Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 8
Laugardagur 22. iúuí 1963 ÞJÓÐVILIINN ! I OSKASTUNDIN SÍÐA 3 Ritstjóri: Unnur Eiríksdóttir Skógardísin og vei&imennirnir I skóginum var stórt, gam- alt furutré, og í þéttri lauf- krónu þess þjó lítil skógar- dis. Skógardisin hét Græna laufblaðið, enda var hún allt- af grænklædd, í grænum kjól og með græna skó, en hárið á henni var eins og glóandi gull á litinn. Hún var bæði góð og falleg, litla skógar- dísin. Henni var ætlað það hlutverk að hirða um furutrén og gæta skógardýranna. sem bjuggu þama í kring. Það voru kanínur og íkomar, og stundum komu líka greifingj- ar og refir í heimsókn. Þegar Græna laufblaðið sá refinn nálgast, blés hún nokkrum sinnum í hljóðpípuna sína til þess að vara kanínumar við hættunni. Auðvitað var líka hljótt eins og hánótt væri. Og veiðimaðurinn steinsofnaði þar sem hann lá í felum. Þeg- ar hann vaknaði næsta dag voru kanínumar á bak og burt, því þær höfðu vaknað um leið og fuglamir snemma um morguninn, en það var komið langt fram á dag þeg- ar veiðimaðurinn vaknaði. Hann varð viti sínu fjær af reiði og hljóp heim til sín ejns hratt og hann komst. Þegar hann kom heim hafði hann allt á homum sér, hreytti ónotum í konuna sína og skammaði krakkana. Síðan borðaði hann miðdegismat, hænu, sem hann hafði stolið fyrir nokkrum dögum. Næsta dag fór veiðimaður- inn niður í þorpið og heim- . • ----» *■'» mesti sægur af fuglum þama, og einu sinni settist sjálfur næturgalinn á grein furu- trésins, og hlustaði á litlu skógardísina leika á flautuna, og söng svo fyrir hana eitt lag í þakkarskyni. Dag einn voru kanínurnar í feluleik milli trjánna og áttu sér einskis ills von. Þá kom veiðimaðurinn gangandi í áttina til þeirra. Veiðimað- urinn var stór og sterklegur og það var ósvikinn veiði- mannasvipur á andlitinu á honum. Hann hélt á stórri byssu i hendinni. Þegar hann sá kanínumar hoppandi og skoppandi allt 1 kring sagði hann við sjálfan sig: — Þama ber vel í veiði, það er einmitt kanínusteik, sem mig langar í. — Svo faldj hann $ig í há- vöxnu grasinu og beið færis. Græna laufblaðið hafði komið auga á veiðimanninn, þvi hún var alltaf vel á verði þegar kanínumar voru að leika sér. Hún tók upp töfraflaut- una og byrjaði að spila, fyrst ofurlágt. síðan hærra og hærra. Þá bar svo undarlega við að svefn tók að síga á aUa, bæði dýr og fugla, blóm og tré. allt varð kyrrt og sótti tvo kunningja sína, sem líka voru veiðimenn. Hann sagði þeim að krökkt væri af kanínum í skóginum. Þeir tóku óspilltra málanna að fægja byssumar sínar. og um kvöldið lögðu þeir af stað á kanínuveiðar, ákveðnir í að veiða vel. En Græna lauf- blaðið var á verði og sá til ferða þeirra. Hún sá að þeir læddust eftir skógarstígnum og földu sig svo á bak við klett. Hún heyrði að þeir töl- uðu saman i hálfum hljóðum og báru saman ráð sín. Skömmu seinna komu þeir nær og biðu í grasinu og höfðu dálítið bil á milli sín. Græna laufblaðið brosti í- byggin á svipinn, tók upp flautuna og blés nokkra tóna, til þess að vara kanínumar við. Svo flaug hún upp í hæsta trjátoppinn og spilaði á flautuna eins hátt og hún gat. Og af þvl þetta var töfra- flauta var hægt að láta heyr- ast mjög, mjög hátt í henni. Lagið, sem hún spilaði var svo fullt af fjöri og kátfnu, að allir sem hlustuðu kom- ust í gott skap. Jafnvel veiði- mennimir hlustuðu hrifnir og gleymdu öllu öðru. Þegar lag- ið var búið héldu þeir allir Sagan af karíinum alvitra af stað heimleiðis. Þetta kvöld fengu þeir ekkert annað en brauð og ost að borða, og mundu ekki einu sinni eftir þvi að til væri eitthvað sem héti kanínusteik. En þegar veiðimaðurinn vaknaði næsta morgun var hann í verra skapi en nokkru sinni fyrr. Hann var bálreiður yfir því að flautuspilið skyldi fá hann til að gleyma erindinu inn í skóginn. Hann vissi að ekki mundi þýða að biðja hina veiðimennina að