Þjóðviljinn - 28.08.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 28.08.1963, Page 7
Miðvikudagur 28. ágúst 1963 MODVIUINN ¥ikterícf Halldórsdéffir: w w Og Og „Þó mikið sé bjástrað og menningin sperrt margveifað sjálfstæðis- fánum, ýmislegt bak við það athyglisvert, óttixm sést læðast á tánum. Vor þjóðfæfa einnig og þing- helgi er skert og þrestimir flúnir af trjánum. Hin frjálsboma sál er sem freðýsuliert og fest upp á stórvelda ránum“. E. E. Það var einn merkur Ár- nesingur, sem þannig lýsti þeirri þjóðarógæfu þegar Keflavíkursamningurinn var gerður 1947, og stjórnarvöld landsins meðhöndluðu háttvirta kjósendur, (eins og landsmenn eru yfirleitt ávarpaðir fyrir kosningadag) — eins og ýs- una, sem athugasemdalaust er fest upp á rá til að frjósa þar og veðrast Sannarlega hafa Islendingar látið meðhöndla sig eins og dauðan hlut. Þjóðgæfueining sú sem ríkti 1944 var fljót- lega rofin og blekið ekki meir en svo þomað á heillaskeyt- um stórveldanna til íslenzku þjóðarinnar í tilefni lýðveldis- tökunnar, þegar hemaðar- krumlurnar frá þeim sömu stórveldum reistu hér upp trönur, herbæli, með leyfi þeirra manna sem hæst höfðu trónað og hæst höfðu talað um frelsi og sjálfstæði al- þýðulýðveldis Islands. Það er sorglegt að vita til þess, að þjóðin sem barðist í margar aldir, vopnlaus, svöng og köld við herveldi grátt fyr- ir jámum, þessi þjóð sem vann frægan sigur aðeins með andans vopnum, skuli nú vera svo heillum horfin að láta sið- lausa valdabraskara festa af- komendur vopnlausu viking- anna, sem færðu okkur frels- ið með andlegum krafti sín- um. láta sperrta ómenningar- montrassa festa þessa þjóð upp á rárnar hjá stórveldum til að hanga þar og dingla eftir vind- átt herfræðinnar í NATÓ. Forherðing íslenzkra stjórn- arvalda hefur farið hraðvax- andi ár frá ári. Gengisfelling- ar, gerðardómar og hverskonar önnur ólýðræðisleg framkoma víð þjóðina hefur farið hrað- byri yfir þjóðfélagið, sem átti sér ekki ills von af þessum mönnum, sem hafa lofað svo mörgu fallegu og góðu fyrir hverjar kosningar. I þessum mánuði hefurlands- mönnum gefizt kostur á að kynnast einu af fantabrögðum þeim sem ríkisstjórn íslands hefur um langan tíma æft í laumi og undirbúið með utan- ferðum og heimboðum og kurt- eisisheimsóknum hershöfðingja og annarra stórmenna úr NATÓ. En margir verða laus- málgir í finum kokktelboðum og veizlum, og verður þó gleði þeirra svc alger, að leynimakk, sem átti aðeins að vera leynd- armál milli fárra vina, verður lýðum Ijóst og breytist ,þá á glasbotninum, sem frétt dags- ins. , Þannig fór líka um herskipa- lægi og kafbátahöfn í Hval- firði: Allt átti að fara fram með leynd. Alþingi og þjóðin^. ótti ekkert að vita og ekk- ert um þessa samninga að fjalla. En fréttin um samninga síaðist út, og Guðmundur 1. Guðmundsson utanríkisráðherra neyddist til að meðganga, er hann var að- spurður, að samningar stæðu jdir, um þennan þokkalega verknað, án þess að Álþingi eða þjóðaratkvæði kæmi til með að segja sitt álit á þessu örlagaríka ógæfuspori fyrir ís- Ienzkt sjálfstæðá. Og svo for- hertur er þessi maður í Iand- sölumálinu, að hann segir, að Bandarikin borgi allt það sem Isiandi beri að borga í sam- bandi við þessar framkvæmd- ir í Hvalfirðinum, sem verða dýrar fyrir Nsto-bandalagið sem Island er hlekkur í. Hefur nokkur heyrt annað eins, að Bandaríkin ætla að borga fyrir Islendínga nokkra dollara fyr- ir það að brcytfi íslcnzka lýð- veldinu úr friðsömu, vopnlausu, sögufrægu alþýðulýðvcldi í allshcrjar herbækistöð um ald- ur og ævi. Ekki er nú stór sál- in í þessum stóra og svera manni. — Er furða þó manrii