Þjóðviljinn - 02.07.1963, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.07.1963, Síða 3
Þriðjudagur 2. júlí 1963 ÞI6ÐVILUNN SÍÐA 3 Njósnamál í Bretlandi I II® II •* NjósnaÍi í fimm ár og fór! Hein,s5)in9l kvenna lok,ð síian til Sovétríkjanna LONDON 1/7 — í dag hélt Edward Heath vara- utanríkisráðherra ræðu í neðri deild brezka þings- in og sagði að brezki blaðamaðurinn Harold Phil- by, sem á sínum tíma starfaði í utanríkisráðuneyt- inu, væri nú kominn austur fyrir járntjald. Heath sagði að Philby hefði njósnað fyrir Sovétríkin í fimm ár að minns'ta kosti áður en hann var beð- inn um að ganga úr utanríkisþjónustunni árið 1951. Philby er að því leyti viðrið- inn mál þeirra Guy Burgess og og Donald MacLean, sem frægt varð á sínum tíma, að talið er að hann hafi varað þá við þegar í ; óefni var komið þannig að þeir höfðu svigrúm til að hverfa áð- ur en öryggisþjónustan hremmdi þá. Hvarf í janúar Síðastliðin sjö ár hefur Philby dvalizt í austurlöndum og verið fréttaritari tveggja þekktra og virtra brezkra blaða, það er að segja sunnudagsblaðsjns Observ- er og vikuritsins Economist. Hann er sonur þekkts rithöfund- ar og vísindamanns, Saint John Philby. Hann hvarf frá Líbanon 23. janúar í ár og hefur ekki til hans spurzt fyrr en nú. Segir Heath að kona Philbys hafi feng- ið skilaboð sem virtust vera frá 300.000 horfðu á krýningu páfans VATIKANINU 30/6. — Páll páfi sjötti var í dag vígður á Péturs- torginu í Róm. I ræðu sinni tal- U Þant i heimsókn iBúdapest BUDAPEST 1/7. t Þant, fram- kvæmdastjóri Samcinuðu þjóð- anna kom í dag flugleiðis til Búdapest, en þar mun hann dveljast í tvo daga. Þetta er í fyrsta sinn sem O Þant hcim- sækir Ungverjaland. 1 kvöld ræddi framkvæmda- stjórinn í margar klukkustundir við Janos Kadar forsætisráð- herra. Ennfremur mun hann ræða við fleiri ungverska stjóm- málaleiðtoga um ýmis mikilvæg alþjóðamál og vandamál varð- andi Sameinuðu þjóðirnar. Gert er ráð fyrir að málefni Ungverja- lands muni einnig bera á góma, svo sem uppreisnin 1956, sambúð ríkis og kirkju og samband Ung- verjalands við Vatikanið. Á flugvellinum bauð Gyupa Kallai, varaforsætisráðherra 0 Þant velkominn með ræðu. f ræðu sinni sagði Ú Þant að hann væri mjög ánægður með það að hafa fengið tækifæri til að heim- sækja Ungverjaland. Ennfremur lýsti hann þvf yfir að hann fagn- aði mjög þeirri sakaruppgjöf sem vfirvöldin í Ungverjalandi hafa framkvæmt samkvæmt tillögu Janosar Kadars. aði páfi um einingu kristinna manna og sagði að á þessu sviði hefði Jóhannes XXIII. komið miklu áleiðis og myndi hann leit- ast við að halda því verki fyrir- rennara síns áfram. Kvaðst Páll þó gcra sér grein fyrir því hve umfangsmikið vandamálið væri og við ýmsa alvarlega örðugleika að etja. Síðan ræddi Páll páfi um stöðu kaþólsku kirkjunnar í heimi nú- tímans. Sagði- hann að heimurinn' leitaði eftir réttlæti, framförum og friði milli allra þjóða. Að lokum áréttaði hann þá ákvörðun sína að kalla kirkjuþingið saman á ný til frekari starfa. í ræðu sinni brá Páll fyrir sig níu tungumálum. Hann hóf mál sitt á latínu ,talaði síðan á ítölsku og frönsku og endaði á boðskap sem hann flutti á ensku, þýzku, spænsku, portúgölsku. pólsku og rússnesku. Mikill mannfjöldi var saman kominn á torginu er krýningin fór fram. Meðal viðstaddra voru belgísku konungshjónin og for- setar Irlands, Brasilíu og Italíu. Ennfremur gengu