Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. júlí 1963 HðÐVILIINN SlÐA 5 T Aldarafmæli verzlunar í A-Skaftafellssýslu Sunnudaginn 7. júlí sl. var minnzt aldarafmælis verzlunar í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Verður hér á eftir sagt frá afmælishatiðinni og drepið á þróun verzlunarmálanna í héraðinu. Þróunarsaga verzlunarinnai' i þrem myndum: 1) „Gamla búð- in“, en svo nefnist húsið, sem Ottó Thulinius reisti á Höfn. 2) Verziunarhús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. 3) Nýja verzl- unarhúsið í smíðum. Afmælishátíðin hófst með þvi að fólk safnaðist saman á Pap- ós, en þar var löggiltur fyrsti verzlunarstaður sýslunnar 19. janúar 1863 og starfrækt þar verzlun fram til ársins 1897 eða þar til hún fluttist þaðan til Hafnar j Homafirði. • Á Papós flutti séra Skarp- héðinn Pétursson prestur í Bjarnanesi guðsþjónustu og Stefán Jónsson bóndi, Hlíð i Lóni, sagði sögu staðarins og sýndi fólki hvemig mann- virkjum var þar háttað. Síðan-- var hinn gamli verzl- unarstaður kvaddur og hald- ið til Hafnar, en það er um 20 kílómetra leið. Þar var sezt að kaffidrykkju í Sindrbæ, ræður fluttar og almennur söngur. Séra Skarphéðinn Pét- ursson stjómaði samkomunni. Þeir sem ræður fluttu voru séra Skarphéðinn Pétursson, Stefán Jónsson Hlíð, Gísli Bjömsson Höfn, Sigurður Jóns- son Stafafelli, Öskar Helga- son Höfn, Steinþór Þórðarson Hala, Hjalti Jónsson Hólum og Jón Ivarsson Reykjavík, en hann var heiðursgestur á sam- komunni ásamt konu sinni. Að lokum var dansað. Ver zlunar staður inn Papós Eins og fyrr segir, löggilti stjórnin í Kaupmannahöfn Papós sem verzlunarstað 19. janúar 1863 og var þá þegar hafizt handa um byggingar á staðnum. Raunar hafði verið verzlað þar árin áður við svo- kölluð „spekúlantskip", sem kaupmaður, Johnsen að nafni, hafði siglt þangað fyrir áeggj- an ýmissa manna úr sýslunni. Við það að verzlunin flutt- ist inn í héraðið var stórt skref stigið til hagsbóta fyrir sýslu- búa, þar sem þeir höfðu áður orðið að sækja alla verzlun til Djúpavogs og jafnvel til Eski- fjarðar. Einnig átti það eftir að koma í ljós að Papósverzlun Séð yfir þar sem verzlunarhúsin stóðu. Papafjörður og Lónfjöll í baksýn. var íbúum Vesur-Skaftafells- sýslu til hagsbóta, því að á blómaskeiði hennar voru um 130 V-Skaftfellingar í reikningi við verzlunina. Flutt til Hafnar í Hornafirði Þegar sýnt þótti, að Höfn í Homafirði hefði meiri mögu- leika á að verða verzlunar- og athafnamiðstöð sýslunnar, flutti Ottó Thulinius, sem var síð- Einn missti málið og annar augnskakkur Pálmi Sigurður Ölafsson er hressilegur náungi. Honum liggur hátt rómur og hann er ekkert að skafa utan af hlutun- um. Hann rekur blaðsöluvagn á Ráðhústorgi Akureyrar og er óetta furðusmíð. Pálma skýtur allt í einu upp á mikilvæg- úm samgöngupúnktum í fólks- strauminum og er ætíð til stað- ar, þar sem fólk vill kaupa blöð og tímarit. Pálmi hóf þennan rekstur sinn i vor. Þeir segja að fjór- ar blaðasölur séu komnar á hausinn við Ráðhústorg. Ein er alveg búin að loka austan megin og blaðasalan hjá hin- um hefur hrapað niður um áttatíu prósent. Harðasti keppi- nautur Pálma er Oddur Thor- arensen, lyfsali, og