Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Rítstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansscm (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. berra starfsmanná ■pyú um mánaðamótin fá opinberir starfsmenn greitt' kaup í samræmi við hin nýju kjara- ákvæði, þótt ýms ágreiningsatriði muni að vísu enn vera óleyst og bíði úrskurðar. Hafa opinber- ir starfsmenn yfirleitt fengið mjög verulegar kauphækkanir að krónutölu, þótt misjafnar séu, og er þessi mikilvægi áfangi árangur af baráttu B.S.R.B. árum saman, góðri samheldni og dug- mikilli forustu. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra segir í Alþýðublaðinu í gær að meðal- hækkunin til opinberra starfsmanna, að meðtöld- um starfsmönnum bæjar- og sveitarfélaga, banka og sparisjóða, nemi um 45%. Munu ekki dæmi þess fyrr að stórir launþegahópar hafi i einu lagi samið um slíka hlutfallshækkun, og ýmsir opin- berir starfsmenn munu nú fá laun sín tvöfölduð. TC'n Gylfi Þ. Gíslason notar tölu sína um 45% meðalkauphækkun sem röksemd fyrir því að slík gerbreyting fái ekki staðizt, hún hljóti að valda verðbólgu og eyðast þannig á tiltölulega skömmum tíma. Bendir ráðherrann á að þjóðar- tekjurnar hafi vaxið um 4% á ári að undanförnu, þar af gangi 1%% til þess að mæta fólksfjölgun- inni, þannig að aðeins verði eftir 2V2% til þess að [tryggja launahækkanir. Gefi auga leið að þegar svo sé ástatt sé gersamlega óraunhæft að semja um margfalt, jafnvel tvítugfalt, meiri kauphækk- anir. En í þessum málflutningi ráðherrans kemur fra» fölsun sem margsinnis hefur verið bent á hér í blaðinu. Hann ber saman vöxt þjóðartekn- anna á föstu verðlagi, að frádreginni verðbólgu, annarsvegar, en kauphækkanir á síbreytilegu verðlagi, að verðbólgu meðtalinni, hinsvegar. Auð- vitað sýnir 45% meðalkauphækkun opínberra starfsmanna ekki neina hliðstæða raunverulega kauphækkun. Það má m.a. marka af því að á hálfu fjórða ári hafa nauðsynjar „vísitölufjöl- skyldunnar" hækkað um 52% — mun meira en meðalkauphækkunin. Ef nota æíti tölur ráðherr- ans á réttan hátt þyrfti að reikna út hvernig raunverulegt kaupgjald opinberra starfsmanna — hlutfallið milli launa og verðlags — hefur breytzt um áraskeið og bera þá tölu sem þar kemur út saman við útreikninga um sívaxandi þjóðartekjur. |7alsanir Gylfa Þ. Gíslasonar eiga að vera rök- * semd fyrir sívaxandi verðbólgu; hann er að reyna að sanna að dýrtíðin sé afleiðing af kröfu- gerð launþega og óraunhæfum kauphækkunum. En samhengið er allt annað; í heild fer því fjarri að launþegum hafi tekizt að tryggja sér óskert raunverulegt kaupgjald fyrir hverja vinnueiningu. Ekkert verkefni er nú brýnna fyrir launþegasam- tökin en að komið verði á kauptryggingu, þanndg að verðbólgan rýri ekki í sífellu raunverulegt kaupgjald, og ræni ekki jafnóðum árangrinum af hverri nýrri samningsgerð. — m. HðÐVILIINN Sunnudagur 1. september 1963 Tal í ,heljarstuði Ýmsum