Þjóðviljinn - 21.05.1963, Side 7

Þjóðviljinn - 21.05.1963, Side 7
Þriðjudagurinn 21. maí 1963 ---------—------------------— —..............—----------- ÞIÖÐVILIINN — ■ ............................—----------------- ■—----------------------------------SÍÐA ’J Tryggvi Emilsson, ritari Verkamannafélagsins Dagsbrúnar: Vinnuþrælkun gerír ulþýðu ófært uð lifu menninguríífi Þrátt fyrir mikla skólagöngu og margar opnar dyr til gagn- legs skólanáms, er þannig háttað þjóðfélagsaðstæðum að almenn fræðsiumál eða alþýðu- fræðsla er á hættulegum tíma- mótum og þegar ég hugleiði þau mál, leggst mér þungt á hjarta mín eigin fá- tækt, þar sem mennt og menning eru dýr orð og mér ofviða að bera þau á tungu. Og þó ég viti að uppsprettan sem er undirstraumur þeirra dýru orða, sé slegin úr bergi íslenzks vinnuarms, þá liggur sá mikli menningarforði í fjöl- breytilegum búnaði sem bók- mennta- og listamenn hafa gef- ið þjóðinni, utan dyra verka- mannsins að langmestu leyti. Að vísu kljúfa margir þrítugan hamarinn til þess að afla sér bóka og lesa þær, en skörin til þeirrar fræðslu er nú mjög kröpp, þar sem sjaldan eiga samieið mikil erfiðisvinna og ástundun góðra bóka eða list- skilningur, auk bess sem bóka- verð hefur nú skiiið laun verkamannsins langt að baki. Svo er sjálfvitað að við erfið lífsskilyrði liggur sú hætta á hvers manns hillu, að það sem léttvægt er sé frekar borið fyr- ir augu í þreytu og áhyggjum daglegs lífs. Og ekki brestur á aðsóp hverskyns órita. Alþýðufræðsla og þá helzt bóklestur hefur verið þjóðlæg' í landinu og stunduð við heimaarin, enda hafa bók- menntamenn og fræðimenn lát- ið mikið í té. þannig varð al- þýðufræðslan það menningar- bjarg sem þjóðin hefði reist hús sitt á og því varð hvergi neinn verulegur misbrestur í almennum viðbrögðum þegar vísindi og tækni tóku að ryðja sér til rúms. Þannig urðu fornar dyggðir þjóðmenningar að leiðarljósum nýsköpunar atvinnulífsins vegna þróaðrar sjálfsmenntun- ar. Og eins álít ég að nýjar dyggðir verkalýðsbaráttunnar fyrir bættum lífskjörum blátt áfram knýi menn til þess að afla sér fræðslu á fræðslu of- an, sem geri landsfólkið þekk- ingarhæft, svo takast megi að skapa hér réttlátt þjóðfélag. Ekki kann ég um list að ræða, en mjög sýnist mér að hún fylgi fast í kjölfar efna- hagsþróunar og það sem ferð- uglegast er dafni i umhverfi peningamanna og hverfi við þau mörk og beri því ekki í sjálfri sér kröfu til þjóðmenn- ingar. Það er þessi þróun sem verkalýðshreyfingin verður að sporna við að auðmönnunum takist, ýmist að smeygja peningakúnstinni inn í lista- verkin, eða loka það inni sem dýrmætast er. meðan almenn- ingur horfir í gaupnir sér og les þar rúnir ofþreytu og lifs- eyðingar. Erfiðismenn eiga að sjálf- sögðu örðugastan gang í því kapphlaupi sem sífellt er háð um peninga og gildi þeirra, en fjölmargir þeir sem léttari störfin vinna og með styttri vinnutíma hafa það lág laun að þau eru engum manni ávís- un til menningarlífs. Alþýðu- fræðsla verður því að hafa þann höfuðtilgang að gera menn sem hæfasta í lifsbarátt- unni við vinnúborðið og i starfsiðninni og sem ríkasta að þekkingu á sjálfu þjóðfélaginu. Útfrá því sjónarmiði sem ég drap hér á, hve öll list, allar góðar bókmenntir öll ferðalög og yfirleitt allt sem ljómar upp lífdagana, er dýrt í pen- ingaverði og tímafrekt og verð- ur því sérréttur peningafólks að miklu leyti, er alveg ófrá- víkjanleg þjóðfélagsnauðsyn að vinnandi fólk efli samtök sín og baráttu til þess að troðast ekki í svað þrælaómenningar í kapphlaupinu. Alþýðufólkið