koma í ann- an leiðangur, svo hann fór til næsta þorps, og þar fékk hann marga menn í fylgd með sér. Um kvöldið lagði allur hóp- urinn af stað, og nú var allt vel skipulagt, þeir ætluðu að læðast svo hljóðlega að eng- inn heyrði til þeirra, og skjóta svo á kanínumar allir í einu. Þegar þeir kæmu heim með þessa stórkostlegu veiði ætl- uðu þeir að halda veizlu og þar átti nú aldeilis að vera kanínusteik á borðum. Nú var Græna laufblaðið orðin ósköp syfjuð og þreytt, því tvær undanfamar nætur hafði hún þurft að vaka yfir skóg- ardýrunum. Þess vegna svaf hún nú í hhipri uppi í trjá- krónu og hafði ekki hug- mynd um að kanínumar voru að leika sér áhyggjulausar allt í kringum tréð. Enginn sá veiðimennina koma, nema lítil mús. sem átti sér holu rétt hjá trénu. Sem betur fór var þetta dugandi mús. Hún vissi að það eina, sem gat bjargað kanínunum, var að vekja Græna Iaufblaðið. En hvemig átti hún, pínulítil mús, að komast upp í tréð? Hvað áttj hún að gera? Músin vildi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Henni datt það snjallræði í hug að biðja moskítófluguna að hjálpa sér. — Góða moski- tófluga, farðu til Græna lauf- blaðsins og segðu að veiði- mennirnir séu á nasstu grös- um, en þú verður að flýta þér, annars fer illa, — sagði hún. Moskitóflugan brá skjótt við og flýtti sér af stað. Stallsyst- ur hennar sáu að eitthvað ó- venjulegt var á seyði og eltu hana. Þær voru orðnar mörg hundruð saman í hóp, þegar þær komu þangað sem Græna laufblaðið svaf værum svefni. Litla skógardísin var fljót að vakna. og flugumar höfðu varla lokið máli sinu þegar hún var búin að taka upp flautuna og senda háan aðvör- unartón til dýranna. En það virtist allt um seinan því veiðimennimir voru komnir. reiðubúnir að skjóta. Þá tóku moskítóflugumar til sinna ráða. Þær umkringdu veiði- mennina, stungu þá. kitluðu og bitu, svo þeir lögðu á flótta bað bráðasta. Þeir hlupu eins hratt og beir gátu. en á leið- inni hyerðu beir flaututóna os slaðlegan söng: Hvem langar i kanínusteik? Ekki mig. ekki þie Það var líka eins og allur skógurinn væri að hlæja að þeim. Sennilega hafa þeir aldrei framar reynt að fara á kanínuveiðar. *— Gaman værj að vita, hyrer hefur stoljð sauðum bóndans? Karl bregzt rejður við og kallar hann fima djarfan að glepja sér svefn með fleipri sínu; þó segir hann honum að vinur bónda og ná- granni, er hann gruni sízt, hafi stolið sauðunum og feli þá í helli að fjallabaki og ætli að koma þeim á miðs- vetrarmarkaðinn. — O, ekki hefði mér nú komið það til hugar, segir Þorsteinn. Skömmu síðar gellur hann enn við og seg- ir: — Gaman væri að vita, hvað orðið hefur af staðar- lyklunum. sem prestsdóttirin var að vandræðast um! — Drepa skal ég þig, ef þú þegir ekki ekki þrjóturinn þinn! grenjaði karl og er nú hinn reiðasti. — Hún má lík- lega vita það bezt sjálf, prestsdóttirin, hvar lyklarnir eru. því að þeir liggja undir eikinni, þar sem hún lofaðist honum Manga. — O. sízt hefði mér dottið það í hug, segir Þorsteinn. Nú líður nokkur stund; þá tekur Þorsteinn enn til máls: — Gaman væri að vita — — Gaman, gaman — grenj- ar karl eftir honum; — gam- an væri að snúa þig úr háls- liðnum fyrir alla mælgina; og það skaltu vita. að ég hlífi þér ekki stundinni lengur, ef þú þegir ekki eins og steinn! Þorsteinn lofar að halda gkki vöku fyrir honum leng- ur, ef hann aðeins vilji svara einni spumingu til. Karl læt- ur það gott heita. Þorsteinn spyr hann þá, hver sé faðir króanna tólf. sem hún hafi eignazt karlsdóttirin í kotinu. Karl gegir að það sé kóngs. son einn úr álfheimum, sem sé í álögum; þurfi hann ekki annað til þess að losast úr álögunum. en að komast í lífshættu í mannheimum, og muni hann þá taka stúlkuna að sér og veita henni alls- kyns gæði Næstu jólanótt komi hann í síðasta sinn H1 mannheima og sé þó um að gjöra að sýna honum banatilræði. — Ójá, sízt hefði mér nú dottið þetta i hug, segir Þor- steinn. Verður nú ekki meira r lesendum ~7m nm csn yL ss ‘ v,í’ ** 1 , t l(t itf / ffiNP . -n. , x , - ..