Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 4
4 SlDA ÞIÖÐVILJINK Láugardagur 22. júöí 1063 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Viljinn sýndur í verki Alagningu útsvara í Reykjavík er nú lokið og mega menn vænta þess að fá útsvarsseðlana borna heim til sín næs'tu daga ásamt kurteisleg- um skýringum á því, hvers vegna viðkomandi beri að greiða í borgarsjóðinn þá krónutölu, sem á hann er lögð. En blöð borgarstjórnarmeirihlut- ans hafa þó ekki viljað láta sitt eftir liggja að flyíja almenningi nokkrar skýringar varðandi út- svarsálagninguna, og þeir sem taka þær skýring- ar trúanlegar, búast nú án efa við því, að útsvarið hafi lækkað verulega frá því síðast liðið ár. Því hefur sem sé verið haldið blákalt fram af mál- gögnum íhaldsins að örlítið meiri afslát’tur frá út- svarsstiganum þýði raunverulega lækkun útsvara, enda þótt meirihluti þess í borgarstjórn hafi sam- fímis verið að samþykkja að hækka heildarupp- hæð útsvara á borgarbúum um hvorki meira né minna en 30 milljónir króna. 17'ið a'fgreiðslu þessa máls í borgarstjórninni vakti " það athygli, að fulltrúar Alþýðubandalagsins voru þeir einu, sem lögðust gegn þessari hækkun. Fulltrúi Alþýðuflokksins virtist hugsa um það eitt, að sanna algera skuggatilveru flokks síns með því að þrýsta sér sem fastast upp að íhaldinu. Og báðir fulltrúar Framsóknarflokksins í borgar- stjórn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, enda þótt þeir hafi talað gegn þessari hækkun og Tíminn segði daginn eftir, að allt væri þetta óþurftar- verk og afleiðingar „viðreisnarinnar“! Afstaða borgarfulltrúa Framsóknar verður því ekki túlk- uð öðru vísi en fylgi við þá stefnu; og undirstrik- ar það rækilega óheilindi Framsóknar í þessu máli sem öðrum. En menn munu komas't að raun um það, þegar þeir fá útsvarsseðlana sína í hendur, að af- sláttur frá útsvarsstiga er ekki sama og lækkun útsvara. Útsvarss'tiginn er miðaður við miklu lægri þurftartekjur en nú þarf til framfæris með- alfjölskyldu. Hin síaukna dýrtíð hefur gert það að verkum, að menn hafa reynt að drýgja 'tekjur sínar með æ meiri aukavinnu; launin hafa hækk- að af þessum sökum, enda þótt kaupmáttur at- vinnuteknanna hafi engan veginn aukizt. Dýr- 'tíðin hefur því fyrir löngu gert óraunhæfa þá viðmiðun þurftartekna, sem notuð er í skattstig- anum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn benfu einnig á það, að unnt hefði verið að lækka útsvarsstigann um 20—25% og létta þann- ig á almenningi byrðamar, sem dýrtíðin hefur skapað. En þess í stað hefur íhaldsmeirihlutinn valið þá leið, með fullum stuðningi Alþýðuflokks og hlutleysi Framsóknar, að reyna að ná í borgar- sjóð sem mestu af þeim þurftartekjum, sem al- menningur hefur aflað sér með óhóflegri yfir- vinnu. Þegar þessi vinnubrögð eru borin saman við allt talið um að tryggja þurfi, að auknar tekj- ur komi launþegum að haldi sem raunhæfar kjarabætur, hljóta menn að spyrja, hvort hér hafi ekki verið gengið 'fram hjá gefnu tækifærí til þess að sýna þann vilja í verki. — b. Nánara samstarf vinstrimanna og hernámsandstæðinga er Ragnar Yngsti maðurinn sem tekur sæti á þingi i haust er Ragn- ar Amalds sem vann mjög myndarlegan kosningasigur í Norðurlandskjördæmi vestra og verður annar uppbótar- þingmaður Alþýðubandalags- ins. Ragnar er aðeins 24ra ára að aldri en hefur þegar vakið mikla athygli með stjórnmálaþátttöku