verði óglatt er maður hugleið- ir hve langt þessir forhertu einræðisseggir eru komnir frá hugsjón Alþýðulýðveldis sem alþýða Islands hefur trúað þeim fyrir með atkvæði sínu. Þegar maður lítur til baka yfir feril utanríkismála • síðan 1944 verður manni erfitt og mjög þungbært. Það mótlæti sem þjóðinni hefur að hönd- um borið, vegna strákskapar, fjárgrægði og skorts á ábyrgð- artilfinningu þeirra, sem þjóð- in hafði treyst til svo veglegs verks að varðveita svo dýr- mætan hlut, nýfengið frelsi og sjálfstæði. Islenzka þjóðin hef- ur verið- um of andvaralaus og treyst um of á loforð og fagurgala, en nú hlýtur al- þýðan að vakna og snúast til vamar, þegar öllum er gert kunnugt í viðræðum við sjálf- an utanríkisráðherrann, að samningar standi yfir um að farga landsréttindum þjóðar- Innar fyrir fullt og allt. Og þessi launráð eru nú veldin sýndu samkomulagsvilja til að slíðra vopn og létta ótta af mannkyninu, og allir vonuðu nú færi að rofa til. Þó fær maður þá frétt að stjórn íslenzka lýðveldisins ætli að öllum forspurðum að staðsetja hér öfluga herskipa- og kaf- bátastöð svo herveldið Nato geti. ef því býður svo við að horfa. fært dauða og ógnir yfir konur og börn. I stað þess að færa sveltandi þjóðum mat, sem öll skilyrði eru til að áfla hér við land, á'^að hafa víg- búnað hér við land til að drepa fólk. Sólfræðingar ættu að rann- saka sálarástand íslenzkra ráð- herra sem standa í samning- um um slíkan voða, sem út- þurrkun íslenzka lýðveldi^ms yrði og alger útþurrkun Islend- inga, ef brjólæðingum tækist að æsa til styrjaldar milli stór- veldanna. Eg veit að flestir Islðndingar sem komnir eru til vits bg ára muna hin örlaga- ríku orð Jóns Sigurðssonar á örlagastund, þegar kreppti að íslenzkri þjóð og kúgarar vildu •vama , Islendingum að flytja frelsismál sín. Þó skorti Jón Sigurðsson ekki djörfung. þegar málfrelsi þjóðar hans átti að hefta af erlendu herveldi ofaná annað ofbeldi, sem þá rikti nér í stjómarháttum. Hans frægu brugguð einmitt á þeim tí'ma sem allar þjóðir heims voru ad gleðjast yfir því að stór- orð hljóta nú að óma >i hverju íslenzku mar.nshjarta og verða borin fram áf hvers manns vörum. Þau frægu orð Jóns Sigurðssonar: Við mótmælum állir, réðu miklu um þá frægu sigra sem unnust í sjálfstæðis- baráttu Islands, án vopna, móti vopnuðu -stórveldi. Við eigum Island, og engir menn, þó þeir séu ráðherrar, hafa leyfi né vald til að ‘leigja það né selja, án þess að þjððin hafi veitt þeim umboð til bess, en það mun hún aldrei gera. Það er von mín, að nú létti þeim doðadúr, sem yfir íslenzku þjóðina hefur sigið, og-orð Jóns Sigurðssonar hljómi í hverjum landsfjórðungi eins og forðum hljómuðu þau á þjóðfundinum fræga. þar sem menn úr öllum ■sýc’ m tandsins hrópuðu einum rómi: Við mótmælum allir. Þá þorðu menn að mótmæla of- beldi, þó vopnað herlið mars- éraði um götur Reykjavíkur til að ógna fundarmönnum. Eru Islendingar nú kjarkminni? Ég vona að svo sé ekki. Sólbakka, Stokkseyri 19. ágúst, 1963. Viktoria Halldórsdóttir. SlÐA Y Ejörguðust ár brennandi skipi BOSTON 26/8. í dag kviktiaði í bandaríska fiskiskipimi Saint Nteholas og var þnð þá statt fið sjómífur austur af Cape, Cod. Sovézkt fiskisldp sem var nærstatt kom þegar á vetfcvang og bjargaði áhöfninni en skips- menn voru átta að tölu. Þetta er í annað skiptið á tveim vikum sem sovézkir sjó- menn bjarga BandaríkjamÖnn- um í hafsnauð. Fyrir liálfum mánuði björguðu þeir bandarísk- um orustuflugmanni sem orðið hafði að stökkva út ur þotu sinni í fallhlíf. Endverjar banna áróður Kínverja NÝJU ÐEHLI 26/8. Indverska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað