Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 7
ÞI0ÐVILVINN SÍÐA Miðvflcudagur 19. 3úní 1963 VINNUMADUR—SKUTUKARL Þorkell Þorleifsson, fyrrum bóndi að Brjánsstöðum í Gríms- nési varð 95 ára i gær. fasdd- ur á Syðri-Brú í Grímsnesi 18. i júní 1868. Foreldrar hans voru ’ Sigríður Jónsdóttir frá Fossi í Grímsnesi og Þorleifur Bjama- son frá Holtakoti i Biskups- tungum. dugnaðarfólk, en alið upp í fátækt eins og almennt var þá. — Þú hefur alizt upp hjá foreldrum þínum þar eystra, Þorkell? — Foreldrar mínir byrjuðu búskap á hálfri Syðri-Brú, þar sem ég fæddist. Ég missti móð- ur mína 8 ára gamall og föð- ur minn 12 ára, og þá var allt bú þeirra selt á uppboði. Ég látinn til vandalausra; raunar á þriðja ríkasta heimilið i Grímsnesi, en móðir mín og bóndinn þar voru bræðraböm. Ég þarf ekki að kvarta um að ég fengi ekki að éta. en þræl- dómurinn var afskaplegur — eins og þá gerðist yfirleitt með unglinga. Þama var ég í 11 ár en fór þó töluvert í burtu. Vorið sem ég var fermdur astluðu gömlu hjónin að hætta að búa og tengdasonur þeirra að taka við. Yngri hjónunum fannst ég of mikill maður til að taka mig til snúninga, en of lélegur til þess að ráða mig vinnumann. Þá fór ég að Kára- stöðum í Þingvallasveit, til frú önnu Beck. Ég var látinn sitja hjá ám. Fyrsta sumarið hjá vandalausum voru 104 ár í kví- um — og mér leiddist afskap- lega, en á Kárastöðum gætti ég ánna uppi í heiði og var yiir þeim allan daginn, og þar brá svo við að ég kunni þessu ágætlega! Það var leiðinlegast að á kvöldin þegar ég kom heim þurfti ég að fara að leita að kúnum, það kom varla fyr- ir að þær skiluðu sér sjálfar heim. Vorið eftir hætti frú Anna að búa — þá fór ég aft- ur að Syðri-Brú, en gamli mað- urinn þar hafði haldið áfram að búa, þar var ég enn í tvö ár. Þá fór ég til bróður míns. er byrjaði búskap. Fyrsta árið hjá honum leið mér reglulega illa, en hríði ég aldrei verið hjá honum hefði ég aldrei búið á Brjánsstöðum. — Nú, kynntistu kannski konunni þinni þar? — Nei, þegar ég var á Kára- stöðum var hún þar. 8 ára stelpa. — Trúlofuðuzt þið karinski þá? — Nei, en hún fór 12 ára að Miðfelli og þar var ég tíður gestur — það var smalað þang- að. — Varstu aldrei á sjó? — Jú, ég réri 10 vertíðir. Fyrst 2 á Álftanesi, 3 i Hala- koti suður á Strönd. 2 í Þor- lákshöfn og 2 var ég á skútu. Ég hafði lítil höpp á vertíðun- um. Fyrri vertíðina í Þorláks- höfn varð ég að fara heim og tapaði þá um 200 fiska hlut, en seinni vertíðina höfðum við 900 fiska í hlut. — Hvernig var vetrarvertíð i Þorlákshöfn í þá daga? __ Við vorum vitanlega með róðrarbát og bjuggum í sjóbúð. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Það voru tvísettar stoð- ir eftir endilöngu gólfinu og þvert yfir mæninn og þakið lak í hverri skúr. Það voru 2 menn um hverja koju og sváfu and- fæting. Skrínumar höfðum við fyrir ofan okkur. Skinnklæðin hengdum við á stoðimar við rúmin og bundum klofbandinu, sem kallað var utan yfir. Það var furðulegt hve heilsufarið var gott í þessum grútarkofum. Matur var fiskur, harður og nýr. brauð, kaffi og hangikjöt, aðallega lifað á fiski og brauði. Flestir höfðu 1 Mndarskrokk í kæfu og 1 í hangikjöt. Kaffi var mikið drukkið, það var gestkvæmt hjá okkur og oft drukkið 6 sinnum á dag. Hús- bóndi hvers manns lagði til 2 pund af kaffi og 2 af sykri til vertfðarinnav. Kaffið dugði eæmflega — en sykurinn! BONDI Tólf ára gamall átti hann hvorki föð- ur né