Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA ------------- ■■ -------------— ——---------- ÞJðSVIUINH Austurþýzkt fiskirannsókn arskip í Reykjavíkurhöfn 'Austurþýzka fiskirann- sóknarskipið Emst Haeckert kom hingað til Reykjavíkur s.l. sunnudag til þess að fá gért við bilun í lorantæki skipsins. Skipið sem er byggt eins og skuttogari, er talið eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar, og mun þetta vera fyrsta rannsóknarferð þess, en það var fullgert á þessu ári í Mathias Thesén-skipa- smíðastöðinni í Wismar. í gærkvöld var íslenzkum fskifræðingum, starfsmönn- um Fiskideildar, boðið að skoða skipið, en gert var ráð fyrir að það léti úr höfn snemma í morgun. Ljós- myndari Þjóðviljans, Ari Kárason, tók þessar myndir af skipinu, þar sem það lá við Ægisgarð í gær, og sýnir önnur þeirra skutinn, þar sem varpan er tekin inn, þegar skipið er að veiðum- Að skammta Morgunblaðið heldur því einatt fram að Sjálfstæðis- flokkurinn sé mjög andvígur hverskyns hóftum, til að mynda vöruskömmtun. Stað- reyndin er þó sú að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði á ár- unum eftir 1947 forustu fyrir harkalegustu haftastjórn 6em verið hefur á Islandi; þá voru menn dæmdir í fangelsi fyrir að steypa garðspotta kringum húsin sín; ílestar vörur voru naumt skammtaðar en inn- flutningurinn hrökk samt ekki til, þannig að biðraðir voru dagleg fyrirbæri og fólk ferð- aðist jafnvel langar leiðir í leit að tvinnakefli. Það væri hægt að fylla heilar bækur með vamarræðum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins fyrir þessu kerfi og lofgreinum Morgunblaðsins um það. Það leyndi sér ekki að íhaldsleið- togunum féll það hlutverk vel að skammta þjóðinni lífs- gæðin, og sú afstaða hefur í engu breytzt. Aðeins hafa leiðtogar Sjálfstæðisflokksins lært aukna tækni í skömmtun sinni; nú nota þeir verðbólg- una sem skömmtunarstjóra og þykjast svo hvergi korna nærri sjálfir. Kjami viðreisnarstefnunnar er einmitt höft og skömmtun. Þegar sú stefna var tekin upp kiifaði Morgunblaðíð á því sýknt og heilagt að almenn- ingur byggi við betri kjör en efnahagskerfið þyldi; þvi þyrfti nú að skammta kjörin naumar. En i stað þess að búa til skömmtunarbákn eins og forðum var nú gripið til þess ráðs að hækka allar vör- ur stórlega í verði á sama tíma og kaupið var lækkað með iagaboði. Afleiðingin varð sú að á fyrsta ári við- reisnarinnar minnkaði inn- flutningur á öllum nauðsynj- um landsmanna eins og hag- skýrslur sýna; svo harkaleg var skömmtunin að fólk spar- aði jafnvel við sig matvæli og föt, jafnframt því sem íbúðar- húsabyggingar drógust á svip- stundu saman um helming. Síðan hefur góðæri og metafli orðið til þess að slakað hefur verið á skömmtuninni, en það er engin verðskuldun Sjólf- stæðisflokksins. Það er því mikil hræsni þegar Morgunblaðið talar um skömmtunarstefnu viðreisnar- innar sem ímynd frelsisins og segir í gær: „Með árinu 1962 má segja að svo miklu verzl- unarfrelsi hafi verlð á komið, að almenningur verði tæplega var við nokkrar hömlur á henni. Einkaverzlanir og fé- lagsverzlanir hafa verið og eru fullar af vörum. Vöruúr- val er meira en nokkru sinni fyrr.“ Víst er nóg af vörum í verzlununum. En ,,frelsið“ er því miður ekki gjaldgeng mynt til að kaupa þær. Til þess þarf peningaseðla. Og þeir eru skammtaðir — flest- Vinnubúiir á Þingeyri í sumar Vestur á Þingeyrj við Dýra- fjörð starfar nú hópur æskufólks að þvi að mála kirkjuna og kirkjugarðsvegginn. Er það áður búið að vinna af krafti að því að ná af gamalli málningu og hreinsa tjöru af göflum kirj- unnar, bursta alla ryðbletti af þaki, gera við vegg kirkjugarðs- ins og undirbúa miklar iagfær- ingar á hinum niðurlagða Sanda- kirkjugarði, sem notaður var, áður en