verður sjálft að leysa sinn vanda, þeir sem bera þreyttasta hönd að penna að loknum vinnudegi og eiga aðeins innhlaup í svefntímann til bóklesturs, verða að heyja baráttu fyrir almennri þekk- ingarsókn, sem launum og styttum vinnutíma. Hverjum einum verður þar þungt fyrir fæti og fer þar saman menn- ingarstaðan og efling verk- lýðssamtakanna. Nú vita allir að alþýðufóik leggur fram drjúgan skerf tii menningarmála með starfi sínu og lífserfiði og hefur þannig orkað á bókmcnningu og list- þroska, sem eiga þrátt fyrir allt tilveru sína í lífstengslum við vinnu og framleiðslu. öll barátta verkalýðssamtak- anna hefur beinzt að því að marka stefnuna til nýrrar þjóð- menningar, þar sem grunngerð hverrar kröíu, allra átaka og sigra hefur mótazt af fram- sóknarvilja fólksins til menn- ingarlegri lífsafkomu. En það hefur orðið og verður að berjast fyrir hverri réttar- bót við fólk. sem ræður rétt- laust yfir þeim uppsprettum sem öll lífsafkoma byggist á. Það er vinnandi fólk landsins sem skapar verðmætin og hegg- ur það bjarg menntunar og menningar. En þó vitað sé að alþýðufólk hefur með baráttu sinni lagt þjóðmenningunni hnoða í hönd, eru fræðslumál þeirra sem erfiða eins og gengið sé á upptíning að loknu löngu dagsverki. Slík fræðsla var, á meðan fáir voru menntaðir og þjóð- lífið hávaðalítið, mörgum nokk- uð fulinægjandi. 1 dag þarf meira til. Fjöldi fólks gengur nú veg mennta og sérnáms og sá hópur fer stækkandi, og er það sannarlega vel og í fullu samræmi við kröfur tímans. En verður ekki mörgum á að sleppa úr þættinum um þjóðfé- lagsvandamálin? Ekki veit ég það, en víst er að margt menntað fólk þykist verða að kaupa sér lífsstöðuna og það jafnvel með lífssannfæringunni sem menn þá annaðhvort fela i skónum sínum, eða taka þann kostinn að horfa bara í hring. En tæplega má það teljast sæmandi nokkrum sannmennt- uðum manni, þar sem slík af- staða er stuðningur við auð- valdsþjóðskipulag þar sem sí- fellt er hlaðið undir fáa ríka. En sem betur fer eiga ekki allir menntamenn sammerkt, margir þora enn að vera menn. En verkafólk verður vel að gæta að þessum hlutum, að taka ekki að elta mútuandann, en efla heldur baráttuþrekið, sem jafnframt eflir manndóms- kraft millistéttafólks og menntamanna og þjappar fólk- inu saman Verklýðssamtök- in mega hvergi slaka á kröfum sínum, sem eru undirstöðukröf- ur menningarþjóðfélags. Það verður að ieiða fólkið, mennt- að og ómenntað, hlið við hlið, útúr eyö'.mörk auðvaldshyggj- unnar og fylgja fast fram þeim höfuðsannindum að allir menn eigi fullan og jafnan rétt til lífsins gæða. Þetta er kjami málsins og ætti reyndar að liggja í augum uppi. Peningamennimir með öllum sínum fjölbrögðum eru enn drottnandi yfir hugum fólks og virðast hafa ráð svo margra í hendi sér. Og allar hugleiðingar um betra og bjart- ara mannlíf ber að sama brunni. Það cru samtök vinnandi inanna sem verður að efla. Og í dag liggja á borði kröfumar, kröfur verklýðssamtakanna sem allar stefna að menningar- legri lífsafkomu. Tekjurnar verða að hækka og vinnutiminn að styttast, næg hvíld og öryggisvitund verða að koma í stað vinnu- þrælkunar og óvissrar lífsaf- komu. Og það verður að höfða til þeirrar ábyrgðar sem hvíl- ir á hverjum einum vinnandi manni og til allra þeirra manna sem bera hin dýru orð mennt og menning sér á brjóstl. En öllu framar verða forystumenn verklýðssamtak- anna að nýta alla þá möguleika sem samtökin hafa yfir að ráða til þess að fræða menn um til- gang samtakanna. um baráttu- söguna, um nýmæli tækniþró- unarinnar, og að sýna