Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 3
MOSKVU 16/7. í dag var haldinn annar 'fundur-
inn á ráðstefnu Bretlands, Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna um bann við tilraunum með kjarna-
vopn. Andinn á fundinum var sagður hinn ágæ't-
asti og héldu fulltrúarnir upp’teknum hætti og létu
gamanyrðin f júka þá stuttu stund sem blaðamenn
fengu að vera viðstaddir.
Pulltrúamir hlógu og gerðu
að gamni sínu er þeir komu
saman í Sprindinovka-bygging-
unni, þar sem fundimir eru
haldnir. Valerian Zorin aðstoðar-
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
lét svo ummælt að viðræðurnar
hefðu hafist með miklum ágæt-
um að hans dómi.
Ánægðir fulltrúar
Andrei Gromiko utanríkisráð-
herra hefur nú tekið við af
Krústjoff forsætisráðherra sem
forystumaður sovézku fulltrú-
Ekki er talið liklegt að sam-
komulag náist um algjört bann
við kjamorkusprengingum þar
sem ágreiningur hefur verið uppi
milli Sovétríkjanna annarsvegar
og vesturveldanna hinsvegar um
hversu mikið eftirlit þurfi til
þess að fylgjast með neðanjarð-
arsprengingum Hinsvegar er
ekki talið útilokað að samkamu-
lag náist um að banna allar
kjamorkusprengingar í and-
rúmsloftinu, úti í geimnum og
imdir yfirborði sjávar.
1 dag var birt í Moskvu skeyti
sem tJ Þant hefur sent þeim
Kennedy, Macmillan og Krúst-
joff. Kveðst Ú Þant vona að
viðræðumar í Moskvu muni bera
jákvæðan árangur .
Vafi á að tungl-
för sé ómaks verð
Brezkir kjarnavopnaandstæðingar voru meðal þeirra sem efndu til mótmælaaðgerða er Páll
Grikkjakonungur og Frederika drottning hans komu til London á dögunum. Hér sést fylking þeSrra
vkð Hyde Park Corner og bera friðarsinnarnir merki hreyfingarinnar og svarta borða til minningar
um griska stjórnmálamanninn og friðarsinnan Lambrakis sem myrtur var fyrir skömmu að undir-
Miðvikudagur 17. júlí 1963
Fríðarsinnar mótmæla morði
Ráðstefnan í Moskvu
Hugsanlegt ai samið verði
um takmarkað tilraunabann
lagi valdhafanna að því að talið er.
Búddatrúarmenn í Suður-Vietnam
Hóta sjálfsmorðum ef ekki
verður látið af ofsóknum
SAIGON 16/7. Diem einræðisherra í Suður-Víet-
nam lætur ekki við það sitja að beita bandarísk-
um vopnum gegn herjum þjóðfrelsissinna, nú hef-
ur hefur hann einnig snúið þeim gegn búddatrú-
armönnum sem eru fjölmennasti trúflokkurinn í
landinu. í dag efndu búddatrúarmennirnir til mót-
mælaaðgerða við bústað bandaríska sendiherrans.
Hóta þeir að fremja sjálfsmorð opinberlega ef ekki
verður lá’tið af ofsóknum á hendur þeim.
Fjölmennt herlið
grátt fyrir járnum umkringdi I
dag Búddahof eitt i Saigon eftir
að munkar og nunnur höfðu efnt
tii mótmælaaðgerða úti fyrir að-
seturstað bandaríska sendiherr-
ans.
Búddatrúarmenn um land allt
hafa hafið baráttu gegn einræð-
isstjórn Ngo Dinh Diems sem er
rómversk-kaþólskrar trúar. Saka
búddistarnir Diem um að beita
trúarbragðaofsóknum og kúga
þjóðlna.
