Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 1
Stóra myndin sýnir hversu kirkjubyggingunni á Skólavörðuhæð er lang't komið, en minni myndin er af kirkjulíkaninu. Geta lesendur nú borið saman og jafnvel gert sér það til dund- urs, að draga útlínur kirkjunnar, aðalskips, turns og úthýsa, inn á stóru myndina — og þó óvíst að myndarstærðin hrökkvi til, því að kirkjuturninn á að verða hár, yíst einir 75 m. Poul Reumert af- hendir Þjóðleik- húsinu fagra gjöf ■ í gær afhenti Poul Reumert, leikari, Þjóðleikhúsi ís- lands að gjöf mólverk af konu sinni, frú Önnu Borg. Að viðstöddum menntamálaráðherra og Þjóðleikhúsráði af- henti Reumert myndima- Hann flutti stutta ræðu, kvað á slíkri stundu ekki hæfa mörg orð. Konu sinnar minntist hann fagurlega, kvað hana hafa unnað íslandi fraimar öllu öðru, ekki aðeins fjölskyldu sinni og-þjóð heldur einnig hinni íslenzku jörð- ■ Þjóðleikhússtjóri þakkaði með ítarlegri ræðu Málverk- ið af frú Önnu hefur Herman Wedel gert, en hann er mjög þekktur málari danskur. Líti! síldveiði / gær Mjög lítil síldveiði var í gær enda bræla á miðunum og því hvarvetna dauft yfir í síldarbæj- um nordanlands og austan. Nokkur skip fengu þó reytings- afla í fyrrinótt suðaustur af Kol- beinsey og var þar þá sæmilegt veður. öll síldin sem veiddist fór til söltunar. v iiimw ii mjinwKnmjWJ} M : : > : ' ” anŒBkÉIl S 'm I 1 i m I im 1m i **! i*i -ife ffiMpiLL. 1 1 | # ' a| gpsí Fyrirsögnin, kiikjumyndin og myndatexti á hinu norska blaði. Undir myndinni af Skálholtskirkju stendur: Den nye domkirke pá Skálholt, tegnet av Magnus Poulsen. Er það minn eða þinn sjóhattur? Teiknaði Norðmaður Skálholtskirkju? Elns og flestum landsmönnum mun nú kunn- ugt, verður hin nýja Skálholtskirkja vígð um næstu helgi. Á fundi með blaðamönnum fyrir skömmu skýrði framkvæmdanéfnd hátíðarinnar frá tilhögnn. Þar var og mættur húsameistari rík- isins, Hörður Bjamason. Sagði hann nokkuð frá hinni nýju kirkju, og var ekki annað á honum að heyra, en að hann hefði teiknað hana einn. Ekki eru þó allir því sammála. í íslandshefti norska blaðsins Norges Handels og Sjöfartstidende er grein um SkálhoLf. Þar segir stutt og laggott, að norski arkitektinn Magnus Poulsson hafi teiknað kirkjuna! Þetta Islandshefti Norges Handels og Söfartstidende kom út um miðjan júní síðastliðinn, og er hið veglegasta. Mikill fjöldi góðra mynda prýða blaðið, Ásgeir Ásgeirsson forseti sendir því kveðju sína og Haraldur Guðmundsson neitar því þver- lega í viðtali, að íslendingar séu „ameríkaniseraðir." Og svo er gagnmerk grein um Skálholt. Hætt er við, að skoðanir verði skiptar um list eða fegurð hinn- ar nýju kirkju, sem risin er í Skáliholti. Hingað til höfum við þó haldið, Mörlandamir, að Herði Bjarnasyni einum væri að þakka eða kenna hvemig tækist Nú hefur hinsvegar annað kom- ið á daginn. Norges Handels og Sjöfartstidende veit betur og eignar Magnúsi þessum Poulsson teikninguna. Blaðið þykir hið virðulegasta viðskiptablað