Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 8
f 9 taugapdagurinn 18. mai 1963 1 ! ! I I i > I I I I I I I I * I i i BTUNDIN RITSTJÓRI: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Það er ekkert gaman að hrekkja... MÓÐVILJINN Laugardagurinn 18. maí 1963 NSesta kvöld, þegar Pési var sofnaður, læddist Tumi aftur að svefnherbergisglugg- anum hans. f þetta sinn hafði hatin meðferðis nokkur maurildi. Hann límdi maur- ildin á gluggakistuna, og gal- aði svo nokkrum sinnum eins og hani. Pési vaknaði við galið, og leit í kringum sig. Maurildin glóðu og glömp- uðu í gluggakistunni og gérðu það að verkum að al- bjart var herberginu. Pési var satt að segja dauðsyfj- aður, og gat varla trúað að það væri kominn dagur. Það hlaut þó að vera fyrst bjart var orðið og haninn byrjaður að gala. Hánn hoppaði fram úr rúminu og klæddi sig í flýti. Nú ætlaði hann að vera viss um að koma ekki of seint í vinn- una. Á leið sinni í vinnuna tók hann eftir því að göt- urnar voru auðar og tómar, ekki nokkur maður á ferli, Og það var líka óvenju dimmt. Og þegar hann kom að húsinu þar sem sauma- stoían var fann hann allar dyr læstar og tjöldin dreg- in fyrir gluggana. Pési barði nokkur þung högg á dymar. — Vakriaðu Frá lesendum WíW: 't /.i,:--u *inH- % fióis Jófi-Sdóttir t&WóVJ <} Ai VHCfLWmVf Myndirnar: Bamavagn og vegur er eftir Guðrúnu Hall- dórsdóttur, Kámesbraut 14 (5 ára). — Stelpur í teyjutvisti er eftir Rósu Jónsdóttur, 7 ára, Óðinsgötu 9. •& húsbóndi, það er kominn morgunn og þú ættir að vera búinn að opna fyrir löngu, hrópaði hann. f sama bili kom lögreglu- þjónninn í Putalandi þar að. Hvað gengur á hér? — spurði hann. Pési sagði honum að skraddarinn hefði víst sof- ið yfir sig, og hann væri að reyna að vekja hann. Lög- regluþjónninn skellihló. — Þú ert nú meiri kjáninn, veiztu ekki að klukkan er tólf á miðnætti? Það hefur einhver verið að gabba þig. Farðu strax heim að sofa. Pési varð skömmustu-legur þegar hann heyrði þetta, og flýtti sér heim. Þá kom hann auga á maurildin í glukkakistunni, og sá, að einhver var að leika sér að því að stríða honum. En Tuma þótti ekki nóg komið enn. Hann ætlaði að gera Pésa einn grikk ennþá. Þess vegna helmsótti hann hvern einasta mann í ná- grennjnu og mælti svo fyrir að næsta dag skyldu allir láta sem þelr þekktu ekki Pesa, hefðu aldrei á ævi sinni séð hann. Svo næsta morgun þegar Pési fór í vinnuna, og nú var alvöru- morgun og alvörusólskin, bauð hann góðan dag öllum sem hann mætti, en enginn tók kveð.iu hans. Hann mætti póstinum, þvottakonunni. járnsmiðnum og mörgum fleiri, en það fór allt á sömu leið. fólkið leit aðeins á hann, en þóttist ekki þekkja hann. — Þetta er skrítið. sagði Pési við sjálf- an sig, hvernig stendur á því að enginn þekkir mig lengur? Þegar hann kom irnn í saumastofuna og ætlaði að taka til við vinnu sína. sagði skraddarinn: — Fairðu út undir eins. ég þekki þig ekki. — En ég er hann Pési, sagði Pési vesældarlega. — Tóm vitleysa, hypjaðu þig út það bráðasta. sagði skraddarinn. Pési hrökklaðist út og reyndi að fá einhvern sem hann mætti til þess að tala við sig, en það var árang- urslaust. Aumingja Pési, honum datt ekki í hug að fólkið væri að stríða hon- um. Hann fór heim leiður í skapi. Þá sá hann bláókunnugan mann í garðinum sínum. (Þessi maður var frændi hans Tuma, en það hafði Pési auðvitað ekki hugmynd um.) — Hvað ert þú að gera í garðinum mínum? spurði Pési. — Garðinum þínum. seg- irðu, þetta er minn garður og mjtt hús. sagði maðurinn. — Það er ekki satt, ég á þennan garð og þetta hús, hrópaði Pési. — Vertu ekki með þessa vitleysu. Farðu í burtu héð- an, annars kalla ég á lög- regluna — sagði ókunni maðurinn. Nú var Pési orðinn svo ringlaður og þreyttur af öllu þessu mótlæti, að hon- um lá við gráti. Hann hljóp dálítinn spöl niður eftir göt- unni, og settist svo á húsa- tröppur, og hugsaði um allt. sem hafði hent hann nndan- farna