Harðsnúnir munkar
1 dag söfnuðust mörg hundruð
munkar og nunnur í Xa Loi-
hofinu og héldu þaðan til heimil-
is bandaríska sendiherrans. Á
leiðinni reyndi sveit lögreglu-
Verkföll í vænd-
um í Frakklandi
PARÍS 16/7. Frönsku verkalýðs-
samtökln hyggjast efna tll
sky,ndlverkfa(l!a á morgun en
þá mun þingið ræða um og
taka til meðferðar stjómarfrum-
varp sem kveður á um það að
öll verkföli skuli boða með
fimm daga fyrjrvara og að þeir
verkamenn sem taka þájt í
skyndiverkföllum skuli missa
daglaun sín.
Gert er ráð fyrir því að vegna
verkfallanna á morgun muni
samgöngur í París truflast veru-
lega, rafmagnskerfið fara úr
skorðum og útburði pósts verða
ábótavant. Tjl þessa hafa
skyndiverkföll verið eitt skæð-
asta vopn íranskra verkamanna.
manna árangurslaust að stöðva
gönguna.
Síðar reyndi lögreglan að loka
götunni með bifreiðum en búdd-
istarnir klifruðu yfir þær og
brutust síðan gegnum vegabann
úr reipum. Þá var kvatt til fjöl-
mennt lögreglulið, slökkviliðs-
menn og glímukappar lögregl-
unnar og tókst um síðir að um-
kringja búddistana.
MOSKVU 16/7. I dag varð hlé
á fundum kínversku og sovézku
fulltrúanna sem nú sitja á ráð-
stefnu í Moskvu um hugmynda-
fræðilegan ágreining kommún-
istaflokka Kína og Sovétríkjanna.
1 Moskvublöðunum eru í dag
birt bréf frá fjölmörgum lesend-
um sem lýsa yfir stuðningi sín-
um við stefnu Sovétríkjanna í
deilunni ásamt stuðningsyfirlýs-
ingum frá ýmsum erlendum
kommúnistaflokkum. Skýrt er
frá því að opna bréfið til Kín-
verjanna sem birt var á sunnu-
daginn í Pravda verði sérprentað
og dreift í stðru upplagi.
Kínversku fulltrúamir í
Moskvu fóru um hádegisbil til
sendiráðs síns eins og þeir eru
vanir og urðu fréttamenn ekki
varir við að þeir færu þaðan aft-
ur. Ekki er vitað hversvegna hlé
var gert á viðræðum í dag en
talið er að fundir hefjist aftur á
morgun.
Opinber sjálfsmorð
Eftir að þessir atburðir voru
afstaðnir tilkynnti háttsettur
prestur að á miðvikudag myndu
búddistamir hefja tveggja sólar-
hringa hungurverkfall. Ef ekki
yrði gengið að kröfum þeirra á
þeim tíma myndu ýmsir munk-
ar fremja sjálfsmorð opinberlega
— ýmist með kviðristu eða með
því að brenna sig á báli. Eins og
kunnugt er af fréttum brenndi
munkur einn sig til bana 11. júní
síðastliðinn.
Munkamir efndu til mót-
mælaaðgerðanna í dag meðal
annars vegna þess að öryggis-
sveitir Diems einræðisherra eru
búnar bandarískum vopnum og
beita þeim gegn búddatrúar-
mönnum. Fregnir herma að
Bandaríkjamenn reyni nú að fá
Diem lepp sinn til að draga úr
trúarofsóknunum.
Fregnir herma að hópur
kommúnista í ítalska bænum
Padova, sem sagðir eru styðja
sjónarmið Kínverja, hafi kveðið
upp úr með það að réttast væri
að stofna nýjan byltingarsinnaðan
flokk sem vinna skal að því að
steypa borgurunum úr valdasessi,
koma á alræði öreiganna og
skapa sósíalistískt ríki. Ekki er
tilgreint í fréttum hve fjölmenn-
ur þessi hópur er.