móður. Bú foreldra hans selt á upp- boði. Fór til vandalausra og fékk nógan þrældóm: smali, vinnumaður, skútukarl. Hóf búskap í Grímsnesi 1897. Túnið karga- þýfi. Risti ofan af með torfljá, sléttaði með skóflu. Girti tún sit.t einn fyrstur manna — hluti þeirrar girðingar stendur enn. Páll Zophoníasson lét verðlauna hann fyrir hagnýta meðferð áburðar. — Afhenti syni sínum jörðina 1925. Reykvíkingur frá 1935. Vakti báðar nætumar eftir kosn- ingaúrslitunum um daginn. Þorkell Þorleifsson og Halldóra Pctursdóttir kona hans. Hangiketið var lítið notað fyrr en seinast, það var geymt í vaskið .... Já, við þvoðum fiskinn sjálfir fyrir lokin, 11. maí. — Ég var í Þorlákshöfn vertíðirnar 1893 og ’94 og réri hjá Þorkeli Þorkelssyni frá Óseyrarnesi. Eftir veruna í Þorlákshöfn var ég eina vertíð heima en næstu tvo vetur var ég á skútu. Svo fór ég að basla við búskap. — Já, hvernig var það tengt dvölinni hjá bróður þínum? — Bróðir minn hafði lánað bóndanum á Brjánsstöðum og fengið jörðina í pant. Svo einu sinni losnaði Neðri-Háls í Kjós og bóndinn á Brjánsstöðum samdi um kaup á þeirri jörð og segir bróður mínum að hann þurfi að losna við Brjánsstað- þá daga, eða voru þetta mikil hús? — Ég byrjaði að búa 1897. Húsin voru 18 kofar talsins, auk baðstofu og fjóss. Það voru tvö fjárhús er tóku 60 kindur hvort og við þau var hlaða er tók 220 hesta. Veggir þeirrar hlöðu standa enn. Hún var hlaðin úr klofnu grágrýti og með jámþaki. — Voru víða komnar hlöður með jámþökum þá? — Já, þá voru kornnar slík- ar hlöður á þó nokkrum bæj- um. — Hvemig voru hin húsin? — Það voru tvö fjárhús úti á múla, jafnstór þeim fyrr- nefndu, svo voru kindakofar sinn í hverri áttinni á túninu. Húsunum var dreift um túnið áður fyrr vegna ræktunarinn- torfljá og pældi þúfumar nið- ur með skóflu. Ég keypti seinna ristuspaða, en gat aldrei notað hann sjálfur, þoldi það ekki fyrir bakinu. Þegar ég hætti að búa eftir 28 ár var engin þúfa eftir á túninu. — Notaðir þú aldrei plóg, eða voru þeir lítið notaðir? — Ég notaði aldrei plóg. — var hestafátækur og svo hesta- sár að ég tímdi aldrei að láta hest fyrir plóg. Annars eignað- ist ég plóg. því Páll Zophonías- son lét Búnaðarfélagið gefa mér plóg. — Hvemig stóð á því? — Ég reif einu sinni kofa á bak við fjósið og byggði þar haughús, en þau munu þá hvergi hafa verið til í Gríms- nesinu. Ég hafði hesthúsið við hliðina á fjósinu og notaði haughúsið bæði fyrir hesthúsog fjós. Áburðurinn dugði ekki á túnið svo ég notaði mikið af rnold til að drýgja hann. þurrk- aði allt land þannig. Þetta lík- Ganili bærinn á Brjánsstöð usn, sem Þorkell ræðir um. ina, hvort hann vilji ekki kaupa þá af sér. Bróðir minn segist vilja gera það, ef ég vflji fara að búa þar. Ég var þá í Mið- felli — og ég skil aldrei hvað ég var vitlaus að ráðast í þetta og kaupa öll hús og eiga ekkert fyrir þeim. — Varstu snauður þegar þú byrjaðir búskapinn? — Krónumar sem við Hall- dóra áttum dugðu fyrir 40 roll- um, 5 hrossum og einni kú — og vantaði þó 10 krónur til! Svo átti ég að kaupa hús upp á 800 krónur. Ég átti hvergi víst lán, nema vinnukona sem ég hafði verið með í 3 ár lánaði mér 200 krónur sem hún hafði spar- að saman. Bóndinn var ekki strangur — kvaðst myndu lána mér þetta. en á miðjum slætti heimtaði hann alla skuldina af mér. — Ilvemig fórstu að? — Ég átti góða kunningja og smalaði saman einu og einu hundraði þangað til ég hafði fengið fyrir skuldinni. Ég veii varla hvernig þetta braskaðist áfram hjá mér. Ég reyndi a* standa í skilum og átti því hæg ara með að fó lónað þegar mí' lá .