sinni. Hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1960; hann hefur ver- ið einn af helztu forustu- mönnum Samtaka hernáms- andstæðinga; og í síðustu borgarstjómarkosningum var hann í kjörf fyrir Alþýðu- bandaiagið í Reykjavík og tók mikinn þátt i kosninga- baráttunni. Raunar á Ragn- ar ekki lahgt að sækja stjómmálaáhUga sinn; Ari Amalds var afi hans; Einar Hjörleifsson Kvaran langafi. Jafnhliða stjórnmálastörf- unum hefur Ragnar stundað nám. Dvaldist hann um skeið í Svíþjóð en hefur að undan- fömu stundað lögfræðinám við Háskóla íslands. Þegar Ragnar kom til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum átti Þjóðviljinn tai við hann og spurði hvað hann hygðist nú fyrir. — Ég er hér aðeins á snöggri ferð. í sumar verð Íg*rá,r.síldvhef fengið vinnu á krana hjá Síldarverksm’iðj- um ríkisins á Siglufirði. í haust ætla ég svo jafnframt þingstörfunum að halda á- fram lögfræðináminu undir handleiðslu Ólafs Jóhannes- sonar prófessors, kollega mins í kosningabaráttunni. — Og hvemig likaði þér kosningabaráttan? — Eitt erfiðasta vanda- málið í kosningabáráttu Al- þýðubandalagsins úti á landi er það að Framsóknarflokk- urinn og Sjáifstæðisflokkur- inn reyna að gera kosning- amar að einvígi sín á milli og láta alla eftirvæntingu al- mennings snúast um úrslit þess einvígis. Ástæðan til þess að nokkuð sæmilega gekk í Norðurlandskjördæmi vestra var sú að fólki skijd- ist að baráttan um fimmta sætið stóð á milli stjómar- andstöðuflokkanna. í þvi efnj var einvígisfundurinn á Blönduósi ákaflega mikilvæg- ur og varpaði ljósi á það um hvað var að tefla. Hitt er annað mál að þessi mála- tilbúnaður var einnig tví- eggjaður; hann gerði það að verkum að Bjöm Pálsson biðlaði óspart til Sjálfstæð- isflokksmanna og slapp tvi- mælalaust á þing með aðstoð þeirra. — Hvemig voru framboðs- fundimir fyTÍr norðan? — Þeir voru mjög fjömg- ir. Það er mikill munur að hafa svona fundi þar sem allir frambjóðendur ræðast við framml fyrir kjósendum en að hver flokkur haldi sin- ar hallelújasamkomur eins og tíðkast i Reykjavík. Á fund- unum kom margt nokkuð skemmtilegt fyrir. Björn Páls- son hélt því til dærnis fram á hverjum einasta fundi að ég væri einhver allra heimsk- asti maður á landinu og svo einstaklega slappur í reikningj að annað eins hefði ekki þekkzt og væri ófært að senda svona vitlaus- an mann á þing. Menn höfðu mjög gaman að þessum mál- flutningi, hvort sem hann hefur svo orðið Birni til gagns eða mér. — Og hvemig segir þér hugur um að starfa fyrir Norðurlandskjördæmi vestra? — Mér lízt mjög vel á að starfa fyrir þetta kjördæmi. Þetta er eitt helzta landbún- aðarkjördæmið á landinu, mjög mikill hluti kjósenda er bændur, og í þessari stuttu kosningabaráttu gafst mér alltof lítið tækjfæri til að ná. sambandi við þá; þeir áttu erfitt með að mæta á framboðsfundum vegna sauð- burðar .og annarra anna. Ég lít svo á að staða Alþýðu- bandalagsins í bæjunum öll- um sé .góð,. „.el^ki sízt hefur hún batnað mjög á Sauðár- króki, og Alþýðubandalagið á að geta tryggt sér mjög vax- andi fylgi bænda, Þeir eru mjög vinstrjsinnaðir í Norð- urlandskjördæmi vestra, og vildu sem nánasta samstöðu Framsóknarflokksins o.g Al- þýðubandalagsins. Þess vegna var óþægilegt fyrir þá að í þessu kjördæmi skyldu éin- mitt þessir tveir flokkar berjast um fimmta þingsæt- ið. — Hvernig líkuðu þér kosningaúrslitin í heild? — Það fer ekki milli mála að^ okkur Alþýðubandalags* mönnum urðu úrslitin nokk- ur