Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 12
NÝJUNG í G ATN AG E RÐ DIOÐVIIIINN RpiVlí 1 íl V1 fcllrhaflV* liafliv n—nwmfrvrr rnfirififrWWftimiBTinfiniiifiwr rvwnm-rtrn ffi--- irrirrn— ^Hv^KP ^H Reykjavíkurbær hefur nýlega tekið í notkun nýja gatnagerðarvél. — Þetta er lítil steyþuvél, sem rennur á spori með- fram fyrirhugaðri gang- stétt og steypir gang- stéttarbrúnirnar. *■ í gær var verið að vinna með þessari vél vestur á Nes- vegi og búið að steypa með henni fagurlega bogadregna gangstéttarbrún af Hofsvalla- götunni inná Nesveginn. Við náðum í einn verka- manninn og spurðum hann hvort þetta væri mikið og gott tæki. — Ja, við erum nú eiginlega bara að fikra okkur áfram enn- þá. Þetta vill ganga á ýmsu og efnið sem við fáum er ekki rétt blandað. — Er þetta fyrsti spottinn. sem þið steypið með vélinni? — Nei, við höfum áður steypt 200 metra kafla í Eskihlíðinni. — Er engin binding í steyp- unni? — Nei og hún vill slitna svo- lítið, svo við verðum að láta múrara pússa uppí sprungum- ar á eftir. Efnið er þurrt þeg- ar það er látið ; af steypubíln- um, en vélin blandar það sjálf. — Hver eru afköstin? — Svona 20—30 metrar á klst. þegar vel- gengur. *— Er þetta eina vélin af þess- ari gerð, sem bærinn á? — Nei, það er til önnur minni, sem steypir einfaldar brúnir, en þessi steypir brúnina og sillu útfrá henni um leið Myndimar sýna begar verið er að setja þurrefnin á vélina ur steypubíl og hvernig múrar- inn verður að fylgja vélinni eft- ir til að fylla uoni sprungurn- ar. — Ljósm. G.O. Fimmtudagur 5. september 1963 — 28. árgangur — 189. tölublað. Aldrei meiri síld- veiði en núna Eins og sagt var frá í frétt hér í blaðinu í gær var af- bragðs síldarafli fyrra sólarhring á tveim veiðisvæðum fyrir Austurlandi. Var sólarhringsaflinn frá því í fyrra- morgun og þar til í gærmorgun samtals 63.850 mál og er það mesti síldarafli á sumrinu. Síldin veiðist aðallega yfir daginn en lítið á nóttunni. Hófu skipin strax veið- ar að nýju í gærmorgun á þessum sömu slóðum. Nyrðra veiðisvæðið er um 120- 140 sjómílur-suðaustur af Langa- nesi og fengu 22 skip þar sam- tals 26.350 mál og tunnur fyrra 6Ólarhring. Syðra veiðisvæðið er 60—65 sjómílur út af Danlatanga og þar fengu 49 skip samtals 37500 mál á sama tíma. Síldin Slys á SuSurlandsbr. Um klukkan hálfþrjú í gaer- dag, varð það slys á gatnamót- um Grensásvegar og Suðurlands- brautar, að ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið og meiddist. Slysið varð með þeim hætti, að bíHinn kom akandi vestur Suðurlandsbraut, en tveir dreng- ir óku á reiðhjólum inná braut- ina frá Grensásvegi. Fóru þeir yfir á nyrðri vegarbrúnina. Bílstjórinn hugði nú að hættan væri úr sögunni og jók ferð- ina. Þá beygir annar drengurinn skyndilega yfir veginn og í veg fyrir bílinn, bílstjórinn beygði í skyndingu til vinstri undan drengnum, þó ekki nógu fljótt til að árekstri yrði afstýrt. Drengurinn féll af hjólinu og í götuna, en bíllinn lenti langt út fyrir veginn og stöðvaðist þar í skurði 10—20 metra frá veginum. Drengurinn, sem heitir Valdi- mar Þórhallsson til