Þjóðviljinn - 17.07.1963, Blaðsíða 10
í Kópi venzSafólks á Akureyri
Sovézki píanósnillingur-
inn Vladimír Asjkenazí
hélt síðustu tónleika sína
hér á landi að þessu sinni
á Akureyri síðastliðinn
laugardag.
Allir aðgöngumiðar að
tónleikunum seldust á
skömmum tíma um morg-
uninn í Bókabúð Rikku og
komust færri að en vildu.
Akureyringar byrjuðu svo
að safnast fyrir framan
Borgarbíó hálftíma áður
en tónleikar hófust kl. 5
síðdegis á laugardaginn
(sjá 3 dálka myndina).
Eftir tónleikana söfnuöust
ættingjar Þórunnar, blaða-
menn Akurc-yrarblaðanna og
forvígismenn i tónlistarmál-
um Akureyrar saman til
kaffidrykkju í Café Skandia
og þar flutti Stefán Ágúst
Kristjánsson formaður Tón-
listarfélags Akureyrar stutt
ávarp og þakkaði ntanóleik-
aranum komur.P°*".r Pet-
ursson þakkaði fyrir bönd
Asjkenazís og Þórunnar konu
hans.
Fréttamanni Þjóðviljans
tókst að safna saman til
myndatöku með þeim hjón-
um Asjkenazí og Þórunni
skyldfólki hennar á Akureyri,
afa hennar, þrem föðurbræðr-
um, föðursystur og konum og
bömum þeirra bræðra. Er
■. - --
■
myndin (4 d myndin) tekin á
Byggðavegi 101 A, þar sem
Jakob Tryggvason organisti
Matthíasarkirkju á Akureyri
býr.
f neðstu tröppu eru þau
hjón Asjkenazí og Þórunn
með son þeirra Vladimir
Stefán í fanginu, en langafi
þess síðamefnda, Tryggvi Jó-
hannsson, stendur þar við
hlíðina (t.h.) í næstu tröppu
eru fyrst frá vintsri Tryggvi
Jakobsson (organista) neðar
og Stefán Hallgrímsson ofar,
Lilja Tryggvadóttir föður-
systir Þórunnar og Ölafur
Tryggvason, föðurbróðir henn-
ar.
í þriðju tröppu eru frá
vinstri ung stúlka, Þórdís
Hallgrímsdóttir, dóttir Fríðu
Sæmundsdóttur verzlunar-
stjóra Markaðsins á Akureyri,
þá Þóra Aðalsteinsdóttir kona
Stefáns Tryggvasonar, föður-
bróður Þórunnar, sem er næst
henni.
1 efstu tröppu eru svo þau
Fríða Sæmundsdóttir, Unnur
Tryggvadóttir kona Jakobs
Tryggvasonar sem er lengst
til hægri efst.
Þetta fólk er upprunnið úr
Svarfaðardal og býr Tryggvi
Jóhannsson, gamli maðurinn,
á Ytra Hvarfi í Svarfaðardal.
Jakob Tiyggvason er skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Ak-
ureyri, organisti Matthíasar-
kirkju sem fyrr segir og
stjómandi Lúðrasveiiac- Akur-
eyrar. Stefán Tryggvason er
skrifstofustjóri á bifreáðaverk-
stæði B.S.A. á Alcureyri og
Ólafur Tryggvason er bóndi
að Ytra Hvarfi 1 Svarfaðar-
dal og býr þar með föður sín-
um. Lilja Tryggvadóttir er
búsett á Dalvík og er gift
Antoni Baldvinssyni, verka-
manni þar.
Asjkenazí fór ásamt þessu
föðurfólki Þórunnar eftir há-
degi á sunnudag inn í Svarf-
aðardal. Þetta voru einu tón-
leikar Asjkenazís á Akureyri
og þeir síðustu hér á landi,
áður en hann fer til Hollands.
en þar heldur hann tónleika
24. júlí. Eftir tónleikana kl.
7 á laugardagskvöld var
mannmargt á heimili Jakobs
Tryggvasonar og mikil fam-
eliustemning. — g.m.
Ceymsla loftvarna-
nefndar brennur
í fyrrinótt kl. 2.10 kvikn-
aði í geymsluskúr við Karfa-
vog. Var skúrinn eign
Reykjavíkurborgar, en Loft-
varnanefnd hafði hann á
leigu. Talsverður eldur var
í skúrnum og mestur undir
loftventli á þaki- Tók það
um klukkustund að ráða nið-
urlögum eldsins.
Þá var slökkviliðið kvatt að
Akurgerði 52 kl. 13.35 í gær.
Þvottapottur hafði gleymst
í sambandi, þvottur var í
honum og myndaðist af því
reykur, sem reyndist auð-
veldur viðureignar.
Þá bar það til tíðinda í
Kópavogi í gær kl. 15.19, að
skúr brann að Hlaðbrekku
11. Skúrinn var garnall og
illa farinn, og brann hann
allur.
Eiturgasi ekki
beitt s Jemen?
NEW YORK 16/7. Málsvari
Sameinuðu þjóðanna skýrði frá
því í nótt að rannsóknarnefnd
samtakanna í Jemen hefði ekki
fundið neinar sannanir fyrir því
að Egyptar hafi beitt eiturgasi
gegn konungssinnum. Fulltrúar
Saudi-Arabíu hjá Sameinuðu
þjóðunum hafa sakað Egypta um
að hafa varpað eitur-sprengjum
á þorp í Jemen og brezk blöð
hafa sömuleiðis fullyrt að slfkt
hafi átt sér stað. Sameinuðu
þjóðirnar munu halda áfram að
rannsaka málið.