hefur hann nú misst málið i hálfan mánuð. -<5> Vægari refsi- iögíN. Y. NÝJU DELHI 14/7. Indverska stjórnin hefur bannað skipum frá Suður-Afríku aðgang að ind- verskum höfnum og suður- 'afriskum flugvélum að lenda á flugvöllum i Indlandi. Er þetta gert í mótmælaskyni við stefnu suður-afrísku stjómarinnar í kynþáttamálum. Ásgeir i Rikku er orðinn augnskakkur og lízt ekki á blikuna og svona fer þegar yfirburðir eru skapaðir í sam- keppninni. Blaðsöluvagninn er furðu- smíð og er eiginlega alltaf að taka breytingum og er óvíst um lokaniðurstöðu á forminu. Akureyringar hölluðu undir flatt og virtu fyrir sér fyrir- bærið. Þeir urðu víst undrandi fyrst í vor og sögðu sem svo: „Já, — hér fást blöð“. „Ó, — jú — hér fást blöð. Ekki ber á öðru“. Svona voru nú undirtektim- ar, segir Pálmi hlæjandi. Þá má ekki gleyma birgðastöðinni, sem staðsett er þama rétt hjá. Þetta er spegilgljáandi Ford- son sendiferðabifreið. Ég er alltaf með glóðvolg blöðin og hraðinn skiptir hér meginmáli. Elf ég fæ Vísi samdægurs og sel hann hér í aftanskininu á torginu, þá rennur hann út í hundraðavís. Ef ég fæ hann morguninn feftir, þá sel ég kannski þrjú til fjögur blöð. Sama máli gegnir um hin blöð- in. Eftir því sem ég fæ morg- unblöðin fyrr, þá sel ég meira hlutfallslega. Hinsvegar er tímaritasalan aðallega á kvöld- in rétt fyrir miðnætti. Sérstak- lega hafa reykvísk tímarit ekki uppgötvað aðstöðu mína og senda mér alltaf of lítið magn. Nú er aðalferðamannatímabil- ið að hefjast hér á Akureyri og verð ég að láta hendur standa fram úr ermum, — g.m. asti kaupmaður á Papós, verzl- un sína til Hafnar, byggði þar hús og hóf verzlun 1897. Árin áður hafði verið verzlað þar við kaupmenn er sigldu þangað skipum sínum um aðal verzl- unartímann. Ottó Thulinius starfaði sjálf- ur við verzlun sína að Höfn um tveggja ára skeið, en fékk þá ungan mann til að veita henni forstöðu, athafnamann- inn landskunna Þórhall Daní- elsson. Þórhallur var verzlunarstjóri á Höfn í áratug en keypti þá verzlunina og rak hana fram til ársins 1920, en þá seldi hann- nýstofnuðu kaupfélagi sýslubúa hana með öllu sem í henni var, en Þórhallur tók þá til við að byggja upp ver- stöðvar í Höfn og bæta þannig stórlega aðstöðu til fiskveiða og verkunar á sjávarafla frá því sem áður hafði verið. Kaupfélag Austur- Skaftfellinga Kaupfélag A-Skaftfellinga varð nær eina verzlunin á Höfn um árabil og nú lang- samlega öflugasta verzlúnin í sýslunni og nær eini atvinnu- veitandinn á Höfn. Kaupfélagið var stofnað ár- ið 1919 fyrir forgöngu Sig- urðar Sigurðssonar frá Kálfa- felli. Framkvæmdastjóri var ráðinn Guðmundur J. Hoffell. Gegndi hann því starfiskamma hríð, en þá var ráðinn til starfsins Jón Ivarsson sfðar forstjóri í Reykjavík. Hann hafði með höndum stjóm kaup- félagsins um rúmlega 20 ára skeið og efldist félagið undir hans stjóm þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem gripu inn í starfsemi þess svo sem við- skiptakreppur. Eftir að Jón Ivarsson lét af störfum varð Bjami Guðmunds- son kaupfélagsstjóri og gegndi hann því starfi í rúm 8 ár. Björn Stefánsson frá Reyðar- firði varð svo kaupfélagsstjóri, þar til stjóm félagsins hafði ráðið