vonbrigði. En meginá- stæðann M1 þess að Alþýðu- bandalagið jók fylgi sitt ekki mejra en raun varð á er sú að Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft j frammi jafn vinstrisinnaðan, róttæk- an áróður og nú. og þegar andstæðingar okk’ar klifa á Rússagrýlunni lon og don, fer það svo, að hinn almenni kjósandi. sem er óánægður, hallar sér að Framsóknar- flokknum vegna þess að hann er búinn að gleyma því hvernig Framsóknarflokk- urinn hefur ævinlega hegðað sér, sagt eitt en gerf annað. — Hvað vildjrðu segja að lokum? — Hemámsmálið hefur verið lykilmál í íslenzkum stjórnmálum frá stríðslok- um, enda hefur ekkert mál valdið jafn miklu og lang- vinnu róti í þjóðlifi íslend- inga í seinni tið. Ég he]d, að vinstrimenn og sósialistar hafj aldrei beðið jafn alvar- legan álitshnekki og þegar yinstristjórnin sveik þetta mál, og ég álit það höfuð- nauðsyn. að ekki verði slak- að á í baráttu hernámsand- stæðinga nú á næstu árum, um leið og staðið er fast gegn hvers konar erlendrj á- sælni. Síðan ég fór að skipta mér af gtjómmálum hef ég auk þessa fyrst og fremst að- hyllzt stefnu þeirra manna, sem vilja stuðla að nánara samstarfi vinstimanna og hemámsandstæðinga. Starf mitt í stjórnmálum hefur miðazt við þessa stefnu. og þess vegna hef ég minna hirt um flokksbönd en meira lagt upp úr samvinnu við vinstrimenn í ýmsum flokk- um. sem eiga það sammerkt, að þeir vilja gamvinnu og eru sammála um höfuðatriði ís- lenzkra stjórnmála í dag. Vorið 1960 tókum við nokkrir utanflokkamenn upp samvinnu við Þjóðvamar- flokkinn, vegna þess að við vomm óánægðir með tvennt. sundrung vinstrimanna og svik vinstristjórnarinnar i hernámsmálunum. Við vild- um ekki ganga í flokkinn. því að við vildum ekki standa að sjálfstæðu fram- boði Þjóðvarnarmanna síðar, en við töldum nauðsynlegt að vinna að því með Þjóðvam- armönnum að sameina starf hernámsandstæðinga og lyfta hemámsmálinu til hærri vegs í íslenzkum stjórnmálum. Þessi samvinna bar ágæt- an átangur og stuðlaði með- al annars að stofnun Sam- Arnalds. taka hemámsandstæðinga, sem síðan hafa unnið mjög mikilvægt starf. Þegar kom að borgarstjórnarkosningun- um 1962 og Þjóðvarnarflokk- urinn ákvað að bjóða einn fram og hafna vinstrisam- starfi, tókum við hins vegar þann kostinn að leggja sér- staka áherzlu á kröfu okkar um vinstrisamstarf með þvi að styðja Alþýðubandalagið. sem eitt vinstriflokkanna lýsti sig reiðubúið til samstarfs. Nú i Alþingiskosningunum tókst loksins samstarf með Alþýðubandalags- og Þjóð- varnarmönnum. og var það tvímælalaust mjög mikilvægt skref. Samfylking vinstrj- manna og hernámsandstæð- inga er nú vel á veg komin, en hinu er ekki að leyna, að hún er skipulagslega laus í reipunum Ég er t.d. aðeins í Alþýðubandalagsfélagi Siglufjarðar, en ekki í nein- um aj þeim þremur sam. tökum, sem gtóðu á bak við framboð G-listans, hvorki meðlimur í Sósialistaf'.ókkn-, um, Málfundafélagi jafnaðar- mnna né Þjóðvamarflokkn- um. Það er eitt af verkefnum hreyfingarinnar að koma skipulagsmálunum á einfald- arj og heilbrigðari grundvöll. Jafnframt þurfa róttækir vinstrimenn að gera sér betur grein fyrir sameiginlegum þjóðfélagsmarkmiðum og þeim íslenzka sósíalisma, sem fyrr eða síðar mun sigra hér á landi og flestum vinstri- mönnum mun efstúr j huga. Rætt viSRagnar Arnalds, yngstamann- innsem tekur sæti á þingi í haust __________________

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.