Framkvæmdanefnd ítalska
kommúnistaflokksins kom sam-
an til fundar í Róm í dag. Luigi
Longo, varaframkvæmdastjóri
flokksins skýrði frá þvi í gær-
kvöld að hópur flokksfélaga
hefði gagnrýnt forystuna. Sak-
aði hann Kínverja um að reyna
að efla klofningsstarfsemi innan
flokksins. Hann sagði að Kín-
verjar beittu fyrir sig mönnum
sem reknir hefðu verið úr
flokknum eða aldrei gerzt með-
limir hans og væru auðæstir til
vandræða.
anna.
Fundurinn i dag stóð í þrjár
klukkustundir. Að honum lokn-
um óku þeir Harriman, aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandarikj-
arma og Hailsham lávarður, vís-
indamálaráðhera Bretlands á
brott í sömu bifreið. Báðir voru
brosandi og ánægðir en vildu
ekkert láta uppi við fréttamenn.
Allir aðilar hafa neitað að
gefa nokkrar upplýsingar um
gang viðræðnanna, en sovézki
aðstoðarutanríkisráðherrann lét
svo ummælt eftir fundinn að allt
gengi vel. 1 tilkynningu sem
birt var eftir fundinn var ekki
annað gefið upp en að viðræð-
unum yrði haMKð áfram.
Takmarkað bann
Talið er að í dag hafi verið
rætt um sjónarmið rikjanna
varðandi tilraunamálin í heild.
Ræðast Krústjoff
og Macmillan við?
LONDON 16/7. Óstaðfestar
fregnir frá Bretlandi berma að
til greina koml að þeir Macmill-
an og Krústjoff hittist að máli
áður en þrír mánuðir eru liðnir
Vitað er að MacmiIIan æskir eft-
ir slíkum fundi og talið er að
Krústjoff hafi ekkert á móti hon-
um heidur.
Enn hefur ekkert verið til-
kynnt um þetta opinberlega en
talið er fullvíst að málið hafi
verið rætt innan brezku stjóm-
arinnar. Upphaflega höfðu menn
búizt við að þeir hittust þrír,
Kennedy, Macmillan og Krúsjoff,
en Kennedy mun líta svo á að
árangursríkara sé að aðeins tveir
leiðtogar eigi með sér fund í
einu. Helzt er búizt við því að
Krústjoff hitti Macmillan er
hann fer til Svíþjóðar í lok á-
gústmánaðar en ræði síðan við
Kennedy í byrjun næsta árs.
Ýkjur um ágrein-
ing í Alsír
SETIF 16/7. Ahmed Ben Bella,
forsætisráðherra Alsír, hélt í dag
ræðu í borginni Setif. Hann lýsti
því yfir að enginn alvarlegur á-
greiningur væri kominn upp
milli hans og Ferrat Abbas, sem
fyrrum var forsætisráðherra í al-
sírsku útlagastjóminni í Túnis.
Abbas er nú forseti löggjafar-
þingsins. Hann stóð við hlið
Ben Bella meðan á ræðunni stóð.
Ýmsir fréttamenn hafa fullyrt
að Abbas væri mjög fráhverfur
hinni sósíalistísku stefnu Ben
BeUft.
LONDON 16/7. Sir Bernard
Lovell, yfirmaður Jodreli Bank-
rannsóknarstöðvarinnar í Bret-
landi, er nú kominn heim úr
ferðalagi til Sovétríkjanna. Hann
segir meðal annars að í sovézku
vísindaakademíunni sé nú rætt
um það hvort það sé ómaksins
vcrt að senda mann til tunglsins.
Lovell telur að Sovétríkin geti
innan skamms sent geimfar bú-
ið mælitækjum til tunglsins.
Hann segir að sovézkir vísinda-
menn geri ráð fyrir að með
tækjum þessum geti þeir aflað
sér 90 prósent af þeim upplýs-
ingum um mánann sem þeir óska
eftir. Sir Bemard segir að forseti
MOSKVA 16/7. — Andrei
Gromiko, ntanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, sendi f gærkvöld bréf
til U Þants, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, þar sem
Sovétríkin Icggja til að árið 1965
verði helgað aiþjóðasamvinnu og
að æðstu menn aðildarríkja
Sameinuðu þjóðanna mæti á
allsherjarþinginu það ár.
