Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 6
g SfÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagurinn 18. maí 1963 Þjónar Hitíers sem sluppu Myndin hér að ofan er frá ósköp venjulegri götu í Vestur- Berlín, Dannevvitzstrasse, og húsið sem sést á myndinni er númer 35. f»ar yfir dyrunum er skilti með firmanafninu H. Kori, en það fyrirtæki framleiðir tæki til lofthitunar. Ekki er annað að sjá en þetta sé venjulegt fyrirtæki í alla staði og hvers vegna er þá verið að birta þessa mynd? I>að er vegna þess að árið 1943 var þessu saina fyrirtæki falið að smíða líkbrennsluofna fyrir útrýmingarbúðir nazista, stóð við alla gerða samninga og eigendur þess græddu á tá og fingri. Enn í dag hafa þeir ekki verið sakfelldir fyrir þá þokkalegu iðju. Kynþáttamisrétti í Oslo Enginn vildi hafa svartan leigjanda Kynbáttamisrctti á Noröur- Iöndum, flestir munu halda að um slíkt sé ekki að ræða. En því miður, það hefur sannazt að ýmis gistihús í Kaupmanna- höfn úthýsa lituðu fólki ok í Svíþjóð hefur orðið vart við Gyðingaofsóknir. Nú hefur norska blaðið Dagbladet kann- að ástandlð í Oslo og komizt að því að svartir sendiráðsstarfs- menn eiga erfitt með að fá húsaskjól. Svörtum úthýst —- Að undanfömu hefur lit- uðum sendiráðsmönnum hvað eftir annað verið úthýst hér í Oslo, segir blaðið. Ástasðan er ekki sú að menn vilji ekki hafa svertingja í húsinu, langt frá því. En leigusalinn uppgötvar skyndilega að íbúðin er þegar leigð öðrum er hann kemst að því að væntanlegur leigjandi er ekki hvítur á hörund. Blaðið kveðst hafa rannsakað . ..... ....——....... . < Eldflaugaskot yfir Kyrrahafið Sovétríkin hafa boðað að þau muni á tímabilinu frá 15. maí til 15. júlí gera nýjar tilraunir með aldflaugar sem skotið verður í mark á Kyrrahafi. Skotmarkið verður í hitabelt- inu og skip og flugvélar hafa verið vöruð við að fara um svæðið þennan tíma. Eldflauga- tilraunir Sovétríkjanna yfir Kyrrahafi hafa jafnan áður orðið undanfari nýrra geim- skota þeirra. fjögur dæmi um þeldökka sendiráðsmenn sem leituðu eft- ir húsnæði og í tveim tilvikum hafi sendiráðsmaðurinn átt í miklum erfiðleikum. Um annan þejrra segir blaðið: Þeldökkur sendiráðsmaður kom til landsins og viðkomandi sendiráð auglýsti eftir húsnæði handa honum. Auðvelt er að fá svör við slíkum auglýsingum. Leigusalamir vita að sendi- ráðsmenn borga vel, að þeir eru á höttunum eftir íbúð með húsgögnum sem leigusalinn getur reiknað sér himinhátt gjald fyrir. „íbúðin þegar leigð“ Svörin streymdu inn. Sendi- ráðsmennirnir héldu af stað til að skoða íbúðirnar. Á fyrsta staðnum opnar húseigandinn dyrnar, en um leið og hann uppgötvar að væntanlegur leigjandi er ekki hvítur segir hann: „Því miður, íbúðin hef- ur þegar verið leigð“. Sendiráðsmaðurinn reyndi víðar fyrir sér og fékk alls staðar þau svör að íbúðin hefði þegar verið leigð. Og þau svör komu eftir að húseiganddinn hafði komizt að því að sendi- ráðsmaðurinn var ekki hvítur. Að lokum varð sendiráðið að koma starfsmanninum fyrir á gistihúsi. Dagbladet kveðst segja þessa sögu til þess að sýna lands- mönnum fram á að þeir séu ekki eins fordómalausir í kyn- þáttamálum og þeir vilja vera láta. Þeir eru fyrstir tii að mótmæla kynþáttamisrétti í út- löndum en ættu einnig að líta í eigin barm. Furðulegar upplýsingar við réttarrannsókn út af slysinu Var bandaríski kjarnorkukafbáturinn Jhresher' hriplekur manndrápsbolli? Réttarrannsókn hefur farið fram út af hvarfi banda- ríska kjamorkukafbátsins „Threshers“ í djúp Atlanz- hafsins og virðist af þeim upplýsingum sem komu fram við rannsókhina sem ekki hafi allt verið með felldu við hvarf kafbátsins. Af þeim má ætla að skipið hafi alls ekki verið haffært þegar það fór f sína síðustu ferð, heldur hafi það verið sannkölluð manndrápsfleyta, þótt það hafi verið talið einn fullkomnasti kafbátur sem Bandaríkjamenn hafa smíðað. Bandaríska vikublaðið „News- week“ segir þannig að eftir viku yfirheyrslur hafi rétturinn „fengið ærið um að hugsa, þ.á.m. óhugnanlegar sannanir um að vélar kafbátsins hafi verið í stöðugu ólagi.“ ------------ —■ ..