Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 10
|0 SlÐA MÖÐVIUINN Fimmtudagur 5. september 1963 yrði einhvem veginn öðru vísi. Það var heimska af þessu tagl, hugsaði hann, sem spillti beztu áætlunum. Auðvitað fann hann sömu kvölina, sömu ofsareiði líkamans fyrir svikin; en hann var líka feginn þvi að það skyldi koma fyrir. Nú yrði stelpan ef til vill vitlaus í honum. Og það yrði nokkur bót. Hann gekk inn í anddyrið á Union hótelinu. Frú Pearl Lamb- ert sat ein í stóra herberginu, grafkyrr eins og stytta og starði á flökktandi sjónvarpstjaldið. — Er það skemmtilegt? spurði hann glaðlega. Gamla konan leit skelfd upp; fór siðan að brosa. — Þessi hjón fluttu inn i hús þar sem var reimt vegna þess að eiginmað- urinn er rithöfundur, sagði hún. — Hann skrifar sakamálasögur. Og þau fluttu þama inn til að fá hið rétta andrúmsloft! Svo fann konan lík í baðherberginu, en það hvarf. Eiginmaðurinn trúir henni ekki. Hann heldur að hún sé ímyndunarveik, skilurðu. En morðinginn veit að konan hefur séð líkið og — Fáðu þér sseti. — Ef satt skal segja, frú Lambert, þá er ég dálítið þreytt- ur. Ég var að hugsa um að fara snemma að sofa. — Mikið að gera? — Já, töluvert. Gamla konan leit upp til hans. — Ég frétti af ræðunni yðar. hún gerði dálítið rusk. Það vit- ið þér sjálfsagt. — Tja, ég er ekki alveg viss um hvað rusk þýðir? Frú Lambert hló. — Ég veit það víst ekki sjálf heldur. Að minnsta kosti hlustuðu margir á hana. Herra Polling sagði mér það — hanji á bílasöluna — ■ og hann var mjög hrifinn. Herra Polling er skýr náungi. Að vísu er hann dálítið sár útí okkur upp á síðkastið. Vegna þess sem Sam gerði. — Hvað var það?. — Æ, þér þekkið Sam. Hann hefur svo góðan talanda og hann fékk herra Polling til að lækka splunkunýjan bfl um fimm hundmð dollara. Eins og ekki neitt! Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtlstofa STEINU og DÖDÓ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SfMI 34616. P E R M A Garðsenda 31- SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgrelðsla vlð allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megln. — SfMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — Hann hló, en á meðan hann var að hlæja mundi hann eftir dálitlu — dálitlu sem hann hafði verið beðinn um. — Er Sam heima núna? — Ha? Nei, hann er í Farragut. Hann kemur víst aftur á morgun. Sam er alltaf á ferðinni. Hann er svo indæfl. hann og konan hans. Finnst yður það ekki? Hann gekk í átt að stiganum. — Jú, sagði hann. — Mér leizt mjög vel á þau. — Hún er dálítið skrýtin að sumu leyti — fáskiptin mætti segja. Alger andstæða Sams. Engum dytti í hug að þau ættu saman, þér skiljið hvað ég á við. En hanii dáir hana. — Já, það er auðséð. — Mér geðjast líka vel að Vy, þér megið ekki misskilja mig. En hún er frá Norðurríkjunum, skiljið þér og — tja, dálítið öðru vísi. Eins og hún ætti heima í stórborg og vissi ekki hvað hún ætti af sér að gera í smábæ eins og Caxton. Hún kemur aldrei niður til að tala við neitt okkar eða horfa á sjónvarpið eða neitt. Það er skrýtið. — Skrýtið, hvemig þá? — Ja, það kemur mér auðvit- að ekkert við. En þegar maður þekkir Sam eins vel og ég, skilj- ið þér, og að hann skuli aldrei minnast á hvað þau hittust eða neitt svoleiðis, þá dettur mér ó- sjálfrátt i hug að eitthvað meira e. lítið búi þar á bakvið. Hann brosti. — Kannski er hún morðingi, sagði hann. Frú Pearl Lambert klappaði saman lófum. — Væri það ekki dásamlegt! — Góða nótt, sagði hann. — Látið mig vita- hvemig glæpa- myndin