daga. Það var eins og allir væru samtaka að kvelja hann á allan hátt. Og smátt og smátt fór hann að skilja að það er ekkert gam- an .að stríða og hrekkja. hann hafði bara ekki hugs- að út i það fyrr en hann varð fyrir því siálfur. Þegar hann sat þarna, þreyttur og dapur, heyrði hann fótatak nálgast, þar var þá Tumi kominn. — Sæil, Pésj minn. sagði hann. — Heldurðu að þú sért búinn að læra nóg? Svo sagði hann Pésa hvað allt fólkið í Putalandi væri orðið þreytt á hrekkjum hans og prakkarastrikum. og hefði þess vegna komið sér sam- an um að gefa honum ær- lega ráðningu. Pési varð svo glaður, þeg- ar hann heyrði að enginn hafði i rauninni viijað hon- um illt, heldur bara verið að kenna honum að bæta ráð sitt, að hann hét sjálfum sér þvi að leggja niður öll prakk- arastrik og hrekki. Og það loforð efndi hann. Upp frá þessu var hann alltaf vin- gjamlegur og hjálpsamur, og stríddi ekki nokkrum manni. íbúar Putalands fengu svo mikið dálæti á honum að næst þegar velja burfti land- stjóra, þá völdu þeir — hvern haldið þið? Auðvitað engan annan en hann Pésa! VORV/SUR I sumardýrð á himni háum, með hatt og skó úr sólargljá hver dagur nú á buxum bláum og blárri treyju gengur hjá. En hvernig nótt sig hefur tygjað, ég hygg þú munir spyrja fljótt, Ég get ei leyst úr þessu, því að um þennan tíma er engin nótt. Steingr. Thorsteinsson. AAyndasaga Afmælisgjöf handa drottningunni 1. Einu sinni fyrir löngu, Iöpgu var kóngur og dróttning í ríki sínu. Þau voru alltaf glöð og ánægð. Það var nú kannski ekkert undarlegt. því þau áttu alla hluti, sem hægt er að óska sér. 2. Samt sem áður kom að þvi að kóngurinn varð á- hyggjufullur. Það var skömmu fyrir afmælisdag drottningarinnar. Því hvað áttj hann að gefa konu sem átti allt? Kóngurinn gekk um gólf fram og aftur og hugsaði málið. Loksins datt honum í hug að láta smíða reglulega fallegt rúm handa drottningunni. Þessi saga gerðist nefnilega áður en nokkrum mannj hafði dottið í hug að smíða rúm til þess að sofa í. Jafnvel auðugustu menn. sem áttu stórar, skrautle'gar hallir. áttu eng- in rúm. 3. Kóngurinn lét kalla fyr- ir sig forsætisráðherrann, og Brúðuhús Allar litlar telpur langar að eiga dúkkuhús. Sumar eru svo heppnar að eiga eldrj bræður, sem geta smíðað fyrir þær dúkkuhús, og ein- staka telpur eru Hka lagnar að smíða. En nú er hægt að fá svo hentugt efni að jafn- vel drengir og stúlkur geta auðveldlega búið til úr því dúkkuhús eða hvaða bygg- ingu aðra sem vera skal. Þetta efni er hvítt einangr- unarplast. Það íæst í öllum byggingiarvöruverzlunum, og er mjög ódýrt. Bútur, sem er 1 meter á lengd og 60 cm é breidd, kostar ca. 15 til 20 krónur. ☆ ☆ ☆ Þetta efni er hægt að saga með lítilli sög, eða rista með beittum hníf Síðan getið þið notað mjög granna nagla eða bara Hmt stykkin sam- an. Hér eru tvær myndjr af dúkkuhúsum, sem þið getið haft til hliðsjónar. Það er ekki nauðsynlegt að skera úr fyrir gluggum. sennilega er betra að teikna þá með blýanti eða kannski tússlitum. — Það er betra að hafa hús- in ekki mjðg lítil. í næsta blaði fáið þið svo myndir af húsgögnum í dúkkuhúsið. ☆ ☆ ☆ Ath.: Einangrunarplastið er í mismunandi þykktum, í húsið er bezt að velja plötu sem er ca. 1 cm á þykkt. bað hann að láta smíða rúm Forsætisráðherrann gerði boð eftir yfir-hirðsmiðinum og bað hann að sjá um smíðina. Og yfirhirðsmiður- inn skipaði bezta smiðnum, sem hann hafði i þjónustu sinni að smíða fallegt rúm. það ætti að vera afmælis- gjöf handa drottningunni. Þá spurði smiðurinn húsbónda sinn: Hve stórt á rúmjð að vera? 4 Hve stórt á rúmið að vera? spurði yfir-smiðurinn forsætisráðherrann. Það er nú einmitt það, svaraði for sætjsráðherrann. og hentist af stað til þess að spyrja kóngjnn að þessu. Hvað á rúmið að vera stórt. yðar há. tign? sagði hann. spregnmó* ur af hlaupunum CFramhald' I i i ! ! * i ! I I I I I I \ I I I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.