Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1963, Blaðsíða 6
 g SÍÐA ÞIÓÐVItTlNN Sunnudagur 1. september 1963 Dvöi Krústjoffs íJúgóslaviu er að Ijúka Hálfs mánaðar dvöl Nikita Krústjoffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í Júgóslavíu fer nú senn að Ijúka. Hann hefur ferðazt víða um landið. kynnzt júgóslavnesku þjóðlifi og haldið margar ræður. Hann átti langar viðræður við Titó forseta og aðra ráðamenn og var niðurstaða þeirra aó eng inn slíkur ágrciningur sé nú uppi milli Júgóslavíu og Sov- étríkjanna, að ekki verði hæg< að jafna hann. Fyrsti árangur þeirra viðræðna er að fyrir- sjáanlegt er að viðskipti land- anna ntunu stóraukast þegar á þessu ári og allt bendir til þess að Júgóslavia tengist nú hinum sósialistísku rikjum í Austur-Evrópu enn traustari böndum. — Efri myndin sýnir þá Krústjoff og Tító á fundi ásamt ráðunautum sinum, en á þcirri neðri eru þcir á gangi á eynni Brioni ásamt konum sínum. Nínu og Jovönku. Lungnakrabbi er tíu sinnum aígengari í úrannámunum Bandaríska heilbrigð- ismálastjómin hefur slegið bví föstu að rannsóknir sanni að dauði af völdum lungnakrabba sé mur algengari meðal starír manna við úran náir urnar bandarísku e^ annarra íbúa landsins Samkvæmt niðurstöðum rann sóknanna, sem staðið hafi yfii í tólf ár, orsakar geislun í nám- unum lungnakrabba. Rann- sóknirnar jhafa farið fram í úr- an-námum í'sjö fylkjum: Ari- zona, Colorado, Nýja Mexíkó Montana, N-Dakota, Wyom ing og Utah. Rannsóknimai hafa leitt í ljós að dauðsföll a1 völdum lungnákrabba eru mur algengari I námum en meða karlmanna á sambærilegur aldri í héruðunum í kring. Krabbameinsstofnunin band: ríska og sú deild innan heil- brigðísstjórnarinnar sem fjall- ar um atvinnusjúkdóma hafa I sameiningu rannsakað 5.370 verkamenn í úran-námunum og kemur í- ljós að þeir sem vinna niðri í námunum eru í hvað mestri hættu. 11 af 768 Af 768 verkamönnum sem mnið höfðu í fimm ár í nám- tnum létust ellefu úr lungna- :rabba. Er þetta tíu sinnum \ærra hlutfall en það sem gild- Framhald á 8. «íðu. Viðsjúrvert ústand við Genesaretvatn Eins og kunnugt er hefur öryggisráð Samein- uðu þjóðanna tekið landamæradeilu Sýrlend- inga og ísraelsmanna til meðferðar. Bera báðir aðilar hinn þungum sökum, en að undanförnu hefur komið til minniháttar vopnaviðskipta við landamferi ríkjanmaj. Talið er að erfitt verði um sættir og óttast margir að til stórátaka kunni að koma. ísraelsmönnum yrði ekki hern- aðarlegur ávinningur að liðs- flutningum Sýrlendinga. Báðir aðilar féllust á þetta og þar með varð þrætueplið til. Deila Sýrlendinga og ísra- elsmanna er varhugaverðasta vandamálið sem enn er ó- leyst varðandi Palestínu. Deilumálin eru flókin en þó má nefna þrjú atriði sem mestu máli skipta: + Friðaða svæðið meðfram vopnahlésmörkunum. ★ Flskveiðarnar á Genes- aretvatni. ir Áætlanir um áveitukerfi Jórdanfljótsins. Þegar vopnahlésviðræðurnar fóru fram á Rhodos árið 1949 neituðu Sýrlendingar eindregið að hörfa á brott með hersveit- ir sfnar frá þeim svæðum sem þeir höfðu lagt undir sig í Palestínu. Til að leysa þetta vandamál lögðu fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna til að svæði þessi yrðu friðuð undir eftir- liti samtakanna — þannig að -4» Hægt