hinir góðu eiginleikar hins góða leið- beinanda og leiðtoga. Það er því ekki ofsagt að með starfi sínu fyrir KR hafi Guðmund- ur markað stór skref framá- við í þroska knattspymunnar hér á landi. Hinn góði árangur KR-inga undir leiðsögn Guðmundar varð til þess að önnur félog settu markið það hátt að tak- markið var að verða eins góð og piltar Guðmundar. Þannig varð hann til þess að lyfta undir aðra. og þá undjr knatt- spyrnuíþróttina um leið. Um skeið var Guðmundur formaður KR og reyndist þar hinn röggsami og áhugasami maður, og þurfti þó víða þar við að koma í svo stóru félagi. Hann áttj lengi sæti í Knatt- spyrnuráði Reykjavikur. og þá stundum sem formaður. Það má því segja að það sem varð- aði knattspyrnuna var honum ekki óviðkomandi. Ekki mun það fjarri lagi að kalla Guðmund einn af hinum „þrem stóru“ í KR. þar sem hann stendur við hlið þeirra Erlendar Ó Péturssonar og Kristjáns L. Gestssonar. Hér verður ekki skrifuð nein tæmandi grein um starf Guðmundar Ólafssonar fyrir íþróttahreyfinguna i landinu, það munu aðrir gera mér enn kunnugri. Aðeins verður þökk- uð samfylgdin og áhuginn fyr- Framhald á 3. síðu. nytt Fyrir skrúðgarða LUX-URSUS Plasthúðað stólnet NYTT * MEÐFRAM GANGSTÍGUM ☆ UMHVERFIS LÓÐIR * Tveir litir, gult og grænt * Má se’tja niður án staura * Þrjár hæðir 16“, 26“ og 36“ * Þarf aldrei að mála, ryðgar aldrei * SELT í METRATALI * Lítið í Málaragluggann í Bankastræti KORKIÐJAN h/f Skúlagötu 57 — Sími 23200. EVEREST TRADING C0MPANY Kynning á tannlœknatœkium og tannlœknavörum haldin í sýningarskálanum Kirkjustræti 10, dagana 18.—21. maí 1963. Opið daglega kl. 15.00—18.00. Upplýsingar einnig veittar á skriístofu vorri, Grófin 1, símar: 10090 & 10219.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.