Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞIÓBVILISNK Laugardagur 6. júlí 1963 haidið heimilishagfræii Kennarafélagið Hússtjórn héit námskeið i heimiiishagfræði og aðalfund sinn í Húsmæðraskóla Eeykjavíkur, dagana 20.—24. júni Það er orðið að fastri venju, að félagið hefur smá námskeið eða röð fyrirlestra í sambandi við aðalfund. Að þessu sinni var tekin fyrir námsgreinin heimil- ishagfræði. Þessi erindi voru flutt á nám- skeiðinu: Hringrás peninganna. dr. Ben.iamín Eiríksson, banka- stjóri. Framleiðsla og neyzla, próf. Ólafur Bjömsson. Þjónusta bankanna, Einvarður Hallvarðs- son, skrifstofustjóri. Almanna- tryggingar, Guðjón Hansen tryggingafræðingur. Vísinda- grundyöllurinn, Torfi Ásgeirs- son hagfræðingur. Neytenda- samtökin, Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur. Gerð fjárhagsáætl- ana, Sigríður Haraldsdóttir. hús- mæðrakennari. Heimilishagfræði- kennslan í framkvæmd. Sigríður Haraldsdóttir. húsm.k. Þátttakendur námskeiðsins stofnuðu til „hópumræðna" um gerð fjárhagsáætlana. Auk bess flutti Baldur John- sen, læknir, erindi um þátt manneldisfræðinnar í húsmæðra- fræðslunni. Góður rómur var gerður að námskeiðinu og þótti það takast mjög vel. Félagið þakkar Framkvæmda- banka Islands vinsamlega og góða aðstoð veitta i sambandi við námskeiðið. Fundurinn gerðj eftirfarandi ályktanir: 1) Aðalfundur Kennarafélags- ins Hússtjórn ályktar að loknu námskeiði í heimilishagfræði að efla þurfi kepnsluna í þessari grein til Þess að vekja og auka ábyrgðarti’.finningu verðandi húsmæðra og ungmenna al- mennt um meðferð fjármuna, til bættrar afkomu heimilanna og þjóðfé'.agsins í heild. Fundurinn álítur heimilishagfræði mikil- ROYAL T-700 ódýrasta fjölskyldubifreiðin á markaðnum. Hefur reynzt afburðavel við íslenzka stað- háttu. Bifreiðin hefur sérstaklega byggðan undirvagn fyrir íslenzka vegi. Eyðsla 5—6 1. fyrir 100 km. Rúmgóð og þægileg. Kostar aðeins 114.000 krónur. Á bifreið- inni er ársábvrgð frá verksmiðjunni. Lögð áherzla á góða varahlutaþjónustu. KRÓM 0G STÁL Bolholti 6. Sími 11381. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 c , — Sími 24204 ^•"^BJÖRNSSON * CO. ,.o. »OX .1EYK3AVIK væga námsgrein. er sizt megi vanrækja i sambandi við hús- mæðrafræðslu í skólum og á öðrum t'ettvangi. 2) Aðaifundur Kennarafélags- ins Hússtjórn haldinn dagana 20.—24. júní 1963 telur, að reynslan hafi sýnt, að ráðu- nautastarfsemi Kvenfélagasam- bands Islands sé mjög vinsæl og vel þegin af heimilunum. Ósk- andi er þvi. að allt sé gert til þess að halda henni áfram. Fé- lagið skorar hér með á hús- mæðrakennara að afla sér fram- haldsmenntunar á þessu sviði — og taka síðan að sér ráðunauta- störfin. Nauðsynlegt er, að ráðunautarnir hafi samastað í Reykjavík, á skrifstofu, sem jafnframt vinni úr erlendum (og innlendum) rannsóknum og ann- ist upplýsingastarf fyrir hús- mæður. Þá telur félagið nauð- synlegt, að komið verði sem fyrst á fót rannsóknarstofnun heimilanna, sem starfi á svipuð- um grundvelli og í sambandi við hliðstæðar stofnanir á hinum Norðurlöndunum. Jafnframt bendir félagfð á þ.að, að nauð- synlegt er. að kaup og kjör ráðunauta K.í. séu þau sömu og hjá ráðunautum Búnaðarfé- lags fslands. Stjómin var öll einróma end. urkjörin. Hana skipa: Halldóra Eggertsdóttir, fonmaður. Vigdís Jónsdóttir, Steinunn Ingimund- ardóttir, Guðrún Jónasdóttir, Jakobína Guðmundsdóttir, Jak- obína Pálmadóttir. Anna Gísla- dóttir. Varastjóm: Dagbjört Jónsdóttir. Hanna Kjeld. ir Arsrit og tímarit Allmörg rit hafa borizt Þjóð- viljanum siðustu dagana og verður nokkurra þeirra getið hér. Það er fyrst að telja Arsrit Skógræktarfélags Islands 1963, myndarlegan bækling, um 120 lesmálssíður. Fremst í ritinu er minnzt tveggja látinna áhuga- manna um skógrækt á Islandi Matthías Johannessen á kvæði um Valtý Stefánsson ritstjóra, fyrrum