Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 10
|0 SÍDA HðDVIUINN GWEN BRIST O W HAMINGJU LEIT og hendur úr þvottaíatinu sem stóð á hillunni. Mikki þvoði upp. Stefán togaði i pisin henn ar til að sýna henni fuglinn sem Risinn hafði gefið honum. Hún dáðist að honum og fór að hlæja svo dátt að Stefán tók undir, rétt eins og marglitur fugl vaeri hið skemmtilegasta í heimi. Isabel kom inn með föt sem hún hafði verið að gera við og Garnet bað hana að leika við Stefán. Þegar Risinn var bú- inn að þurrka sér um hendurn- ar, gekk hann frá speglinum og horfði á sjálfan sig með van- þóknun. j,Það er hörmung að sjá mig", sagði hann sorgbitinn. „Ég þarf að raka mig, fara í bað og skipta um föt". Hann sneri sér frá speglinum. „Segðu mér af John", sagði Garnet. „Hefur hann meiðzt mikið? Af hverju skrifar hann svona?" Risinn kom og settist við hlið- ina á henni. „Hann skrifaði bréfið með vinstri hendi. Hægri höndin er reifuð og í fatla". „Haltu áfram. Er hann meidd- ur víðar?" „Hann er líka með spelkur vlð hægri fótinn. Hann meidd-- lst í mjöðminnni og getur ekki gengið. Nei, nei, fðlnaðu ekki svona, honum batnar áneiðan-* lega". Risinn tók vínflöskuna og hellti í glas handa henni. „ Drekk þú þetta og svo skal ég segja þér allt af létta. Hann hefur góða aðhlynningu. Það er mað- ur f Santa Barbara sem býr vel um beinbrot. Þú mátt ekki vera honum reið. Gerðu það fyrir mig, Garnet, að vera ekki reið honum". HárgreiSslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavestf 18 HI. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJAENARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Simj 14662. hárgreiðslustofa austurbæjar (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — Garnet dró djúpt andann. „En er hann ekki reiður mér?" „Jú, að vísu", sagði Risinn. „En reyndu að skilja hann". Hann talaði eins og þau væru fullorðið fólk sem þyrfti að skiija barn og fyrirgefa því. „Ég þekkti John og þú ættir líka að vera farin að skilja hann. John er svo hræddur við sitt eigið hjarta". Hún hvíslaði: „Eg skil hann ekki. En ég elska hann svo heitt". „Það veit ég þú gerir", sagði Risinn. „Þú verður að fara til hans, því að hann getur ekki komið hingað. Ætlarðu að koma með mér til Santa Barbara?" „Auðvitað". „Það er gott," sagði Risinn. „Bað hann þig að koma með mig?" „Nei, það gerði hann ekki, en hann verður bálvondur út í mig ef ég geri það ekki." „Æ, Æ," sagði hún og hló eins og í uppgjöf. „Af hverju þurfti ég endilega að verða ástfangin af þessum þverhaus." „Nei, það veit ég ekki," sagði Risinn alvarlegur. Garnet vissi ekki að vangar 'hennar • voru tárvotuy fyrr en Risinn tók upp vasaklútinn sinn og þerraði þá.'Henni fannst sem ¦h£tt.Jiefði,a]ldreiv:|yrj: ,íundið cins greinilega hversu mjög hún þarfnaðíst hans. Þegar hún sá örkina með ójöfnu bukstöfunum, hafði kviknað í henni Iogi sem brenndi allt annað burt. Hún vildj John, og hann vildi hana. Hún ælaði að fara til hans og hún ætlaði einskis að kref jast af honum. John gat sagt að hann elskaði hana eða hann gat látið það vera, hann mátti lofa henni eilífri ást eða neita að gefa fyrirheit nema til næsta dags. Það var hið eina rétta, hvernig svo sem það yrði. Ef hún gæti fengið hann núna, ætlaði hún ekki að bera kvíðboga út af framtíðinni. Þessa skelfilegu mánuði hafði hún lært að meta ráð Florindu: Taktu það sem þú getur fengið og reyndu að gera gott úr því. Hún leit upp. „Segðu mér hvað kom fyrir hann." „Það skal ég gera." Hann hellti aftur i krúsina hennar. „Drekktu þetta, þú hefur gott af því." „Já, háltu áfram." „John sendi þér bréf með Pablo. Ég veit ekki hvað stóð i því. Pablo hafði meðferðis svar frá þér, en Pablo fór ekki beint heim á ranchóið. Pabló er yfir- leitt prýðispiltur, en í þetta sinn var hann ekki sem beztur. Hann