heimilis að Hvassaleiti 105, meiddist á höfði og var fluttur í Slysavarðstof- una. Síðdegis i gær var ekki vitað hve alvarleg meiðsli hans voru. Hann er 6 eða 7 ára gamall. Bílstjórinn slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist talsvert. Tillaga á aðalfundi Stéttarsambands bænda: » Víitæk athugun sé gerð á íslenzkum landbúnaði í upphafi aðalfundar Stéttarsambands bænda, sem hófst í Reykjavík í gærmorgun, var lýst til- lögu til ályktunar frá sambandsstjóm þar sem gert er ráð fyrir að gerð verði á næstu ámm víð- tæk athugun á ástandi ísienzks landbúnaðar með framtíðarskipulag búnaðarmála á íslandi fyrir augum. Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsambánds bænda setti fundinn í Hótel Sögu í gær- morgunn, en þá voru mættir til fundar 46 kjörnir ful'ltrúar, að- eins einn óko>minn, og margir gestir, meðal þeirra Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, sem ávarpaði fundarmenn í lok aðalfundarins, forystumenn ann- arra stéttarsamtaka, fulltrúar búnaðarsamtaka og stofnana og fyrirtækja sem margvísleg skipti hafa við bændur. Verðlagsmálin aðalumræðucfni. Fundarstjóri var einróma kjör- inn Bjami Bjamason frá Laug- arvatni og honum tH aðstoðar Bjami Halldórsson, en ritari Guðmundur Ingi Kristjánsson og Einar Halldórsson. Er kjörbréf höfðu verið af- greidd f utti Sverrir Gíslason skýrslu sambandsstjórnar. Ræddi hann fyrst um verðlagsgrundvöU landbúnaðarafurða, en það verð- ur væntanlega sem oftast áður aðalumræðuefni fundarins, og greindi frá uppkasti því sem Stéttarsambandið hefur gert að nýjum grundvelli. Ræðumaður drap síðan á búskaparháttu og bústærð hér á landi, lánaþörf landbúnaðarins og mikilvægi lánastofnunar sem miðuð væri við að bæta þarfir manna í sam- bandi við bústofnun, en síðan lýsti Sverrir ti'Uögu þeirri sem getið var í upphafi. TiUögu þessa flytur stjóm Stéttarsambandsins og er gert ráð fyrir í henni, að sambandsstjóm sé falið að fara þess á leit við Búnaðarfélag Is- lands að það og Stéttarsamband- ið beiti sér fyrir því að gerð verði athugun á ástandi ísienzks landbúnaðar með framtíðarskipu- lag íslenzkra búnaðarmála yfir- leitt fyrir augum. 1 tWlögunni er gert ráð fyrir að athugun þessi sé gerð af 6 manna nefnd, 3 nefndarmanna kjósi Stéttar- sambandið og jafnmargir menn séu frá Búnaðarfélagi fslands. Að lokinni skýrslu formanns, las Sæmundur Friðrikgson for- stjóri og skýrði reikninga Stétt- arsambandsins. Síðar um daginn urðu umræður um skýrslu sam- bandsstjómar og að þeim lokn- um var kosið í nefndir. Gert er ráð fyrir að aðalfund- ur Stéttarsamb. bænda standi að veniu yfir í tvo daga. Sjónarvotta vantar Milli kl. 15 og 16 í gær ók Ijósgrá fólksbifreið, (e.t.v. af Ópelgerð) á bifreiðina R-14301 þar sem hún stóð á bílastæðinu á horni Vonarstrætis og Tjarn- argötu. — Þar sem viðkomandi hefur ekki gefið sig fram, eru sjónarvottar vinsamlegast beðn- ir að gefa rannsóknarlögregl- unni allar þær upplýsingar. sem þeir geta. er veiðist á syðra svæðinu er stór og feit en talsvert blönduð á nyrðra svæðinu. Síldin fer nú öll í bræðslu þar sem söltun