kirkjugarðurinn á Þing- eyri var tekinn í notkun. Kom sér vel, að í hópnum var verk- fræðingur, sem dró upp kort af hinum gömlu leiðum að Söndum og sýndi afstöðu þeirra innbyrðis, eftir því sem hægt er. Flokkurinn vinnur aðeins sex stundir dag hvern, en öðrum tima dagsins og kvöldunum er varið í Biblíulestur, umræðu- hópa, helgistundir bæði kvölds og morgna, heimsóknir til þorps- búa, íþróttaiðkanir, kvöldvökur, dansa og annað þess háttar. Hérna er sem sé ekki á ferð- inni neinn venjulegur hópur, heldur vinnubúðir á vegum hinnar íslenzku Þjóðkirkju. Mun unga fólkið dvelja þama á þriðju viku að starfi, en síðan halda hvert til síns heima, eft- ir stutta dvöl á suðurlandi. 1 vinnubúðunum Starfa 8 Skotar, 2 Ameríkanar, sem eru að vísu orðnir hálfíslenzkir eftir árs- dvöl hér sem skiptinemar á veg- um Þjóðkirkjunnar, og sjö Is- lendingar, auk sóknarprestsins á staðnum, séra StefánsEggertsson- ar og skólastjórans, Tómasar Jónssonar, en þeir starfa báðir með flokknum og undirbjuggu komu hans heima fyrir. Þetta er þriðji hópurinn, sem kemur frá Skotlandi til slíks starfs og ætíð hafa þeir reynzt hinir mestu aufúsugestir, sem með glaðværð sinni og trúar- einlægni hafa sett svip á hvem þann stað, sem þeir hafa gist. Nú er einnig komið að Islend- ingum að endurgjalda heimsókn- ir skoskra vina, og mun 12 manna hópur starfa í vinnubúð- um nærri Edinburg, Skotlandi seinna í þessum mánuði og fyrri hluta þess næsta. Leiðtogar búðanna að Þingeyri eru þeir séra Jón Bjarman, Lauf- ási og Philip Dibble frá Glas- gow, en einnig dvaldi æsku- lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, séra Ólafur Skúlason með flokknum fyrstu dagana og prédikaði við guðsþjónustu í Þingeyrarkirkju. Til bæjarins kemur hópurinn aftur þann 8. ágúst og mun þá ferðast austur að Skólholti og víðar um Ámesþing. Aðrar slíkar búðir munu hef jast í Skálholti í lok mánaðarins og standa í tæpar fjórar vikur. Mun þar hafizt handa við byggingu sumarbúða fyrir kirkjuna. Kem- ur sá hópur á vegum Alkirkju- ráðs. Samkeppni um nýjar by^'^ar á Hvanneyri Byggingamefnd Bændaskólans á Hvanneyri hefur ákveðið að efna til samkeppni um nýjar byggingar fyrir skólann og stað- setningu þeirra í landi Hvann- eyrar. Verða veitt þrenn verð- laun fyrir þær tillögur sem bezt- ar verða taldar og uppfylla kröf- ur dómnefndar og eru verðlauna- upphæðirnar kr. 100.00,00, kr. 50.000,00 og kr. 25.000,00. Rétt til þátttöku í keppninni hafa allir íslenzkir arkitektar og námsmenn í byggingarlist og ber að skila tillögum til trúnaðar- manns dómnefndar, Ólafs Jóns- sonar, Laugavegi 18 a eigi síðar M. Brando berst við hlið negranna LOS ANGELES 16/7. — Bandaríski kvikmyndaleikar- inn Marlon Brando skýrði frá því í dag að hann hefði ákveð- ið að fara innan skamms til suðurríkjanna til að taka raun- hæfan þátt í baráttunni gegn kynþáttamisréttinu. Brando sagði blaðamönnum að hann hefði boðið negraleiðtog- unum í Los Angeles þjónustu sína og að hann myndi fara þangað sem þeir teldu að hann gerði mest gagn. — Líklcga hafna ég í cinhverju suðurríkjatugt- húsinu, sagði Brando. Thomas Neusom, starfsmaður hjó samtökum þeim sem berj- ast fyrir þegnréttindum negra í Bandaríkjunum, hefur skýrt frá því að negraleiðtogamir i suður- ríkjunum hefðu verið beðnir að segja til um það hvar þátttaka Brandos myndi vekja mesta at- hygli. Sagði Neusom að Brando myndi að öllum líkindum taka þátt í mótmælaaðgerðum innan tveggja vikna. Margir þekktir leikarar í Holliwood, svo sem Paul New- man, Burt Lancaster og Charlton Hestonn, hafa að undanförnu farið að dæmi Brandos og mót- mælt kynþáttamisréttinu í kvik- myndaborginni. en 9. desember 1963, en hann annast einnig afhendingu út- boðsgágna. I dómnefndinni eiga sæti Guð- mundur