allir helztu fyrirmenn rómversk-kaþólsku kirkjunnar fylkingu á eftir há- sæti páfa sem borið var yfir mannþrönginni sem fagnaði á- kaflega. Talið er að um 300.000 manns hafi verið viðstaddir krýninguna en veður var hið bezta í Rómaborg. I öllum fang- elsum Italíu var í dag útdeilt aukamáltíð sem páfinn greiddi. eiginmanni hennar og hafi þau komið handan yfir jámtjaldið. , Heath skýrði frá þessu eftir að Verkamannaflokksþingmaðurinn ! Marcus Lipton hafði beðið um j nánari frásagnir af starfsemi Philbys. Hóí njósnir 1945 i Heath minnti á að 7. nóvember I 1955 hefði þáverandi utanríkis- ráðherra, Harold Macmillan skýrt þinginu frá því að ljóst væri að Philby væri í tengslum við kommúnista. Fram að þeim 1 tíma hafði ekki tekizt að afla gagna sem sönnuðu að Philby hefði varað þá Burgess og Mac- Lean við eða svikið land sitt á nokkum hátt. Hinsvegar sagði ráðherrann að brezka öryggis- þjónustan vissi nú, meðal ann- ars vegna ummæla Philbys sjálfs, að Philby hefði þegar verið far- inn að starfa fyrir Sovétríkin árið 1945 og að' hann hefði í raun og veru varað þá Burgess og MecLean við árið 1951. Óþægindi af hita í USA NEW York 1/7. — Mikil hita- bylgja hefur gengið yfir austur- hluta Bandaríkjanna undanfarn- ar tvær vikúr og valdið tajsverð- um óþægindum í borgunum. Út- blástursloft frá bifreiðum kemst ekki leiðar sinnar sökum lags af heitu lofti sem grúfir yfir mikl- um hluta landsins. Undir þessu „teppi“ er allt of lítil hreyfing á loftinu til þess að óhreinindin berist brott. Hitinn í New York og fleiri stórborgum á austur- ströndinni náði í dag 30 gráðum á Celsíus. Ekki ein báran stök Heath tók fram að Philby hefði ekki haft aðgang að neinum rík- isleyndarmálum síðan hann yfir- gaf utanríkisþjónustuna. Málsvari Verkamannaflokksins í utanrík- ismálum, Patrick Gordon Walk- er, gerði ýmsar athugasemdir við athafnir stjómarinnar viðvíkj- andi máli þessu. Þess er getið í fréttum að frá- sögn Heaths um starfsemi Phil- bys hefði virkað sem reiðarslag á þingheim. Þeir sem gerst fylgjast með gangi stjómmála í Bretlandi telja að mál þetta muni veikja aðstöðu Macmillans verulega. Koma hingað, set/ast að íMoskvu MOSKVU 1/7. — Píanóleikarinn frægi Vladimír Askenasí, sem nú dvelst ásamt ciginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, i Moskvu, sagði í gærkvöldi að hann og kona hans myndu halda flugleiðis til London í dag, dvelj- ast þar í tvo eða þrjá daga og fara síðan til íslands. Askenasí sagði að þau hjónin myndu snúa aftur til Moskvu til að setjast þar að og yrði það ekki síðar en í júlímánuði næstkomandi. Er þau Askenasi og Þórunn fóru frá London til Moskvu í mai sögðu þau að þau myndu einungis dveljast þar um skamma hríð. Hcimsþingi kvenna sem haldið var í Moskvu Iauk á laugardaginn. Þar hittust konur frá öllum heimshornum og ræddu vandamál liðandi stundar. Hér sjást konur frá Afríku, Asíu og Evrópu, sem skiptast á gjöfum. NýLady Hamilton LONDON 1/7 — Marylyn Rice- Davies nefnist 18 ára stúlka í Bretlandi. Hún er vinkona hinn- ar kunnu Christine Keeler og eitt aðalvitnið í má'inu gegn tízkulækninum Stephen Ward. í dag hélt hún frá London til Mallorcu og sagði við það tæki- færi að hún væri hæði alræmd og fræg. — Ég mun geymast í sögunni sem ný Lady Hamilton, sagði hún við þrjá bandaríska ferða- menn sem hittu hana á flugstöð- irini og jnntu hana eftir því hver hún væri. Lady Hamilton