þótti með ólíkindum, er Tal tapaði heimsmeistara- titlinum árið 1961 fyrir Bot- vinnik, hafandi unnið hann af sama manni árið áður með talsverðum yfirburðum. Að því ógleymdu, að ekki var að sjálfsögðu Við neitt smá- menni að eiga þar sém Bot- vinnik var þá urðu þó margir til að leita hinna fjölbreytt- ustu skýringa. Svéifluðust til- gáturnar á milli krónisks heilahristings, serrí honum átti að hafa: áskptnazt í jámbraut- arslysi í Þýzkalandi og erfiðra heimilisástæðna, en Tal var þá nýgiftur. Eftir svo að Tal nánast hrundi saman á Kandidata- mótinu í Curacao 1962, þá var ljóst, að eitthvað meira en lít- iö var að, enda varð hann að hætta í mótinu vegna \ innvort- is; sjúkleika, og bar lítið á honum um hríð. En á seinni mánuðum hef- ur svo virzt sem Tal væri aft- ur að ná sér vel á strik, og stafar það vonandi meðfram af batnandi heilsu því heilsu- veill maður er sjaldan lík- legur til mikilla afreka á skákborðinu. Á síðasta skákþingi Sovét- ríkjanna náði Tal 2.—3. sæti, og í júlí síðastliðnum vann hann mjög glæsilegan sigur á móti, s§m haldið var í Ung- verjalandi til minningar um ungverska meistarann Asztalos, sem lézt 1956. Var Tal þar tveim vinningum fyrir ofan Bronstein, sem næstur kom. Þátttakendur voru alls 16 og féllu vinningar svo á sex efstu menn: 1. Tal (Sovétr.) 12% vinning 2. Bronstein (Sovétr.) 10% — 3. Bilek (Ungverjal.) 10 — 4. —6. Filip (Tékkósl.) 9 — 4.—6. Szabo (Ungverjal.) 9 — 4.—6. Dely (Ungverjal.) 9— Tal tapaði þama engri skák og eigi heldur Bronstein. Vinn- ingstala Tals, 83% á svo sterku móti sem þetta var er aftaka- há og bendir til að þessi ungi snillingur sé að ná sér upp úr öldudal tímabundins krank- leika og þrúgandi ástarfuna! Eða hvað finnst þeim sem skoða skák þá, sem hér fer á eftir og er frá ofannefndu móti? 6. minningarmót Asztalos, Miskok 1963 Hvítt: Tal Svart: Chitescu (Rúmeniu) Spánskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 /. september 1958 Framhald af 3. síðu. annarra? En þegar Atlanzhafs- bandalagið á í hlut kemur auð- sjáanlega ekki til greina neitt sjálfstætt mat hjá forustu- mönnum núverandi stjómar- flokka. Og því hafa þeir í nafni Atlanzhafsbandalagsins ekki að- eins samið um undanþágur fyr- ir Breta innan 12 mílna heldur og skuldbundið sig tii þess að hlíta erlendum úrskurði um allar frekari aðgeröir í land- helgismálinu. Þannig á aö tryggja að hinar „svívirðilegu aðfarir“ „griðníðinga og svik- ara“ frá 1958 endurtaki sig ekki. Að sjálfsögðu munu Isiend- ingar fyrr eða síðar hrinda bví- líkum nauðungarákvæðum. En þeir þurfa þá að tryggja sér forustumenn sem taka börf ] ættjarðar sinnar fram yfir vald- ! boð erlendra ríkjabandalaga. — Austri. I \ a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 h6. (Þetta er víst nýtízkuleikur svarts í spánsku tafli, og reynist hann þó eigi vel hér. Svartur vill leika He8, en fyrst hindra Rg5). 