Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. maí 1963 r^ 28. árgangur — 111. tölublað. Vandræðaleg tílraun tíl að hjálpa sendiráðinu tíl að komast að því hvar Þjóðv. hafí náð n/ósnuplöggunum Einn njósnara bandaríska sendiráðsins gefur sigfram í gær gerðust þau tíðindi að Vísir birti yfir- lýsingu frá manni nokkrum, Ásgeiri Magnússyni, og kveðst hann hafa skrifað þær handskrifuðu njósnaskýrslur sem myndir hafa birzt af hér í blaðinu að undanförnu. Kveðst hann hafa skrifað njósnaskýrslurnar sér „til dundurs og minnis" og hafi þeim verið sfolið frá sér en aldrei komizt til bandaríska sendiráðsins! Asgeir Magnússon sem kveðst hafa skrifað njósaskýrslur sér til „dundurs og minnis". (---------------------------------------------- Lampanum úthlutað Félag íslenzkra leikdómenda efnir til hátíðar í Þjóðleikhús- kjallaranum annað kvöld, mánu- dagskvöld. Verður þá Silfur- lampinn afhentur þeim leikara, sem beztan leik hefur sýnt á liðnum vetri að áliti leikdóm- enda. Karl Guðmundsson mun skemmta, og eftir borðhald verður stiginn dans. Samkoman hefst kl. 7.30. Leiklistarunnend- ur eru hvattir tii að mæta. Síðari hluti af játningu mannsins er uppspuni; gögn þau sem Þjóðviljinn hefur undir höndum eru komin beint frá sendiráðinu, eftir að par hafði verið unnið úr plöggunum. Enda hefur sendiráðið ekki borið við að mótmœla frásögnum Þjóð- viljans, og bæði Vísir og Morgunblaðið lýstu yfir því í upphafi að þarna væri um algerlega eðlilega starfsemi sendiráðsins að ræða. Þjóð- viljinn hefur þegar birt dæmi um plögg sem Ásgeir hefur viðurkennt að hafa aldrei augum litið, og fleiri dæmi um það eiga eftir að birtast hér í blaðinu. Vísir kynnir mann þann aem gefur sig upp sem njósnara um samborgara sína sér til „dund- urs og minnis" þannig að hann sé „Reykvíkingur um fertugt. Hann stundaði nám í deild ís- lenzkra fræða við Háskóla Is- lands og hefur fengizt við rit- störf og fræðistörf á undan- förnum árum". Einnig segir blaöið svo eftir Ásgeiri Magn- ússyni um bandaríska sendi- ráðið: „Hann hefði aldrei haft sam- band við neinn á þess vegum eða stigið þar fæti sínum inn fyrir dyr". Framhald á 2. síðu. NJÓSNASKÝRSLUM BANDÁRÍSKA SENDIRÁÐSINS í tilefni af jáfningu Ásgeirs Magnússonar birtist hér enn ei'tt sýnis- horn af skýrslu sem njósnadeild bandaríska sendiráðsins hafði til þess að vinna úr og færa inn á spjaldskrá. Skýrsl- an er í heild á þessa leið: Már Arsælsson, f. í Reykjavík 6. apríl 1929. For.hj. Anna Mar- grethe Ottósdóttir og Ársæll Sig- urðsson skrifstofumaður í „Borg- arfelli" og einn aðaleigandi þeirrar heildsölu, sem er til húsa í Hverfisgötu 26, Rvík. Albróðir Más er Hrafnkell Ársælsson nú á skrifstofunni hjá „Borgarfelli" (f. í Rvík 11. janúar 1938. Skýrsla um hann komin). Már, kona hans, börn, foreldr- ar og bróðir eiga öll heima á Nýlendugötu 13, Rvík, og þar er Már fœddur. Már var í I., II. og III. bekk Gagnfræðaskóla Reykvíkinga veturna 1943—1946. Þar tók hann gagnfræðapróf vorið 1945, og þar tók hann árspróf III. bekkjar vorið 1946 með II. eink- unn, 6,93. Hann sat IV. V. og VI. bekk stærðfræðideildar Menntaskólans í Rvík veturna 1946—1949. Þar varð hann stú- dent í stærðfræðideild 16. júní 1949 með I .einkunn. 7,57. Hann var innritaður í verk- fiæðideild Háskóla Islands vet- urinn 1949—1950. Að því búnu tók hann stunda nám í stærð- fræði við háskóla í Kaupmanna- höfn. Var hann þar við nám í þrjá vetur, eða svo, og tók hann þar lokapróf í stærðfræði um 1953. Síðustu 4—5 vetur hefur hann verið kennari í reikningi og stærðfræði (í vetur 40 tíma á viku) við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Rvík. Hann er kvæntur, og eiga þau hjónin 3 börn. Már er kommúnisti. Hann hefur verið i „Æskulýðsfylking- unni" í Rvík. Hann er f Sós- *n* f/*jýi**£*f** JfjfiT* /f#p*<Á> ***** Lo^, ^*wlc*v«^ */rfí\M /<£»«** J*»~*f /<£/*•* ^ ýínMu<A* **l /fa&fct^ yy£*/K ***%> u JZ,Jfc *% <¦*&* &c£4* fíi^JUf^^ utsU**. /f#J»/f*é< $~%> -*&•< jL^ Ý*ý*^£y^r^' *n^s*xf~fr /**> -Æte ^**» -^u^ /£U*Sl* jytð*%^A^4£4A>%s$ st* &n,/L ^Wh^ /Í5#~/#tff v^Cv^. j^k. ^Ww"^ y^ -*¦*$«* /^«*v /£»~X ® Z*4**^-** íalistafélagi Rvíkur. Kona Más heitir Lilja Krist- jánsdóttir. Hún er um 25 ára gömul. Hún er fædd á einhverj- um sveitabæ í Húnavatnssýslu. Þar var faðir hennar, bóndi, en er nú fyrir nokkrum árum flutt- ur til Rvíkur. Móðir hennar mun vera látin. Systkini Lilju eru a.m.k. þrjú. Hún á tvær systur, eitthvað yfir tvítugt að aldri, sem báðar eru ógiftar og heita mtSSA Sigurbjörg og Helga. Þær starfa að einhverju í Rvík. Bróðir þeirra heitir Páll Kristjánsson. Hann er rúmlega þrítugur. Hann er gjaldkeri hjá Alm. byggingafél h.f. Rvík. ÞRÖNG Á ÞINGI Þessi mynd er frá hinum glæsilega fundi Sósíalistafé- lags Reykjavíkur í Austurbæj- arbíói í fyrrakvöld og sýnir hún vel hve þéttskipað var í húsið. Setið var í hverju sæti og á göngum og fram við dyr stóðu eins margir og komusf, en þrátt fyrir það urðu marg- ir frá að hverfa, Á 4. s. blaðs- ins í dag birtist ræða Brynj. Bjarnasonar. (Ljósm. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.