er að fram- leiða nægæn mat handa öllum ABERDEEN 30/8 — Það er Hél- ber firra að svo kunni að koma áður en langt liður að mannkyn- inu hafi fjölgað svo að ekki verði hægt að framleiða næg matvæli í heiminum að metta hvern mann, sagði prófessor Martin Jones, á ársþingi brezka vísindafélagsins í Aberdeen í dag. Það eru ótæmandi möguleikar á að auka matvælaframleiðsluna svo mikið að hún haldist i hend- ur við fjölgun mannfólksins, a.m.k næstu tvær alþimar, sagði hann. Hann nefndi sem dæmi að tífalda mætti matvælafram- leiðsluna í heiminum með því að breyta hinum víðlendu eyði- mörkum hitabeltisins í frjÓsamt land með áveitum. Misjöfn túlkun Upphaflega var gert ráð fyrir að þessi skipan væri aðeins til bráðabirgða en nú hefur hún staðið í 14 ár. Hvað eftir ann- að hafa úfar risið miili ríkj- anna tveggja og hafa þau túlk- að orö samningsins á mjög mis- munandi vegu. Samkvæmt samningnum átti formaður vopnahlésnefndarinn- ar að bera ábyrgð á því að friður og ró héldist á svæð- unum og að íbúamir, sem bæði eru Arabar og Gyðingar gætu lifað og starfað að eðlilegum hætti. fsraeismenn líta svo á að friðaða beltið sé hluti af yfir- ráðasvæði þeirra og krefjast þess að fá að beita þar lög- reglu sinni. Hinsvegar neita þeir Sýrlendingum um slfkt. Sýrlendingar telja að hvorki þeir sjálfir né ísraelsmenn, heldur einungis fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna, hafi vald til þess að taka ákvarðanir varð- andi friðaða svæðið og stvður öryggisráðið það sjónarmið. ■ Málið ér enn flóknara vegna þess hvernig háttað er eigna- réttinum á landrýminu á frið- aða svæðinu. Svæðinu er skipt í ótal smálóðir sem ým- ist Gyðingar eða Arabar eiga. Engin mörk eru á milli þjóð- anna og iiggur því sýrlenzkt land einatt næst Israel en fsraelskt næst Sýriandi. Auk þess hefur löngum ver- ið deilt um eignarréttinn á nokkrum lóðum sem arabískir bændur nytja og telja sig eiga. ísraelsmenn fullyrða að þeir hafi keypt iarðir þessar af fyrrverandi lénsherrum. N» ” I uf ninear Allí frá upphafi hafa deiljir og erjur verið daglegt brauð ---------------------------- Næsta skrefið eftir sprengingabannið? Nato ræðir tillögu um eftirlitsstöðvar PARlS 30/8 — Nokkrar hoéifur þykja nú á því að samkomulag geti tekizt milli Atltanzbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins um að þau komi upp eftirlits- stöðvum hjá herjum hvors ann- ars I Evrópu til að fyrirbyggja skyndiárás, en Krústjoff,. forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, lagði slíkt til I ræðu sem hann flutti þegar verið var að ganga irá Moskvusáttmálanum um spreng- ingabann. Það þykir benda til að samn- ingar um slíkar eftirlitsstöðvai gætu tekizt, að fastaráð Atlanz- haísbandalagsins samþykkti a fundi sínum f París i dag að fela herforingjum sfnum að gera al- hugun á því hvemig haga mætti framkvæmd málsins. Málið mun síðan tekið aftur upp í ráðinu þegar herforingjamir hafa skil- að álitsgerð sinni um það. Skiptar skoðanir Góðar heimildir eru hafðar fyrir því að skoðanir hafi verið skiptar á fundi ráðsins. Fulltrúar Belgíu, Lúxemborgar, Noregs, Danmörku, Kanada og Italíu eru sagðir hafa lýst sig hlynnta slík- um eftirlitsstöðvum. en fulltrúar Vestur-Þýzkalands, Frakklands, Grikklands