Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 6
g SÍDA H6ÐV1LIINN Miðvikudag>ar 19. júni 1963 ORLAGA- RÍKT PAFAKJOR Jóhannes páfi XXIII. á kirkjuþinginu i fyrra. Itölum er að vísu ekki mjög gjarnt að ræða guðfræði. Sagt er að ekki hafi komið fram í því landi eitt einasta rit um guðfræði, sem nokkuð kveði að, á síðustu áratugum. Otta- viani kardináli, sem er ráðu- neytisstjóri þeirrar deildar af hinu‘~i ellefu ráðuneytum páfadæmisins, sem kallast Santo Uffizio, leynilögreglan (Gestapo), er auk þess að vera Itali, sarunur Rómvei-ji, bakarasonur frá Trastevere- hverfinu. Hann er forustu- maður and-roncallista, og hvort sem. hann kann að hafa sagt þetta eða ekki, gætu þessi orð tá'knað aðaldeiluefn- ið við páfakjör það, sem á að hefjast i dag, 19. júní, en þá verða kardínálamir lokaðir innd í kapellu Sixtusar páfa IV., og sölunum sem að henni liggja, og ekki opnað fyrir þeim fyrr en þeir hafa komið sér saman um páfa. Gripið frammí fyrir Ottaviani Því að páfakjör þetui á fyrst og fremst að gerast með tilliti til kirkjuþingsins, sem slitið var um jólaleytið og koma átti saman nftur í haust. Ottaviani hefur víst fulla ástæðu til að óttast um sig á því þingi, því hann, sem hefur á hendi eitt hið mesta virðingarembætti innan kirkj- unnar, hlaut að þola mestu ó- virðingu á þinginu í vetur. Þar hélt hann fyrstu ræðuna og vildi segja fyrir um það í krafti embættis síns, hvernig þingi því skyldi hagað, og ætlaði að tala. langt mál, en þá reis upp einn minni háttar kardínáli lamgt norðan úr heimi, nánar tiltekið frá Utrecht, og tók fram í, sngði að kardínálunum væri ætlað- ur jafnlangur ræðutími öllum, og nú væii komið fram yfir tímann hjá Ottaviani. Ottavi- ani varð sem steini lostinn, þagnaði skyndilega opnum mur.mi, en samstundis kvað við ákaft lófaklapp frá flest- um hinum 2500 viðstöddu kirkjuhöfðingjum, svo ekki varð um villzt hvor hafði meira fylgi. Ottaviani hótaði að ganga af þingi, en páfinn mun hafa aftrað því. Þetta var aðeins upphafið. Annar barbari, Líenart frá Lille (í Belgíu), fékk því fram- gengt á þinginu, að valdivatí- kansins var hnekkt, þannig, að þingið fékk óskoraðan á- kvörðunarrétt um þnð hvemig málum skyldi hasrað. Stuttu síðar bætti sá hi” ' -ami gráu ofan á svart með því að taka svari belgískra námuverka- manna, sem voru í verkfalli. Rétttrúnaðar- lögreglan Ottaviani kardínáli var því óvanur, að vera ekki anzað. því hvað sem vattkanáð bauð í tið Píusar tólfta, það hlaut fram að ganga, og var sam- vinna milli þeirra Ottavianis og hans hin bezta, og þegar vatíkanið bauð að verkalýðs- prestarnir í Frakklandi skyldu engan tillögurétt hafa, þá varð það svo. Og þegar vatí- kanið bauð að dóminikanar á IrLindi skyldu hafa föður Browne að forustumannd, þá hlaut það fiam að ganga, þó að skýrt væri tekið fram í lögum reglunnar að slíkt hefðu þeir sjálfir fullan rélt til að ákvarða. Nú er raunar svo komið, að Santo Uffizio, sem er arf- taki Rannsóknarréttarins, hef- ur ekki rétt til að brenna 5 Dachau, en fékk boð frá páfanum um að fylgja fána- orði kristsmunka: Perinde ac cadaver, — hlýðnd til dauðans. En eftir að Píus tólfti féll frá, fór flest aflaga. Raunar ekki í fyrstunni, því þó að Roncalli kardín/áli (Jóhannes 23.) hefði verið í átta ár nuntius (erindreki páfa) í París, og ekki ætið talað gæti- lega, hafði hann oftar talað svo sem vera bar, og I upp- hafi dáfadóms síns lét hann Santo Uffizio, hafa óbundnar hendnr í utanríkismálum. Sjálfur hafði hann varla hug á öðru en hugsjón sinni: sameiningu kirkjudeildanna, Þcgrar kjiirkardínálarnir hafa greitt atkvæði um nýjan páfa leggja þeir atkvæðaseðia sína í þennan gullna kaleik. menn fyrir trúvillu, og kirkj- an