Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA
ÞI6ÐV1LIINN
Miðvikudagur 17. júlí 1S63
Ctgefandi: Sameiníngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Fréttarítstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur).' Áskriftarverð kr. 65 á mánuði.
Kauptrygging
j£ins og rakið hefur verið hér í blaðinu jafngilda
kauphækkanir þær sem verklýðsfélögin hafa
samið um á þessu ári sem næst verðhækkunum
þeim sem orðið hafa síðan um mitt ár í fyrra. í
samningunum var því ekki um neina raunverulega
kauphækkun að ræða heldur einskonar vísitölu-
uppbót sem átti að tryggja óskert kaup frá síðasta
ári. Samningar þessir voru gerðir á þeim forsend-
um að næstu mánuðir yrðu notaðir til þess að
kanna sem gaumgæfilegast hverjar kauphækkan-
ir efnahagskerfið þyldi og hvemig haga skyldi
framkvæmd þeirra. Þetta var semsé einskonar
vopnahlé, og gerðist ríkisstjórnin einnig aðili að
því að sínu leyti.
l^egar slíkt vopnahlé er gert er það ævinlega
* grundvallaratriði að hléið sé ekki notað 'til
þess að ganga á hlut einhvers deiluaðilans; þegar
hléinu lýkur á aðstaða hvers um sig að vera svip-
uð þvf sem hún var í upphafi. Á þessa staðreynd
benti Þjóðviljinn þegar er samningamir voru gerð-
ir og lagði áherzlu á að ríkisstjórnin væri skuld-
bundin til að tryggja launþegum óskert kaup með-
an verið væri að framkvæma rannsóknina miklu.
Ef verðlag héldi áfram að hækka á svipaðan hátt
og gerzt hefur undanfarin ár lækkaði raunveru-
legt kaup jafnt og þétt og samningsaðstaða verk-
lýðsfélaganna yrði verri með hverjum mánuði.
Þá kynni svo að fara að í haust komist raunveru-
legar kauphækkanir ekki heldur á dagskrá, aðeins
ný vísitöluuppbót til þess að vega upp það sem
höggvið verður af hlut launþega í sumar.
¥|jóðviljinn bar fram þá kröfu að ríkisstjórnin
* gerði annað tveggja að koma í veg fyrir verð-
bólguþróunina eða tryggja launþegum jafnharðan
vísitolubætur þannig að hagur þeirra væri óskert-
ur 1 lok rannsóknarinnar. Tillagan um stöðvun
verðhækkana fékk mjög daufar undirtektir. For-
maður Sjálfstæðisflokksins skrifaði í Morgunbl. að
þess væri enginn kostur að koma 1 veg fyrir að
verðlag hækkaði; hann virtist helzt vilja tala um
verðbólguna sem hvert annað náttúrulögmál! Var
sú yfirlýsing athyglisvert tákn um getuleysi ríkis-
stjórnarinnar til að leysa vandamálin; hvarvetna
annarsstaðar er það talið eitt meginverkefni
stjórnarvalda að tryggja sæmilega stöðugt verðlag,
og þegar það mistekst eru stjórnarvöldin ekki tal-
in valda verkefni sínu. Engu að síður virðist yfir-
lýsing ráðherrans hafa gefið rétta mynd af stefnu
ríkisstjórnarinnar; vöruverð hækkar í sífellu, og
eins og ævinlega eru einstakar verðhækkanir mun
hærri að prósentutölu en kaupuppbæturnar sem
launþegar hafa fengið á þessu ári.
gn fyrst verðlag heldur áfram að hækka, hvort
sem það stafar af getuleysi eða viljaleysi ríkis-
stjórnarinnar, ber stjórnarvöldunum skylda til að
tryggja launþegum sambærilegar kauphækkanir
meðan vopnahléð helzt. Það er svo sjálfsögð krafa
að hún ætti naumast að vera umtalsverð; meðan
rannsókn er framkvæmd má ekki í sífellu ganga
á hlut eins deiluaðilans. Undirtektir ríkisstjórnar-
innar munu ljóslega sýna heilindi hennar. — m.
„Engum njósnara er
treystandi lengar"
Henry Millcr
Henry Miller
kiámhundur
Hæstiréttur New York-fylkis
hefur kveðið upp þann úrskurð
að bandaríski rithöfundurinn
Henry Miller sé ósvikinn klám-
hundur og bók hans „Tropic of
Cancer“ sóðalegt klám og því
bannað að bókin sé seld í fylk-
inu.
Það var forlagið Grove Press
í New York sem gaf út bókina
og það boðaði strax eftir að
rétturinn hafði tilkynnt úrskurð
sinn að málinu myndi áfrýjað
til Hæstaréttar Bandarík.ianna.
Forlagsstjórinn, Bamey Rosset,
sagðist ekki vera í vafa um að
úrskurði fylkisréttarins myndi
hnekkt.
