Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 3
ÞIÖÐVILHNN SfÐA 3 Laugardagur 6. iúli 1963 Deilur Kínverja og Rússa: Litlar horfur eru nú taldar vera á sáttum MOSKVU 5/7 — Síðari hluta föstudags kom lil Moskvu nefnd kínverskra kommúnista. Mun hún ræða við íremstu menn kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna um deilur þær, er nú eru uppi milli kommúnistaflokka þessara landa. Á flugvellin- um var mættur um 200 manna hópur Kínverja. Tók hann lönd- um sínum 'með miklum fögnuði, en sovézkir blaðamenn létu sér fátt um finnast. Formaður sovézku nefndarinnar er Mikail Suslov, og tók nefndin á móti Kínverjunum á flugvellinum. Formaður kínversku nefndarinnar er Teng Hsiao-Ping. Dipló- matar vesturveldanna í Moskvu telja það harla ósennilegt, að takast megi á þessari ráðstefnu að leysa þau vandamál, sem upp hafa komið í hugmyndafræði flokkanna. Eins og kunnugt er af fréttum hafa mjög harðnað deilur komm- únistaflokka þessara landa að undanförnu. Fáum tímum áður en kínverska sendinefndin kom til Moskvu afhenti kínverska stjórnin sendiherra Sovétríkj- anna í Kína harðorð mótmæli gegn xeirri ráðstöfun sovézku stjórnarinnar að vísa úr landi fimm Kínverjum. Var þeim gef- ið að sök að hafa gert opinbert harðort bréf kínverskra komm- únista um stefnu Sovétstjómar- innar og Kommúnistaflokks Ráðstjómarríkjanna. Verja Kín- verjar starfsemi þessara manna 1 Sovétríkjunum og halda því fram, að það sé fullkomlega eðlilegt að sendiráð sósíalistísks ríkis dreifi slíkum skjölum í öðru sósíalistísku ríki. Slíkt hafi jafnan verið venja, og hafi sendi- ráð Sovétríkjanna í Kina einnig gert það. Mindszenty senn iaus VÍN 5/7 — Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi, Jó- sef Mindszenty. kardínáli, getur e.t.v. sótf kirkjuþingið í Róm nú í haust. Er frá þessu skýrt í Vín og haft eftir ábyrgum mönnum. Kardínálinn hefur set- ið í bandaríska sendiráðinu í Búdapest frá því uppreisnin varð í Ungverjalandi. Fyrr á árinu fóru fram við- ræður milli páfastóls og ung- verskra yfirvalda um mál kardínálans, en þær viðræður féllu niður við lát Jóhannesar páfa. Það er hald manna, að viðræðurnar verði teknar upp aftur í náinni framtíð. Erfiðast viðureignar hefur það verið, hver taka skyldi við af Mindsz- enty. Ungverska ríkisstjórnin er sögð hafa stungið upp á Endre Hamvas. biskupi. en páfastóll er sagður honum mjög mótfall- inn. Aðrir, sem til greina koma, eru Vincze Tomek o;g biskupinn Mihaly Endredi. Tomek hefur búið í Róm frá því 1947. Páfastóll mun væntanlega krefjast þess, að trúarbragða- fræðsla verði leyfð í landinu og að skipað verði í sex auð bisk- upsembætti. Ejnnig vjll páfa- Stóll fá meirj áhrif á stjórn kirkjunnar. Heimildarmenn fréttarinnar í Vínarborg halda því fram, að öll þessi vandarnál væru nú leyst. ef Jóhannes páfi hefði lifað nokkrum vikum lengur. Það var ekki fyrr en hálfum sjöunda tíma eftir komu Kín- verjanna sem Tass — fréttastof- an í Moskvu tilkynnti komu þeirra. Þegar eftir komuna voru Kínverjarnir gestir sovézku nefndarinnar, og skáluðu þeir Suslov og Hsiao — Ping þar hvor fyrir öðrum. Suslov er einn fremsti Marxisti Sovétríkjanna, Hsiao — Ping er aðalritari kín- verska kommúnistaflokksins. Kínverjarnir munu trúlega búa í gestabústað Sovétstjómar- innar á Lenin — hæðinni