Tímahrak en betri
biðstaia hjá F. Ól.
1 8. umferð Piatigorsky-skák-
mótsins í Los Angeles hafði
Friðrik Ólafsson svart gegn
Gligoric, sem hefur forystuna á
mótinu. Lenti Friðrik í mikilli
tímaþröng, varð t.d. að leika síð-
ustu 14 leikina fyrir bið á 7 Jtnín-
útum. Þrátt fyrir þetta er Frið-
rik talinn hafa heldur betri tafl-
stöðu í biðskákinni.
önnur úrslit áttundu umferð-
ar urðu þau, að biðskák varð
hjá Reshevsky og Benkö, en
Najdorf og Panno gerðu jafn-
tefli, sömuleiðis þeir Petrosjan
og Keres.
í gær átti að tefla biðskákir til
úrslita og þá fór einnig fram.
9. umferð. Eftir 8 umferðir var
staðan þessi:
1. Gligoric
2.-3. Keres
Najdorf
4. Petrosjan
5.—6. Friðrik
Rejhevsky
7. Panno
8. Benkö
41/, og bið
4»/»
4‘/»
4
31/, og bið
3 % og bið
3
2V2 og bið
Smjörlíki hækkar
„aðeins"um 14%
Þjóðviljanum barst í gær til-
kynning frá skrifstofu verðlags-
stjóra. Er þar leiðrétt frétt um
smjörlíkishækkun, sem birt var
í þriðjudagsblaðinu. Kveður
skrifstofan hámarksverð í smá-
sölu vera 20.50 kr. pr. kg. en ekki
22.50 eins og sagt var í blaðinu.
Mun það „aðeins“ vera 14%
hækkun, og hvað er það á þess-
um síðustu og verstu tímum?
Skylt er að hafa það heldur
er sannara reynist. Rétt er að
geta þess, að fyrri fréttin var
höfð eftir skrifstofu verðlags-
stjóra. Starfsmaður sá, er Þjóð-
viljinn hafði tal af, sagði skýrt
og greinilega 22.50 kr. hvaðan
sem sú tala hefur verið fengin
Svo mikið er víst, að ef svo
heldur fram sem nú stefnir, líður
ekki á löngu áður en smjörlík-
isverð nær þeirri upphæð.
Nýr olíuflutningabátur
Valbjörn efstur eftir fyrri daginn
smíðaður i Stálvík h.f.
HELSINKI 16/7. — Frjáls-
fþróttakeppni Norðurlanda
og Balkanlanda fer nú fram
í Helsinki í Finnlandi. Eftir
fyrri dag keppninnar hafa
Norðurlöndin hloið 124,5 stig
en Balkanlöndin 73,5. Val-
b’jöm Þorlóksson er eini
keppandinn frá íslandi og
keppir hann í tugþraut. Eft-
ir fyrri daginn er hann
fremstur keppenda í þeirri
grein.
f dag kepptu tugþrautarmenn.
irnir í 100 metra hlaupi, lang-
stökki, kúluvarpj, hástökki, og
400 metra hlaupi. Fyrstur er
Valbjörn með 3.787 stig, annar
Kolnik frá Júgóslavíu með 3.765
stig, þriðji Kahma frá Finnlandi
með 3.710 fjórði Sokol frá
Rúmeníu með 3.580, fimmti
Haapala frá Finnlandi með 3.541
og sjötti Agsariptis frá Grikk-
Iandi með 3.453.
Úrslit í einstökum greinum
voru sem hér segir:
100 metra hlaup: 1. Kolnik,
11.3 2. Valbjöm 11,3 3. Sokol
11.3.
Langstökk: 1. Assariotis 6,71,
2. Valbjörn 6,71, 3. Haapala 6,66
Kúluvarp: 1. Kahma 15.02, 2.
Kolnik 14.18. 3. Valbjörn 13,11.
Hástökk: 1. Haapala 1.88, 2.
Valbjöm 1.82, 3. Sokol 1,79.
400 m hlaup: 1. Valbjöm 50,3,
2. Kahma 50,4. 3. Kolnik 51,0.
Slökkviliðið í
baráttu við vafn
Seint á ellefta tímanum í gær •
kvöld var slökkviliði kvatt að
húsiinu nr. 16 við Skólavörðu-
stíg, en vatn rann þar niður
húshliðina ofan af efstu liæð, og
Framhald á 2. síðu.
Síðdegs í gær afhenti
Skipasmíðastöðin Stálvík í
Arnarnesi Olíufélaginu h.f.
nýjan stálbát, sem ætlaður
er til olíuflutninga og ann-
arrar þjónustu við flotann
norðanlands og austan, eink-
um yfir sumartímann Skip
þetta er af sömu gerð og
Skeljungur. Það er 27 lestir
að stærð og hefur hlotið
nafnið Lágafell-
Olíutankar skipsins rúma um
32 þúsund lítra, en einnig eru í
því vatnsgeymar, sem rúma um
7 þúsund lítra. Olíutankar fiski-
báta taka yfirleitt um 5 þúsund
lítra og mun Lágafell því geta
afgreitt 6 báta í einni ferð.
Útiltsteikningar af skipinu eru
gerðar af Hjálmari R. Báðarsyni,
skipaskoðunarstjóra, en smíða-
teikningar allar annaðist Stál-
vík h.f.
Næsta verkefni skipsmíða-
stöðvarinnar verður væntanlega
um 170 lesta skip og verður það
stærsta stálskip, sem byggt hef-
ur verið innanlands til þessa.