var eins og kunnugt er ástkona Nelsons flotaforingja, en Banda- ríkjamennimir höfðu aldrei heyrt getið um hana áður svq að ungfrú Rice-Davies yppti öxl- um og skálmaði um borð í flug- vélina. Ungfrúin var á Mallorca fyr- ir hálfum mánuði er hún fékk boð um að mæta fyrir rétti varðandi mál Wards læknis, sem ákærður er um að hafa lifað á vændismiðlun og aðstoðað við fóstureyðingar. Ungfrúin, sem í kunningj ahópi er kölluð Mandy, skýrði réttinum frá því að hún hefði á því tímabili er hún var í hvað nánustum tengslum við Ward hitt bandaríska leikarann Douglas Fairbanks yngri og haft kynmök við Astor lávarð. Kennedy í Rém - dræmar viðtökur RÓM 1/7. — í dag kom Kenn- edy Bandaríkjaforseti flugleiðis frá Mílanó til Rómar. Antoni Segni forseti ftalíu og ráðherr ar ýmsir tóku á móti honum á flugvellinum. Síðan yar forset- unum ekið hlið við hlið til for- setabústaðarins, Quirinala-höll- inni. Frétir herma að viðtökurn- ar sem Kennedy fékk hjá al- menningi í Róm hafi á engan hátt jafnast á við þær móttök- ur sem hann hefur fengið ann- ars staðar þar sem hann hefur komið við á þessu ferðalagi. Götumar voru svo til auðar og engin fagnaðarlæti að heyra né fána að sjá. í dag ræddj Kennedy við Segnj forseta í tvær klukku- stundir. Ennfremur átti hann fund með Leone forsætjsráð- herra, Ahtilio Piccionj utanríkis- ráðherra og ýmsum fleiri ráða- mönnum. Á morgun mun Kenn,- edy fá áheyrn hjá páfanum. Skömmu eftjr komuna til Rómar skýrði Pierre salinger, blaðafulltrúi forsetans. frá þvi, að Kennedy myndi fljúga heim til Washjngton annað kvöld. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að Kennedy gisti í Róm og færi ekki heim fyrr en á mið- vikudag. En ekki hefur verið skýit frá því hverju þessi sinna- skipti sæta. / landi frelsisgyðjunnar Krústjoff er enn í Berlín hinir leiStogarnir farnir BERLÍN 1/7. — í gær varð Walter Ulbricht ríkisráðsfor- maður í Austur-Þýzkalandi sjö- tugur og héldu margir forystu- menn sósía’istísku rikjanna tjl Berlínar af því tilefni. Skal þar fyrst frægan tclja Nikita Krústj- off sem þangað kom á föstudag og dvelst þar enn. Auk Krústj- offs komu til Berlínar ung- verski forsætisráðherrann Janos Kadar, pólski kommúnistaleið- toginn Wladys'aw Gomuíka. Antonin Novotny forseti Tékkó- slóvakíu og búlgarski flokksleið- toginn Godor Zhivkof. Þeir eru nú allir famir heim. Mikill mannfjöldj tók á móti Krústjoff er hann kom til Beri- ínar og var honum ákaft fagn- að. Walter Ulbricht bauð hann velkominn og sagði meðal ann- ars að á undanförnum áratugi 'nefði Krústjoff oftar en einu sinni bjargað heiminum frá hyl- dýpi kjamorkustriðsins. í svar- ræðu sinni sagði Krústjoff að sameiginleg markmið þeirra Ulbrichts væru að byggja upp sósíalismann og kommúnismann og tryggja heiminum varanlegan frið. Frá flugvellinum hélt Krústj- off og fylgdarlið til ráðhúss bqrgarinnar. Mikill mannfjöldi beið á götunum eftir að hinn voldugi maður færi þar hjá. Við ráðhúsið voru um 100.000 manns saman komnir og hlýddu á stutta ræðu sem Krústjoff hélt. Á sunnudaginn fór Krústjoff ásamt hinum stjórnmálaleið- togunum í bátsferð um Spree- fljótið. Talið er líklegt að þeir hafi þá rætt um ýms alþjóða- mál. í dag heimsótti Krústjoff sov- ézka henmenn í Wuengdorf-her- búðunum skammt frá Ber’.ín. „Þessi kyndill ætti að kozna að notum í Birmingham' t t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.