Þjóðviljinn - 22.08.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1963, Síða 1
Fimmtudagur 22. ágúst 1963 — 28. árgangur — 177. 'tölublað. Bandaríkjastjórn hrdæmir 4 trúarofséknir Diems i Víetnam Sjá síðu 0 Verkfrœð- ingur rúðinn j fyrir 24500 kr. ó mánuði Á fundi útgerðarráðs Bæjarútgerðar Hafnarfj. s.l. mánudag réðu viðreisn- arflokkarnir nýjan fram- kvæmdastjóra fyrir Bæjar- útg. Hafnarfjarðar, Helga G. Þórðarson verkfræðing frá ísafirði. Hann tekur til starfa 15. okt. n.k. og var ráðinn fyrir kr. 24.500,00 á mánuði, bílakostnaður ekki meðtalinn. Óttgr Hansson fiskiðnfræðing- ur er lætur nú af störfum var á s.l. ári ráðinn for- stjóri samkvæmt gildandi launataxta deildarverk- fræðinga, en samkvæmt nýgengnum kjaradómi munu laun deildarverk- fræðinga hjá ríkinu vera tæpar 14.500 kr. byrjunar- laun og hækka upp | rúm- ar 16 þús. kr. eftir 10 ára starf. Emil Jónsson, aðalfor- ustumaður Alþfl. í Hafn- arfirði Iagði ofurkapp á ráðningu þessa manns og hikaði þá ekki við að brjóta bráðabirgðalög þau er Ingólfur Jónsson gaf út : • s.l. föstudag. ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■„■■■■■■■■■■■a.a, Kínverjar reiðir, Hér sést nokkur hluti af bílabreiðunni í Fossvoginum. >— (Ljósm. Þjóðv. G. O.). PEKING 21/8 — Kínversk blöð ósökuðu sovézk blöð í dag um það að ganga lengra en heims- valdasinnar í stuðningi við Indland í landamæradeilu þess við Kína. Pravda er bandamaður Nehr- us, ségir í fyrirsögn í Dagblaði fólksins Fjallar greinin um landamæradeiluna. Dagblöð í Peking taka öll undir yfirlýs- ingu kínverska utanríkisráðu- neytisins á þriðiudag þess efn- is, að sovézk blöð styðji Ind- land með tilbúnum ásökunum á hendur Kína. Ekki hafa kín- versk blöð minnzt einu orði á heimsókn Krústjoffs til Júgó- slavíu. Fréttastofan Hið nýja Kína heldur því fram, að indverskir hermenn og flugvélar geri stöð- ugt árásir yfir landamærin, hæði í austri og vestri. Ind- verska stjórnin neitar stöðugt að fallast á sameiginlega rann- °ókn málsins, segir í fréttatil- kynningu fréttastofunnar. Þá segja Kínverjar lygar einar full- vrðingar Indverja þess efnis, að ^verskt herlið sé nú dregið lar.damærunum. Bílar fyrir 177,7 milljónir fluttir inn á sex mánuðum -en innflutningur skipa nam aðeins 126.3 milljónum króna á sama tíma ■ Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum voru fyrra helming þessa árs fluttar inn bifreiðir fyrir samtals 177 milljónir og 738 þúsund krónur og er það nálega jafnhá upphæð og bílainnflutning- urinn á öllu árinu 1962 nam, en þá voru fluttar inn bifreiðir fyrir alls 192 millj. 453 þús. kr. Er því sýnilegt að innflutningurinn í ár fer langt fram úr því sem haiin hefur verið nokkru sinni áður. Ss þessu sambandi segja tölurnar um þann gjaldeyri sem eytt er til bifreiðakaupa ekki alla sög- una, því í kjölfar aukinna bif- reiðakaupa fylgir aukinn inn- flutningur bifreiðavarahluta svo og benzíns. Til samanburSsj við þann gjaldeyri sem eytt hefur ver- ið til bifreiðakaupa á þessu ári er t.d. fróðlegt að bera saman hverju varið hefur verið á sama tíma til skipa- kaupa. Samkvæmt yfirliti. _ Samkvæmt yfirlitinu í Hag- tíðindunum voru ó tímabilinu 1. janúar til 30. júní í ár flutt- ar inn samtals 2683 bifreiðir en á sama tíma í fyrra 1424. Er innflutningurinn, á fyrra hluta þessa árs því inær tvöfalt meiri en ó sama tíma í fyrra. Innflutingurinn skiptist þann- ig: (sambærilegar tölur i fyrra í svigum). Almenningsbifreiðir 11 ( 14) Aðrar fólksbifr. 1816 ( 730) Jeppabifreiðir . 368 ( 422) Sendiferðabifr. 