10. d4 He8 11. Rb-d2 Bf8 12. Rfl Bd7 13.Rg3. ( (1 þessu afbrigði verður ridd- arinn að fara til g3 fremur en e3 vegna peðsins á e4). 13. — — Ra5 14. Bc2 c5 15. b3 g6 16. Be3 Rc6 17 d5. (Eftir að hafa ,,lokað“ mið- borðinu, fær Tal meira frjáls- ræði til athafna á kóngsarmi og fleygar stöðu svarts. Ekki lætur Tal sér það þó eitt nægja, heldur ryðst brátt fram til sóknar á miðborðinu með mannsfórn). 17.------Re7 18. Dd2 Kh7 19. Bxc5! (Tal fær tvö miðborðspeð fyrir mannirín, sem fer hátt í það að nægja „materíal.skt“, en gerir sjálfsagt drjúgum betur frá hernaðartaktísku sjónarmiði). 19. — — dxc5 20. Rxe5 RcS 21. Í4. (22. Rxf7 væri miður gott vegna 22. — — De7 og ridd- arinn væri dauðadæmdur). 21.-----De7 22. c4 Bg7 23. Rf3 bxc4 24. bxc4 Rd6. (Svartur tekur það ráð að gagnfóma manninum, og á hann varla skárra úrræði, gagnvart hinum geigvænlegu miðborðspeðum hvíts, sem vélta fram Hkt og óstöðvandi flóðbylgja). 25. e5 Rxc4 26. Dc3 Bb5 27. Ha-dl. (Tal framkvæmir sóknina af vísindalegri nákvæmni - og hæfilegri rósemi. Þótt riddar- inn, á f6 reyndi nú að forða sér, þá ynni hvítui mann með a4. 27. exf6 var hinsvegar hæpnára vegna 27.-------Bxf6). 27.------Ha-d8 28. d6 Rxd6^ 29. exd6 Db7 30. Re5 Rd7 31. Rh5 Bh8 32. Dg3. (Losar riddarann úr léppun- inni og hótar að drepa á g6). 32. — • — Rxe5 33. fxe5 Dd7 34. Rf4! Bxe5 35. Bxg6f! (Hver holskeflan á fætur annarri ríður yfir svartan, enda er nú skammt til loka. Eftir 35. — — fxg6 kæmi 36. Dxg6t, Kh8 37. Hxe5 Hxe5 38. Df6t og hvítur vinnur létti- lega). 35. -----Kh8 36. Bxf7! (Fjárans ári gengur á upp- hrópunarmerkin hjá manni, en hvað á maður að gera þegar stórmeistararanir missa svona algjörlega taumhald á sér. Eftir 36. — — Dxf7 kæmi 37. Hxe5 og þá 38. Rg6t og svart- ur fellur). 36. — — Bd4t 37. Hxd4 Hxelt 38. Dxel. (Svartur er nú glataður hvorn manninn, sem hann hirðir eins og lesendur geta auðveldlega sannfærzt um). 38.------Dxf7 39. De5t Dg7 40. Dxc5 Bc6 41. Hd2. og Ghitescu gafst upp. Tal. Bezta íirvalið af karlmannafötum. IÐNSÝNING SAM VINNU VERKSMIÐJANNA | í Ármúla 3 opnar sunnudaginn 1 september kl 14.00 og verður opin til kl 2200 þann dag og næstu daga á sama tíma Eftirtaldar verksmiðjur sýna fjölbætla framleiðslu og nýjungar úr starfsemi sinni UllarverksmiSian Gefjun, Akureyri Saumastofa Gefjunar, Akureyri. SkinnaverksmiSjan Iðunn, Akureyri Skóverksmiðjan Iðunn, Akureyri. Fataverksmiðjan Hekla, Akureyri.' Fataverksmiðjan Fífa, Húsavílc Fataverksmiðian Gefjun, Reykjavík. Rafvélaverksmiðjan Jötunn, Reykjavík. Verksmiðjan Vör, Borgarnesi Tilraunastöð S.Í.S., Hafnasfirði. Kjöt & Grænmeti, Reykjavík. Efnaverksmiðjan Sjöfn, Akureyri. Kaffibrennsla Akureyrar, Akureyri. Smjörlíkisgerð K.E.A., Akureyri. Efnagerðin Flóra, Akureyri Efnagerðin Record, Reykjavík Efnagerð Selfoss, Selfossi. ''aupfélags Árnesinga, Selfossi. Allir ciga crindi á sýnlngur - A»l* Gengið «r ttm »? *unnan»'o i' l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.