í Moskvu. Það framgengur ekki af tilkynningu Tass — fréttastof- unnar hvort viðræður séu þeg- ar hafnar. Áður höfðu borizt um það fréttir, að þær myndu hefj- ast þegar síðari hluta föstudags. Ekkert er um það vitað, hve lengi viðræðumar munu vara, en trúlegt er talið, að það verði aðeins fáa daga. Ekki er nema að litlu leyti vitað um afstöðu annarra komm- únistaflokka til þessarar deilu. Þó virðist sem Kínverjar fái fremur lítinn stuðning við stefnu sína, og einna helzt frá komm- únistaflokkum Asíu. Hélzta deilumálið er talið vera það, að hve miklu leyti skuli grípa til styrjaldar “tll ‘að' úttJffeiða komm- únismann. Kínverjar hafi látið þá skoðun í Ijósi, að Sovétríkin óttist um of kjarnorkustyrjöld og hindri þetta starfsemina. Sovétríkin undirstriki hinsvegar nauðsyn friðsamlegrar sambúðar, og haldi þvi fram, að heims- styrjöld sé brjálæði á tímum atómsprengjunnar. Telji þau, að kommúnisminn muni sigra í kalda stríðin í krafti yfirburða sinna og með fordæmi sínu. Þó afneiti þau ekki með öllu beit- ingu hervalds undir vissum kringumstæðum. 1 tilkynningu frá miðstjóm kínverska kommúnistaflokksins segir, að nefndin fari til Sovét- ríkjanna þrátt fyrir mistúlkanir, ásakanir og árásir, sem sovézkir i kommúnistar hafi gert sig seka j um gagnvart kínverskum komm- ! únistum. Áður var þess getið : til, að hætt yrði á síðustu stundu ! við för Kínverjanna, þar eð birt j var í gær í Pravda mjög harð- j j orð grein í garð Kínverjanna. j ! Miðstjómin segir nefndina hafa 1 fengið fyrirmæli um það að i svara greininni, og eigi nefndin ! að gera sitt ítrasta til þess að koroast að samkomulagi í deil- um þessum. Þykir þessi tilkimn- I ing miðstjórnarinnar ein sú hóg- I værasta, sem frá Kínverjum hef- j ur komið undanfarið. Portúgölum vísað frá QENF 5/7 — Á alþjóðlegri kennslumálaráðstefnu, sem hald- in er í Genf á vegum Unesco, var Það ákveðið, að meina Portúgal að taka bátt í störf- um ráðstefnunnar. Ástæðan fyr- ir þessu er stefna Portúgala í nýlendumálum. Það eru Afríkuríkin á ráð- stefnunni. sem að þessu standa. Portúgalski sendifulltrúinn Fern. ando Pereira lýsti því yfir í dag. að sér hefði verið meinað- ur aðgangur að sölum ráðstefn- unnar. Kvað hann þetta ólög- legt -og myndu Portúgaiar mót. rnæla bæði opinberlega ög form. lega. Fundur æðstu manna Afríkuríkja í Addis Abbea hef- ur hvatt til þess, að Suður- Afríka og Portúgal séu útilok- uð frá alþjóðaráðstefnum. Á fimmtudag neituðu Portúg- alar að yfirgefa salinn og leiddi það til þess, að fulltrúar Asíu- ríkja gengu af fundi í mótmæla- skyni. Afríkuríkin hafa ]ýst því yfir, að þau muni beita slíkum aðgerðum á öllum þeim al- þjóðaráðstefnum, þar sem Port- úgal og Suður-Afríka eiga sæti. Veli Merikoski fer til Sovét HELSINGFORS 5/7 — Utanrík- isráðherra Finnlands, Veli Meri- koski, fer í heimsókn til Sovét- ríkjanna í miðjum ágúst. Fer hann þangað í boði Andrei Gromiko, utanrikisráðherra Sov- étrikjanna. Ferðin mun taka hálfan mánuð og er ekki opin. ber heimsókn. Gomulka deilir á pólska biskupa VARSJÁ 5/7 — Leiðtogi pólskra kommúnista, Wladyslaw Gom- ulka, lét svo um mælt í dag, að nauðsynlegt væri að efla sósí- alistískan hugs^narhátt. Hann kvað helztu trúarstofnanir ’andsins ekkj mega sýna neina linkind í því máli. Gomulka hélt þessu fram í þriggja