Bók Henrys Miller hefur ver-
ið bönnuð í Bandarík.iunum í
30 ár, en í ágúst 1961 aflétti
bandaríska dómsmálaráðuneytið
banninu. Mörg mál hafa verið
höfðuð fyrir fylkisdómstólutn í
Bandaríkjunum til að fá bók-
ina bannaða og hefur hún
þannig þegar vérið bönnuð í
Massaehusetts. Bókin er gefin
út í Bretlandi í vor og hefur
enn ekki komið til málshöfð-
unar.
Moskvubúar
voru hrifnir af
Msrilvn Monroe
Marilyn Momi.
Allt lék á rciðiskjálfi af
hrifningu í hinni gríðarstóru í-
þróttahöll í Moskvu scm kennd
er við Lcnín þegar 14.000 áhorf-
endur sáu þar í síðustu viku
eina síðustu kvikmynd sem
Marilyn Monroc Iék í, „Somc
likc It hot“. Þetta var að sögn
fyrsta Monroe-kvikmyndin sem
sýnd hefur verið í höfuðborg
Sovétríkjanna.
Þessi kvikmynd er sýnd í
Moskvu í sambandi við kvik-
myndahátíðina sem þar stend-
ur yfir nú, en tekur ekki þátt
í keppni um verðlaun.
Fölsuðu eink-
unnir nemenda
Sex kennarar við framhalds-
skóla í Belgrad hafa verið
daemdir í frá fimm mánaða
upp í 10 ára fangelsisvist fyrir
að hafa falsað einkunnir nem-
enda sinna og munu þeir hafa
gert það í auðgunarskyni. Þeir
voru einnig sviptir rétti til
kennslustarfa.
— Það er ekki hægt að
treysta neinum njósnara
lengur. Þetta segir frétta-
ritari „Dagbladets“ í Bonn
að sé viðkvæði ráðamanna
þar eftir afhjúpun sovézku
njósnaranna sem í rúman
áratug höfðu gegnt hæstu
embættum hjá vestur-
þýzku leyniþjónustunni,
sem áður gekk undir
nafninu „Organisation
Gehlen“.
— Þetta er hneyksli sem ekki
á sér neitt fordæmi, segir einn
talsmaður stjórnarandstöðunn-
ar, sósíaldemókratinn Heinrich
Ritzel. Hneykslið er miklu
meira en nokkur hefur viljað
viðurkenna fram að þessu,
segja vesturþýzk blöð.
Ekki er vitað með vissu hve
miklar eða mikilvægar upplýs- &
ingar njósnararnir þrír létu
Sovétríkin fá, því að réttar-
höldin yfir þeim, Heinz Felfe,
45 ára, Hans Clemens, 61 árs,
og Erwin Tiebel, 60 ára, fara
nú fram fyrir luktum dyrum,
en ýmislegt hefur síazt út
Vita allt um Ieyni-
þjónustuna
Fréttaritarinn segir að full-
yrða megi að Sovétríkin hafi
fengið í hendur fullkomna vit-
neskju um alla uppbyggingu
vesturþýzku leyniþjónustunnar
og hafi auk þess fengið upp-
lýsingar um alla þá vitneskju
sem hún hafði aflað sér í lönd-
um Austur-Evrópu og einnig
nöfn erindreka í þeim löndum.
Tilbúin gögn
Þá sé ástæða til að ætla að
sovézka leyniþjónqstan , hafi
látið njósnarana fá mikið af
tilbúnum og fölskum gögnum
sem sú vesturþýzka hefur síðan
tekið við og trúað á. Þeir létu
Felfe fá mikið magn af slíkum
gögnum sem hann notaði svo
til að vaxa í áliti hjá yfirmönn-
um sínum. Enginn vafi sé á að
mikill hluti þeirra sé falskur.
Fer huldu höfði
Yfirmaður vesturþýzku leyni-
þjónustunnar, Reinhard Gehlén.
var einn af hershöfðingjum
Hitlers og gegndi sams konar
starfi í þjónustu hans.
Hann gaf sig fram við
Bandaríkjamenn í lok stríðsins
og þeir tóku hann þá í sína
þjónustu og kom hann upp víð-
— Eva Mariotti aðstoðaði mig
við að drepa ríku ckkjuna fyr-
ir sautján árum. £g sló Maríu
Moser með stólfæti, og Eva
kyrkti hana með vasaklút. Við
fundum enga gimstcina, en ég
man að Eva tók vcrðmæta
skinnkápu.
— Þetta bar tékkneskur
borgari að nafni Erich Sterba
fyrir rétti í Hamborg fyrir
nokkrum dögum. Hann er höf-
uðvitni í máli gegn Evu þessari
Mariotti, en sjálfur var hann
dæmdur érið 1950 í heimalandi
sínu fyrlr morðið og hefur nú
afplénað þá refsingu sem hann
hlaut. Eva Mariotti heldur fast
við þann framburð sinn að hún
sé saklaus.