hefur raunar orðið að end- urskoða afstöðu sina til ýmsra undangenginna mála, svo sem þá er Jóhanna frá Orleans, sem kirkjan lét brenna í Rúðuborg fyrrum, var tekin í helgra manna tölu að lokinr.d hinni fyrri heims- slyrjöld. Santo Uffizio ræður ekki framar yfir lífi og limum, heldur aðeins hugsunum, en gætir þess vel að enginn af kaþólskum mönnum haf ann- að en rétta trú, Og það tókst, og hvorki dóminíkönum né kristsmunkum hélzt uppi með að reyna að túlka Heilaga íitningu öðru vísi en páfan- um líkaði, þó þeir ætluðu að reyna það. Nefna má föður Sommet í Fourviere, sem sýnt hafði sjálfu Gestapo slíkan mótþróa, að hann var settur þó að ýmsum virtist sá draum- ur hlyti að vera nokkuð fjarri veruleikanum, og áð stofna til kirkjuþings, auðvit- að í þeim tilgangi að koma hugsjón sinni á framfæri. En þegar Italía fékk stjórn studda fasistum, og við ejálft lá að það leiddi til borgara- slyrjaldar, fór páfinn að láta til sín taka um innanríkismál. Með milligöngu kardínála síns frá iBergamo, Gustavo Testa, náði hann sambandi við vara- ritara kristilegra demókrata, Giovan Scaglia, sem líka var frá Bergamo, og hófst þá sú samvinna kaþólski-a og sósial- ista, sem Píus hafði barizt mest á móti. Otlaviani ætlaði sér nú að Ieiða páfanum fyrir sjónir hve óviðurkvæmilegt slíkt væri, en var neitað um áheym. Þá var sagt á Italíu að aðeins ein leið lægi til sósíalismans, leiðin um Berga- mo. Eins og Ottaviani hafði spáð, leiddi af þessu það að kommúnistar fengu aukið fylgi í næstu kosningum, (28. apríl s.l.), en fyrr en af því urðu dregnar ályktanir, dó Jó- hannes páfi, sem í hinni „heil- uðu ákefð“ (eða æði: santa follia) hafði orðið valdur að öllum þessum vandræðum, af því hann mundi ekki eftir neinu nema þessu eina: að sameina kirkjudeildirnar, einkum hinar grísk- og róm- versk-kaþólsku. Síðustu orð hans á banabeðnum eru sögð vera þessi: ut unum sint, mættu þær sameinast! „Jóhannes8urlínan“ Rómversk-kaþólska kirkjan er samt betur grundvölluð en svo, að einni byltingasinnaður páfi megni að tuma henni svo um muni. Raunar sýndi kirkjuþingið einlægan vilja til breytinga, bæði til að nálgast próteslanta og til aukins sjálfstæðis kirkjunnar í hverju landi fyrir sig, og modus viv- endi, eöa bætt samkomulag við austurveldin, og fullkom- in vinslit við Franco og aðra fasista. En öldungaráð vatí- kansins, kardínálarnir, stóð á móti. Á þinginu greiddu 24 kardínálar atkvæði með hin- um byltingarsinnuðu biskup- um, en 32 fylgdu Ottaviand, en 25 sátu hjá, og er álitið að undir þessu sé það komið, hvemig páfakjörið ræðst. Jóhannesi páfa hefði verið í lófa lagið að búa svo um hnútana að haldast mætti stefna hans, „Jóhannesar-15n- an“, la linea giovannea. En til þess var hanm of grandvar, að hann notaði aðstöðu sína sjálfum sér í hag. Hann skip- aði a. m. k. 44 kadínála. En suma af sínum tryggustu^ fylgismönnum setti hann aldrei í þessi embætti, svo sem Angelo Dell’Acqua, Antonio Samoré, Pietro Sigismondi, og Enrico Dante. Enginn þeirra fékk að klæðast purpurakáp- unni. Ekki skipti hann heldur réttar milli Italíu og annarra landa, svo sem Frakklands, um tölu kardínála. Frakkland hefur aðeins átta, ítalía 29. Meira en þriðjungur kardínál- anna eru ítalskir, en af hirn- um 550 milljónum katólskra er tæplega tíundi hluti bú- settur á Italíu. Ekki skipti hann heldur um stjórn páfadæmisins svo um munnði. Það er gömul hefð, að páfi ráði menn í stjórnar- deildir sínar, ellefu talsins, en varla hrökklast nokkur úr þeim nema dauðinn valdi. Og eru sumar deildirmr nú skip- aðar roncallistum, svo sem út- breiðslumálaráðuneytið, Con- gregazione de Propaganda Fide, (Agagianian), sem ann- ast trúboðið, klaustraráðu- neytið, Congregazioni