1 bréfinu segir ennfremur að
á árinu 1965 eigi einnig að út-
rýma nýlendukúguninni í heim-
inum fyrir fullt og allt, koma
á kjamavopnalausum beltum á
þeim svasðum þar sem hætt er
við að í odda skerist niilli
NATÓS og Varsjárbandalagsins
og að koma eigi samskiptum
allra bandalaga og allra ríkja 1
heiminum í eðlilegt horf.
Kynþáttakúgarar
fordæmdir
NEW YORK 16/7. Vestur-af-
ríska ríkið Gullströndin tiikynnti
kynþáttanefnd Sameinuðu þjóð-
anna í dag að ríkisstjómin hefði
bannað alla verzlun og viðskipti
við Porúgal og Suður-Afríku.
Ennfrcmur verða allar hafnir og
flugvellir í Iandinu lokaðir fyrir
skipum og flugvélum frá þessum
ríkjum.
Ríkisstjómin í Senegal til-
kynnti i dag að bönnuð hafi ver-
ið öll viðskipti milli Senegals
annarsvegar og Portúgals og
Suður-Afriku hinsvegar. Enn-
fremur verður portúgölskum og
suður-afrískum skipum og flug-
vélum bannað að koma við i
Senegal. Portúgalar og Suður-
Afríkumenn munu ekki fá land-
gönguleyfi i Senegal.
sovézku vísindaakademiunnar
ætli sér að vekja máls á þvi
hvort ekki sé rétt að komast að
alþjóðlegu samkomulagi um að
rannsaka hvort borgi sig betur
að kanna tunglið með tækjum
eða með því að senda þangað
mannað geimfar.
Lovell gat einnig um það að
innan skamms myndu Sovétrík-
in senda á braut umhverfis jörðu
mannað geimfar búið stjömu-
kíki og myndi kíkirinn og annar
útbúnaður vega margar smálest-
ir. Ennfremur sagði hann að ekki
myndi líða á löngu þar til sov-
ézkir geimfarar ættu með sér
stefnumót úti í geimnum.
Ef þjóðarleiðtogarnir koma
saman á allsherjarþinginu getur
það orðið til þess að teknar
verði ákvarðanir sem dragi úr
viðsjám á alþjóðavettvangi og
stuðlað að vinsamlegum sam-
skiptum milli einstakra ríkja,
segir í bréfi Gromikos.
Meðal þeirra verkefna sem
Sovétríkin telja hvað brýnast að
vinna að og nefnd eru í bréfi
Gromikos eru þessi: Lausn
Þýzkalands- og Berlínardeilunn-
ar, algjör afvopnun undir al-
þjóðaeftirliti, afnám erlendra
herstöðva, griðasáttmáli milli
NATÓ-landanna og Varsjár-
bandalagsins, bann við stríðsæs-
ingum og áróðri til að efla hat-
ur og fjandskap milli hinna
ýmsu þjóða.
Bréf Gromikos er svar við
bréfi frá Ú Þant þar sem fram-
kvæmdastjórinn ymprar á því
að helga eigi árið 1965 alþjóð-
legri samvinnu.
Nýlendukúgun
rædd hjá S.Þ.
NEW YORK 16/7. Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna mun koma
saman mánudagjnn 22. júlí til
að ræða um nýlendustefnu
Porjtúgala og kynþáttakúguniua
í Suður-Afríku. Er þetta gert
samkvæmt kröfu 32 Afríku-
ríkja sem telja að þessj fyrír-
brigði séu friðmim hættuleg.
Tilkynnt hefur verið að utan-
ríkisráðherra Portúgals muni
sitja fundinn en hinsvegar
hyggst stjóm Suður-Afríku ekki
senda neinn fulltrúa á hann.
Enginn fundur á
LenínhæS í gær
1965 verði helgað
alþjöðasamvinnu
\