Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. september 1963 ÞI6ÐVIUINN SlÐA 3 Sigur vinstrimanna á þ'mgi brezka alþýðusambandsins Ollu undanhaldi í launamálum var þar hafnað afdráttarlaust BRIGHTON 4/9 — Hægrimenn í forystu brezka alþýðusambandsins biðu eftirminnilegan ósigur á sambandsþinginu í Brighton í dag þegar sam- þykkt var ályktun þess efnis að verklýðsfélögin skyldu hafna hvers konar undanslætti frá kaup- kröfum meðan íhaldsstjóm sæti að völdum í landinu. Hægriforystan hafði lagt mikla áherzlu á að fá þessa tillögu fellda, en hún var samþykkt með 380.000 atkvæða meirihluta. Það var einnig í samræmi við þessa afstöðu að þingið samþykkti með fjðgurra milljón atkvæða meirihluta að hafa yrði strangt eftirlit með úthlut- un arðs af hlutabréfum, ef verklýðsfélögin ættu að sætta sic* yfA nnVV^o Þessi ályktunartillaga, sem borin var fram af Ted Hill, formanni eins minnsta verk- lýðssambandsins, sambandi ket- ilsmiða, gengur í berhðgg við yfirlýsta stefnu stjórnar al- þýðusambandsins, þar sem hægrimenn eru í meirihluta. „Efnahagsþróunarráðið" Fulltrúar sambandsstjómar- innar í brezku óætlunarnefnd- inni, hinu svonefnda „Efnahags- þróunarráði“ (National Econom- Engar gangsteftir Framhald af 1. síðu. norðanmegin gatnanna, en mal- bikað að lóðamörkum sunnan- megin og gert ráð fyrir bílastæð- um þar. Þetta þótti eftir ástæð- um ekki fráleitt, en nú hefur þessi upphaflega samþykkt ver- ið hunzuð og gangandi fólk gert griðlaust í Hlíðunum. Óþarft er að lýsa því, hver slysahætta verður lif þessum vatnshalla út í göturnar, þegar ísing myndast á malbikinu a vetrum. Drengla- jakkaföt frá 6—14 ára STAKIR DRENGJAJAKKAR DRENGJABUXUR frá 3—14 ára DRENGJASKYRTUR hvítar og mislitar DRENGJAPEYSUR DRENGJASOKKAR úr uil MATROSAFÖT blá og rauð frá 2—7 ára MATROSAKJÖLAR frá 3—7 ára ÆÐARDÚNSSÆNGUR VÖGGUSÆNGUR PATONSULLARGARNIÐ væntanlegt í öllum litum GARDISETTE stóresefni fyrirliggj- andi, hæð 2,50 m. Verð kr. 210. Póstsendum Vesturgötu 12. Sími 13570. ic Development Council, NED,) hafa þar fallizt á það sjónar- mið annarra ráðsmanna að hafa verði hemil á kauphækkunum og koma í veg fyrir að þser verði meiri en aukning afkasta. Samþykkt ályktunartillögu ketil- smiða á þinginu í dag sýnir að meirihluti brezkrar verklýðs hreyfingar telur að verkamenr muni bera skarðan hlut frr borði. hvaða fyrirheit sem þeir- kunna að verða gefin um aukir laun fyrir aukna framleiðslu, ef þeir slaka nokkuð á í kaup- gjaldsbaráttunni. Stjórnartillögu gerbreytt f samræmi við samþykkt þess- arar ályktunar var svo stefnu- skrártillögu hægrimanna ger- breytt áður en hun var sam- bykkt. f hinni upphaflegu til- lögu var m.a. komizt svo að orði að í áætlunum um efnahagsþró- unina yrði framvegis að gera ráð fyrir að hafður yrði meiri hemill á kauphækkunum en hingaðtil. Þau verklýðssambönd sem tryggt höfðu tillögu ketil- smiða samþykki, en þeirra helzt voru samband flutningaverka- manna undir forystu Franks Cousins, vélvirkjasambandið og samband námumanna, en þetta érú 'þrjú’ aí ÖÍIugustu verklyðs- samböndunum í Bretlandi, lögð- ust eindregið gegn þessu orða- lagi og því var breytt þannig að stefna bæri að því að auka raunverulegar tekjur og