Jónsson skólastjóri, Bjarni Óskarsson byggingarfull- trúi, Aðalsteinn Richter arki- tekt A.I., Hörður Bjamason húsameistari, Kjartan Sigurðs- son arkitekt Aí. og Ólafur Jónsson trúnaðarmaður dóm- nefndar, en gert er ráð fyrir að dómnefndin ljúki störfum fyrir næstkomandi áramót. Skálholtskirkia Framhald af 1. síðu. holts, og sumar kirkjumar meira að segja verið byggðar úr norsku timbri! Spánskt mun og Islend- ingum koma fyrir sjónir sú full- yrðing greinarhöfundar — hann lætur ekki nafns síns getið — að biskupsstóllinn f Skálholti hafi verið fluttur til Reykjavíkur í „lok miðalda". En eftir stendur sú fullyrðing blaðsins, að Magnús Poulsson hafi teiknað kirkjuna. Blaðið segir orðrétt, að hann hafi „feng- ið það verkefni'* og er svo elsku- legt að bæta því við, að kirkjan sé hin glæsilegasta bygging. sem hann hafi „fulla ástæðu til að vera stoltur af.“ Hvernig sem því er farið þá gera þeir húsa- meistaramir það væntanlega fljótlega upp sín á milli hvor á sjóhattinn, í þessu tilfelli teikn- iuguna af Skálholtskirkju hinni nýju. Vér bíðum. Endurskipuleggja herstjórnina LONDON 16/7. Brezka stjórn- in hefur ákveðið að endurskipu- leggja yfirstjórn herliðs síns frá og með 1. apríl 1964. Ráðuneyti þau sem annast hafa málefni flota, landhers og flughers verða þá sameinuð f eitt allsherjar landvarnarráðuneyti. 1 stað þeirra ráðherra sem stjórnað hafa þessum greinum hersins verða skipaðir þrír aðstoðarland- varnarráðherrar. Miðvikudagur 17. júlí 1963 PiomisHi LAUGAVEGI 18® SIMI 19113 TIL SÖLU: 120 m’ ný luxusíbúð. Allt skipulag og allur búnaðr ur íbúðarinnar eftir hæstu kröfum. 2 herb. ný íbúð við Ásbraut | í Kópavogi. Útborgun 125 þús. kr. 3 herb. kjallaraíbúð við Mávahlíð. Sérinngangur. 1. veðréttur laus. Lítil íbúð í Gerðunum með sérinngangi. Stofa, éld- hús og snyrtiherbergi- Útborgun 80 þúsund. /i 3 herb. íbúð við Sogavég. Útb. 100 þús. 3 herb. hæð og 2 herb. í risi við Kárastíg. Sérinn- | gangur, sér hiti. Útb. 175 þúsund. 3 herb. efri hæð við Óð- insgötu, sér inngangur. 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fyrstu hæð. 1. veðr. laus. 3 herb. hæðir 90 ferm. í j timburhúsi við Engjaveg. Góð kjör. 3 herb. stór kjallaríbúð við Langholtsveg. Sérinn- gangur. 3—4 herb. glæsileg íbúð við Safamýri, næstum full- gerð. 4 herb. hæð með allt sér við Óðinsgötu. Verkstæð- ispláss á jarðhæð. 4 herb. hæð við Mávahlíð. Bílskúr. 5 herb. glæsileg, ný, íbúð í Skipholti. 5 herb. hæð við Mávahlíð. 1. veðréttur laus. Raðhús í enda við Skeiðar- vog með fallegum garði. Timburhús 105mJ við Hverf- isgötu á 400m2 eignarlóð. Hæð ris og kjallari. Hentugt fyrir verzlun, skrifstofur eða félags- héimili. I SMÍÐUM: 4—6 herb. glaésilegar íbúð- ir í borgirthi. I KÓPAVOGI: ! Efrl hæðir í tvíbýlishúsum í smíðum. Allt sér. j Parhús í smíðum við Birki- j hvamm. Arkitekt Sigvaldi j Thordarson. f 3 herb. íbúð 100 ferm. f 1 smíðum við Reynihvamm j Allt sér. 3 herb. hæð 1 timburhúsi við Nýbýlaveg. 1. veðr, laus. Góð kjör. 3 herb. hæð við Lindar- veg. Sérinngangur. Einn- ig góð byggingarlóð á- samt teikningu. 1 smfðum í Garðahreppi glæsilegt einbýlishús. Kaupendur — Seljendur Ef þið þurfið að selja eða kaupa, hafið samband við okkur. Slökkviliðið Framhald af 10. síðu. hefur trúlega annað hvort verið um að ræða sprungna vatns- leiðslu cða að gleymst hafi að skrúfa fyrir vatnshana. Slökkvi- liðsmenn urðu að nota bruna- stiga til þess að freista þess að komast inn á efstu hæðina, þar sem húsið var lokað. — A Skóla- vörðustíg 16 eru allmargar verzl- anir til húsa, þar á meðal Hús- gagnaverzlun Austurbæjar á neðstu hæðinni. Ekki var vitað um skemmdir af völdum vatns- ins, þegar blaðið fór í prentm) í grerkvöld. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.