hef- ur verið bönnuð. Þessi skip fengu yfir 1000 mál: Fákur 1800. Helga RE 1700, Ámi Magnússon 1700, Sólrún 1700. Haf rún 1700, Björgúlfur EA 1650. Vigri 1600, Sigurður Bjarnason 1500. Guðmundur Þórðarson 1500, Garðar GK 1400. Ófeigur II. 1250, Skarðsvík 1250, Sigurpáll 1200, Helgi Helgason 1200. Halldór Jónsson 1200. Stefán Ben. 1200, Víðir II. 1200, Jón Garðar 1200, Vonin KE 1100, Gullfaxi 1100, Þráinn NK 1050, Hamravík 1900, Amfirðingur 1000, Ásbjöm RE 1000, Hávarður 1000. Þorlákur 1000, Steinunn SH 1000. Viðir SU 1000 og Sigfús Bergmann Framhald á 9. síðu. ÆFR-ferð í Þórsmörk Um næstu helgi efnir Æskulýðsfylkingin í Reykjavík til helgarferðar í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 2 e.h. á laug- ardag frá Tjarnargötu 20. Á laugardagskvöldið verð- ur haldin kvöldvaka í t.jaldstað en farið í göngu- ferð um Mörkina á sunnu- daginn undir leiðsögn kunnugs manns. Þctta er síðasta helgar- ferð ÆFR á þessu sumri og er öllu ungu fólki heimil þátttaka. Þeir sem hyggjast fara í ferð þessa láti skrá sig í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20, opin kl. 17—19, sími 17513. 1 þátttökugjaldinu er innifalið kaffi, kakó, súpa og gisting ásamt far- gjaldi. K0MI Bíllinn, sem er af Moskwitch-gerð, lenti 15—20 metra að afstýra árekstrinum við reiðhjólið. útaf veginum þegar (Ljósm. Þjóðv. G.O.) bílstjórinn reyndi I gaermorgun var | samankomið fjöl- | menni á Reykjavík- i urflugvelli til þess | að taka á móti Guð- I rúnu Bjarnadóttur, | — fegurstu stúlku í | heimi í nýlokinni | fegurðarsamkeppni | á Langasandi. g Hún kom heim með Eiríki ’ rauða frá New York. Elsku- H leg og svolítið feimin heilsaði ' hún mannfjöldanum og tók á i móti mörgum blómvöndum y við þetta tækifæri. * Blaðamenn áttu kost á þvi h að ræða lítillega við hana i einu herbergi flugstöðvarinn- ar og var ungfrúin á blárri dragt. Dómararnir sögðu við mig eftir kepppnina, að ég hefði átt sigurinn vísan frá fyrsta degi, svo að ekki vantaði gullhamrana í lokin, sagði Guðrún Bjarnadóttir og hló við. Fyrir utan tíu þúsund doll- ara í verðlaun fékk Guðrún margar smærri gjafir eins og síðkjól frá einu tízkuhúsanna, demantsskreytt armbandsúr. ekta perlufesti, föt fyrir 500 dollara auk aragrúa af hjú- skaoartilboðum, bar sem von- '■'iðlar töldu samvizkusamleea fram kosti sína og skvrðu frá efnahag og var það skrítin og sketqmtileg lesning. Þá fékk hún tilboð frá þremur kvikmyndaframleið- endum eins og Metro Gold- wyn, 20th Century Fox og Warner. Brothers og taldi ungfrúin vonlaust að sinna slíkum tilboðum fyrir reynslu- iitla leikkonu. Hún er þó að hugsa um hitrtverk sem enskur einka- ritari í mynd, sem á að ger- ast á Hawaii. Sjónvarpið bauð henni líka samning f New York. Eftir veizluhöld í Los Ang- eles hélt hún til New York og hefur unnið þar fyrir Harpers bazar bessa daga. sem liðnir eru frá kenoninni Hér ætlar ungfrúin að dveljast nokkra daga í for- eldrahúsum og heldur síðan til Parísar og Rómar til vinnu sinnar Við óskum henni ennþá t.il hamingju með sigurinn. I I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.