kaup- mátt laurianna og hafa yrði í huga að of mikil varfærni í kaupkröfum gæti komið ; veg fyrir þetta Með þessari og öðrum breyt- ingum var stefnuskrártillagan sambykkt með 7 milljón at- kvæða meirihluta. einkum í þungaiðnaði, skipa- smíðum og námugrefti. f umræðum um þessa tillögu sagði einn fulltrúanna, A. W. Day, að svo. virtist sem brezk verklýðshreyfing hefði tekið hina ,,skandínavísku sýki“. Hann sagðist hafa komizt að raun um það þegar hann dvaldist í Noregi að þar ætti sér stað ískyggilega náin samvinna verk- lýðsfélaga og vinnuveitenda. Það sem gerzt hefði í Noregi undir stjóm Verkamannaflokksins þar ætti að vera brezkri verklýðs- hreyfingu víti til vamaðar. Formaður stáliðjumanna hefur bent á að síðan 1954 hafi kaup þeirra hækkað um 18 prósent, en á sama tíma hefur arður af hlutaforéfum í stáliðnaðinum hækkað um 90 prósent. Víti til varnaðar Þingið samþykkti einnig á- lyktun þar sem látinn er í ljós mikill kvíði vegna atvinnuleys- isins í ýmsum starfsgreinum, Ekki lestarrán LONDON 4/9 — Það varð uppi fótur og fit hjá brezku lög- reglunni í dag þegar það spurð- ist að póstlestin frá Glasgow ‘tll London, sú sama sem ránið •nikla var framið í nú fyrir skemmstu, hefði stanzað á ná- kvæmlega sama stað og ránið var framið á og á sömu stundu dags. í þetta sinn var þó að- eins um að ræða vélarbilun í dísilreiðinni. MOSKVU 4/9 — Brezki stjórn- arerindrekinn fyrrverandi, Guy Burgess, sem flúði til Sovétríkj- anna árið 1951, en lézt úr hjarta- slagi á sjúkrahúsi í Moskvu í síðustu viku, var jarðsettur þar í dag. Hann varð 52 ára gam- all. Adenauer um lciúklingastríðið: ,Er Kennedy forsetí eða hænsnabóndi?' BONN 4/9 — Hvað er það eigin- ráðherra Bandaríkjanna, sagði i Braque var jarð- settur í gær VARENGEVILLE, Normandí 4/9 — Franski málarinn heimskunni, Georges Braque, sem lézt í París á laugardag, var jarð- settur í dag í bænum Varenge- ville í Normandí, en þar átti hann lengi heima. Messa var sungin yfir honum í 800 ára gamalli kirkju bæjarins, en nýja glugga hennar hafði hann sjálf- ur teiknað. Iega sem gengur að herra Kenne- dy. I þrjú síðustu skiptin sem ég hef rætt við hann hefur hann ekki viljað tala um annað en alifugla. Hvort er hann eiginlega heldur forseti eða hænsnaræktar- maður? 1 Bonn er þetta haft eftir Ad- enauer forsætisráðherra og gefar nokkra hugmynd um hve deilan um tollana á bandarískum kjúkl- ingum er mikið og erfitt mál við- ureignar. Vesturþýzka stjómin sam- þykkti í dag, þó með fyrirvara, að verða við tilmælum fram- kvæmdastjórnar EBE um að kjúklingatollurinn skyldi lækkað- ur um tíu prósent, þannig að hann yrði eftirleiðis 42 prósent. Fyrirvari vesturþýzku stjórnar- innar var sá að tollalækkunin skyldi aðeins gilda fram til ian- úarloka næsta ár. Orville Freeman, landbúnaðar- Reykvíkingar! Norrænu sundkeppninni lýkur 15. september. Sundeíld KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sem enn hafa ekki synt 200 metr- ana, að Ijúka þvi nú þegar Gerum hlut Rcykjavíkur sem stærstar heildarsigri tandsins. SUNDDEILD K R Sendir frá Ástralíu Spellvirkjar hand- teknir í Júgóslavíu dag um tilmæli EBE um tolla- lækkunina að þar væri um að ræða mjög litla tilslökun. sem