og Tyrklands hafi verið þeim andvfgir og fulltrúar Portúgals og Hollands einnig að nokkru leyti. Brezka stjómin mun ekki hafa tekið afstöðu í málinu. en er talin vera hlynnt tillögunni. Sama máii mun gegna um Bandaríkjastjórn. A'ð venju er þess ekki getið að fulltrúi Is- lands hafi haft nokuð til mál- anna að leggja. meðal fbúa friðaða svæðisins. Israelsmenn færðu sig æ lengra upp á skaftið með þeim af- leiðingum að flestir Arabamir ýmist fluttu vonsviknir á brott eða beinlínis flúðu. Eitt sinn fluttu Israelsmenn fbúa tveggja þorpa á brott og kváðust gera það af „öryggis- ástæðum". Síðar komu Samein- uðu þjóðirnar því til leiðar að þeir voru fluttir heim aftur. Fólkið var þá orðið svo hrætt um sig að það fluði samstund- is til Sýrlands. Þar var flótta- mönnunum tekið heldur dræmt þar sem landar þeirra vildu að íbúarnir á friðaða svæðinu létu ekki ganga á rétt sinn. Hvað eftir annað kom til vopnaðra átaka og neyddust Sameinuðu þjóðimar til þess að Iýsa,því yfir að þær gætu ekki fellt sig við aðfarir Isra- elsmanna. Israelsmenn lögðu æ fleiri jarðir undir sig en Arab- amir hrökkluðust burt og urðu að horfa upp á það að útlend- ingar nytjuðu þar jarðir sem áður höfðu tilheyrt þeim sjálf- um — sjálfsagt með mun nú- tímalegri og afkastameiri að- ferðum. Þannig er málum háttað enn i dag og er varla liklegt, að sættir takist í bráðina. Lösrree-la eða her? Lögreglulið það sem fsraeis- menn beita á friðaða svæðinu. landamæralögreglan svokallaða, er skipulagt og útbúið eins og um her væri að ræða. Vopnahléssamningurinn bannar alla þermennsku á friðaða svæðinu og hafa Sýrlendingar því hvað eftir annað sent Sam- einuðu bióðunum kærur af bessum sökum. ísrael’menn bafa aldrei sinnt klögumáium hess- um en haldið bví fram að lið- ið á svæðinu sé lögreglulið sem heyri undir innanríkisráðuneyt- ið og sé bvf ekki um neinn her að ræða. Sýrlendingar hafa haldið á- fram að kæra vegna lösrnqiu- manna og skriðdreka frá ísra- ei. Finstöku sinnum hafa beir hafið skothríð að fyrra bragði og hafa ísraelsmenn ekki lát.ið sinn hlut eftir liggja. Hafa skærur þessar stundum . nrðið svo maenaðar að gripið hefur verið til stríðsvagna og stór- skotaliðs. / Vítahrinerir Sýrlendingum hvkir að von- um að þeir séu órétti beittir og í bræði sinni hafa beir með- al annars skotið á óþreytta borgara, lagt leynisprerfgiur t jörðu og tekið kvikfé Gyð- inga eienamómi. Þessum að- gerðum hafa fsraelsmenn svar- að með meiri skothríð. eignar- nómi o.s.frv. ísraelsmenn hafa vfirieitt verið vopnahlésnefnd Famein- uðu bióðanna bungir f skaufi- Hvað eftir annað hafa beir meinað starfsmönnum samtak- anna um aðeang að þeim svæð- um sem þeir áttu samkvæmt samnlnoniim pð hafa eftirlit með. Hafa þeir aídrei hvikað frá þeirri skoðun sínni að frið- aða svæðið væri hluti af iandi þeirra. Viasiár Hætt er við að ekki eeti hjá þvf farið er til lengdar lætur að til meiriháttar átaka komi vegna landamæradeilna.nna. Er ekki óhugsandi að tsra- elsmenn muni nofa eriurnar sem afsökun fvrir bví pð loggia allt friðaða svæði^ undir sig og lýsa því vfir að hað sé sem slfkt úr sögutinl Ff svo fer er ólíklegt að ArDi-príkin í nágrenninu muni sitja auð- um höndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.