sér framkvæmdastjóra, ungan mann frá Vopnafirði, Ásgrím Halldórsson, en hann tók til starfa við félagið í árs- byrjun 1953. Undir hans stjóm hefur kaupfélagið eflzt að miklum mun, svo sem komið á fót fullkominni aðstöðu til verkun- ar á sjávarafla, og verkar nú allan fisk, sem kemur á land á Homafirði. Ennfremur byggt fullkomna kartöflugeymslu og er nú að láta byggja stórt verzlunarhús, sem tekur vænt- anlega til starfa áður en langt um líður. Auk kaupfélagsins eru nú starfandi 3 kaupmannaverzlan- ir á Höfn. Verzlun Einars Ei- rikssonar frá Hvalnesi, verzlun Steingrims Sigurðssonar og verzlun Kristjáns Imslands. — Hér hefur verið stiklað á stóru í sambandi við þróun verzlunarmálanna í héraðinu. — Þ. -O Margrét Guðmundsdóttir Beck var fædd á Papós. Hér 'stend- ur hún á grunni bcrnskuheim- I ilis síns. "'y<- • -v • -V.VV-.V -v/ %s. >.... v.x- Minni framleiðsluaukning árið 1962 en undanfarin ár Jón Eiríksson, fyrrum bóndi í Volaseli, mundi vel eftir verzl- uninná á Papós, enda Iærði hann þar matreiðslu með það fyrir augum að gerast kokkur á skútu. Víða um hcim var fram- leáðsluaukningin árið 1962 minni en árin næst á undan og oft rýrari en vonir stóðu til, segir f síðasta yfirliti Sam- einuðu þjóðanna um efnahags- þróunina í heiminum. Hins vegar Iofaði framleiiðsluaukn- ingin fyrstu mánuði þessa árs góðu, og horfumar um næstu framtíð em enn góðar, segir ennfremur f yfirlitinu. Þessi skýrsla, „World Econo- mic Survey, 1962“, er til um- ræðu á fundi Efnahags- og félagsmálaráðsins í Genf i þessum mánuði. Fyrri hluti skýrslunnar fjallar um þróun- arlöndin og heimsviðskiptin, en seinnj hlutinn hefur að geyma yfirlit um hina raunverulegu efnahagsþróun i iðnaðarlönd- unum, í þeim löndum sem flytja út hráefni og í löndum sem reka áætlunarbúskap. Samkvæmt skýrslunni var framleiðslan í Norður-Ameríku allverulega meiri árið 1962 en árið 1961. Hins vegar er vert að hafa í huga, að árið 1961 hafði komið afturkippur i framleiðsluna. Enda þótt þró- unin hafi leitt f ljós, að ótt- inn við hlé á áframhaldandi aukningu árið 1963 hafi verið ástæðulaus, þá er á það bent í skýrslunni, að efnahagslífið einkennist enn af illa nýttum framieiðslumöguleikum og at- vinnuleysi. 1 Vestur-Evrópu varð fram- leiðsluaukningin árið 1962 minni en árið áður, og staf- aði það af því að hin mikla fjárfesting undanfarinna ára virtist vera i rénun. Af þeim sökum er þróunin ótryggari en verið hefur. I nokkrum lönd- um gerðu snöggar verðsveiflur málið flóknara. 1 þróunarlöndunum naut út- flutningurinn árið 1962 góðs af bættu ástandi í Norður-Amer- fku eftir afturkippinn 1961 sam- fara nokkurri birgðaaukningu i Vestur-Evrópu. Enda þótt út- flutningsaukningin væri hlut- fallslega minni en allsherjar- aukning á alþjóðlegum við- skiptum, var hún samt örari en árið 1961. Meðal þeirra landa. sem reka áætlunarbúskap, var aukningin mjög svipuð og árið á undan í Iandbúnaðarframleiðslu Sov- étríkjanna. Hins vegar kom verulegur afturkippur í bá framleiðslu í nokkrum þessara landa. fyrst og fremst vegna slæms veðurfars. I nokkrum löndurn Austur-Evrópu var Framhald á 7. síðu. 4 l t Í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.