stazaði á leiðinni til að heim- sækja vinafólk sitt, sem á fallega dóttur. I þetta skipti var dóttir- in fegurri en nokkru sinni fyrr, og Pablo ákvað að gifta sig. Það varhaldin mikil brúðkaupsveizla og Pab'lo settist upp og skemmti sér og drakk. Seint og síðarmeir kom hann til Torosa með nýju konuna sina, en þá var langur tími liðinn og John var fokreið- ur. John hélt, að þú hefðir ekki skrifað honurp " ,.Ot? hpfnv s það sem ég '¦ ¦ " ix hann trú- legf mbá reiðari?" „J< að skrifaðirðu honum eiginlega? Eitthvað um upphit- aða hálfvelgju? Ég skil það ekki". ,,Þú þarft ekki að skilja það," sagði Garnet. „Haltu áfram." Risinn hló og hallaði flösk- unni. Þegar Pablo kom loks með bréfið hennar var John í þann veginn að leggja upp til San Francisco. sagði Risinn. Eins og hún vissi, hafði John áhuga á að efnast, og hann var alltaf að finna nýjar leiðir til að vinna sér inn peninga. Nú bjuggu næst- um fimm hundruð manns í San Francisco, flestir bandaríkja- menn og fjórir fimmtu hlutar þeirra voru undir f ertugu, og allir voru vel stæðir. John var viss um að landið umhverfis San Francisco yrði mikils virði innan skamms og hann hafði nýlega keypt þar jörð. Léttlyndur rancó- eigandi í nágrenninu var nýdá- inn og hafði skilið eftir sig miklar skuldir og hluti af landi hans var seldur til að greiða þær skuldir. John hafði keypt það með aðstoð umboðsmanns og nú ætlaði hann að fara þangað og líta á landið. Hann var einmitt ferðbúinn þegar Pablo kom. John las bréfið frá Garnetu. hann frestaði ferðinni norður á bóginn og sagði þjónunum að hann ætiaði í staðinn til Los Angeles. Þetta var í verstu hit- unum í september — Garnet mundi sjálfsagt hversu heitt var þá. Vegna hitans hafði John ferðazt með ströndinni, þar sem meira vatn var að fá og betri boit handa hrossunum. „ÞaíS var í nánd við Santa Barbaxa," sagði Risinn, „sem John reyndi að stökkva yfir gjá. Hann he'fði getað riðið fyrir gjána en John var að flýta sér. Hann var líka reiður og honum hefði létt í skapi við að stökkva yfir gjánana. Hann reið græð- ingi, en gjáin var of breið. John kom illa niður. Pablo og nýja konan hans hjúkruðu John eins vel og þau gátu meðan hinir piltarnir riðu til Santa Barbara til að sækja hjálp til góðs fólks sem John þekkti þar. Það hét Lorca. Kom- ið var með börur og John flutt- ur til Santa Barbara og þar var náð í manninn sem batt spelk- ur við bein". „Varst þú þar?" „Nei, ég vissi ekkert um þetta. Ég hafði sjálfur verið í San Francisco. Rússneska skipið ligg- ur þar í höfn. Ég fékk far með því, en það siglir ekki fyrr en í vor, svo að ég fór suður á bóginn til að segja John að hann gæti fengið I bústofninn minn þegar ég færi. 1 Toroso sögðu þeir mér að hann hefði farið strandleiðina til Los Angeles, svo að mér datt í hug að gera slíkt hið sam og hitta hann og þig og Florindu. Þegar ég kom til Santa Barbara, komst ég að því, að hann var staddur hjá senor Lorca. Ég fór að heimsækja hann og fann hann vafinn 1 sára- bindi". s,Er hann alvarlega slasaður, Risi?" „Ekki til skaða. Honum batn- ar aftur. John er svo mikill auli, Garnet. Ég ætlaði að gefa hon- um bústofninn minn, en hann vildi ekki taka við honum nema borga fyrir hann. Hann er svo vitlaus". „Já, ég veit það. Líður honum mjög illa?" „Fyrst í stað hafði hann kval- ir og hita, en nú er hann hita- laus og finnur ekki til, ef hann vildi bara liggja kyrr. Hann hef- ur andstyggð á að liggja kyrr". „Hann hefur andstyggð á að vera bjargarlaus, það grunaði mig. Ó, Risi, þetta er annars ljóti maðurinn, af hverju skrif- aði hann mér ekki fyrr?" „Hann gat ekki skrifað og hann hefur víst ekki viljað láta neinn annan skrifa fyrir sig". Garnet hló. „Láttu mig þekkja hann. Hann sendi ekki boð eftir mér, vegna þess að enginn mátt- ur á jarðríki hefði getað fengið hann til að segja: „Ég er •.