Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 7
MÖÐVILJINN SfÐA 7 Laugardagurinn 18. mat 1963 - ■—— ■' ÞJÖÐLEIKHÚS IÐ: IL TROVATORE eftir GIUSEPPE VÉRDI Leikstjóri: Lars Runsten Hljómsveitarstjóri: Gerhard Guðmundur Guðjónsson (tenór) sem Manrico og Sigurveig Hjalte- stcd (mcssósópran) í Saga óperusýninga á landi hér er flestum ánægjulegri og geymir ýmsa minnisstæða sigra, en hvorki löng né fjölskrúðug að sama skapi: níu óperur á tólf árum. Söngleikir þessir eru næstum undantekningarlaust sóttir til Italíu síðustu aldar, en fremstur meistari hinnar suð- rænu þjóðar var Guiseppe Verdi. Að óreyndu mætti ætla að óperurnar ítölsku séu svo mikið yndi og eftirlæti is- lenzkra leikgesta að þeir kunni vart annað að meta, og verður þó að teljast til ólíkinda, og mun sannarlega tími til þess kominn að horfa í aðrar áttir, leita víðar til fanga. Þjóðleik- húsið hefur flutt þrjár af óperum Verdi og allar frá sama skeiði, það er öldinni miðri; þroskuðustu og ágæiustu verk- um hins víðfræga smábónda- sonar og ættjarðarvinar eigum við eflaust eftir að kynnast, þó síðar verði. „II trovatore'* er um margt skyld „Rigoletto", því róman- tíska æsilega verki sem færði tónskáldinu verulegan og verð- skuldaðan frama og var flutt fyrst söngleikja á Islandi, og er þó „Farandsöngvarinn" enn blóðreknara og skelfilegra efni; sagan gerist á Spáni á 15. öld, í Aragóníu og Biskayafjöllum. Leiknum lýkur í daunillu röku svartholi dauðadæmdra fanga: konur eru brenndar á báli og jafnvel saklausu barni fleygt í eldslogana; frelsishetjan unga, il trovatore, er leiddur á höggstokkinn og fóstra hans neydd til að horfa á aftökuna: unnusta hans aðalsmærin fagra drepur sig á eitri. Óslökkvandi hatur og skefjalaus grimmd ráða ríkjum, en einnig sú ást sem ekkert fær grandað nema dauðinn, sú heita sterka kennd sem átti hug tónskáldsins og hjarta. „II trovatore“ er reist á rómantískum sjónleik spánska skáldsins Garcia Gutiérrez, verki sem naut mikils álits á sínum tíma, en því miður reyndist höfundur textans alls ekki vandanum vaxinn. Leit- un mun að ruglingslegri óperu- texta, snauðari að röklegu sam- hengi og óskiljanlegri áheyr- endum, enda gerist vænn hluti sögunnar áður en leikurinn hefst; i annan stað eru sögu- hetjurnar markaðar skýrum dráttum. Þess er að vísu skylt að geta að forsaga þessi er skilmerkilega flutt í fyrsta atriði, en þar sem óperan er sungin á ítölsku kemur það okkur langflestum að engu haldi, og skal leikgestum þvi ráðlagt að lesa vandlega fyrir- fram þann útdrátt efnisins sem birtur er i leikskránni, þótt raunar sé þörfum styttri. Sumir láta sér vafalaust nægja að hlýða á þróttmikla og snjalla tónlist Verdi í ágætum með- förum söngvara og hljómsveit- ar, en óperur eru leikræn verk þrátt fyrir allt og eiga sér ekki tilverurétt nema atburðir og söguhctjur öðlist líf og liti á sviðinu. „II trovatore" leggur leikstjóra og söngvurum æmar skyldur á herðar. Ég er á engan hátt fær um að dæma eða lýsa tónlistinni t „II trovatore" — tónlist sem mörgum þótti of grófgerð og hrjúf fyrir hundrað og tíu ár- um og spáðu skömmu lífi og fárra heilla. en er þó gædd því seiðmagni. beirri sérstæðu Ijóð- rænu, ákafa og innri glóð að staðizt hefur alla storma fram á þennan dag þrátt fyrir auð- sæja