dei Religiosi, sem annast skipan Herra kallaðu mig heim til þín, svo að ég þurfi ekki að horfa upp á það að barb- ararnir komi og hrósi sigri hér. — Svo er sagt að Ottaviani kardínáli hafi sagt með tilliti til kirkjuþingsins, sem koma átti sam- an öðru sinni í Róm 8. sept. í haust, — ef Jóhannes páfi hefði lifað. — „Barbararnir“ eru þeir frönsku og þýzku kirkjuhöfðingj- ar, sem beita sér nú fyrir breytingum á stjórn kaþólskrar kirkju í Borginni eilífu. klaustra, (Valeri), ráðuneyti kirkna í hinum austlægari löndum, (Testa) og ríkisráðu- neytið (Amleto Cicognani), en önnur í höndum hinna íam-íhaldssömustu svo sem rétttrúnaðarráðuneytið, Santo Uffizio (Ottaviani), fræðslu- málaráðuneytið (Pizzardo), helgisiðaráðuneytið, sem stjómar skrúðgöngum, ( spán- verjinn Larraona) og kirkju- þingsráðuneytið, sem er í þrengri merkingu innanríkis- málaráðuneyti kirkjunnar, (Cariaci, sem er verndari leik- mannareglunnar Opus Dei, sem hefur mikil völd á Spáni Francos). Þar sem ríkisráðuneytið, sem jafnframt er utanríkis- ráðuneyti, er mikilvægast með tilliti til umheimsins, er það Santo Uffizio, Hin heilaga skrifstofa, sem mikilvægust er kirkjunni sjálfri. Valeri hefur t.. d. ekki megnað aið hindra hreinsanir Ottavianis innan þeirra klausturreglna, sem hann stjómar, né fordæmingu hans á ritum þeim þar sem dominikaniar og kristsmunkar hafa reynt að bera fram sjálf- stæð sjónaimið. Það er fyrst og frcmst frá Frakklandi, en í þvi landi er helzt að finna Hfsmark með andlegu lífi kirkjunnar, sem komið hefur viðleitni til um- bóta. En nú hafa sameinazt flestir kard’ínálar frá löndum norðan Alpafjalla, um að hn«kkja hinu gamla einræðis- valdi Rómar, kardínálar frá Frakklandi, Þýzkalandi, Hol- landi, Belgíu, Austurríki og Póllandi, og allmarkir ítalskir kardínálar hafa gengið í lið með „barbömnum.“ Það er ekki auðvelt að spá nokkru um það hver verði páfi. En hægara er að segja til um það, hvaða afleiðingar það muni hafa hvort það verður roncallisti, eða ottavianisti, eða einhver sem þræðir bil beggja. 1. Verði það roncallisti, verður kirkjuþingið látið koma saman, líklega á þeim tima sem ákveðinn var, og umbóta- starfiniu haldið áfram. Fyrir einingu kirkjudeild- anna mun það hafa mjög já- kvæða þýðingu. Fyrir trúfræði og heligsiði mun það hafa þá þýðingu, að ieynt verði að samræma þetta eftir föngum með deildunum. Stjórnskipulega fær það þá þýðingu, að biskupar hinna ýmsu landa fái meiri sjálfsá- kvörðunarrétt um skipun kirkjumálanma. I menningarlegum efnum þá, að kaþólskum mönnum verður frjálsara að ræða á- greiningsatriði sin. Stjórnmálalega, þá þýðingu, að áfram verði haldið sam- vinnu kaþólskra og sósíalista, og að Franco muni missa stuðning kirkjunnar smátt og smátt, og að Salazar I Portú- gal muni fá beina andstöðu hennar gegn nýlendupólitík sinni, og að Kennedy í Banda- rikjunum muni fá aðstoð tál sátta við Moskvu og Havanna. 2. Verði það Ottaviari eða einn af fylgismönnum hans, mun hann að líkindum ekki kveðja saman kirkjuþingið, og annars hegða sér að öllu leyti andstætt því sem hér hefur verið bent á. 3. Verði það einn af þeim sem vilja fara bil beggja, svo sem einna líklegast er, og verði þá Confalonáeri páfi, mun hann að sönnu kveðja saman þingið, en þó líklega nokkrum mánuðum seinna, og reyna s'iðan að fara eftir vilja þess, en þá munu ályktanir þess ekki verða gerðar heyrin- kunnar almenningi. Því eitt er hinum 82 purpuraklæddu mönnum sameiginlegt: Þeir kunna að þegja. BAÐSÓFIhúsgagnaarkitekt SVEINN KJARVAL litiö á húsbúnaðinn hjá húsbúnaöi , , EKKERT HEIMILI ÁN HÚSBÚNAÐAR SAMBAND HÚSGAvjími-ií-'RAMLEIÐENÐA ! 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.