kínverska sendiráðinu . í Nýju Dehli að' hætta nú þegar að drcifa áróðri fjandsamlegnm Sovétríkjunum. Rikiss'tjórnin gaf þessa fyrir- skipun er hún komst á snoðir um nð sendiráðið liafði dreift í Indlandi ýfirlýsingu kínverska kommúnistaflo'kksins frá 14. júní þar sem kommúnistaflokk- ur og ríkisstjórn Sovétríkjanna eru harðlega gagnrýnd. Kveðst indverska stjórnin ekki geta þolað að höfð sé í frammi slík gagfnrýni á vinaríki. Viðskiptaskráin 1963 er komin út Viðskiptaskráin 1963 er ný- lega komin út og hefur blað- inu borizt eintak af henni. Þctta er mikil bók, á áttunda hundrað bis. í símaskrárbroti, og' flytur margvíslegar upp- Iýsingar og fróðleik fyrir þá, sem vilja fylgjast með við- skipta- og atvinnulífinu í land- inu. Bókinni er skipt í flokka. Fyrsti flokkur er um stjóm landsins og atvinnulíf; þar er skrá yfir þingmenn og ráð- herra og hvaða mál og stofn- anir heyra undir hvern ráð- herra, skrá yfir fulltrúa Islands erlendis og fulltrúa erlendra ríkja á Islandi; töflur um mannfjölda á Islandi og skipt- ingu þjóðarinnar eftir at- vinnuvegum; töflur um fram- leiðslu í landbúnaði, iðnaði og sjávarútvegi og útflutning landbúnaðar- og sjávarafurða. 1 öðrum flokki er ágrip af sögu Reykjavíkur. upplýsingar um stjóm bæjarins, skrá yfir félög og stofnanir og önnur skrá yfir fyrirtæki og ein- staklinga, sem reka viðskipti í einhverri mynd. I 3. flokki er skrá yfir göt- ur og húseignir í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Hafn- arfirði með upplýsingum um eigendur, lóðastærð, lóðamat og húsamat. 1 4. flokki em samskonar upplýsingar um alla kaupstaði og kauptún á landinu. 1 5. flokki, sem er stærsti flokkur bókarinnar, er vam- ings- og starfsskrá. Þar er varningsheitum og atvinnu- greinum raðað í stafrófsröð og undir hverjum lið tilfærð nöfn og heimilisföng fyrírtækja og einstaklinga í samræmi við starfsemi þeirra. I 6. flokki er skipastóll Is- íands 1963: skrá yfir öll ís- lenzk skip 12 rúmlestir og stærri. Sjöundi flokkur er löng og ítarleg ritgerð á ensku, sem heitir ,,Iceland: A Geograp- hical, Political ánd Economic Survey, upphaflega samin af Birni Bjömssyni, hagfræðingi, og endurskoðuð árlega af Hrólfi Ásvaldssyfti, hagfrœð- ingi. Loks er í áttunda flokki skrá yfir útlend fyrirtæki, sem á- huga hafa ó viðskiptum við Island, flokkuð eftir löndum, og auglýsingar frá sumum þeirra. og auglýsir.gar frá ís- lenzkum fyrirtækjum, sem hafa áhuga á við viðskiptum við útlönd. Þá eru allmargir uppdrættir í bókinni: litprentaður upp- dróttur af Islandi með áteikn- uðum vitum og fiskveiðtak- mörkum, litprentaður upp- . dráttur af Reykjavík, loft- myndir af Akranesi, Akureyri og Isafirði og uppdráttur af Hafnarfirði. Útgefandi Viðskiptaskrárinn- ar er Steindórsprent h.f. Rit- stjóri er Gísli Ölafsson. Mörg vandamál í sambandi vii nýja launakerfi ríkisins Þjóðviljanum hefuir borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Breyting sú*. sem gerð hefur verið á launakerfi ríkisins með Kjaradómi og samningi um skipan ríkisstarfsmanna í launaflokka er mjög umfangs- mikil. Það er þvi eðlilegt, að fram hafi komið ýmis vanda- mál, sem leysa þarf er hin nýja skipan kemur til fram- kvæmda. Hafa Kjararáð fyrir hönd ríkisstarfsmanna og samninga- nefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaréðherra skipzt á til- lögum um röðun einstaklinga í hina 28 launaflokka. Ekki hefur en reynzt unnt vegna takmarkaðs tíma að afgreiða ágreiningsatriðin. Munu samn- ingsaðilar taka þau til með- ferðar á næstunni, og er það síðan hlutverk Kjaranefndar að skara úr um það, sem ekki teks-t