endar. — Það skal ég gera. Hann gekk upp dimman stig- ann, upp á dældóttan gólfdúkinn. Gult 11«2,s kom undan dyrunum á herbergi 22. Hann gekk rösk- lega framhjá dyrunum og fór inn í sitt eigið herbergi. Hann lagðist útaf í rúmið. Hitinn ólgaði enn í honum og verkurinn í lendunum var næst- um óbærilegur. Meðan hann lá þarna hugsaði hann um stúlkuna, Ellu, og allar aðrar. EUur í iífi sínu. Sú fyrsta hafði verið gyð- ingastúlka sem hét Jeaness. Hún var fjórtán ára gömul og hann hafði setið við hliðina á henni á hverjum degi heilt skólaár og horft á sólina skína á fótléggi hennar. Það voru faflegir fætur, guflinbrúnir. Hann var vanur að hugsa sem svo að hægt væri að skafa gullið burt með hníf. Og gyðingastúlkan hafði sýnilega brjóst. framyfir hinar stelpurnar. Þau voru lítil en stinn og þétt og hún var alltaf með nisti sem hékk niður á mifli þeirra og vakti athygli á þeim. Þá hafði hann verið hræddur við að tala við hana, vegna þess að hann vissi hve ljótur iiann var og hve ógeðsle'gir fílapenslamir og ból- urnar voru á andliti hans. En svo hafði komið kvöldið sem skólabaflið var og hann hafði borið smyrsl og púður á andlit- ið og farið á dansleikinn. Og þegar hann hafði sett í sig kjark og boðið henni upp i dans. hafði Jeaness sagt (og hann heyrði orðinn alveg fyrir sér); — Hver hleypti þér inn? Seinna, þegar bólumar voru horfnar eins og fyrir kraftaverk, og hann hafði fundið leiðir til að afla sér vinsælda, hafði hann hitt litlu frönsku stúlkuna Stef- fie. Hún var lagleg og aflir strákar skotnir í henni, en nú var hann orðinn leikinn í öllum brögðum — hvers konar brögðum — og hann t vann kvöld með henni. Það var fullkomið, það mundi hann: fullkomið. Kvöld- verðurinn í Chapeau Rouge, öku- ferðin niður Sólarlagsstræti að ströndinni, meðfram ströndinni til Malibu. upp í einmanalegar hæðimar. Og þegar hann var bú- inn að kyssa hana og þreifa á brjóstum hennar, hafði hún sagt honum að hún þráði hann. Hann drap í sígarettunni í glerbakkanum og reyndi að hugsa ekki um þessi gleymdu atvik. Hann reyndi að muna ekki hvemig honum hafði aflt í einu orðið ókleift að taka Steffie, hvemig hún hafði grátið og sár- bænt hann og hann aðeins sagt: — Ég get það ekki, ég get það ekki.... Eða hvemig hann hafði ekið henni heim og farið síðan alla leiðina til Tijuana í þrjú hundr- uð mflna fjarlægð og borgað fyrsta meglaranum er hann hitti og verið með horaðri og heimskri mexíkanskri stelpu alla nóttina. Svona hafði það afltaf verið. Og nú, vegná þess að hann hafði viljað það, hafði hann ekki getað það; og kvölin nísti hann. Hann reis snögglega uppúr rúminu og gekk varlega fram á ganginn. Hann stanzaði við númer 22 og barði lágt. — Já? Hann svaraði ekki heldur barði aftur. — Hver er það? Adam Cramer, sagði hann — Nágranni yðar. Það varð löng þögn; síðán: — Hvað viljið þér? — Bolla af kaffi, dálítið spjall. Eftir næstum mínútu opnuðust dymar. Vy Griffin var klædd bleikum, felldum slopp. Hár hennar var laust'og ósnyrt. — Sam bað mig að líta til yð- ar, sagði hann og brosti. — Jæja? — Já. Hann sagðist verða nótt- ina í Farragut og þér hefðuð kannski gott af félagsskap. Ef ekki, þá fer ég aftur í herbergið mitt. — Það væri ágæt hugmynd, sagði hún og starði á hann. Hann leit ekki undan. — Er það það sem þér viljið að ég geri? Hún vafði sloppnum þéttar að sér. — Já, sagði hún. — Hvers vegna? — Ég — er þreytt. Ég ætla í rúmið. Hann gekk inn í herbergið. — Klukkan kortér yfir tíu? Ég hélt maður yrði aldrei syfjaður hér fyrr en klukkan