Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1963, Blaðsíða 8
8 síða---------------------------------------------------ÞIÓDVILIINN GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT 47 Risinn kom aftur inn í veit- ingastofuna. Hann hafði farið út til að athuga hvaða tjóni jarðskjálftinn hafði valdið. En það var ekki mikið. Lágu leir- húsin voru einmitt vel fallin til að standast jarðskjálfta. En mannfólkið var ekki alveg eins traust og öruggt og húsin sem það bjó í. Sumir höfðu far- ið í kirkju til að biðja um frið og öryggi. Aðrir leituðu að bömum sínum, þau höfðu hlaupið burt og horfið í há- vaxið, dökkt illgresið. Og einnig voru á sveimi þorparar í leit að ránsfeng og fólk sem ráfaði um í tilgangsleysi. Hemaðaryfirvöldin gerðu sitt bezta til að koma á röð og reglu. Verðir höfðu verið settir hér og þar til að koma i veg fyrir rán Og þjófnað og hjálpa skelkuðu fólki heim til sin. Risinn var stöðvaður hvað eftir annað til að hann gæti gert grein fyrir ferðum sínum. En hann var svo óvenjulegur í útliti. að her- mennirnir þekktu hann flestir. Þeir vissu að hann var mein- laus villimaður og þeir hl.ógu bara og hleyptu honum fram- hjá, þegar hann sagðist hafa farið út til að forvitnast og væri nú á leið til Silkys til að vemda kvenfólkið þar. Risinn barði á bakdymar. Mikki hleypti honum inn. Mikki sagði að ungflú Galnet og flök- en Flinda væru farnar upp. Ris- inn sagði honum að fara og leggja sig. sjáifur sagðist hann ætla að læðast upp til þeirra til að ganga úr skugga um að þær væru ekki lengur hraeddar. Hann tók kerti og gekk fram í Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINC og DÓDÓ Laugavegi 18 m. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. hArgreiðsldstofa AUSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — litla ganginn og læddist hljóð- lega upp stigann. Hann hafði aldrei komið upp á loftið áður, en hann vissi að ungu stúlkum- ar sváfu þarna megin á loftinu. Þegar hann litaðist um, sá hann tvær lokaðar dyr. Allt var hljót-t en ljósrák sást undan annarri hurðinni. Hann gekk að dyrunum að dimma herberginu og barði var- lega en fékk ekkert svar. Hann setti kertið á gólfið og opnaði dymar varlega. Þetta var her- bergi Garnetar eins og hann hafði grunað. Hún var steinsof- a-ndi. Stefán svaf líka í rúm- inu sínu. Risinn lokaði dyrun- um jafnvarlega og hann hafði opnað þær, tók upp kertið og barði að dyrum á hinu herberg- inu. Inni heyrði hann að einhver tók viðbragð. Florinda hrópaði: ,,Hver er þar?“ — Það er ég, sagði hann Nikolai Grigorievitsj Karakozov, Fagri Risi. — Fjandinn sjálfur, sagði Florinda önug. Hún opnaði dymar, en stóð fyrir honum svo að hann komst ekki inn. Hún hafði áttað sig og farið í ullarslopp utanyfir náttkjól- ínn,‘ en hún hafði' ekknágzt út- af. Hann sá rúmið bakvið hana og teppið hafði ekki verið tek- ið af því, Hún var hissa gremjuleg á svipinn. Hún spurði lágri röddu til þess að trufla ekki Gametu: — Nú, hvað viltu? — Ég ætlaði að vita hvemig þér liði. — Þökk fyrir, mér líður á- gætlega, sa-gði Florinda stutt í spuna. — Farðu bara og leggðu þig- — Ég held ekki, að þér líði á- gætlega. sagði hann, — og ég er að hugsa um að doka hér-na við dálitla stund. Blá augu Florindu virtu hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. — Litla blóm, sagði hún sneglu- lega. — Ég þarf enga barnfóstru. Af hverju geturðu ekki hypjað þig og leyft mér að sofa? — Þú sefur ekki. sagði Rjs- inn. Hún svaraði ekki og hann hélt áfram: — Gamet sefur. Hún er með frið í sinni, en þú ekki. Þegar taugarnar snúast upp í hnút, er ekki gott fyrir neinn að vera einn. — Apaköttur. sagði Florinda, en