formann Skógræktarfé- lags Islands, en Hákon Bjama- son skógræktarstjóri ritar um hann minningargrein og birt er kveðja frá stjórn Skógræktar- félagsins. Þá ritar Hákon Bjamason minningargrein um Áma Einarsson fyrrum bónda í Múlakoti. Einar G. E. Sæ- mundsen ritar grein um skjól- belti og fylgja henni margar myndir. Haukur Ragnarsson og Steindór Steindórsson skrifa um gróðurrannsóknir í Hallorms- staðaskógi, fræðilega grein með mörgum skýringartöflum og Helgi Hallgrímsson segir frá Hunangssveppnum, sem veldur miklum skemmdum á trjá- róðri erlendis en er ekki al- gengur hér á landi. Telur höf- undur þó að sveppur þessi geti reynzt hættulegur hinum ungu barrtrjám sem nú eru hvað óð- ast að vaxa úr grasi. Gras- og illgresiseyðing í skógi og skjól- beltum er nafn á grein eftir Hauk Ragnarsson og skógrækt- arstjóri gefur ýtarlegt yfirlit um starf Skógræktar ríkisins á sl. ári. Ritstjóri ársritsins, Snorri Sigurðsson segir frá störfum skógræktarfélaganna árið 1962. Segir þar m.a. að Skógræktarfélögin hafi á árinu gróðursett samtals 730 þúsund plöntur eða 58% af plöntufram- leiðslunni. Ennfremur eru í ársritinu fréttir af félagsstarfi og birtur reikningur Skógrækt- arfélagsins fyrir síðasta ár. Þriðja hefti Leikhúsmála, hins myndarlega tímarits sem hleypt var af stokkunum síðla vetrar, er komið. Þar ritar Har- aldur Bjömsson leikari minn- ingargrein um önnu Borg og eru birtar með greininni marg- ar myndir af hinni látnu leik- HANS PETERSEN HF Sími 2-03-13 Bankastræti 4» konu í ýmsum leikgervum. Sagt er frá veitingu Silfurlampans til Gunnars Eyjólfssonar og birt stutt viðtal við Jón Betúelsson skósmið og prédikara, sem margir telja að sé fyrirmynd einnar persónunnar í leikriti Jökuls Jakobssonar „Hart í bak", Stígs skósmiðs. Dómar eru í blaðinu um óperusýning- una í Þjóðleikhúsinu og sýn- ingu Grímu á einþáttungum Odds Bjömssonar, spjall um talað mál í útvarpinu, þáttur um kvikmyndir, tónlistarþáttur, Sigurður Grímsson heldur á- fram að rifja upp leiklistarann- ál liðinna ára, bókafréttir og leikhúsfréttir af innlendum og erlendum vettvangi. Þá er birt- ur listi irfir listahátíðir sumars- ins erlendis og síðari hluti leik- ritsins Eðlisfræðingamir eftir Dúrrenmatt. I 5.-6. tbl. Sjómannablaðsins Vlklngs er m.a. birt framhald greinaflokks um upphaf vél- væðingar í Vestmannaeyjum. Slys á sjó er fyrirsögn á einni greininni, viðtal er við Tómas Guðjónsson vélstjóra, greinin Brautryðjendastarf á sviði smokk- og kúfisksöflunar, marg- ar smærri greinar, sögur. skríti- ur, minningarorð og fréttir. Jóhann Gunnar Hall. kart- öflu-kóngur Garðabyggðar í N- Dakoda er maður mánaðarins í Heima er bezt, júlí-hefti bessa árs. Þar segir Bjöm R. Áma- son ennfremur frá Jóhanm Jónssyni frá Hofi, birt er fram- hald greinar Jóns Sigurðsson- ar, Yztafelli, Frá Norðurhjara, framhaldssögur, ýmsar smærri greinar, ljóð. sögur o.fl. 17500 Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS 142 nemencfur í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar Tónlistarskóla H afnarfj arð- ar var sagt upp að loknum nemendatónieikum i Bæjarbíói, þann 4. maí s.l. Skólinn tók til starfa 1. október s.l., en var settur í Bæjarbíói 16. nóvember með stuttum tón- leikum kennaranna. Ný deild fyrir 5—8 ára böm tók til starfa 1, nóvember; kennt var eftir aðferð Carls Orff. Tónlistamámskeið fyrir unglinga og fullorðna var hald. ið á hverju mánudagskvöldi allan veturinn. Að öðru leyti var kennslufyrirkomuiag með svipuðu sniði og undanfarin ár. Félag ísl. békaverzlana Aðalfundur félags íslenzkra bókaverzlana var haldinn þriðjudaginn U. júni s.l. Formaður félagsins, Lárus Bl. Guðmundsson, flutti skýrslu stjómarinnar um störf félags- ins á liðnu ári. Lárus Bl. Guðmundsson var endurkjörinn formaður félags. ins til eins árs. Meðstjórnendur tll tveggja ára voru kosnir: Kristinn Reyr og Kristjén Jónsson. Meðstjórnandi til eins árs. var kosinn Jón Baldvinsson. Fulltrúi í stjórn Kaupmanna- samtakanna var kosinn Lárus Bl. Guðmundsson, en til vara Kristján Jónsson. Fundurinn gerði einróma á- lit um verðlagsmál. þess efn- is, að afnema bæri nú þegar verðlagsákvæði á ritföngum og panpírsvörum hvers konar. (Frá Kaupmannasamtök- um fslands). Aðalfundur Skókaupmanna- félagsins var haldinn í skrif- stofu Kaupmannasamtaka Is- lands að Klapparstíg 2'6. 