- --. < Stálu og drukku brennivín fyrir hálfa milljén Þrjátíu og fimm ungir Kaup- mannahafnarbúar synir efnaðra foreldra og sumir hverjir há- skólastúdentar, hafa verið handteknir og sakaðir um stór- felldan þjófnað: Þeir höfðu framið fjölda innbrota og ein- göngu stolið brennivíni. Verð- mæti drykkjarfanganna er tal- ið hafa numið uppundir 100.000 krónum dönskum eða um hálfri milljón íslenzkra. Áfengið drukku þeir með vinkonum sínum í svallveizlum sem þeir héldu í sumarbústöðum for- eldra sinna. Flestir höfðu ung- lingamir bíla til umráða, ann- aðhvort sína eigin eða þá feðr- anna, og auðveldaði það þeim náttúrulega að fara þessa leið til að svala þorsta sínum. Bilaður vatnslokl Meðal vitna voru tveir skip- verjar af „Thresher" sem urðu eftir í landi þegar hann fór sína síðustu ferð, McCoole og DeStefano. Þeir skýrðu báðir frá því að vatnsloki á stjórn- borða skipsins, sem hleypt var um miklu magni af sjó, einkum í kælikerfi kafbátsins, hefði alltaf verið í einhverju ólagi. Ef slíkur vatnsloki bilaði veru- lega, mætti búast við því að kafbáturinn fylltist af sjó. Viðgerð fór fram á þessum vatnsloka seint í marz, en að sögn vitnanna hafði fyrsti vél- stjóri kafbátsins þó þungar á- hyggjur af honum allt fram á kvöldið áður en hann lét úr höfn. Stjórnkerfið verkaði þveröfugt Enn óhugnanlegri var sá framburður McCoone, sem hafði verið fyrsti rafvirki báts- ins, að komið hefði í ljós þegar tæki hans voru reynd við bryggju í marz s.l. að „20 pró- sent af lokunum í vökva- þrýstikerfinu hefðu verið sett- ir öfugir í“. Af þessu leiddi að mikill hluti af stjórnkerfi kaf- bátsins vann alveg öfugt við það sem ætlazt var til. Ef þannig var ýtt á hnapp þann sem ætlaður var til að skjóta sjónpípunni upp, þá fór hún niður. Ekki var þess getið hvort sama átti við þá hnappa sem stjórnuðu margþættum vopnabúnaði kafbátsins. Bilaðir háþrýstiloftlokar McCoole skýrði ráttinum fré því að „loft hefði stöðugt lek- ið meðfram háþrýstiloftlokum" kafbátsins, en það gat meðal Tugir manna hafa látið Iífið í New York undanfarið af völd- um tréspíraeitrunar og margir liggja í sjúkrahúsum hins al- ræmda drykkjumannahverfis, The Bowery, og er fæstum hug- að líf. Á hverjum degi undanfarið hafa menn verið lagðir inn i sjúkahús hverfisins með öll ein- kenni tréspíraeitrunar og er svo komið að sjúkrahúsin geta vart annað fleiri sjúklingum. Hátalarabílar lögreglunnar hafa ekið um götur hverfisins og varað íbúana við að leggja sér neitt til munns nema ganga örugglega úr skugga um það áður, að ekki sé um eitur að ræða. Þessar aðvaranir höfðu þó lítil áhrif á hina mýmörgu drykkjusjúklinga sem hafast við í hverfinu og hver af öðrum fannst ráfandi blindur um göt- urnar þar til hann féll í öng- vit, en tréspíritus blindar flest fólk sem hann drepur ekki. Fyrir nokkrum árum. árið 1958; létust 25 menn í New York af tréspíraeitrun. Þeir höfðu drukkið tréspíritus sem stoljð. hafði .veriö- úr efnaverk- smiðju í New Jersey. 1 þetta sinn mun tréspírinn annars leitt til þess að loft- þrýstingurinn væri ekki nægur til að dæla út vatni úr kjöl- festugeymum hans til þess að kafbáturinn gæti kafað. Skömmu áður en síðast spurðist til „Threshers”, var einmitt verið að reyna að dæla vatni úr kjölfestugeymunum. Þarna kann að vera skýringin á þvi hvemig fór. stafa frá Spáni. Bandarísk stjómarvöld hafa upplýst að 105 kassar af spænsku brenni- víni („brandy") sem var bland- að tréspíritus hafi verið seldir í New York og nágrenni. Brandy þetta er framleitt og sent á markaðinn af Bodegas Vinicola Gallega í bænum Vigo. Tuttugu og tveir Spán- verjar létust fyrir skömmu eftir að hafa drukkið eitur- brugg þessa sama fyrirtækis. Etrúskar, ekki Fönikíumenn Franskur fornleifafræðingur, Henri Ralland, hefur birt nið- urstöður af rannsóknum sem hófust í Saint-Blaise árið 1935, en þær hafa leitt í ljós að ekki er fótur fyrir sögnum um að það hafi verið Fönikíumenn og afkomendur þeirra, Karþagó- menn, sem stofnað hafi verzl- unarstaði á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, áður en Marseille var stofnuð. Það voru Etrúskar, hin furðulega og leyndardóms- fulla þjóð, sem þar voru að verki, segir Rolland. Tréspíritus verður tugum manna að bana í New York FUNKIS2 EP. KJÖRSETT ÞEIRRA SEM VILJA VANDÁÐ OG NÝTÍZKULEGT SÓFASETT 4 5 etía sæfa söfi HÍBÝLAPRYÐI Hallarmúla ÁKLÆÐI EFT= IR VALI. híbylapryði HEFUR ÖLL HUSGÖGN I NYJU IBUÐINA. SlMI 38177

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.