Bandaríkjastjóm gæti ekki sætt sig við. Nýkomið GANGADRíGLAR Margar breiddir. Mjög fallegt úrval. GÓLFM0TTUR Margar tegundir. Geysir hJ. Teppa- og dregladeildin. Skrífstofufólk Okkur vantar nú þegar eða fljótlega eftir- farandi skrifstofufólk: 1) gjaldkera 2) aðstoðarstúlku. Upplýsingar á skrifstofunni. SJtJKRASAMLAG VESTMANNAEYJA Útsala — Útsala Barnapeysur — verð frá kr. 85.00 Amerískar barnahúfur verð frá kr. 75.00 Á S A Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. Um fjörutíu börn urðu munaðarlaus Fimmti hver þorpsbúa fórst mel Caravelle-þotu í Sviss BELGRAD 4/9 — Skýrt var frá því í Belgrad í dag að handtekn- ir hefðu verið níu júgóslavneskir menn sem sendir hefðu verið frá Ástralíu til að vinna spell- virki í heimalandinu. Þeir <voru handteknir á mörg- um stöðum í norðurhluta lands- ins í júlímánuði. en höfðu allir laumazt yfir landamærin sama daga. 9. júlí. Þeir höfðu þá meðferðis 15 kíló af dýnamíti, 100 hvellhettur. útvarpstæki, skammbyssur með 450 skotum, rýtinga og landakort og fannst þetta allt í fórum beirra. Nokkrir hinna handteknu höfð- ust við í bænum Koper, en bar stöldruðu þeir Tító forseti og Krústjoff forsætisráðherra við á fimmtudaginn var. ZURICH 4/9 — Fimmti hver íbúi í Iitlu svissnesku þorpi, Humli- kon. fórst þegar Caravelleþota frá flugfélaginu Svissair sem var á leið frá Ziirich til Rómar hrapaði skömmu eftir flugtak. Af áttatíu mönnum sem fórust með þotunni voru nítján hjón og fimm einhleypir menn úr þorp- inu sem hefur 200 íbúa, Um fjörutíu böm misstu foreldra sína í flugslysinu. Eldur kom upp í þotunni skömmu eftir að hún hófst á loft og hrapaði hún fljótt til jarðar, reif í leiðinni þak af núsi í þprpi einu en kom niður í kartöfluakur og varð þar mikil sprenging í henni og rigndi brot- um úr henni yfir stórt svæði umhverfis. Allir farþegar, 74 að tölu, langflestir Svisslendingar, og sex í áhöfninni, af þeim þrjár flugfreyjur. biðu samstundis bana. Þetta er fyrsta stórslysið sem kemur fyrir flugvél Svissair síð- an félagið var stofnað fyrir 30 árum og mesta manntjón sem nokkru sinni hefur orðið með Caravelleþotu. Srengingar urðu í logandi vél- inni þegar meðan hún var á lofti. Manntjón hefði getað orðið enn meira og var það mesta mildi að enginn þorpsbúa skyldi verða fyrir sprengibrotunum. Blökkubörn í skóla undir lögregluvernd BIRMINGHAM, Alabama 4/9 — I dag hófst í Birmingham, stærstu borginni í Alabama, samskólaganga blökkubarna og hvítra, Fylkisstjórinn George Wallace sem hafði haft í hótun- um um að koma í veg fyrir samskólagönguna varð að lúta | í lægra haldi fyrir borgarstjóvo- ínni í Birmingham sem sam- þykkti að hlíta landslögum og úrskurðum dónisíóla. Hin þeldökku börn og unglina- ar sem létu í dag skrá sig í skóla sem fram að þessu hafði eingöngu verið fyrir hvít böm voru aðeins fimm talsins. svo að hér er aðeins um . að ræða ör- lítið spor í áttina til jafnréttis kynþáttanna. Fjölmargir lög- reglumenn héldu vörð um skóla- bygginguna. en hvítur skríll æpti ikvæðisorð að blökkubörnunum. Lögreglumenn fylgdu einnig tveimur blökkubörnum í skóla í Mobile í Alabama, en þangað kom ekkert bam hvítra Cor- eldra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.