ó, að fá nokkrar krónur. — Hvenær byrjaðir þú að búa? Voru ekki 800 krónur mikið fyrir hús á einum bæ í ar sem kom í kringum þau. Svo voru 3 hesthús, smiðjuhús og hjallur. Sumir kofarnir voru ekki til annars en rífa þá. Ein stofa var í bænum nýbyggð — og hún átti líka að kosta 200 krónur. Baðstofan var líka ný- byggð og var með jórnþaki of- an á kantsettri súð og pappa, að innan þiljað með panel, og stoppað — en það var ekki líft í henni fyrir kylda. Mógur minn kom til mín nokkrum árum eftir að ég byrj- aði að búa. Við fórum út í lambhús og hleyptum lömbun- um út og fórum svo inn í hlöðu til að líta á heyin. Ég var kom- inn niður i hlöðuna en hann var enn í stiganum þegar lamb- húsið steyptist niður! Annar veggurinn hafði hrunið. Það sýnir nokkuð hve traust húsin voru. — Hvemig var túnið? — Það var örlítill blettur sem fyrri bóndinn hafði slétt- að, annars allt þýft, aðeins mismunandi vont þýfi. Fyrsta 'rið fékk ég 180 hesta af því 'n seinast 230. Eitt árið þó að- ■ins 60 hesta — það var þá svo íalið að ekki var hægt að bers iá ó stóra hluta þess. — Og svo hefur þú farið að slétta? — Já, ég skar ofan af með aði Páli Zophoníassyni svo vel, að hann lét gefa mér plóg. — Þér hefur líklega ekki ver- ið borgaður styrkur út á haug- húsið? — Styrkur! Nei, — en ég fékk plóginn auðvitað! En ég notaði hann aldrei heldur seldi hann. — Var túnið ekki ógirt? ^ — Jú, en 1906 girti ég það með fimmsettum gaddavír — og fyrir það fékk ég mikið á- mæli. — Segðu mér nánar um það. — Við vorum 3 bændur sam- an um að panta vír og teina. Hinir pöntuðu stutta teina til að hafa ofan á görðum og skurðbökkum. Það þótti ódýr- ara og búmannlegra. En ég sá ekki eftir því að hafa girð- inguna svona þegar hún var komin upp því ég hafði túnið i friði — og gat einnig byrgt allar skepnur inni á túninu. — Hve mikið kostaði slík girðing þá, og hvernig var að fá lán fyrir henni? — Búfræðingurinn sem mældi fyrir henni áætlaði hana 210 ri-ónur og hún varð víst lítið lýrarl. Ég fékk 200 jámteina og ég man ekki hve margar rúllur af stálvír. Ég hafði að- eins 8 ólnir milli teina en flestir aðrir 3 faðma. Viðhaldið kostaði lítið, eyddi venjulega einum degi á vorin til að end- urfesta stólpa og laga ef slitn- að hafði strengur. Þessi stálvír var miklu betri en vir sem ég fékk síðar og ryðgaði fljótt. Það stendur víst enn hluti af þessari girðingu (frá 1906). frá traðarhliðinu og í Hálskletta. Það borgar sig að ganga upp- haflega vel frá girðingum. Efnið var frá Noregi, og þvi var skipað upp á — Seyðisfirði! Svo var það síðar flutt á Eyr- arbakka, og þess vegna gat ég ekki girt um vorið en varð að fresta þvi til hausts. Fjórða hluta efnisins varð ég að borga strax en afganginn á 41 ári með jöfnum afborgun- um, sem voru teknar með þing- gjaldinu. — Segðu mér, misstirðu aug- að í einhverju slysi? — Nei, það byrjaði þannig að mér fannst eitthvað flökta fyrir því. Fór þrem dögum seinna til Skúla í Skálholti, er sagði sár á auganu og lét mig hafa dropa. Fór heim aftur. leið mjög illa og fór aftur til Skúla er sagði nú tvö sár á auganu og var hjá honum í viku. Hann sagði sárin gróa en mér fannst augað versna. Brauzt svo heim — þetta var í harðindum á gó- unni og kunningjamir reiddu mig bæ frá bæ. Fjórum dögum síðar kom Skúli og sagði þá komna skemmd í augað