Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 1
I ! FEGURÐARDROTTNINGIN VIÐ HEIMKOMUNA í GÆRMORGUN Fimmtudagur 5. septembér 1963 — 28. árgangur — 189. tölublað. Myndin er af- Guðrúnu Bjarnadóttur fegurðardrottn- ingu tekin á Reykjavflcur- flugvelli í gær er hún steig út úr Loftleiðavélinni sem hún kom með frá New York. — Sjá viðtal á 12. síðu. i stjórnmálaviðræður í forsetaf ör Mótmæli gegn fyrirhugaðrí kafbátastöí Á annað hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmæla- fundum sem haldnir voru í hafnarbænum Yokosuka ná- lægt Toklio á sunnudaginn. Fundirnir voru haldnir til að mótmæla fyrirætlunum Bandarikjamanna um að fá lægi fyrir kjarnorkukafbáta í Yokosuka, en þar hafa þeir flota- stöð fyrir. Þessar fyirætlanir hafa verið lengi á döfinni, en japanska stjórnin hefur enn ekki treyst sér til að ganga i berhögg við eindregna andstöðu Japana, sem ein þjóða þekkir viðurstyggð kjarnorkuvopnanna af sárri reynslu. Myndin sýnir örlítinn hluta þess mikla mannfjölda sem safnaðist saman í höfniinni í Yokosuka. Á sjöttu siðu er sagt nánar frá undirbúningnum að því að koma upp stöðv- um fyrir kjarnorkukafbáta í Japan og er athyglisvert fyr- ir Islendinga að eitt fyrsta verkið í þeim undirbúningi var bygging mikillar lóranstöðvar á eyjunni Hokkaido. - segír Ólafur Eins og Þjóðviljlnn skýrði frá hafði norska fréttastofan NTB þá frétt eftir Reuter og tals- mönnum brezka utanríkisráðuneytisins að rætt yrði um landhelgismál og hlutverk íslands innan NATO í sambandi við forsetaförina til Bretlands í haust. f gær bar Ólafur Thors forsæílsráðherra þessa frétt til baka í Morgunblaðinu og segir „að ekki væri fótur fyrir því, að neinar stjórnmála- viðræður myndu eiga sér stað, meðan forseti ís- lands dvelst í opinberri heimsókn í Bretlandi." Einvörðungu af kurteisi Ólafur segir að för forsetans til Bretlands sé einvörðtmgu „kurt- eisisheimsókn" .......,og er heimboðið gert og þegið til staðfesting- ar á að stundar misklíð þessara gömlu vinaþjóða út af fiskveiði- deilunni er úr sögunni. Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráð- herra mun vitanlega fylgja forsetanum til Bretlands". Ennfremur bætir forsætisráðherrann þvi við að „landhelgismálið væri útrætt f eitt skipti fyrir öll og er það því ekki til umræðu hvorki á næst- unni né í framtíðinni."! ,Óviðeigandi' að skýra frá fréttum Enn segir Morgunblaðið í framhaldi af viðtalinu við Ölaf að um- mæli Þjóðviljans séu „mjög óviðeigandi svo að ekki sé meira sagt". Þannig er það orðið „óviðeigandi" að birta opinberar fréttir, sendar út af Reuter — sem Morgimblaðiö hefur hingað til haft mikið dálæti á — og talsmönnum brezka utanríkisráðuneytisins! Jafnvel þótt Ólafur Thors sé sannleiksvitni í þessu máli — en það hefur hann því miður ekki alltaf verið — gæti það til að mynda hugsazt að Bretar ætluðu að hafa frumkvæði að umræðun- um, án þess að fá leyfi hjá Ólafi Thor-s fyrirfram. Og af því en býsna löng reynsla hvernig Guðmundur I Guðmundsson utanríkis- ráðherra bregzt við þegar NATO-ríki vilja fá að semja við hann. ROTADIKONUNA MiD BORÐLAMPA í fyrrinótt eða gærmorgun gerðist sá atburður á hótel- herbergi hér í borg að til átaka kom á milli karls og konu er höfðu leigt herbergið og sló maðurinn konuna í rot með borðlampa og hlaut hún allmikla áverka. Samkvæmt frásögn rannsókn- arlögreglunnar hittust maðurinn og konan á götu undir morgun í fyrrinótt. Var maðurinn í bíl og baúð konunni upp í og þáði hún það. Bæði voru þau ials- vert undir áhrifum áfengis. Þau fara síðan á hótel og par ritar maðurinn þau inn í gesta- bókina sem hjón og fengu þau herbergi saman. Eftir því sem konunni segist frá gerðist maðurinn áleitnari við hana en henni gott þótti er Krafizt 30-40% hækkunar .Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsam- bands bænda, gerði grein fyrir tillögum sambandsins um nýjan verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara í skýrslu sambandsstjórn- arinnar sem hann flutti við upphaf aðal- fundar Stéttarsambandsins, er hófst hér í Reykjavík í gærmorgun. Er gert ráð fyrir í tillögum þessum að um 30—40% hækk- un verði á grundvellinum miðað við fyrra vetur. Verðlagsmál landbúnaðarins verða sem áður segir aðalmál aðalfundarins. Nánar er sagt frá fundarsetningu í frétt á 12. síðu blaðsins í dag. þau voru orðin ein í herberginu og kom til átaka með þeim. Virð- Framhald á 9. síðu. Engar gangstéttir í Hlílahverfinu Bærinn er nú að hef ja nýstárlega gatnagerð í Hlíðunum, malbika Blönduhlíð, Ðrápuhlíð, Máva- hlíð og Barmahlíð milli Lönguhlíðar og Reykja- hlíðar, en þar verða engar gangstéttir. Ætlunin er að ljúka malbikun Hlíðanna, milli Lönguhlíðar og Reykjahlííjar fyrir veturinn. Undirbúningur er hafinn að verkinu, en sá böggull fylgir skammrifi að áliti íbúanna, að þeim er hvergi ætlað að ganga að og frá húsum sínum. Það eiga semsagt engar gangstéttir að verða! Undirbúningsframkvæmdirnar miðast við að malbikað verði að lóðum húsanna, en malbikið látið hallast að frárennsli, sem verður þar sem annars hefði verið ffangstéttarbrúnin. Ástand- ið í Hlíðunum hefur til þessa verið þannig, að bílar hafa lagt fast að girðingum og húsveggj- um, svo ekki verður komist fót- garigandi um göturnar öðru vísi en með því að krækja fyrir þá Ætlunin er því að ástandið verði ófbreytt i þeim efnum þrátt fyrir malbikunina. Þegar Borgarverkfræðingur lagði þetta mál fyrir Borgarráð voru tillögur hans hinsvegar á þá leið, að höfð yrði gangstétt Framhald á 3. síðu. LÍTILL DRENGUR UM KLUKKAN hálfsex í gær- dag, varð 4 eða 5 ára gam- all drengur fyrir bíl neðar- lega á Njálsgötunni. Drengur- ,inn, sem heitir Bjarni Geir Guðbjartsson til heimilis á Njálsgötu 13 kastaðist á gang. stéttarbrúnina og skrámaðist allmikið í andliti, þannig að læknir á Slysavarðstofunni varð að sauma saman a.m.k. einn skurð. MEIÐSLI HANS voru annars ekki talin alvarleg og mun hann hafa verið fluttur heim að lokinni aðgerð. MYNDIN ER af Bjarna litla þar sem hann biður eftir sjúkrabílnum. Konan sem með honum er er móðir hans. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.