galla textans. Það eru ekki aðeins fagrar aríur og víðfrægir kórsöngvar sem hrífa okkur og gleðja, síðasti þáttur- Schepelern inn allur er svo áhrifamikil og svipstór heild að á fáa sína líka í ítölskum óperum. Það er að sjálfsögðu engin goðgá að sækja reynda og hæfa listamenn til útlanda okkur til halds og trausts, og að þessu sinni eru leikstjórinn og sópr- ansöngkonan sænsk og hljóm- sveitarstjórinn danskur. AI- mennur leikgestur hlýtur þó að efast stórlega um knýjandi nauðsyn þessarar gestakomu, við eigum góðu heilli listamenn sem engu miður hefðu getað annazt hin vandasömu verk- efni. Vera má að þeir séu við annað bundnir, ég veit það ekki. Sízt mun það fjarri sanni að „II trovatore" hafi verið skop- stæld öðrum söngleikjum fram- ar og er tæpast undrunarefni, þvi valda sú háspenna, ofsaleg- ar ástríður, sálfræðilegar rök- leysur og margvíslegar ógnir sem gagnsýra leikinn og eru nútímamönnum lítt að skapi, geta valdið háðslegu brosi þeg- ar verst lætur. Sú staðreynd sýnist mjög ljós leikstjóranum unga, Lars Runsten frá óper- unni í Stokkhólmi, honum virð- ist standa nokkur beygur af hinu rómantíska melódrama, öfgum þess og hamsleysi, og gengur tíðast í þveröfuga átt, forðast af fremsta megni þau æsilegu átök og logandi kennd- ir sem einkenna leikinn — í höndum hans gerist flest með svo undarlegum virðuleika og sálarró að jafnvel verður ofur- lítið broslegt á stundum. Hóf- semi hans gengur öfgum næst að því ég fæ séð, sýningin er hvergi nærri eins áhrifamikil, litrík og magni þrungin og efni standa til. Ýmsar staðsetn- ingar hans eru líka næsta kyrr- stæðar eða' lítt viðfeldnar, og nægir að minna á limaburð Manrico í kofa tataranna. Kór- söngvamir frægu eru ekki heldur eins þróttmiklir og lif- andi og vænta mætti, jafnvel ekki söngurinn við steðjann, og hefur kórinn þó sjaldan eða aldrei verið samstilltari og jafnbetri en einmitt nú, bæði um framkomu og söng. Þá ger- ir leikstjórinn of lítið til þess að auðvelda áhorfendum réttan skilning þess sem gerist á svið- inu, hann sniðgengur um of þann stórbrotna, harmræna og litríka stil sem óperunni hæfir að mínu takmarkaða viti. Bún- aður sviðsins hefur ýmislegt til síns ágætis, en er ekki í öllu að mínu skapi; leiktjöldin verk Lárusar Ingólfssonar, en bún- ingamir flestir fengnir að láni í Svíþjóð og yfirleitt með á- gætum, og þeir sem heima eru gerðir i engu síðri. Atriðin eru ekki færri en átta og gerist hvert á sínum stað, en sviðs- myndir Lárusar sem að sjálf- sögðu eru gerðar að fyrirsögn leikstjórans fátæklegar um skör fram; þar er ef til vill um vafasaman spamað að ræða. Sviðsetning Runstens á eflaust að vera nýtízk i sniðum og á sér virðingarverðar og ófáar hliðstæður erlendis, en missir marks á þessum stað. Oft eru baktjöld ein látin nægja og þekja aðeins helming sviðsins. flest ekki tilkomumikil og lít- ið augnayndi; þó er jafnoft út af þeirri reglu brugðið og ekki um samræman stíl að ræða; og ekkert verður úr óhugnaði dýflisunnar í lokin. Vandvirkni og alúð hins sænska kunnáttu- manns lejmir sér hvergi, en þann dramatíska þrótt sem ó- perunni sæmir skortir oftar en skyldi. — Hlutur hljómsveitar- innar er ótvírætt glæsilegur sem fyrrum, og Gerhard Schep- elern stjómar henni af sönn- um myndugleik