Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞlðÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1963 traustar að ekkert slíkt hafði komið fyrir ennþá. Enginn svaf á þessum hluta loftsins nema hún og Garnet og hún hafði aldrei þurft að læsa að sér vegna Gametar. En nú ýtti hún á slagbrandinn. Hann var stirð- ur af notkunarleysi. Florinda tók á honum stóra sínum og tókst að koma slánni fyrir. Hún beið andartak til að heyra hvort Gamet hefði nokkurs orðið vör og kæmi aftur til að spyrja hvort nokkuð væri að. Hún vildi vera örugg um að fá að vera í friði. Florinda hafði fengið óvenju- lega hugmynd. Hún skildi hana ekki almennilega, en hún vildi vera örugg um að enginn stæði hana að verki. Hún leit aftur í kringum sig. Auðvitað var eng- inn annar í herberginu, en gluggahleramir voru opnir og hún flýtti sér að loka þeim. Ekki svo að skilja að neinn sæi inn frá götunni og húsin í kring voru öll lágreist, en það var eins og hún hefði betra næði ef gluggamir væru lokaðir. Hún gekk vandlega frá hler- unum og krækti þeim aftur. Þama stóð hún á miðju gólfi og velti fyrir sér hvað hún ætti að gera næst. Florinda hafði ósköp óljósar hugmyndir um hvemig fólk fór að þvi að biðja. Henni fannst hún klaufaleg, en hún fór að rúminu og kraup þar. Hún spennti greipar. Hún vissi ekki hvað viðeigandi var að segja við slík tækifæri, svo að hún sagði bara það sem henni datt í hug. „Kæri guð, ég veit ég fer ósköp klaufalega að þessu, Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINTJ og DÓDÓ Langavegl 18 ni. b (lyfta) Siml 24616 F E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðsln. og snyrtistofa. Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötn 10. Vonarstrætis- megin. — Símj 14662. hArgreeðsldstofa AUSTURBÆJAR '(Maria Gnðmnndsdóttir) Langavegi 13 — sími 14656. — Nnddstofa á sama stað. — en ég bið þig að afsaka og vona að þú skiljir, að ég reyni að gera þetta eins vel og ég get. Viltu vera svo góður að láta ekkert koma fyrir hann. Láttu hann* koma heilan á húfi á leiðar- enda. Og þegar þangað kemur, láttu þá alla vera góða við hann, svo að hann verði sæll og hamingjusamur. Ég veit satt að segja ekki hvort ég vil, að hann komi hing- að aftur eða ekki. Hann sagði að ef hann kæmi aftur, þá yrði það kannski eftir tíu ár og eft- ir tíu ár er ég orðin þrjátíu og sex ár og það veit enginn nema þú, hvemig ég verð þá orðin útlítandi. En samt sem áður, þótt ég væri ennþá falleg eftir tíu ár, þá veit ég svei mér ekki hvort ég óska þess að hann komi aftur eða ekki. Svo að ég held það sé bezt að þú ákveðir það. En hvað svo sem hann gerir, viltu þá vera svo góður að láta hann verða hamingjusaman. Láttu hann njóta hamingju meðan hann lif- ir. Þín einlæg Florinda Grove. Amen“. Gamet sat á veröndinni f her- berginu sínu og horfði niður á uxakerrumar og fólkið sem rölti um í sólskininu og vatns- salana sem gengu um með ok á öxlunum. Gegnum ysinn og þys- inn og marrið í kerrunum heyrði hún það sem eng- inn hávaði gat kæft fyrir henni — hjalið í Stefáni sem var að leika sér á baksvölun- um. Hún horfði yfir Los Ang- eles. Skelfing var þetta ljótur hávær og þefillur bær. Þetta var endirinn á Fagnaðarslóðinni. Fólk fór hvaðan sem var frá Bandaríkjunum til Independ- ence og fór þaðan til Santa Fe. Og frá Santa Fe var farin Fagn- aðarslóðin til Los Angeles. Og frá Los Angeles var farin enn önnur leið — og hvert? Hún vissi það ekki. Endir allra leiða var upphaf að nýrri leið, eng- inn vissi hvert hún kynni að liggja, en hana þurfti að fara aamt sem áður. Hið eina sem hún vissi var að hún var engin smátelpa iengur. Hún myndi aldrei leggja upp í nýja ferð í algeru trausti þess að hún yrði skemmtileg og auðveld og hamingjurík. Það er erfitt að þurfa að sjá á bak öllu þessu, hugsaði hún. Þessu fagnandi, dásamlega trausti æskunnar, hinni óraun- sæju bjartsýni vegna reynslu- leysisins. En horfðu nú á Los Angeles, þetta ólögulega samsafn af brúnum húsakössum undir tignarlegum fjöllum — horfðu á bæinn, Gamet og viðurkenndu nú loksins að þú elskar hann. Þú élskar hann, vegna þess að þú hefur átt hér auðugt og lær- dómsríkt líf. Jú, reyndar, einnig þegar þú þráðir ekkert heitar en komast burt héðan. Við höf- um alltaf skólastofuna, þar sem við verðum að glíma við erfiðar líxeíur. En svo elskum við hana á eftir, vegna þess að þar höf- um við öðlazt þekkingu okkar, sem veitir