með frændum vorum Norðmönnum. og verður því ekki trúað að ó- reyndu, að það fari hér með fleipur eitt. Fróðlegt verður og að sjá arkítektónísk viðbrögð húsameistara við þessari fullyrð- ingu hins norska blaðs. En sé svo, að blaðið fari hér rétt með teikningarhöfund, virðist það siðferðileg skylda þjóðkirkjunnar að bjóða Magnúsi Poulsson á há- tíðina. Ef til vill hefur það þegar verið gert. Ætti hann þá að vera að finna í þeim hópi, sem fram- kvæmdanefnd hátíðarinnar kall- ar „velunnara staðarins.“ Að sjálfsögðu standa allir þjóðihollir Islendingar með Herði Bjarnasyni í þessu höfundarrétt- armáli. Þeim til huggunar og nokkurrar vonar skal þess getið, að greinin um Skálholt i hinu norska blaði virðist fremur mið- uð við norska lesendur en ís- lenzka gagnrýni. Það er skýrt tekið fram og greinilega, að Noregur hafi alltaf haft miklu hlutverki að gegna í sögu Skál- Framhald á 2. síðu. 340 farþegar með Argentina Bandaríska skemmtiferðaskip- ið „Argentina" kom hingað til Reykjavíkur i gærmorgun. Með 6kipinu voru um 340 farþegar, ferðamenn, flestir bandarískir að þjóðerni. Fóru hópar ferðamann- anna austur að Þingvöllum og f Hveragerði. „Argentína" er nýlegt skip, um 15 þúsund brúttólestir að stærð. Áhöfnin er um 400 manns. Skipið hefur komið hingað áður til Reykjavíkur í samskonar ferð og nú. Það hélt á brott af ytri höfn- inni í gærkvöld. 1 FRÉTTUM útvarpsins á dögun- um var frá þvi skýrt, að gerð hefðj verið áætlun um að lj úka smiði Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuhæð á næstu ellefu ár- um eða árið 1974. þrjúhundr- uðustu ártíð sálmaskáldsins, sem kirkjan er reist til minn- ingar < um sr. Hallgríms Pét- urssonar, Eftir er svo að sjá hvemig byggingaráætlun þessi jtenzt. FRAMKVÆMDIR hafa staðið yfir allt þetta ár við bygg- ingu kirkjunnar. Unnið er eftir nýgerðri framkvæmda- áætlun Teiknistofu Húsa- meistara ríkisins og Verk- fræðiskrifstofu Sig. Thorodd- sen. Samkvæmt þeirri áætlun verður neðri hlutj tumbygg- ingarinnar reistur á næstu 2 árum, en gólfflötur þeirrar byggingar er um 610 ferm., eða þrefalt meiri en í kap- ellu kirkjunnar, sem verið hefur í notkun s.l. 15 ár. VIÐ FRAMHALDSBYGGFNGU sjálfs kirkjuskipsins kemur að því að kapellan raskast og verður ónothæf til guðsþjónustuhalds. Þess vegna er ákveðið að fullgera í hinni væntanlegu tumbygg- ingu nýtt húsnæði fyrir Hall- grímssöfnuð. sem leyst getur kapelluna aí hólmi, þegar þar að kemur, auk þess sem þar verður innréttað félagsheim- ili fyrir söfnuðinn og skrif- stofur sóknarprestanna. KANNAÐIR eru nú ýmsir möguleikar á því að tryggja árlega nægilegt fjárframlag til frarnkvæmdanna til þess að hægt verði að vinna eftir hinni nýgerðu áætlun aS því að Hallgrímskirkja verði full- smíðuð 1974. ÚT í BLÁINN í KVÖLD ■ Fylkingarfélagar! í kvöld, miðvikudag verður farið í eina af hinum vinsælu kvöldferðum „út í bláinn“. Lagt verður af stað frá Tjarnarg. 20 kl. 8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.