Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Rannsóknin ¥»að var engin smáræðis kokhreysti þegar ríkis- * stjórnin komst svo að orði í yfirlýsingu sinni fyrir helgina: „Ríkisstjórnin 'telur að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja launþeg- um sem mestar kjarabætur, jafnframt því sem gildi krónunnar sé varðveitt og vöxtur þjóðarfram- leiðslunnar örvaður." Tilgangurinn með viðreisn- arstefnunni var þó einmitt sá að breyta skiptingu þjóðarteknanna launþegum í óhag og á því sviði hefur náðst mjög verulegur árangur. Aðferð rík- isstjórnarinnar hefur verið sú að skerða gildi krónunnar sí og æ, þannig að. kaupmá'ttur henn- ar er nú þriðjungi lægri en hann var í ársbyrjun 1960. Og því fer fjarri að ríkisstjórnin hafi örvað þjóðarframleiðsluna; hún hefur þvert á móti stöðvað framleiðsluna margsinnis með stefnu sinni; en árgæzkan hefur í staðinn komið mynd- arlega til liðs við þjóðina. jKað er því ærin ásíæða til að efast um heilindin þegar ríkisstjórnin býðst til þess í framhaldi af þvílíkri setningu að aðstoða launþega við að láta reikna út hversu mikla kauphækkun atvinnu- vegirnir geti borið. Engu að síður hafa alþýðu- samtökin ’tekið ríkisstjórnina á orðinu, enda eru það samtök launþega sem ævinlega hafa knúið á ríkisvaldið í þessu efni en fengið neikvæðar und- irtektir þar til nú. Þarf nú að leggja megináherzlu á það að athugun sú sem rætt er um verði bæði gagnger og fljó'tvirk. Það hefur háð öllum opin- berum umræðum um efnahagsmál að hér eru duldar ýmsar staðreyndir sem liggja á lausu í nágrannalöndunum, til að mynda um gróða ein- stakra fyrirtækja, enda hefur verðbólgan einatt verið notuð til að fela hinn raunverulega gróða. Þessi at'riði þarf að kanna til hlítar, en auk gróð- ans í þjóðfélaginu þarf rannsóknin einnig að fjalla um sóunina og stjórnleysið sem gleypa óhemju- legar fúlgur á ári hverju. Með skynsamlegri stjórn á þjóðarbúskapnum og aukinni hagkvæmni væri hægt að tryggja að mun meiri upphæðir kæmu í hlut launþega. Rannsóknin þarf þannig að verða næsta ýtarleg útfekt á þjóðarbúskap íslendinga. Tilboð ríkisstjómarinnar um slíka rannsókn er enn sem komið er almenns eðlis. Stjórnin þarf hins vegar ekki að ætla sér þá dul að hún geti látið sér nægja að mata alþýðusamtökin á tölum sem hagfræðingar hafa tínt til í þágu við- reisnarinnar. Eigi rannsóknin að koma að gagni verða verklýðssamtökin sjálf að gefa mælt fyrir um tilhögun hennar. Og því aðeins verða niður- stöður slíkrar rannsóknar grundvöllur raunveru- legra kjarabóta að ríkisstjórnin skuldbindi sig 'til þess að binda endi á verðbólguna, þannig að laun- þegar fái tryggingu fyrir því að samningar stand- ist stundinni lengur. — m. ÞJ6ÐVILHNN Miðvikudagur 19. júní ý9&3 Á þjódhátíðinni í Reykjavik 17. júní flutti Valdimar J. Lín- dal dómari í Kanada: ávarp þetta frá Vestur-lslendingum, sem hér fer á eftir: Heilir og sælir allir kærir Is- lendingar. Það er heiður fyrir Vestur- Islendinga, að hátíðanefndin skyldi bjóða þeim að taka þátt í hátíðahöldunum á þessum merkisdegi, og ég er nefndinni afar þakklátur fyrir að hún valdi mig til að flytja þetta ávarp. Það er auðvelt fyrir okkur i Kanada að meta þá frelsisbar- áttu, sem þjóðin háði, og það án þess að beita nokkurn tíma vopnavaldi, er lauk á þann far- sæla hátt, að árið 1944 varð Is- land óháð og fullvalda ríki. Það á vel við og sæmir þessum mikla viðburði í sögu Islands að hátíðahöld skuli haldin á þessum minningardegi. Þannig endurtekur þjóðin þakklæti sitt ár frá ári. Þótt ég hafi alið aldur í annarri heimsálfu finnst mér að á einkennilegan hátt ég sé kominn heim. fsland er mitt draumaland. Draumamir hafa verið mjög skýrir. næstum raunverulegir, og nú finnst mér að ég ætti að benda á sumt af því, sem mér hefur fundizt svo afar