okkur styrk til að lifa. Ég var ekki reiðubúin að leggja upp í ferð eftir Fagnaðar- Islóðinni í upphafi. Ég veit ekki uivort ég er betur búin undir 'hina nýju ferð. Hið eina sem ég veit er að ég er eldri en ég var þegar ég hóf hina fyrri ferð. Ekki aðeins eldri að árum. Eldri að þrem þúsund mílum og mörg þúsund stund- um í einveru og angist. En ég er ekki einmana lengur. Ég hef fengið John. En ég er ennþá hrædd. Það er vegna þess að ég hef lært svo mikið. Þegar maður er ungur, er maður ekki hræddur, en með aldrinum verð- ur maður hræddur og veit að kvíðinn mun fylgja manni til æviloka. Innanum fólkið og uxakerrum- ar sá hún John. Hann kom til baka frá alcaldalnum að segja henni hvenær þau gætu gift sig. Gamet reis upp og lagðist á hnén á veggbekkinn. Hún hall- aði sér út milli hleranna og kallaði á hann. „John!“ hrópaði hún. „John!“ Hann heyrði til hennar , og stanzaði. Hann leit í kringum sig, gat ekki áttað sig á því strax hvaðan röddin kom. Hún hrópaði aftur: „John!“ Hann leit upp og sá hana í glugganum. Andlit hans ljómaði. Hann veifaði til hennar og hún veifaði á móti. „Á morgun!" hrójoaði hann. Hann gaf henni merki um að koma niður. Hún kinkaði kolli og flýtti sér frá glugganum. Þegar hún hljóp niður stigann til fundar við hann, fann hún sælufiðring gagn- taka sig. Á morgun ætlaði hún að gifta sig og síðan myndu þau leggja af stað til gulllandanna. Hvað myndi bíða hennar þar? ENDIR. Nýtt hefti af skák Út er komið tímaritið Skák, 4. tölublað 13. árgangs. Efni blaðsins er sem hér segir: Sveinn Kristinsson ritar grein- ina Tigran Petrosjan heims- meistari í skák, birtar eru nokkrar skákir úr einvíginu og skrifar Friðrik Ólafsson ítar- legar skýringar við tvær þeirra,. Ingi R. Jóhannsson vel- ur og skýrir skák mánaðarins og þá er þátturinn Lærið að „kombinera". Sagt er frá Hvanneyrarmótinu og birtar skákir þaðan, tafllok og skák- dæmi eru í heftinu og er þá enn ýmislegt ótalið af efni þessa fjölbreytta heftis. Þjóðviljinn tekur sér það bessaleyfi að birta hér smá- klausu úr heftinu og nefnist hún Salómonsdómur: Eftirfarandi skák var færð í hendur J.F. Speigel, skák- stjóra í Southend, Englandi, sem dæmdi skákina tapaða fyr- ir báða! Samkvæmt hinni umdeildu reglu F.I.D.E. má ekki semja jafntefli í minna en 30 leikj- um. Raddir voru um það að þessi skák bæri þess greini- leg merki að fyrirfram hefði verið samið — eða hvað finnst þér? Skák nr. 1237. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 RÍ6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. 0—0 a6 7. Rc3 b5 8. Bd3 Bb7 9. Hel Rbd7 10. b3 Dc7 11. Bb2 Be7 12. Hcl Hd8 13. e4 cxd4 14. Khl?? Kf8?? 15. Kgl Kc8 16. Khl Kf8 17. Kgl Ke8. Jafntefli!! S K OTTA . 3 Yinyl grunnmólning er olgjör nýjung. Viayl arumimálnúig sparar ySur crfiSI tima 03 fyrirhöfn. Vinyl anmnmálnins Jiamar á Vi-VA Hsf. Vinyl arnnnmálning ar œtiuS aem gnmn- málnins Cti og Inni 6 trí, jám 03 stain. Yfir Vinyl anmmnálninsima má mála meS Sliiim otgensum málningartegimáum. Já, gott fólk, hér eru bikini- baðföt til sölu á svo lágu verði, að okkur leyfist ekki... að nefna seljandann! En á öll- um er heimsþekkt vörumerki. Bull og vitleysa. Trúðu því varlega. Hversvcgna ekki, minn fíni vinur? Ég hef séð bikini-baðföt, vin- kona, og það cr einfaldlega... Ekkert pláss til að sauma á vörumerki! Þetta er bara tímaeyðsla, skólarnir veita stelpum aldrci verðiaun fyrir íþróttaafrek. Samkeppni Byggingarnefnd Bændaskólans á Hvanneyri hefur akveðið að efna til samkeppni um nýjar bygginar fyrir Bændaskólann á Hvanneyri og staðsetningu þeirra sam- kvæmt útboðslýsingu og samkeppnisregl- um Arkitektafélags Islands. L verðlaun kr. 100.000,00 2. verðlaun kr. 50.000,00 3. verðlaun kr. 25.000,00 Samkeppnisgögn eru afhent hjá trúnaðar- manni dómnefndai ólafi Jenssyni Bygg- ingaþjónustu A. í. Laugavegi 18A alla virka daga kl. 13—18 nema laugardaga. Skila skal tillögum í síðasta lagi mánu- daginn 9. des. 1963 kl. 18.00. Skilatrygg- ing kr. 300.00. DÓMNEFNDIN. Verkstjórí óskast Óskum að ráða verkstjóra nú þegar. Ennfremur járn- iðnaðarmenn — rennismiði — plötusmiði — rafsuðumenn. VÉLSMIBJA HAFNARFJARÐAR. H.F. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 •Sw^^BJÖRNSSON * co. p Simi 24204 '.O. BOX 1306 - MYKMVlK bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgötu 82 Síml 16-370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.