og lagni. en fylgir yfirleitt stefnu leikstjór- ans; samvinna hinna erlendu listamanna er með ágætum. Á söngvarana alla er ósvikin ánægja að hlýða, þeir eru sam- valdir og samtaka og kikna hvergi undir byrði vandasamra og stórbrotinna hlutverka. Fyrst skal minnast á gestinn sænska Ingeborg Kjellgren, hún hefur fallega en ekki mjög tilþrifamikla sópranrödd og beitir henni af gagngerðri þjálf- un og tækni hinnar reyndu listakonu; framgangan örugg og fáguð. Hún er gervileg og geðfeld í skartklæðum hinnar spönsku hefðarmeyjar, en ekki sú fegurðardís sem þrætueplinu Leonóru sæmir; hún túlkar djúpa ást hennar og harma af tilfinningu og einlægni, en sjálfan ástríðuþungann virðist skorta á sumum stöðum. Guðmundur Jónsson brást ekki trausti aðdáenda sinna. hann var mjög glæsilegur os virðulegur Luna greifi. sannur höfðingi frá endurfæðingar- tímanum og minnti á málverk eftir sjálfan Tizian; og bó ef til vill helzti öldurmannlegur á- sýndum. Mannvonzka. grimmd og hefndarþorsti hefur aldrei verið sérgrein hins mikilhæfa söngvara, og því ekki að neita að Guðmundur reyndist of stillilegur og geðfeldur í sjón s og raun. Hljómmikil, þýð og j falleg barýtonrödd hans er söm 5 við sig, en bezt lét honum að ! túlka hina jákvæðari eiginleika j hins heiptbráða fyirirmanns. bá j er hann snjallastur er greifinn ■ tjáir Leonóru heita ást sína, : syngur ariurnar frægu í öðr- i um þætti leiksins. Farandsöngvaranum sjálfum j er vel borgið í höndum tenórs- • ins Guðmundar Guðjónssonar, ; hann hefur enn þroskazt og : eflzt frá því við kynntumst j honum síðast, enda unnið sigra j erlendis, og minnir litt á fyrri j hlutverk sfn. Mest þótti mér ■ koma til ástarsöngva hans og i ágætrar þátttöku í dramatísk- i um tvfsöngvum hans og Leon- i óru og Azúenu í síðasta þætti. j Hins er ekki að dyljast að gervi ■ hans og búningur er stórlega ■ gallað, það hefði átt að vera i auðvelt að gera hinn geðfellda i söngvara að því glæsimenni og j hetju sem Manrico á að vera. j Snjöllust mannlýsing óper- j unnar er tatarakonan Azúena, : og í gervi hennar vann Sigur- j veig Hjaltested minnisverðan j og stóran sigur. Hún er gerð * hlutverki Azúcnu. óþarflega forynjuleg og fjör- gömul, en innfjálg leikræn túlkun hennar og þróttmikill blæbrigðaríkur söngur rataði til hjartans, hún var sú sem með sönnustum hætti lýsti hatri bví og ástríðuþunga sem í söng- leiknum býr; tilkomumikill leikur hennar og söngur í loka- bætti gleymist varla í bráð. Af öðrum söngvurum mæðir langmest á Jóni Sigurbjörns- syni, en hann er traustur og vasklegur Ferrandó í öllu, mað- ur mikilúðlegari og jáfnan1 crúr herra sínum. og flytur þýðing- armikla og langa aríu hans í upphafi leiksins af karl- mennsku og þrótti. Svala Níel- sen og Erlingur Vigfússon eru ungir og lítt reyndir söngv- arar sem mikils má af vsenta er stundir líða, og fóru vel með lítil hlutverk; loks ber að nefna hinn aðsópsmikla tatara Hjálmar Kjartansson og sendi- manninn Gunnar Einarsson. „H ti:ovatore“ er ekki galla- laus sýning, en á eftir að eign- ast ófáa vini; það sýndi al- mennur fögnuður leikgesta. Sérstæðan töfraheim Guiseppe Verdi munu þeir fúslega gista sem unna tónaseiði og fögrum söng. A. Hj. f átjándu skák sinni kepptu meistararnir hvor við annan í Ijst langvarandj stöðustríðs. Eftjr fjörutiu leiki var komin upp flók- in og allmannmörg staða og hafði heimsmeistarinn nokk- urt frumkvæði- Drottningargambítur Botvinnik — Petrosjan 1. d4 d5, 2. c4 e6, 3. Rc3 Be7, 4. cxd exd, 5. Bf4 c6. 