■ »••• • • • • \tot' \yy .'€■••. v, „, '***' •*» .40* V(, "*••' * 'V< V 'IV/ Wivl, /vW <VV> _ _ V'vv. •'Of- M// -3g> VVk ^treu'. 5» m '.-VWV> Kæra Öskastund Ég þakka þér fyrir barna- síðuna og allt lestrarefnið. Ég ætla að senda þér myndir og visu sem ég bjó til. önn- ur myndin heitir Vor og fylg- ir vísan henni og hún er svona: Litla gimba leikur sér Iétt um tún og bala. Afargaman þykir mér þegar á að smala. Hin myndin heitir Hey- skapur. Ég vona að bér b'ki myndirnar og vísan. Myndirnar af húsinu teikn ar og sendir Sigurður Ingvi bróðir minn 9 ára. En ég heiti Marinó Bjömsson 12 ára. Torfastöðum, Núpsdal Miðfirði, Vestur-Húna- vatnssýslu. af samræðunum, og biður Þorsteinn þess að karl sofni. Þegar honum þykir að svo munj vera. rís hann á fætur. tekur lurk einn mikinn úr viðarkesti hjá hl.óðunum og rekur bylmingshögg í bergið við höfðalag karls. Kar! hrekkur við og umlar nokkuð i honum. Þorsteinn ber þá annað högg, og snýr þá karl sér til veggjar. f þriðja sinn ber Þorsteinn, og bærir þá karl ekki á sér. Þorsteinn dýfir nú lurkinum i bráðina á pottinum, kveikir síðan í honum i glæðunum og bregð- ur upp ljósinu., svo að lýsti um hellinn. Litast hann nú um og sér, hvar sverð eitt mikið og biturlegt hangir yf- ir rekkju karls. Fer hann þangað og nær sverðinu eftir mikla mæðu. Síðan slekkur hann á blysinu og ber enn í bergið sem fastast hann má. Karl hreyfir sig ekki heldur en fyrr. Þorsteinn bregður þá . sverðinu og leggur hann til hjartans. Karl hrekkur upp við sársaukann, stekkur fram á gólfið og fálmar fyrir sér: en Þorsteinn hleypur upp yf- ir rekkjuna og dylst þar við vegginn unz karl hnígur dauður niður. Dregur hann nú líkið út úr hellinum og dysjar það þar; leggst síðan niður og sefur af til morguns. Þá kannar hann hellinn og finnur þar kistur miklar fullar af gulli og silfri. Hann tekur með sér svo mikið sem hann mátti með sér hafa, en skilur hitt eftir. Snýr hann síðan heim á leið og hefur sömu áfanga sem fyrr. Hittir hann fyrst karlinn í kotinu og færir hon- um þá gleðifregn, að faðir dótturbarna hans sé konungs- sonur, og segir honum. hvern- ig hann skuli fara að leysa hann úr álögum. Þakkar karl honum mikillega greiðann. Lítið sagði Þorsteinn um ferð- ir sínar, þótt bóndi spyrði. en þess gat hann, að dauður væri nú karlinn alvitri og mundi harla reimt í híbýl- um hans. Annað kvöldið kemur Þor- steinn á prestssetrið. Hann spyr prestsdóttur, hvort hana reki nokkuð minni til, hvar hún hafi lofazt honum Manga. Hún stokkroðnar. en segir þó að sig ranki við því. — Þar máttu leita staðarlykl- anna, segir Þorsteinn. Hún þakkar honum fyrir úrlausnina og útvegar honum gistingu um nóttina. Prestur spyr Þorstein. hvað hann segi tíðinda af karlinum al- vitra og hvort hann sé nú miklu fróðari en fyrr. Þor- steinn svarar fáu, en kveðst þó ekki vilja ráða neinum til að fara á fund hans. því að nú sé hann afturgenginn og óblíður gestum. Næsta kvöld kemur Þor- steinn til bóndans, sem sauð- ina vantaði. Fær hann þar góðar viðtökur og spyr bóndi hvers hann hafi orðið vísari. Lítjð lét Þorsteinn uppi um ferðir sínar, en seffir honum hvar sauðirnir séu niður- komnir. Bóndi kveðst eiga bágt með að trúa slíku um vin sinn, en revna megj hvað satt sé í því > f Segir nú ekki meira ' af ferðum Þorsteins fyrr en hann kemur heim i garðs- hom til karls og kerlingar Verða þau honum harla fegint Ekkert segir hann þejm þó um erindislok sín. Eftir þetta - fer Þorsteinn að maiina sig upp; gerir hann sér tíðfarið heim í kóngsríki. j leggur stund á vmsar íþróttjr og semur si.g mjög áð stiginná manna siðum enda skorti hann nú ekki fé til að haída’ sig sem bezt. Margir urðu Framhald. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.