eitt eða tvö. — Fyrirgefið, ég — — Sam yrði ekki mjög ánægð- ur með yður. ef hann frétti að þér hefðuð verið ógestrisin við vin. — Þér emð ekki vinur. — Óvingiamlegt. Reglulega ó- vingjamlegt. Mig langar aðeins í kaffisopa. Hann steig enn eitt skref og lokaði dyrunum. — Yf- irleitt leyfa þeir ekki hitunar- tæki i gistiheimilum. Þér hljótið að njóta sérstakrar náðar. Vy Griffin andaði þungt. Hún gekk reiðilega yfir herbergið. setti ketílinn undir kranann. kveikti á litlu hellunni. Hann leit á óumbúið rúmið. — Af hverju sögðuð þér þetta? — Hvað? — Að ég væri ekki vinur yðar. — Ég veit það ekki. Ég er bara þreytt. — Það er engu líkara en þér séuð hræddar við mig. Hræddar við eitthvað, að minnsta kosti. Emð þér það? Hún sagði — Nei, í skyndi. — Nú. þér þurfið ekki að hvæsa að mér. Hann settist á stólinn sem var næstur rúminu. Það var gamalt rúm með stórri, mjúkri dýnu. Það var dæld í bví miðju. Lökin ilmuðu að ódýra ilmvatni. \ Hann sneri sér við og horfði á Vy Griffin og hann sá að undir sloppnum var hún smá- beinótt og þéttholda og hlý. Hún hafði fínan kropp. — Frú Lamb- ert var að segja mér, hvemig Sam sneri á herra Pofling, sagði hann. — Það er enginn smáræð- is afsláttur, fimm hundruð dofl- arar á nýjum bfl. Hann hlýtur að vera slyngur sölumaður. — Það er hann. — Mér finnst þetta svo mikil mótsögn, hélt Adam áfram. — Ég get ekki komið því heim við hina hliðina á Sam. Hann virðist allt- of heiðarlegur og — ósamansett- ur. Vy Griffin fálmaði niður í skúffu, dró fram sígarettu. Adam spratt á fætur og kveikti á eld- spýtu. Konan horfði sem snöggv- ast í augu hans, þáði síðan eld- inn. Hann færði sig ekki fjær. — Hvemig getið þér annars umborið þetta? spurði hann hljóðlega. — Ég skil ekki við hvað þér eigið. — Jú, þennan bæ, skiljið þér — ég myndi halda að þér yrðuð hræðilega einmana. Sérstaklega þar sem Sam er ekki heima megnið af tímanum. — Ég umber það uaðveldlega, herra Cramer. — Afsakið, afsakið, afeakið. Ég get víst ekkert sagt sem er yður að skapi! Hann gekk aftur að stólnum og settist með ýktu þreytufasi. — Ef yður fellur ekki fram- koma mín, þá þurfið þér ekki að leggja það á yður að umgangast mig, sagði frú Griffins. — Hvert er eiginlega erindið? — Þessa stundina er ég að sækjast eftir kaffisopa. Þau þögðu nokkrar mínútur, síðan sagði Vy Griffin:, —. jSjg, hlustaði á ræðuna yðar. Þér komuð þeim öflum í uppnám. — En ekki yður? — Nei. og ekki yður heldur. Ég þekki áróður þegar ég heyri hann, herra Cramer. Þér eruð góður sölumaður en mér líkar ekki það sem þér eruð að selja. — Hvað haldið þér að ég sé að selja? — Ég er ekki viss um það. En mér fellur það ekki, hvað svo sem það er. Og mér fellur ekki við sjálfan yður heldur. Af hverju farið þér ekki út héðan undir eins? Hún drap í sígar- ettunni og sneri sér að gluggan- um. — Ég bið afsökunar, frú Griff- in. Ég ætlaði aðeins að vera vin- gjarnlegur. Mér þykir leitt ef ég hef sagt eitthvað eða gert til að vekja reiði yðar. Góða nótt. Hann gekk í átt til dyra. — Bíðið. Konan sneri sér við með hægð. — Kaffið er tilbúið Það er ástæðulaust að láta það verða ónýtt. Hún tók tvo bolla úr lyfja- skápnum í baðherginu. — Vilj- ið þér eitthvað í það? Hann hristi höfuðið. — Það má vel vera svart. Ég drekk hvort tveggja. Hún rétti honum kaffið og hann sá að hönd hennar titraði. örlítið. — Ég ætlaði ekki að vera ó- SKOTTA i (g) King Features Sýuðicate, Xne.f 1962. World riglits reserveS. Pabbi segir, að hún eigi að hugsa um dúkkurnar sínar og hætta þessu masi um