hún brosti til hans. — Það er kait hérna uppi. sagði hann. — Það er bezt við förum niður í eldhúsið og þar verðum við þangað til þér hitn- ar. Florinda hikaði. En það var kalt í herberginu og Risinn tók kertið hennar og rétti henni. Hún lét undan og þau héldu niður í eldhúsið. Florinda sat á veggbekknum meðan Risinn -skaraði í eldinn í stónni og bætfi á hann. Þegar eldurjnn blossaði upp, tók Florinda við- bragð og hún leit niður til að þurfa ekki að sjá hann. Risinn gekk til hennar og lagði stóran hramminn á öxl henni. — Flori-nda. sagði hann blíð- lega. Hún leit ekki upp. Hann tal- aði alvarlega. — Florinda, þú hefur ekki sagt mér hvers vegna þú varst svona ofsahrædd í kvöld. Það er betra fyrir þig að gera það. Það er ekki gott að ]oka eitthvað inni og láta sem það sé ekki tii. Florinda titraði eins og espi- lauf. Rödd Risans var einbeitt, næstum hörkuleg. — Þú sérð hendurnar á þér til æviloka, sagði hann. — Hanz-kar geta kannski leynt þeim fyrir öðru fólki, en þeir geta ekki leynf ömnum fyrir sjálfri þér. — Fjandinn eigi þig, sagði hún. — Fjandinn eigi þig. Hún losaði öxlina úr greip hans. Hún horfði enn niður fyrir sig þegar hún sagði: — Jæja. ég skal segja þér það. Það var barnið mitt. Litla telpan mín. Arabella hét hún. Risinn hrökk við. Hann vissi ekki að hún hafði átt barn. — Það var þess vegna sem ég varð svo hrædd, sagði Florinda. Hún var snögg i tali, næstum reiðileg. — Þegar eldurinn læst- ist í pilsið mitt. þá sá ég það fyrir mér aftur, það var ei-ns og það gerðist upp á nýtt. Það var þá sem ég æpti. Er það þetta sem þú vilt vita? Risinn svaraði ekki strax. Þegar hann tók til máls var rödd hans lág og þrungin sam- úð. — Þá var ekki undarlegt þótt þú æptir. Það er skiljanlegt að þú skulir ekkj geta hugsað um það. Svo hræðilegt glys. Florinda kreppti hnefana. — Það var ekkert slys. hvíslaði -hún milli samanbitin-na tanna. — Það var ekkert slys, Risi, hún, yar myrt. Risinn tók um báðar hendur hen-nar og hélt þeim fast. Eftir andartak leit Florinda á hann og” honum fannst aug-naráð hennar ráðvillt eins og í bami, sem orðið hefur fyrir hræði- legri reynslu. Hann settist á bekkinn hjá henni. — Það var drukkið villidýr sem drap hana. sagði Flori-nda. — Ég giftist honum vegna þess að hann sagðist skyldu hjálpa mér að ala hana upp. Ég vildi gjaman fá aðstoð til þess. Ég hafðj miklar tekjur í Skart- gripaskríninu, en ég hafði á- hyggjur af því hvað yrði um Arabellu ef ég dæi eða yrði fyrir slysi eins og móðir mín. Ég mátti ekki til þess hugsa að hún yrði ef til vill að búa í leiguhjalli með brotnum glugg- um eins og ég hafði gert, eða þurfa að vin-na frá átta ára aldri. Faðir hennar hafði ekki áhuga á henni. hann hafði aldrei séð hana, enda hafði ég ekki búizt við því. Hann var af fínni ætt og mjög ríkur, Hann vissi að ég hafði eignazt bamið og hann var örlátur. lét mig hafa peninga til uppihalds meðan ég gat ekki komið fram á sviðinu. En fjölskyldan var stór upp á sig og móðirin hefði alveg sleppt sér ef hún hefði fengið að vita að hann hefði verið í tygjum við leikkonu. Ég vissi að ég gat ekki treyst á hann ef eitthvað kæmi fyrir mig. Svo giftist ég man-ni sem hét William Cadwallader Mallory. Hann lét sem hann væri svo góður og hrifinn 3f Arabellu, en hann giftist mér vegna þess að hann var sjúkur í vín og fjár- hættuspil og fjölskylda hans hafði snúið baki við honum og hann þurfti á peningum að halda. Og ég átti peninga í banka-num, og ég glóði af dem- öntum og hann vissi að fengi hann mig með sér til fógeta-ns og léti gefa okkur saman, yrði allt þetta hans eign. Eg vissi það ekki, mér hafði aldrei flog- ið það i hug — svo mikið