6. e3 Bf5, 7. g4 Be6, 8. h3 Rf6. 9. Rf3 Rb-d7. 10. Bd3 Rb6, ll.Dc2 Rc4, 12. Kfl Rd6 13. Rd2 Ðc8, 14. Kg2 Rd7 5. f3 g6, 16. Ha-cl Rb6. 17 b3 Dd7, 18. Re2 Rd-c8, 19 a4 a5, 20. Bg3 Bd6. 21. Rf4 Re7, 22. Rfl h5. 23. Be2 h4 24.Bh2 g5, 25. Rd3 Dc7. 26. Dd2 Rd7, 27. Bgl Rg6. 28 Bh2 Re7. 29. Bdl b6, 30 Kgl f6, 31. e4 Bxh2t. 32. Göngu og Ijós- i myndatökuferð 1 á Vífilfell ' Æskulýðsráð Reykjavíkur og Farfugladeild Reykjavíkur efna til göngu- og ljósmyndatöku- ferðar n-k. sunnudag (19. maí). Lagt verður af stað frá Búnað- arfélagshúsinu við Lækjargötu kl. 10 f.h, og ekið i mynni Jó- sepsdals, en baðan verður gengið á Vífilfell og um nágrennið. Leiðbeint verður um meðferð myndavéla og myndatökur. Þátt- takendum er ráðlagt að vera vel búnir og hafa með sér nesti, en veit verður kókó á áningarstað. Unglingum sem verið hafa i ljós- myndaiðju á vegum æskulýðs- ráðs er sérstaklega bent á þessa ferð. Nánari upplýsingar verða veittar i síma 15937. Rithöfundar mót- mæla úthlutun Höfundarlauna Á fundi Rithöfundafélags Is- lands þ. 14. maí sl. var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur í Rithöf- undafélagi íslands lýsir ein- dregnum mótmælum sinum gagn nýlokinni úthlutun höf- undalauna og einkum því, hversu berlega hinir yngri og starfandi rithöfundar eru þar sniðgengn- ir. Fundurinn telur úthlutunar- ncfnd hafa brugöizt trúnaði sín- un> með því að lita fremur á stjórnmálalega afstöðu manna en ritstörf, og álítur það ekki síð- ur óviðurkvæmilegt hve nefnd- in virðist hafa hyglað venzla- mönnum sínum. svo sem út- hlutunarskráin sýnir“. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Rit.höfundafélag Islands mót- mælir gerðum úthlutunamefndar listamannalauna; samskonar á- lyktun var gerð á s.l. ári, og um langt skeið hefur verið almenn ó- ánægja innan félagsins með stgrf.... .nefndarinnar. enda mun það álit flestra sem þessum mál- um eru kunnugastir, að gagn- gerðra breytinga sé þörf á fyrir- komulagi úthlutunar listamanna- launa af almennu fé. Engin lausn á Kasmírmálinu NÝJU DELHI 16/5 — Samn- ingatilraunir stjórna Indlands og Pakistans um lausn Kasmír- málsins fóru algerlega út um þúfur og er nú enn minnj von til þess að nokkur lausn fáist á þvi máli. en áður en þær hófust. Dxh2 Dxh2t, 33. Hxh2 Hd8, I 34. Kf2 Kf7. 35. Ke3 Hh-e8. i 36. Hd2 Kg7, 37. Kf2 dxe, j 38. fxe Rf8, 39. Rel Rf-g6, 40. i Rg2 Hd7 — Hér fór skákin j i bið. Þegar síðan var leikið til j úrsljta lék Botvinnik ekki j ejns vel og þurft hefði og j gafst upp í 62. lejk 41. Bc2 Bf7. 42. Rfe3 c5, 5 43. d5 Re5. 44. Hfl Bg6. 45. j Kel Rc8 46. Hd-f2 Hf7. 47. • Kd2 Rd6. 48. Rf5t Bxf5. 49. I exf c4, 50. Hbl b5. 51 b4 j c3t 52 Kxc.3 Hc7t. 53 Kd2 ■ Re-c4t. 54. Kdl Ra3. 55. j Hb2 Rd-c4. 56 Ha2 axb 57. j axb Rxb5, 58. Ha6 Rc3t. 59. j Kcl Rxd5. 60 Ra4 He-c8. i 61. Rel Rf4. Hvítur gafst upp og þar ■ með hafði Petrosjan hlotið 5 10 vinninga gegn 8 vinning- i um andstæðingsins. Ingeborg Kjellgren (sópran) í hlutverkii Leónóru. 18. SKÁKIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.