tíma langri ræðu er hann hélt á fundi í miðstjóm kommúnisfaflokksins pólska. Fjallaði ræðan um menningar- leg og hugmyndafræðileg vanda- mál. Gomulka noitaði tækifærið til að gagnrýna óábyrga og nið- urrífandi gagnrýni margra pólskra blaðamanna. Einkum veittist hann hart að stórum og vinsælum vikublöðum. Kvað hann þau einkum og sér í lagi teggja áherzlu á alls konar æsi- fregnir og sýna sjúklegan áhuga á þ'finu í hinum vestrænu lönd- um svo og einkalífi kvikmynda- leikara. Einnig hélt Gomulka því fram, að sósíalistískur hugsunarhátf. ur kæmi hvergi nærri nóg fram i verkum ýmissa sagnfræðinga og hagfræðinga í Póllandi. Þeir hefðu enn tilhneigingu til Þess að halda dauðahaldi í borgara- legar skoðanir. Sömu tilhneig- ingar kvað hann gæta hjá pólskum rithöfundum, kvik- myndamönnum og leikhúsmönn- um, þeir væru um of háðir starfsfélögum sínum í Frakk- landi og Bandaríkjunum. Þá gerði Gomulka harða hríð að biskupum landsins. Kvað hann þá ekki fylgja stefnu Jó- hannesar páfa. Afturhaldshópa kvað hann hafa hlotið stuðning innan kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. Væru þessir hópar einkum að verki þegar fyrir kæmu tímabil með fjárhags- vandræðum og alþjóðlegri spennu. — Vor tíð ber öll merki bar. áttunnar milli kapítalismans og kommúnismans, sagði Gomulka. í þeirri baráttu kvað hann trú- arstofnanir landsins verða að taka afstöðu. Kvað hann pólsk- um biskupum nær að skipta mönnum í hópa með eða móti siríði í stað þess gð skipta þeim með eða móti kommúnismanum. Fyrir fácinum dögum mótmæltu negramir í St. Louis í Missouri kynþáttaaðskilnaðinum í skólum borgarinnar með því að koma saman á götunum og halda þar kyrru fyrir með kröfuspjöld sin á lofti. Eins og myndin sýnir lamaðist umferðin algjörlega, en ekki er getið um að til átaka hafi komið við lögreglu í þetta sinn. De Gaulle og Adenauer: Ekkert samkomu- iag um aðild Breta BONN 5/7. — Þcisn de GauIIe, Frakklandsforseta, og Konrad Adcnauer, kanzlara V.-Þýzka- lands, tókst ckki að komast að samkomulagi um það, hver vera skuli tcngsl Englands við Efna- hagsbandalagið. Viðræður þeirra hafa staðið í tvo daga. Er þeim Iauk var það tilkynnt í Bonn, að málið yrði tckið til meðferðar á næsta ráðherrafundi Efnahags- bandalagsins, en hann hefst þann IX. júlí næstkomandi. Talsmaður vestur-þýzku stjóm- arinnar, Gúnther von Hase, lét svo um mælt, að aðilar hefðu 1- hugað ýmsa möguleika út frá því meginsjónarmiði, að komast yrði að sem frjálslegustu fyrirkomu- lagi, sem ekki gerði það nauð- synlegt að koma á fót nýjum stofnunum. Á þessu stigi máls- ins hefði þó ekki tekizt að kom- ast að neinu ákveðnu samkomu- lagi, sem leggja mætti fyrir ráð- herrafundinn í Brussel. Það kemur einnig fram í sam- eiginlegri tilkynningu um við- ræðumar, að löndunum tveim hefur heldur ekki tekizt að kom- ast að samkomulagi um lausn erfiðasta vandamálsins, nefnilega hvemig fá megi sameiginlega stefnu í landbúnaðarmálum. Einkum er það verð á komi, sem vandræðum veldur. í tilkynning- unni segir, að það mál verði að ræða við hin aðildarríkin, þar eð þetta mál snerti alla en sé ekki einkamál Frakklands og Þýzka- lands. Það sem helzt hefur jákvætt komið af viðræðum þessum er sú ákvörðun, að árlega skuli að Njésnahrinpr rofinn TEL AVIV 5/7 — Lögreglan í Tel Aviv tilkynnji