flón var ég. Florinda talaði hratt og slitrótt, það var ekki auð- velt að koma orðum að öllu þessu sem hún hafði byrgt inni í mörg ár. Risinn greip ekki fram í fyrir henni. Hún hélt á- fram; — Ég gat ekki fengið skilnað og ég gat ekki losnað við hann. Ég hætti i leikhúsinu og reyndi að fela mig. en hvert sem ég fór, þá fann hann mig, og hann var alltaf fullur og peningala-us. Einu sinni var hann tekinn fast-Uj. ásamt fleiri náungum fyrir slagsmál úti á götu, og dómarinn setti hann í fangelsi. Mér datt í hug að ég gæti far- ið úr borginni meðan hann var í fangelsi. þannig að hann fyndi mig aldrei framar. Ég ferðbjó mig og ætlaði að fara með skipi. Einn daginn var ég að strjúka tau. Ég hafði kynt myndarlegan eld, svo að járnin hitnuðu vel. Arabella — hún var þá tveggja ára — var á vappi og hafði hendur á öllu. Ég setti hana í stól hjá brúð- unum sínum og batt hana við stólinn með belti. svo að hún kæmist ekki að heitum jám- unum. Dótið mitt var útum allt í herberginu, sumt var búið að láta niður, skartgripimir mínir voru í kassa á borðinu. Ég söng meðan ég var að strjúka og Arabella reyndi að syngja líka. Ég brosti til hennar og hún hló líka, hún var svo indæl og elskuleg. Svo opnuðust dymar og þar stóð William Mallory. Florinda dró djúpt andann. — Fangelsisstjórinn hafði hleypt honum út. Hann hafði drukkið, en hann var ekki ofur- ölvi. Han-n reyndi að ná í skart- gripaskrínið, en ég greip þáð og jagði að það fengi hann ekki, því að bamið mitt ætti það. Hann sagði: „Til andskofans með lausaleikskróann þinn,“ hann sparkaði í stólinn og réðst á mig til að ná skríninu. Ég heyrði Arabellu veina, en hann þrýsti mér upp að veggnum og stóð fyrir mér svo að ég sá hana ekki. Ég lét skartgripa- skrínið falla í gólfið og barði hann með hnefunum. og þá sá yfir öxlina á honum hvað hann hafði gert. Hann hafði sparkað henni inn i eldinn. Ég hafði bundið hana við stólinn og hún gat ekki losnað. Hann hafði sparkað honum inn í hitann og fyrir augunum á mér var barn- ið mitt að steikjast lifandi. Rödd hennar dó út. En hún hreyfði sig ekki. — Ég trylltist alveg. Ég sló manninn í gólfið og stökk til telpunnar minnar. Stóllinn stóð í björtu báli. Ég gat losað hana. Hún var alelda. Ég fleygði henni á gólfið og vafði hana í teppunum til að slökkva eldi-nn. Ég veit ekki hvort ég æpti eða ekki. Ég veit það eitt að ég reyndi að slökkva eldinn og það var þefur af brenndu holdi í herberginu. Og svo skildi ég al.lt í einu að því var öllu lokið. Hún var dáin. Skartgripirnir lágu eins og hrá- viði um gólfið og Mallory var Þriðjudagur 2. júlí 1963 S KOTTA Svona er að hafa höfuðið öfugt á búknum og glápa á aðrar steipur! TILBOÐ Tilboð óskast í nokkrar fólks- og sendiferðabif- reiðir, sem verða til sýnis í porti Landssímans við Sölvhólsgötu 11, miðvikudaginn 3. júlí n.k., kl. 13—15. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Ránargötu 18, kl. 16 sama dag. Innkaupastofnun ríkisins. Útbob Tilboð ósk-ast í smíði glugga og hurða í 15 hús- einingar í raðhúsahverfi í Ytri-Njarðvík. Til- boðsgagna skal vitja á teiknistofunni Hjarðar- baga 26, Reykjavík, eftir kl. 13, þriðjudaginn 2. júlí. Skilafrestur er til föstudagsins 12. júlí kl. 13. Skúli H. Norðdahl — Ark. F.A.I. Stór sending aí hollenzkum heilsárskápum tekin u.pp í dag, þar á meðal kápur með loðskinnum. Bernharð Laxdal Kjörgarði. — Sími 14422. ^/&/&m RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Sc.ím^B;jörnsson 4 co - Sími 24204 .O. BOX 1MÍ - REYKMVlK bifreiðaleigan HJÓL Verð að flýta mér. Hvað er að drengnumT Uj berrassaðuri Mig langaði svo í íspinn*w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.