fram á hvað til þarf að geta notið Tryggvi Emilsson. fagurra lista og góðra bók- mennta. I söu verklýðssamtakanna, sem að miklu ieyti liggur enn grafin við garða, er að finna hræringar daglega lífsins í framlögum fjölmargra áhuga- manna, sem lögðu baráttunni til allar sínar frístundir og lögðust aldrei á kodda andvara- leysis. Þar eru kröfurnar á hverjum tíma sem samtökin mótuðu og börðust fyrir til sig- urs. Áhrifin sem baráttan hef- ur haft á aiit þjóðlífið. Og i baráttusögunni er að finna lif- andi neista hugsjónarinnar fyr- ir jafnrétti allra manna. bar- áttuvissuna. Þessa sögu verður að skrá, vegna þeirra sem eiga að erfa þetta land og leiða hugsjónina fram til sigurs. En í beinu sambandi við menningarsókn alþýðufólks hljótum við að horfa á það raunhæft að í þvi mesta góð- Framhald á 10. síðu. Vestræningar Bragur sá, er hér birtist, er eftir norðfirzkan verkamann og hagyrðing, Valdimar Eyjólfsson. Bragurinn er ortur veturinn 1962, skömmu fyrir kosningahríðina fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar. Þessar vísur eru í fullu gildi enn í dag, og síðasta vísan er reyndar nokkurs konar eftirmáli með sérstakri hliðsjón af tilvonandi kosningum. í fullveldinu sjálfu við frelsi okkar glötum, þvi fyrirmyndir höfum við til vesturheima sótt. Það gengur svona öfugt hjá íhaldi og krötum, að allur verkdlýður þarf að strita dag og nótt. Og helminginn til Bretanna af landhelginni látum og lánum heilan skaga undir amerískan her, því veiðiþjófa brezka við meira en ísland mátum, og mikilvœga dýrtíð við sköpum okkur hér. Við landið okkar seljum og sjóiim 'okkar líka, og séktir upp við gefum að alveg nýjum sið, en það er okkar kostur að stjórn við höfum slíka, er stefnir öllu í sömu átt með erlend sjónarmið. Þótt tímakaupið lœkkað sé með lögum annað slagið, og lítil verði atvinna, það gerir ekkert til, við nefnilega gengum í Natóbandalagið, svo náttúrlega er passað þar, að okkur líði vel. Svo er líka ein blessun, sem það brœðralag oss veitir, sem búið er að lofsyngja einn og sérhvem dag, það sjálfstæði og forrœði af sjálfum okkur reytir hið svokállaða Evrópu efnahagsbandalag. Nú á okkur inn í þetta bandalag að binda og beðið er um herstöðvar, þá má ei segja nei. En við látum okkur síðan út í hrunadansinn hrinda, við hrekjumst undan bárum sem stjómlaust lítið fley, og til að geta móttekið hin margumtöluðu skeyti. sem milli heimsálfanna má skjóta í einum dúr, að hugsa um slíkt við leggjum ekki höfuð vor í bleyti, en herinn bjóðum velkominn sem innsta kopp í búr. Og þannig lagað sofandi að feiðgarósi fljótum, því flestir inni í kjörklefanum hugsa ekki neitt, en okkar réttu leiðtoga við þekkjum ei frá þrjótum. Já. það er einmitt það, sem til hins verra hefur leitt. Við eigum líka menn, sem undir þessu standa. íhaldið þeir styðja, já meira en hér um bil. Ef engir vœru kratar, þá yrðum við ekki í vanda. því auðvaldsskipulagið væri þá ei lengur til. Nú á að fara að kjósa til Alþingis hér bráðum, og ósannindavaðallinn vex um Rússlandsstjórn, og kratarnir og Framsókn eru fremstir þar í ráðum. þeir færa þurfa íhaldinv sína miklu fórn. Valdimar Eyjólfsson. Samsöngur Karla- kórs Reykjavíkur Karlakór Reykjavíkur hefur nú haldið fyrstu söngskemmt- un sína undir stjóm hins nýja söngstjóra Jóns S. Jóns- sonar. Undirritaður hlýddi á þá endurtekningu samsöngs- ins, sem fram fór í Austur- bæjarbíói föstudaginn 10. þ.m. Af því. sem var á fyrri hluta efnisskrárinnar, fór kór- inn einna bezt með sænska þjóðlagið „Och inte vill jag sörja” og „Líf” eftir söng- stjórann