-¦eik- ur og hjálparvana og þarfnast þín". Hann hefði alls ekki skrif- að mér núna heldur, ef þú >efð- ir ekki verið að fara til Los Angeles hvort eð var og hann vissi að þú myndir segja mér að hann hefði slasazt". „Vertu ekki að spyrja mig, þegar þú veizt öll svörin sjálf", sagði Risinn rólegur. „Hvenær geturðu lagt af stað tíl Santa Barbara?" „A morgun. Isabei verður að taka Stefán af mér meðan ég er í burtu". „Ég tók með mér tvær konur sem geta stjanað við þig á leið- inni". „Nei, Risi þó, hvað það var hugulsamt". „Senora Lorca sagði að ég yrði að hafa konur með mér. Hún sagði að þú mættir ekld koma með mér nema fleira kvenfólk væri með í förinni. Það væri þér ekki sæmandi". Gamet gat ekki varizt hlátri. „Ég myndi treysta þér í sigl- ingu umhverfis jörðina, Risi". „Þakka þér fyrir". sagði Ris- inn. „Það myndirðu sjálfsagt gera, en ekki senora Lorca. Hún segir að ég sé slæmur maður. Mig langar i dálítið meira vín.( Má ég taka flösku úr hillunrií?" „Auðvitað. Haltu bara áfram". Hann fór að sækja vínið. Mikki gekk yfir herbergið og að bardyrunum. Hún heyrði hann segja: „Flöken Flinda, koma bolða baunil". Florinda kom inn. Hún gekk beint til Garnetar og tók sér stöðu fyrir framan hana með hendur á mjöðmum. „Risinn er trúlega búinn að segja þér frá John? „Auðvitað", sagði Garnet. Viðtal við frú ðnnu Framhald af 7. síðu. siðavendni hörð í þessum efn- um eins og annarsstaðar og kostaði mig oft vináttu. Og unnusti minn dvaldist oft erlendis og alltaf tók ég á móti honum á brautarpallinum með sannri gleði endurfundanna. Við héldum til Islands árið 1914. Nýtt líf blasti við mér á þessari elskulegu eyju í Norður- höfum. Hér mun ég bera beinin í Hrepphólakirkjugarði við hlið manns míns. g. m. SKOTTA Sunnudagur 23. júnj 1963 Þetta er olíumálverk aí mér. Hvernig ftinnst þér? Þetta er mjög fallegt og þó . . gaztu ekki haft skemmtilcgri svipT Ómögulegt. Málarinn ákvarð- ar slíkt . . . Eg þjarkaði um hann fyrirfram. verðið við I © Eng ftrtjBjt Srnjicate, Ine., 19G2. World righta rcacrvSl Hættu að horfa á blöðruna. Hlauptu. Aðalfundur FéScigs Kjötverzlana í Reykjavík Aðalfundur Félags kjötverzl- ana í Reykjavík var haldinn í húsi Slysavavarnafélags íslands v/Grandagarð, 22. maí s.l. Formaður félagsins. Viggó M. Sigurðsson, flutti skýrslu stjórn- arinnar frá liðnu starfsári, og sagði frá kjöri fyrsta heiðurs- félaga félagsins. j. C. Klein, og var hann hylltur með ferföldu Vr'-rahrópi. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Þorbjörn Jóhannesson, for- maður, og meðstjómendur: Þor- valdur Guðmundsson og J. C. Klein. Fyrir í stjórninni voru: Jón Eyjólfsson og Jónas Gunnars- son, Varamenn voru kjörnir , Jón B. Þórðarson og Jóhann Gunn— laugsson. Fulltrúi í 3tjórn Kaup- mannasamtaka íslands var end- urkjörinn Þorvaldur Guðmunds- son, en varamaður hans, Þor- björn Jóhannesson. Þorvaldur Guðmundsson lýsti fyrirhugaðri kiötmiðstöð, seim byggja skal á Kirkjusandi, en þar er um að ræða eitt mesta hagsmunamál kjötkaupmanna í Reykjavík. Uppboð Opinbert uppboð verð'ur haldið eftir beiðni Saka- dóms Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 11, hér í borg, miðvikudaginn 26. júní n.k. kl. 1,30 e.h. Seldir verða alls konar óskilamunir s.s. reiðhjól, fatnaður, töskur, úr, lindarpennar o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK. ByggingaráBunautur Kópavogskaupstaðar er til viðtals fyrir húsbyggjendur og aðra þá er Ieita vilja ráða hans kl. 17—18.30 mámi- daga miðvikudaga og föstudaga á bæjarskrifstofunni Skjólbraut 10 — Sími 17571. YDNDUÐ FALLEG ODYR Sfouvþárjónsson &co Jkftíaœtrœti 4- RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 ^^^/ | gín^ 24201 ?Sp»^^Bj|QRNSSON * CO* P.O. BOX 1M6 • tóYWAVllC

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.