kærasta. Yf efnfr fif námskeiðs fyrír skrífstofufólk Verzlunarskóli Islands mun í vetur taka upp það nýmæli að efna til 6 mánaða námskeiðs fyrir skrifetofufólk. Er ætlunin með þessu námskeiði að gefa kost á hagnýtri kennslu í skrif- stofustörfum á tiltölul. stuttum tíma. Kennslugreinar á nám- skeiðinu verða: Islenzka, reikn- ingur, enska, vélritun, bók- færsla, skjalavarzla og skrif- stofustörf. Námskeiðið hefst þann 1. október og stendur fyrri hluti þess til 15. desember. Síðari hluti stendur frá 4. janúar til 31. marz. 1964. Inntökuskilyyðf á námskeiðið eru gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun. Verða 30 kennslu- stundir á viku, og er því ekki hægt að stunda þetta nám í frístundum. Ætlunin er að taka í byrjun 25 nemendur. Að fyrri hluta námskeiðsins loknu taka nemendur próf og aðeins þeir sem standast það fá inntöku í síðari hlutann. Standa vonir til að hægt verði að byrja aftur með fyrri hlutann að nýju eft- ir áramótin, og geta þá þeir sem falla á prófi fengið að setj- ast í hann að nýju. Gjöld nemenda fyrir nám- skeiðið hafa ekki enn verið á- kveðin, en reynt verður að stilla þeim í hóf. (Fréttatilkynning frá VI.) MinningarorB Framhald á 8. síðu Þá má sízt gleyma öllum þeim kvennablóma, sem þessa sali prýddi, af þeim stúlkunum af Islandi, var víst alflest og alfegurst á að líta. Oft þótti mér í vökudraumi sem ég sæi fyrir mér danskan kirkjugarð; sólbrenndan múr, jurtir í • blóma, eilífðarrósemi fyrir innan hliðið, og þetta hélt ég vera fyrirboða þess að ég ætti eftir að leggjast þamalágt. Og mér þótti hann vera þarna, garðurinn, á Austurbrú. Nú held ég að ég viti hver þarna á leiði. Það eru þau Stein- unn og Þórður, og ef ég kemst ekki þangað, vil ég biðja þig, lesandi, fyrir blómgaðan lyng- skúf úr holti á íslandi, og leggja við hann grænan kvist af húlfi, 1 til marks um Island og til marks um staðinn þar sem hver dag- ur var manni hátíðisdagur og jóla —. Málfríður Einarsdóttir Táragassprengjur Framhald af 6. síðu. að brezka stjórnin láti mál Abrahams sér í of léttu rúmi liggja. Atburður þessi sé ekki hinn fyrsti sinnar tegundar og ef ekki verði tekið í taumana og þeim seku refsað verði hann heldur ekki sá síðasti. Blaðið getur um það er flug- vél sem flytja ’ átti Suður-Af- ríska flóttamenn frá Bechuana- landi til Tanganyiku var sprengd í loft upp og segir að líklegast sé að skemmdar- verkamenn hafi verið þar að verki. — Það sem gera á í máfl Abrahams er að Bretland krefjist þess að Suður-Afríku- - menn aðstoði við að hafa upp á mannræningjunum og draga þá fyrir rétt í Bechuanalandi þar sem glæpurinn var fram- ‘ inn. Slíkt væri verndarsvæðun- um. flóttamönnunum og Bret- landi í hag. segir blaðið. í vsino AKral’aiP' Blaðiií Rand Daily Mai) ur birt lýsingu Abiahauis og félaga hans á brottnáml þeirra. Segja þeir að sumir ránsmenn- irnir hafi verið suður-afrískir löregiumenn. Abrahams og fé- lagar hans sátu á palli vöru- bifreiðar þegar sex grímubúnir menn þustu að þeim. Stukku þeir upp í bifreiðina og neyddu flóttamennina til að fylgja sér. Síðan voru flóttamennirnir fluttir á vörubifreið til Suð- vestur-Afríku og stóðu á þeim skammbyssurnar alla Iciðina. Er til Suðvestur-Afríku kom voru þeir settir af bifrciðinni á búgarði einum og sótti ör- yggislögreglan þá þangað. Síðar var flogið með Abrahams til Höfðaborgar. Hinir þrír voru handtcknir á þeirri forsendu að þeir hefðu yfirgefið Iandið i Ieyfisleysi. INNHEIMTA aif LÖGFRÆtHSTÖTiP ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.