inn- anfrá, og leizt ekki á. Gunn- laugur á Kiðabergi bauð mér mann til fylgdar svo ég kæmist suður — og á þriðja degi kom- umst við til Reykjavíkur. Bjamj Matthíasson hringjari, vinur minn fór strax með mig tfl Bjarna augnlæknis. Ég heyrði að honum leizt ekki á það. en sagði að bezt væri að bíða fram yfir páskana — þetta var einum degi fyrir póska. Ég svaraði: Ef þú þarft að taka augað er bezt að gera það strax. Klukkan fimm sama dag var ég kominn á Landakot. og augað reyndist vera ein graftar- ígerð. — Hvernig stóð á því að þú hættir að búa? — Ég eftirlét syni mínum jörðina. Ég flutti alfarinn til Reykjavíkur haustið 1935, hef verið hér síðan. Var á vetrum hjá syni mínum en á sumrin í kaupavinnu. Ég var orðinn svo gigtveikur að ég gat ekki ráðið mig til fullrar vinnu. Svo var ég sex sumur á Ormsstöð- um í Grímsnesi, en þar er heit laug sem ég fór í — og þá brá svo við að ég losnaði alveg við gigtina í mörg ár. Það mátti segja að í sex vet- ur gerði ég ekkert hjá syni mínum og tengdadóttur nema gæta stráks er þau áttu. fyrst í vagni, svo við hönd mér. Það verður aðeins hlé á við- ræðunum. — Kona Þorkels var Halldóra Pétursdóttir Jónssonar frá Þingvöllum. Þau eignuðust 10 böm og komust 9 til full- orðinsára. Fyrstu árin hér dvaldi Þorkell hjá Jóni Asbimi vélstjóra syni sínum. en er nú hjá Lilju, elztu dóttur sinni, á Grettisgötu 28. — Þú hlustar mikið á út- varpið — fylgdistu með kosn- ingafréttunum? — Já. fyrri nóttina vakti ég til morguns, en seinni nóttina fór ég að sofa þegar úrslitiri voru komn í Suðurlandskjör- dæmi — þá vantaði enn úrslit í þremur kjördæmum. Já, ég hlusta mikið á út- varpið. Það má auðvitað segja að það sé mín eina skemmtun. Ég sæti hér lengstaf einn í dimmunni ef ég hefði ekki út- varpið. Vonandi verð ég orö- inn að ösku áður en sjónvarp- ið kemur. — Hversvegna að ösku? — Síðan ég var 22ja óra hef ég verið ákveðinn í að láta brenna mig. Þá kom ég á Þjóð- minjasafnið, og eitt hið fyrsta sem ég sá var hauskúpa af ein- hverjum manni. Ég ætla ekki að láta grafa upp hauskúpuna af mér eftir mörg hundruð ár og stilla henni upp f safni. J. B. Blaðamannanámskeiðinu lauk á lauqardaginn Dönsku, finnsku, norsku og fimmtudaginn, höfðu þeir siglt sænsku blaðamennirnir, sem þátt með varðskipinu Óðni upp á tóku í námskeiði Norræna fé- Akranes og fengið tækifæri tfl lagsins hér dagana 7.-14. júní, að renna færi fyrir fisk á leið- fiugu heimleiðis á Iaugardaginn. inni, en síðar um daginn bauð Var ekki annað að heyra en bæjarstjórn Akraness blaða- þeim þætti þetta fyrsta blaða- mönnunum í ökuferð um sveitir mannanámskeið, sem haldið er Borgarfjarðar. Komið var að hér á landi á vegum NF, hafa Hvanneyri. þar sem Guðmundur tekizt vel. Jónsson skólastjóri búnaðarskól- , , ans, fræddi komumenn um land- Siðasta dag namskeiðsins, þúnað á íslandi og búnaðarnám íöstudag, ræddu norrænu blaða- hér, og farið var að Reykholti. menniinii við Ólaf Thors for- þar sem prófasturir.n Einar sætisraðherra. heimsóttu forseta Guðnason sýndi mönnum stað- Islands og frú að Bessastöðum. inn. Um kvöldið var Sements- hlýddu á dr. Pál Isólfsson leika verksmiðja ríkisins á Akranesi a Domknk.iuorgelið og snæddu skoðuð undir leiðsögn dr. Jóns kvoldverð í ráðherrabústaðnum Vestdals forstjóra og kvöldverð- við Tjamargötu í boði mennta- ur snæddur í boði verksmiðjunn- málaráðherra. Daginn áður, á ar. í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.