samkomulag um. Auk niðurröðunar í launa- flokka, þá hafa samningsað- ilar gert eftirfarandi samkomu- lag um framkvæmd aldurs- hækkana „Við ákvörðun aldurshækk- ana skal starfsaldur hjé þeim, sem skipta um störf hjá rík- inu, reiknast þannig: Þegar um er að ræða sams- konar starf, skylt starf eða starf innan sömu ríkisstofnun- ar, telst starfsaldur frá þeim tíma, er hlutaðeigandi ríkis- starfsmaður hóf störf í hinni fyrri stöðu. Fari ríkisstarfsmaður í starf, óskylt hinu' fyrra, gildir fyrri starfsaldur hjá ríkinu í hinu nýja starfi allt að sex árum. Hafí maðurinn starfað hjá rík- inu lengur, þá taki hann laun í hinu nýja starfi miðað við sex ára starfsaldur. 1 því til- felli, að starfsmaðurinn fari í betur launaða stöðu, skulu laun hans í nýju stöðunni aldrei vera lægri en launin í hinu eldra starfi. Nú tekur maður verr laun- aða stöðu, en hann hafði áður, þá gildir fyrri starfsaldur, hvort sem um skylt eða óskylt starf er að ræða“. Það skal tekið fram, að ekki hefur verið gert neitt sam- komulag milli aðila um það, hvemig taka beri tillit til starfsaldurs við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu og verður því að meta sérstaklega hvert slíkt mál. Þar sem sýnilegt er, að fullnaðarafgreiðsla á röðun í launaflokka og ákvörðun starfs- aldurs tekur langan tíma, þá voru bóðir aðilar sammála um að vinna að þvi. að útborgun hefjist hinn 1. sept. n.k. sam- kvæmt Kjaradómi, og verði launin greidd í fyrstu -eftir til- lögum samninganefndar ríkis- ins um röðun einstakra starfs- manna i launaflökka. 1 þeim tilfellum, þar sem breyting verður á launum starfsmanna við endanlega röð- un samningsaðila eða úrsteurð Kjaranefndar, verði leiðrétting framkv. svo fljótt og unnt er. Kjararáð B.S.R.B. mun leggja fram skriflega greinargerð um hvem einstakan starfsmann, sem ágreiningur er um, sem gruntívöll fyrir frekari viðræð- um. og hefur óskað eftir að fá sams konar greinargerðir frá samninganefndinni Áríðandi er, að þeir einstakl- ingar, sem telja, að röðun þeirra eða ákvörðun starfsald- urs sé ekki i samræmi við settar reglur, hafi samband við félag sitt eða skrifstofu B.S.R.B., ef þeir hafa ekki þegar gert það. Skrifstofan er cpin daglega kl. 10—12 f.h. og 1—6 e.h., og er hún á Bræðraborgarstíg 9. Símar skrifstofunnar ' eru 22877 ög 13009. Þá vill B.S.R.B. vekja at- hygli á að ekki má breyta frá vinnutimaákvæðum Kjaradóms nema með samþykki viðkom- andi starfsmannafélags Segjast hafa lífíátið Áfrikustúdent BRUSSEL 26/8. I dag hringdi maður nokkur til skrifstofu fréttastofunnar AFP í Brussel án þess að segja til nafns. Kvaðst máður þessi tílheyra Demokles-hóptium svonefnda og skýrði frá því að hópnrinn hefði tebið stúdent einn frá Kongó af lífi. Maðurinn hringdi fyrst um þrjuleytið og sagði að kongósk- ur stúdent sem tekinn hefði verið sem gísl yrði líflátinn. Hálfíá klukkustund síðar hringdi hann aftur og sagði: Verkinu er lokið. Demokles-hópurinn fullyrtl á laugardaginn að menn hans hefðu rænt kongóskum stúdemt sém stundar nám við Louvain- háskólann. Hótuðu ofstækis- mennirnir að taka hann af lífi ef kongóska stúdentasambandið hætti ekki árásum sínium á Belga. Lögréglan hóf þegar að rawnsaka málið en hefur ekki komizt að raun um að neinn kongóskur stúdent hafi horfið. Telur lögreglan því ekki óhugsandi að sagan um mann- ránið og aftökuna sé uppspuni. VDNDUÐ F lTg II P ODYR U II Sfyurþórjónsson &co Jlafnarstrœti 4- SAAIB RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 5wíh^B]öRNSSON * co. p.o. Sími 24204 BOX 1JM ■ REYKJAVlK v/Miklatorg Sími 2 3136

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.