fagurt og göfugt í þessum drauma- heimi mínum. Svo er sjálfsagt að bæta við sumt af því aðdá- anlega, sem ég hefi séð með eigin augum þessa fáu daga síðan ég kom til íslands, Nú gæti ég bent á hinar fomu bókmenntir Islands, sem reyndust hinn andlegi fjársjóð- ur Islendinga um aldaraðir. En þær eru ekki það sem hefur mest vakið aðdáun mína. Svo gæti ég bent á,að þjóðin hef-^ ur varðveitt þennan foma fjár- sjóð og gert hann að dýrmætrj almenningseign, og hefur tek- izt, öld eftir öld, að bæta við þehnanwandlega arf. svo hægt er að segja að frá aldaöðli hafi menningar- og bókmenntasag- an varið órofin þróunarsaga. Það er afar markvert og hefur hrifið mig mikið. En það sem er undramcst er að þjóðinni heppnaðist þetta allt þrátt fyrir geysimikla og margvíslega örðugleika. Allt vjrðist hafa lagzt á eitt að gera þetta ómögulegt, jafn- vel eyða þjóðinni sjálfri. Hafís og snjóar; eldgos víða um land og hraun sem lagðist yfir blóm- legar byggðir; drepsóttir geys- uðu yfir fámenna þjóð; útlend einokun dró kjark og dáð úr þjóðinni; mjög oft hungursneyð, sem þetta hlaut að hafa í för með sér. En því meir, sem þrengdi að, því betur var barizt; því nær sem eyðileggingardrekinn dró, því fastar tók þjóðin saman höndum um að varðveita hina andlegu fjársjóði. Sagan ykkar er lifandi sönn- un þess að ykkar einkunnarorð eru „Sækjum ætíð fram“. Móðuharðindin voru varla gengin yfir, þegar ný gullöld íslenzkra bókmennta hefst, og er hún enn ekki liðin, langt frá því. Og nú, eftir heimsstrfðin, hafa naestum óskiljanlegar þjóðmegunarframfarir átt sér stað á íslandi; þar sér maður dugnað, áræði og tæknis-snilld. Þetta hefur verið mitt draumaland. Nú er ég staddur á Islandi og get horft í kring með minum eigin augum. . & . KIPAUrCiCRÐ ItlKISINS M.s. Herðubreið fer vestur um land í hringferð 24. þ.m. Vörumóttaka í fimmtu- dag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar. Rreiðdalsvíkur og Djúpavogs. M.s. Herjólfur fer á morgun til Vestmannaeyja Hornafjarðar. Vörumóttaka í dag til Homaíjarðar. Valdimar J. Líndal flytur ávarp sitt 17. júní. (Ljósm. B.B.). Raunveruleikinn staðfestir allt sem mig hefur dreymt, jafn- vel hefur bætt við fegurð og skrúða draumalandsins. Á að- eins tvö dæmi skal bent. Fyrir nokkrum dögum síðan var ég staddur á hinum helga stað, Þingvöllum. Eitt greip mig snögglega. Rúmum búsund árum síðan völdu forfeður vorir þennan stað þar sem Al- þingi þeirra skyldi sett. Feguð- artilfinning landsmanna var eins næm og hrein og hún er þann dag. í dag, og hún sést allt , í kringum mann í hinni nýju Reykjavíkur-borg. Annað dæmi: Maður horfir á höggmynd Einars Jónssonar ,,Frelsið“. Önnur hönd braut- ryðjandans bendir þangað sem stefna skal, til frelsisins. en í hinni hendinni er sverð. En það er ekki reitt til höggs; til þess á ekki að grípa fyrr en í síðustu lög. Lagt til samans, það sem ég hefi séð í mínu daumalandi, og nú hér í kringum mig, gefur mér dálitla hugmynd um Is- lands „tímanna- safn.“ En það sem er veigamest og þyngst á metum í þessu tím- anna safni er tungan. íslenzk tunga! Það var ís- land og eingöngu Island, sem varðveitti hina gömlu norrænu tungu, og þar engu síður en á öðrum sviðum, hefur þjóðin fágað og fegrað sinn eigin arf. Við að vestan komum hingað og heilsum. Við endurtökum með ykkur: „Sækjum ávallt fram“. Þá mun á Islandi ríkja, „gró- andi þjóðlíf með þverrandi tár. sem þroskast á guðsríkisbraut.“ Val/limar J. Líndal. 