8. febrúar s.l. Formaður félagsins, Lárus Jónsson. flutti skýrsju stjóm- arinnar. Gjaidkeri féiagsins. Pétur Andrésson, flutti fram reikn- inga. — Varamenn í stjórn voru kosnir: Frú Ágústa Ói- afsdóttir og Bergur Kristins- son. Endurskoðehdur voru enöur- kjömir. þeir Masnús Víglunds. son og Bjöm Ófeigsson. Fulitrúi í stjórn Kaupmanna- samtakanna var kosþnn Pétur Andrésson og varamaður hans Lárus Jónsson. (Frá^ Kaupmannasamtök- um fslands). LjósmæBraskóH íslands: Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára. Heilsuhraustir, heilbrigðisástand verður nánar athugað í Landspítalanum. Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaskólaprófi ganga fyrir öðrum. Eiginhandar- umsókn sendist forstöðumanni skólans í Landspítalanum fyrir 31. júlí n.k. Umsókninni fylgi aldursvottorð, heil- brigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðursumdæmi að loknu námi, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. LANDSPÍTALINN, 5. júlí 1963. Pétnr H. J. Jakobsson. Attí.s UmsækjenSur ljósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á umsóknina greinilegt heimilsfang, og hver sé næsta simstöð <«0 tídmiS þeirTa. 142 nemendur voru í skól- anum þennan vetur. Kennar- ar. auk skólastjórans Páls Kr. Pálssonar, voru 5. Á nemenda- tónleikunum kOmu fram nær fimmtíu nemendur með einléik og samleik alls konar. Húsfyll- ir var og undirtektir áheyr- enda mjög góðar. — Þetta var 13. starfsár skólans. 8111 PIONIISIAN LAUGAVEGI 18^ SIMI 19113 HÖFUM KAUPANDA AÐ 3—4 herbergja húsl í ná- grenni Reykjavíkur með stórri lóð. Góð útborgun. TIL SÖLU 2 herb. ný ibúð við Aust- urbrún. 2 herb. íbúð í Selási í smíð- um. 3 herb. íbúð við Sogaveg. Otb. 100 bús.. 3 herb. nýstandsett íbúð við Bergstaðastræti. sér- inngangur og sér hiti. Góð kjör. 3 herb. hæð og 2 herb. í risi við Kárastíg. Sérinn- gangur. sér hiti. Utb. 175 þús. 3 herb. efri hæð við Óð- insgötu, sér inngangur. S herb. ný og glæsileg íbúð i Laugarnesi. 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fyrstu hæð, 1. veðr. laus 3 herb. hæðir 90 ferm. í tímburhúsi við Engjaveg. Góð kjör. 3 herb. stór kjaliaraíbúð Langhoitsveg. Sérinn- gangur. 3— 4 herb. glæsileg íbúð við Safamýri. næstum full- gerð. 4 herb. góð jarðhæð við Ferjuvog. Sérinngangur. 1. veðréttur laus. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg með bílskúr innréttuðum sem verk- stæði. 1. veðr. laus. 4 herb. hæð með allt sér við Öðinsgötu. Verkstæð- ispláss á jarðhæð. 5 herb. rúmgóð hæð við Sogaveg. Góð kiör. 5 herb. glæsileg (búð i Högunum, I. veðr. laus, f KÓPAVOGI: Efrl hæðir í tvíbýlishúsum i smíðum. Allt sér. Parhús í smíðum við Birki- hvamm. Arkitekt Sigvaldi Thordarson. 3 herb. íbúð. 100 ferm., í smíðum við Reynihvamm. Allt sér. 3 herb. hæð í timburhúsi við Nýbýlaveg. 1. veðr laus. Góð kjör. Raðhus við Álfhólsveg. 5 herb. ig eldhús. Einbýlishús við Lyng- brekku. 5 herb og eldh Höfum kaupendnr með miklar útborganir að: 2 herb. (búðum í borginni og f Kópavogi 3 herb. ibúðum f borginni og i Kónavogi. 4— 5 herb. hæðum f borg- inni og f Kópavogi Einbýlishúsum helzt við siávarsfðuna I smiðum f Gai-ðahreppi glæsilegt einbýlishús. Hafið samband við okkur ef bið þurfið að kaupa eða selja fasteignir Tannlækningastofan Blönduhlíð 17 verður lokuð til 15. ágúst. Rafn Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.