— Herra Sterba. Þér hafið
þegar svipt eína konu líflnu.
Þér megið ekki eyðileggja líf
annarrar. Hugsið yður vel um
áður en þér berið vitni.
tæku njósnakerfi i löndum
Austur-Evrópu fyrir þá, Njósna-
stofnun hans hefur heyrt und-
ir vesturþýzku stjómina síðan
1950.
Vann með „Spiegel"
Gehlen er mjög leyndardóms-
fullur maður og er þánnig ekki
til nein ljósmynd af honum
yngri en síðan 1942. Eina skipt-
ið sem skrifað hefur verið all-
rækilega um njósnastofnun
hans var fyrir nokkrum árum
þegar vikublaðið „Der Spiegel"
birti um hana grein. Þá var
talið að upplýsingamar í
greininni væru að mestu leyti
fengnar frá Gehlen sjálfum og
er reyndar vitað að margar
af uppljóstrunum ritsins á
undanfömum árum eru komnar
frá sama aðila og var ástæð-
an sú að Gehlen vildi klekkja
á keppinautum sínum í njósna-
þjónustu vesturþýzka land-
Þér vitið að þér þurfið ekki að
gera það, sagði dómarinn, en
Sterba hélt fast vlð framburð
sinn.
Dómarinn ítrekaði mörgum
sinnum við vitnið að framburð-
ur þess gæti ráðið úrslitum
í málinu og bað hann því að
hugsa sig vel um, jafnframt þvi
sem hann tók fram að honum
fyndist Sterba hafa sloppið vel.
að fá aðeins þrettán ára refsi-
vinnu fyrir morðið. — Hvers
vegna komuð þér til Hamborg-
ar? Þér hefðuð alveg eins get-
að verið kyrr heíma hjá yður.
sagði dómarinn. — Auðvitað
hefði ég getað það, sagðl Sterba.
en ég vildi aðstoða réttvisina.
— Fyrirgefning er meira virði
en hatur, hélt dómarinn áfram.
Þér megið ekki gleyma því að
þessi kona vildi yður ekki vel.
Haldið þér þvi enn fram, að frú
Mariotti hafi framið morðið á-
samt yður?
vamarráðuneytisins, sem Fránz-
Josef Stráuss stjómaði.
Vekur athygli
Vesturþýzka njósnamálið hef-
ur vakið sérstaka athygli fyrir
þá sök að fram að þessu hefur
farið mikið orð af hæfileikum
Gehlens og samstarfsmanna
hans og þeir taldir standa
framar öllum starfsfélögum sín-
um á vesturlöndum. Nú er hins
vegar komið á daginn að tveir
af nánustu samstarfsmönnum
hans voru í annarra þjónustu
í heilan áratug án þess hann
fengi hugboð um það. Höfðu
þeir þó fengið mikið fé fyrir
og m.a. varið því til fasteigna-
kaupa.
Nú er mönnum í Vestur-
Þýzkalandi og víðar á vestur-
löndum spum hvemig á því
gat staðið að svo lengi leið áð-
ur en upp um hina tvíbentu
njósnara komst.
— Já, ég held fast við það,
svaraði vitnið.
Það verður erfitt fyrir rétt-
inn að komast til botns í þessu
máli. Það er ekki einu sinni
vitað með vissu, hvað hin á-
kærða heitir eða hve gömul hún
er. Hún hefur gengið undir
mörgum nönfnum, t.d. Helene
Polaski-Siebek, Helene Neme-
cek og Sylvia Souza Leite. Hún
segist vera fædd í Prag árið
1921. Hún hitti Sterba í flótta-
mannabúðum í Þýzkalandi.
Lögreglan komst fyrst á slóð
hennar fyrir skömmu, en þá
var hún búsett í Suður-Amer-
íku og hafði tekið sér nafnið
sem hún er kölluð i réttinum,
Eva Mariotti.
öll sönnunargögn sem lög-
reglan komst yfir fvr1- sautján
árum eru nú týnd og i’raitiburð-
ur höfuðpersónanna stangast
algerlega á.
heíur rekið annað undan-
Hvert njOSÍiaiHallð faraa mánuði, bæði fyrir
austan og vestan. Síðast voru handtekin í Bandarikjunum tvenn
hjón, sökuð um njósnir fyrir Sovétrikin. önnur hjónanna voru
þau Ivan Égoroff, sovézkur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, og
kona hans, A’cxandra. Handtöku þeirra hefur verið mótmælt
á þeim grundielli að starfsmenn SÞ njóti diplómatískra réttinda.
Hér sjást þau hjón á Icið í réttarsalinn í Brooklyn í New York,
þar sem þau voru úrskurðuð í varðhald.
Réttarhöld vegna morðs er
framið var árið 1946