18,6 millj. kr. reksturs- afgangur Loftleiða sl. ár Aðalfundur Loftleiða h.f. fyrir árið 1962 var haldinn föstudaginn 14. júni sl. kl. 2 eftjr hádegi í salarkynnum fé- lagsins í Tjarnarcafé. f upphafi fundaring minnt- ist formaður félagsins, Kristj- án Guðlaugsson hrl., tveggja flugmanna félagsins, sem fór- ust á þessu ári, er Þeir voru á ferð frá Nýfundnalandi til Grænlands á vegum flugfélags- ins „Flugsýnar", þeirra Stef- áns Magnússonar. flugstjóra og Þórðar Úlfarssonar. aðstoð- arflugmanns. Vottuðu fundar- menn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sæt- um. Þá gaf stjómin skýrslu ura rekstur félagsins árið 1962 og rekstrarviðhorf. f skýrslu stjórnarinnar kom fram eftir- farandi; Félagið á nú 5 flugvélar, all- ar af gerðinnj DC-6B oS bætt- ist 5. vélin við á árinu,( „Snorri Þorfinnsson'*. Flug- vélanýting reyndist 10 klst, á sólarhring á hinu liðna ári, Póst- og farþegaflutningar jukust veruíega á árinu en heldur dró úr vöruflutningum. Almennt hefur rekstur auk- izt á árinu og afkoman batn- að. Núverandi starfslið er 455 manns, þar af 317 á íslandi. Aukningin frá 1961 er 129 manns. A sl. ári skilaði félag- ið íslenzku bönkunum giald- eyri að upphæð kr. 54.S50.000 netto. auk þess sem það greiddi allan rekstrarkostnað og afborganir af flugvélum fé- lagsins. Greidd hafa verið að fullu þau lán, sem ríkið ábyrgðíst í upphafi vegna fluevélokaun.a, Félagið greiddi -ta-fcmSnn- um launauppbót fyrir árið 1961 sem nemur kr 1.119.000. Reksturshagnaður varð kr. 18.596.000 á árinu, eftir að af- skrifað hafðj verið um kr. 31.156.000. Upplýst var, að skattgeiðsl- ur félagsins af tekjum ársins 1962 myndu samkvæmt áætl- un nema rúmum 10 milljónum krónai. Fram kom. að beint tjón fé- lagsins af nýafstöðnu verkfalli flugmanna næmi um 3 millj- ónum króna, auk hins óbeina tjóns, sem vérkfallið hefur valdið. Félagið varði 21 milljón króna til auglýsinga og land- kynningar á árinu, en auk bess kom það á framfæri greinum um fsland í blöðum og tímarit- um i Bandaríkjunum, sem tal- ið er að náð hafi til 45 millj- ón lesenda. auk allra annarra blaðaskrifa austanhafs. Samþykkt var á fundinum að greiða hluthöfum 15% arð vegna ársins 1962 en auk þess fá hluthafar fargjaldaafslátt í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Nokkrar samþykktir voru gerð- ar á fundinum og verður þeirra getið síðar. Stjórn. varastjóm og endur- skoðendur voru endurkjömir, en stjómina skipa; Kristján Guðlaugsson hrl., formaður; Sigurður Helgason, framkvstj., varafprmaður; Alfreð Elíasson, framkvstj.. K. E. Olsen. flug- deildarstjóri; Einar Ámason, flugstjóri. . Varastjóm skipa: Dagfinnur Stefánsson. flugstjóri; Sveinn Benediktsson. framkvstj. Endurskoðendur eru: Stefán; Biömsson skrifstofustj.; Þor-j leifur Guðmundsson. skrif-' stofustjóri. Að lokum þakkaði formaðurj félagsstjórnar stjórn og starfs- liði vel unnin störf i þágu fé- lagsins á gl. ári, og tóku fund. armenn undir með lófataki. ! Gagnfrœðaskólanum í Von- arstrœti sagt upp tólfta júní Gagnfræðaskólanum í Vonar- 6træti var sagt upp miðvikudag- inn 12. júni. I skólann höfðu inn- ritast 204 nemendur í níu bekkja- deildir, þar af 8 landsprófsdeild- ir og eina framhaldsdeild. Undir landspróf gengu 156 nemendur og stóðust 152 prófið, þ.e. fengu aðaleinkunn 5.00 og þaf ýfir. 104 nemendur hlutu framhaldseinkunn, þ.e. 6.00 og þar yfir í landsprófsgreinum. sex nemenöur fengu I. ágætis eink- unn. 52 fengu I. einkunn. 46 fengu II. einkunn og 48 fengu III. einkunn. Þrír utanskóia nemendur tóku landspróf við skólann og stóðust það allir með framhaldseinkunn. Úr framhaldsdeild luku sextán nemendur gagnfræðaprófi og stóðust það allir. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlutu þau Guðmundur H. Eiríksson og Hildur Högnadóttir bæði með aðaleinkunnina 8.13. Hæstu einkunn í landsprófi hlaut Jón Grétar Hálfdánarson I. ágætis einkunn 9,42. Skólastjórinn. Ástráður Sigur- steindórsson, afhenti bókaverð- laun beim nemendum. sem skar- að höfðu fram úr í námi og þeim. sem unnið höfðu ýmis trúnaðar- störf í þágu skólans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.