208 ( 132) Vörubifreiðir 280 ( 126) Samtals 2683 (1424) Athyglisvert er að inn- flutningur fólksbifreiða hefur aukizt langsamlega mest eða mikið meira en tvöfaldazt frá í fyrra, enda hefur sam- keppni bifreiðaumboðanna aldrei verið meiri en nú og nýjar óseldar bifreiðir hrann- ast upp hjá þeim fiestum hverjum. Hefur í sumar mátt líta stórar breiður nýrra bíla meðfram Kleppsvegi á löngum kafla og hjá vöru- skemmum Eimskips f. Tún- unum, og nú síðast er búið að leggja stórt svæði inn við Fossvog sunnanvert í Öskju- hlíðinni undir bílabreiðurn- ar sem bíða kaupenda. Núverandi ríkisstjórn hefur mjög hælt sér af því að hafa leyst höft af bílainnflutningn- um og vafalaust hafa þær ráð- stafanir glatt hjarta bifreiða- innflytjendanna. Hitt er svo annað mál, hversu þessi skefja- lausa sóun gjaldeyris til bíla- káupa er heppileg fyrir þjóðar- búið. Ætti hver heilvita maður að geta séð það sjálfur að það væri hyggilegri fjárfesting að verja gjaldeyrinum fremur til kaupa á arðbærum framleiðslu- tækjum en til kaupa á óarð- bærum lúxusbifreiðum. Og í Hagstofunnar voru á fyrstu 6 mánuðum þessa árs flutt inn skip fyrir samtals 126 milljónir 326 þúsund krónur eða með öðrum orðum 51 millj. króna Iægri upphæð en varið var til bifreiðakaupa á sama tíma. Þar af voru flutt inn farskip fyrir 31,4 millj. og fiskiskip fyrir 94,9 millj. Hvort skyldi nú vera hyggi- legri fjárfesting bílakaup eða skipakaup? '>v.- 3. Þessi mynd er tekin við Kleppsveginn en meðfram honum á Iöngum kafla hafa Iengstum í sum- ar staðið óslitnar raðir af nýjum bílum. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Enn er sæmileg síldveiði 40 sjóm. út af Dalatanga Spellvirki unnin viB höfnina i Bolungarvík AÐFARANÖTT sl. sunnudags voru unnin mikil spellvirki við höfnina í Bolungarvík og hefur ungur maður úr Reykja- vík sem náöaður var í sam- bandi við Skálholtshátíðina verið handtekinn, grunaður um að vera valdur að þeim. Hann hefur þó neitað að svo sé. / SÁ sem valdur er að spjöllum þessum hafði byrjað á þvi að færa til bátanna, sem lágu t höfninni. Síðan hafði fjögurra manna bíl sem stóð skammt ofan við höfnina verið ýtt niður brimbrjótinn og velt út af honum inn í höfnina. Þessu næst var kerru með vatns- slöngum hafnarinnar cinnig velt út af brimbrjótnum og Ienti hún niður í bát sem þar lá og skemmdust bæði kerran og báturinn talsvert. ÞÁ voru teknir tveir kassar, annar mcð dælum í og hinn með víbrator. og velt í höfn- iria ásamt tunnu fullri af skífum og boltum. Voru þetta áhöld sem vinnuflokkur er unnið hefur við hafnarfram- kvæmdir þarna átti og búið var að pakka niður þar sem flokkurinn hafði lokið störf- um. EINNIG reyndi spellvirkinn að setja í gang stóran beltiskrana er stóð við höfriina en tókst það ekki. BlLNUM tókst að ná upp úr höfninni með því að setja á hann bönd og hifa hann sið- an upp með krana en til þess að ná verkfærunum varð að fá kafara frá Isafirði. Síðustu tvo sólarhringa hefur enn verið sæmileg síldveiði fyr- ir Austurlandi og liefur síldin nú færzt nær Iandi og var aðal- veiðisvæðið sl. sólarhring um 40 sjómílur suðaustur af Dala- tanga. í gærmorgun var síldar- leitinni kunnugt um afla 42 skipa er fengið höfðu samtals um 25 þúsund mál og tunnur á þessum slóðum, og í gærdag fengu cinnig nokkur sklp afla. Saltað var á nær öllum plön- um á Seyðisfirði Qg fleiri stöð- um austanlands í gær. Skiþin sem tilkynnt höfðu um afla sinn í gærmorgun voru þessi: Gunnar 1300 t., Þorbjörn 400, Eldey 1000, Sólrún 500, Guðmundur Þórðarson 1500, Mánatindur 600, Einar Hálfdáns 200 Gizur hvíti 1000, Runólfur 1400, Sæfaxi 300, Mummi Garði 350, Guðný 350, Leifur Eiríks- son 900, Vörður 300, Freyfaxi 300, Smári 250, Kambaröst 300, Sigurður Bjarnason 600, Héðinn 600, Jón Guðmundsson 350, Gull- ver 400, Skarðsvik 500, Jón Garðar 800, Dofri 800, Hoffell 500, Oddgeir 300, Hafþór 100, Áskell 450, Steingrímur trölli 250, Hannes Hafstein 700, Bára 1200, Baldvin Þorvaldsson 250, Sæþór 250, Hafrún 250, Nátt- fari 300, Gnýfari 350, Helga Björg 550, Mummi II., 1400 Framnes 300, Sigurpáll 1200, Margrét 300 og Rán 400. Bifreið hvolfir i Képavogi Um kl. 17 í gær varð það slys hjá áhaldahúsi bæjarins í Kópavogi, að bifreiðinni G-2514 hvolfdi. ökumaðurinn, Grétar Kristjánsson, Fífuhvammsvegi 31, var fluttur í slysavarðstofuna en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarleg. BÍLLINN &0M á NÚMEl 11656 f gær var dregið í happ- drætti Krabbameinsfél. Reykja- víkur. Vinningurinn, Prinz-bíll, kom á nr. 11656. Getur vinnandi vitjað hans í skrifstofu félags- ins, Suðurgötu 22. < í.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.