sjálfan, allgott lag og vel gert, að þvi er virðist við fyrstu áheyrn. Miður tók- ust lögin tvö eftir Orlandus Lassus. Þar skorti allmjög á nauðsynlegt jafnvægi og stíl- festu í flutningi. Kórinn fór og mjög vel með tvo andlega negrasöngva. Háfði söngstjórinn búið þá til flutni-ngs og tekizt vel. Til dæmis var mjög gott jafn- vægi í umskiptum veiks og sterks söngs. Næst komu svo nokkrir söngvar úr söngleiknum „Saga úr Vesturhverfi“ (West Side story) eftir Bandaríkjamann- inn Leonard Bernstein, og hafði Jón einnig hagrætt þeim fyrir kórinn, píanó og nokkur önnur hljóðfæri. Heldur er þetta léttvæg tónlist. nokkurs- konar dægurlög, en að vísu hinar betri tegundir i þeim flokki. Ógnarlega ódýrt er þó til að mynda lagið „America” og myndi varla talið samboð- ið frægum hljómsveitarstjóra annarsstaðar en í Bandaríkj- unum. Lágmarkið að tónlistar- gildi mun samt hafa verið síðasta lag efnisskrárinnar, „Seventy-six Trombones” eftir einhvem Meredith Willson, og var meira en óþarfi að endur- taka það. Hinir góðkunnu söngvarar Eygló Viktorsdóttir og Guð- mundur Jónsson voru kórnum til aðstoðar ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum, og var þar sérstaklega athyglisverður snjall leikur Guðjóns Páls- sonar, píanóleikara sem ekki mun áður hafa komið hér fram opinberlega. Sigurður Þórðarson tón- skáld lætur nú af stjóm Karlakórs Reykjavíkur eftir 36 ára starfssemi. Mun það allra manna mál, að á þessum óvenjulega langa kórstjómar- ferli hafi Sigurður innt af hendi mikið, gott og ávaxta- ríkt starf í þágu íslenzkra söngmála. og vill undirritaður grípa þetta tækifæri til að þakka honum og óska honum allra heilla á komandi árum, jafnframt þvf að nýi söng- stjórinn skal boðinn velkom- inn til starfsins. B. F. Tónleikar Sinfóníusveitarínnar Tónleikarnir hófust á For- leik í itölskum stíl í C-dúr eftir Schubert. Að þeim þætti loknum settjst austurríski píanóleikarinn Badúra-Skoda við hljóðfærið og lék af iist og snilli hinn fagra konsert Mozarts í B-dúr, K456. Eftir venjulegt tíu mínútna tón- leikahlé kom píanóleikarinn öðm sinni fram á sviðið og lék nú annan konsert. þessum harðla ólikan, eftJr Bela Bart- ók (nr. 3), en slíkt gerist ekki oft, að tveir konsertar séu fluttir á sömu tónleikunum. Listamaðurinn virtist engu síður heima í stíltegund þessa síðari konserts en hins fyrri. og var leikur hans í þessum tveim verkum fróðlegur sam- anburðar. Þó að Badúra-Skoda hafj ekki komið hingað til lands áður, mun hann ýmsum hlustendum hér kunnur af tónverkum, sem hann hefur lejkið á hljómplötur. Þetta er stðrlega snjali píanóleikari Lejkur hans, mjúkur og þ.iált en jafnframt svipmikill og á- hrifaríkur, og ber vitni um fyllstu kunnáttu og ósvikið tónljstargeð. Mistök eins og þau, sem fyrir komu á einum stað í kqnsertj Bartoks. geta alla hent og fyrirgefast fulikomlega listamanni, sem er svo ágætlega kunnáttu og kostum búinn sem Badúra- Skoda Raunar hafði hlust- andinn allan tímann að þessu atviki undanteknu, sérstaka tilfinningu þess. að pfanó- leikarinn væri einmitt búinn óvenjulegu öryggi og valdi vfir viðfangsefninu. Siðasta verkjð á efnis- skránni, „Capriccio Espagn- ol“ eftir Rússann Rimskí- Korsakov er ekkj veiga- mikið að efni og kemst hvergi til jafns við sum önnur verk þessa ágæta tónskáids, eins og t.d. „Sche- herazade”, en er eigi að síður áheyrilegt og vel samið, og hljómsveitin undir stjóm Williams Strjcklands gerði bví góð skil sem og öðrum nðfangsefnum tónleikanna « h tónlist

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.