þag á föstu- dag, að komizt hefði upp urn mjkinn njósnahrjng Araba, sem í landjnu búa. Uppljóstranir þessar eru að þakka eða kenna arabíska njósnaranum Hassan Abdul Hamid, en hann var fyrir skömmu dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Egyptalands. minnsta kosti hálf milljón ungs fólks frá hvoru landi heimsækja hitt. Hefur stofnun sú, er þetta mál annast, fengið til sinna um- ráða fé, sem nemur 420 milljón- um íslenzkra króna. De Gaulle hefur að vanda ver- ið vel tekið í Þýzkalandi, og eru Vestur-Þjóðverjar einkum á- nægðir með það, að hann virðist treysta arftaka Adenauers, Lud- wig Erhard, að fullu. 1 einka- samtali við Erhard lét de Gaulle þess getið, að hann hefði á hon- um óbifandi traust, og hvað svo að orði. að „þegar allt kæmi til alls væru þeir innblásnir af hin- um sömu, frjálslyndu hugmynd- um.“ Norræn! nám- skeið í sveitar- félagastjérn Dagana 14,—20. júli næst- komandi verður haldjð í Hjndsgavl í Danmörku nor- rænt námskeið í stjórn sveit- arfélaga. Helztu dagskrármál á nám- skeiðinu verða: 1. Fjármál sveitarfélags. þar sem skatfar eru greiddjr Um leið og tekna er aflað. 2. Umsjá sveitarfélaganna með e’dra fólki. 3. Áhrif sveitarstjórna á svæðaskipulagningu með hlið- hjón af staðsetningu atvinnu- fyrirtækja og dreifingu byggð- ar. Auk þess verður fjallað um samanburð á sveitarstjóm á Norðurlöndum o.fl. Þeir, sem hefðu hug á að taka þátt í þessu námskeiði láti um það vita á - Skrifstofu Sambands íslenzkra sveitarfé- laga. sem veitir nánari upplýs- ingar. Gert er ráð fyrir tveimur þátttakendum frá íslandi. (Frá Sambandi íslenzkra sveifarfélaga)’. Hrésar mjög Krústjoff MOSKVU 5/7. Varavamarmála- ráðherra Sovétríkjanna, Kon- stantin Rokossovski, lagði i dag árerzlu á þann þátt, er Krústj- off hefði átt i því, er Rússar sigruðu Þjóðverja við Kursk Bend 1943. í grein í Pravda segir Rokossovski, að sókn Þjóðverja þá hafi verið ein hin hættulegasta í innrásarstríðinu. Aukakosningar LONDON 5/7 — Síðastliðinn fimmtudag fóru fram aukakosn- ingar í tveim kjördæmum í Englandi. Verkamannaflokkur- inn hélt þingsætinu í báðum þessum kjördæmum. Voru yfir- burðir flokksins sýnu meiri nú en við síðustu kosningar. Hlýtur traust RÓM 5/7 — Hin nýmyndaða minnihlutastjórn Giovannis Le- one fékk traustsyfirlýsingu hjá senatinu á föstudagskvöld. Allir ráðherrar stjórnarinnar eru úr flokki kristþegra demó- krata. 133 greiddu atkvæði með ríkisstjórninni. 110 á móti, en 76 greiddu ekki atkvæði. Maloysia stofnuð LONDON 5/7 — Viðræður þær, sem fram hafa farið um stofnun Malaysia-sambandsins, héldu á- fram í nótt og er nú talið, að komið sé yfir erfiðasta hjallann. í morgun var allt útlit fyrir, að málinu væri borgið. Forsætisráðherra Singapore lét svo um mælt eftir næturfund, sem staðið hafði í hálfan ellefta tíma, að nú lægju málin að mestu Ijós fyrir. Samningamenn- imir munu hittast í dag og leggja þá síðustu hönd á verk sitt. í gær höfðu viðræðumar nærri því stöðvazt, og forsætisráðherra Malaya lýsti því yfir, að hann gæti eins tekið föggur sínar og farið, ef Singapore lét ekki af ósanngjörnum kröfum sínum. Ekki varð þó af slíku. Samkvæmt áætluninni á Malaysia-sambandið að ná yfir Malaya, Singapore og þrjú brezk svæði á Norður- Bomeo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.